Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 61

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 61 FRÉTTIR Syddansk Erhvervsakademi Grundtvigs Allé 88 Dk-Sønderborg Tlf. +45 7412 4141 www.sdes.dk STYRKTARFÉLAGI krabbameinssjúkra barna voru nýverið afhentar 152.000 krónur sem söfnuðust í upp- boði kjötiðnaðarmanna á sýningunni Matur 2006. Kjöt- iðnaðarmenn sýndu gestum sýningarinnar handbrögð sín við vinnslu kjötafurða og úrbeinuðu ýmiss konar kjöt. Afraksturinn og fleiri kjötafurðir voru síðan boðnar upp í lok sýningarinnar og var ákveðið að ágóð- inn rynni til SKB. Það var Félag íslenskra kjötiðnaðar- manna, FÍK, og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna, MFK, sem stóðu að uppboðinu með aðstoð fjölda styrkt- araðila. Rósa Guðbjartsdóttir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Styrktarfélagsins. Afhentu ágóða kjötuppboðs Fáðu úrslitin send í símann þinn KRABBAMEINSFÉLAG Reykja- víkur, í samvinnu við Reykleysismið- stöð Landspítala – háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöð, hefur gefið út bæklinginn ,,Hættu fyrir lífið.“ Þessi bæklingur heitir á frummálinu Giving up for life og er saminn af Jennifer Percival hjúkrunarfræðingi og ráð- gjafa í tóbaksvörnum fyrir National Health Service í Bretlandi. Megin- áhersla er lögð á að veita fólki auð- veldar leiðbeiningar við að hætta að reykja. Í bæklingnum eru upplýsing- ar, ráðleggingar og gagnleg verkefni sem hjálpa þeim sem reykja að átta sig á því af hverju þeir reykja og hvernig þeir geta hætt – fyrir fullt og allt. Bæklingurinn tekur mið af ís- lenskum aðstæðum og veitir upplýs- ingar um meðferðarúrræði hérlendis. Bæklingurinn mun liggja frammi á heilsugæslustöðvum og í apótekum, einnig er hægt að panta bæklinginn hjá Lýðheilsustöð: pantanir@lyd- heilsustod.is Hægt að skoða hann og prenta út af vefsíðu Krabbameins- félagsins: www.krabb.is/rit Nýr bæklingur gegn reykingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.