Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 51
skýrsla um umhverfismat í sumar, þar sem leiðirnar verða bornar sam- an og fljótlega í haust verður tekin ákvörðun um eina lausn og ef allt gengur að óskum ættu fram- kvæmdir að geta hafist á næsta ári.“ Þessi sama Ingibjörg sem nú er for- maður Samfylkingarinnar lagði síð- an til fyrir nokkrum dögum að skoða frestun þessarar sömu Sundabraut- ar! Haustið 2005, eftir að rík- isstjórnin hafði lofað Reykjavík- urborg átta milljörðum í Sundabraut, samdi borgarstjórnin, að Degi meðtöldum, bókun um innri leið á landfyllingum og lágbrú sem flestir R-lista fulltrúar höfðu áður verið ósammála. Dagur hefur einnig haldið því fram að best væri að láta Reykvíkinga kjósa um legu Sunda- brautar. Á kosningafundi á Kjal- arnesi nú rétt fyrir páska, lýsti Dag- ur því yfir að hann vildi leggja Sundabrautina alla leið (nema hvað?) og því væri best að hafa eina akrein hvora leið. Örfáum dögum síðar sagði hann að alltof mikið væri gert úr þessari yfirlýsingu sinni. Og í Morgunblaðsgrein hans á þriðju- daginn var segir hann m.a.: „Ég hef tekið af skarið um það að í mínum huga er Sundabraut í jarðgöngum fyrsti kostur.“ Eftir svona sam- ræðupólitík, lesandi góður, þarf eng- in lokaorð. Þú semur þau bara sjálf- ur. ’Að Dagur skuli kennasamgönguráðherra um þá staðreynd að borg- aryfirvöld hafi ekki unnið sína heimavinnu í tólf ár er ótrúlegur málflutn- ingur.‘ Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 51 UMRÆÐAN Um er að ræða fallegt og vel skipulagt 120 fm raðhús á tveimur hæðum. Húsið er með 4 svefnherbergjum og hentar þar af leiðandi stórri fjölskyldu. Fallegar innréttingar. Góður og barnvænn staður í Grafarvog- inum. Afgirtur suðurgarður. Góður möguleiki á að fá að byggja bílskúr. Verð 28,9 millj. LAUFENGI 178 REYKJAVÍK Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17 Gjörið svo vel að líta inn Olga og Jóhann taka vel á móti ykkur. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Raðhús í Fossvogi óskast Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi nú þegar. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Ásendi Glæsilegt einbýlishús við opið svæði Glæsilegt og mikið endurnýjað um 416 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 27 fm innb. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi bjartar og stór- ar stofur með fallegum arni og útsýni að Elliðaárdalnum, rúmgott eldhús með nýlegum ljósum innréttingum og nýjum vönduðum tækjum, um 60 fm fjölskyldurými, 6 herbergi og glæsilega endurnýjað baðherb. auk tveggja snyrtinga. 40 fm garðskáli með heitum potti. Eignin er vel staðsett við op- ið svæði. Falleg ræktuð lóð. Eign sem vert er að skoða. Kaplaskjólsvegur Fallegt 157 fm raðhús á fjórum pöll- um í vesturbænum. Eignin skiptist m.a. í eldhús með eldri innréttingu og góðri borðaðst., rúmgóðar sam- liggjandi stofur m. útg. á flísalagðar svalir, 2-3 herbergi og baðherbergi auk gestasalernis. Auk þess er geymsla í kj. sem hægt væri að nýta sem herb. Hús nýmálað að utan og þak yfirfarið. Ræktuð lóð með timburvreönd. Verð 36,9 millj. Austurgerði 264 fm einbýlishús á tveimur hæð- um með 23 fm innb. bílskúr á þess- um gróna og eftirsótta stað í austur- borginni. Á efri hæð eru forstofa, samliggjandi bjartar stofur með útg. á lóð til suðurs, eldhús með ljósum harðviðarinnrétt., 1 herbergi og rúm- gott flísalagt baðherb. auk gesta- snyrtingar. Niðri er stór sjónvarps- stofa, 3 rúmgóð herb. og baðherbergi auk um 70 fm gluggalauss rýmis. Húsið er nýlega klætt að utan. Ræktuð lóð. Verð 57,9 millj. Suðurgata - Hafnarfirði Fallegt 232 fm einbýlishús sem er kjallari og tvær hæðir ásamt 22,0 fm sérstæðum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum innrétting- um, borðstofu og setustofu með arni, flísalagt baðherb. auk gestasal- ernis og fjölda herbergja. Geymslu- ris. Gler og gluggar endurnýjað að mestu. Vel staðsett eign, mikil veð- ursæld. Gott útsýni af efri hæð yfir höfnina. Falleg afgirt ræktuð lóð. Stutt í skóla, sundlaug og þjónustu. Arkitekt: Einar Sveinsson. Verð 53,0 millj. Gullsmári - Kópavogi 3ja herb. útsýnisíbúð með bílskúr Glæsileg 76 fm íbúð á 10. hæð ásamt 29 fm bílskúr í húsi fyrir 60 ára og eldri. Björt stofa með útgangi á flísalagðar svalir, 2 góð herbergi, bæði með skápum, eldhús með eik- arinnréttingu og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Glæsilegt útsýni. Verð 29,9 millj. Barmahlíð - Efri sérhæð og ris Mjög góð 170 fm efri sérhæð og ris með tvennum svölum og sérinn- gangi. Aðalhæðin skiptist í eldhús með eyju, samliggjandi borð- og setustofu með útgangi á rúmgóðar svalir til suðurs, 2 herbergi og bað- herbergi. Í risi eru 2 herb. og snyrt- ing. Bílskúrsréttur. Hús í góðu ástandi að utan. Verð 39,9 millj. Strandvegur - Garðabæ Glæsiíbúð með sjávarútsýni Einstaklega glæsileg 128 fm útsýn- isíbúð á 3. hæð í Sjálandi í Garðabæ ásamt sérstæði í lokuðum bílakjall- ara. Íbúðin er hönnuð á vandaðan og smekklegan hátt af Rut Kára- dóttur innanhússarkitekt. Eldhús með hvítum innréttingum, rúmgóð stofa/borðstofa, svefnherbergi með góðu skápaplássi, annað herb./- skrifstofa og glæsilegt baðherbergi. Parket og svartar steinflísar á gólf- um. Lyfta og sérgeymsla í kj. Sjávarútsýni. Verð 49,9 millj. Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is Fasteignasalan Klettur kynnir á opnu húsi í dag fallega sérhæð á efstu hæð í sex íbúða húsi við Galtalind 5 í Kópavogi. Íbúðin er alls 131 fm og er endaíbúð með góðu útsýni í suður og vestur af rúmgóðum svölum og úr íbúðinni sjálfri. Stutt er í alla þjónustu og skóli og leikskólar í næsta nágrenni. Fallegar og snyrtilegar innréttingar. Ásett verð 34 milljónir Sölumaður Kletts fasteignasölu (Svavar 821 5401) verður á staðnum og tekur á móti gestum. OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI 13:00 - 14:00 GALTALIND 5, FIMM HERBERGJA ÍBÚÐ (131 fm) Skemmtileg og vel staðsett 3ja herbergja risíbúð við Kelduhvamm í Hafnarfirði. Íbúðin er 86,7 fm en þar sem þetta er risíbúð þá er „nýtan- legur“ gólfflötur nokkuð stærri og undir risi hefur verið komið fyrir góð- um geymslum og skemmtilegu leikrými fyrir börn. Fallegt og mikið út- sýni er úr stofu sem snýr í vestur og norður, stofan er með skemmtileg- um gluggum og þar er risloftið upptekið og við þá skapast feikigott út- sýni úr gluggum sem þekja norður- og suðurhlið stofunnar. Ásett verð 19,6 milljónir. EIGENDUR TAKA Á MÓTI GESTUM - ALLIR VELKOMNIR OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 14:00 - 16:00 KELDUHVAMMUR 4, HAFNARFIRÐI (RISÍBÚÐ, BJALLA MERKT ÞRÖSTUR) Hvernig stendur á því að langflestir, sem heimsækja Landmannalaugar, kjósa malbikaðan veg Landsvirkj- unar framhjá virkjunum við Búrfell og Sultartanga og meðfram há- spennulínum upp að Hrauneyjum og þaðan framhjá Hrauneyjafossvirkjun og Sigölduvirkjun og síðan áfram í Landmannalaugar, fremur en að aka upp Land, austan Þjórsár, og Fjalla- baksveg nyrðri sem enn er til staðar og vel fær að sumarlagi, a.m.k, jepp- um? Þar væri ekki ekið framhjá nein- um slíkum mannvirkjum. Hvers- vegna eru menn á stærstu jeppum alveg hættir að aka yfir Tungnaá á Hófsvaði, sem var algengt á síðari hluta 20. aldar, og þótti mikið æv- intýri, en velja í þess í stað að aka yfir brú Landsvirkjunar neðan við Hrauneyjafoss? Og hvað með Austur- land? Hefur sókn ferðamanna inn á hálendið þar minnkað eftir að fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hóf- ust og svæðið var ekki lengur „ósnert víðerni“? Ég eftirlæt lesandanum svörin. Örlygur Steinn spyr hvort virkj- anir í Sviss knýi „erlendar verk- smiðjur“. Alcoa-Fjarðaál er íslenskt fyrirtæki, starfar á Íslandi eftir ís- lenskum lögum, enda þótt útlend- ingar eigi það að 100%. Alveg eins og Coldwater Seafood er bandarískt fyr- irtæki, starfar í Bandaríkjunum eftir bandarískum lögum, þótt það sé að 100% í íslenskri eigu. Útlendingar eiga líka í svissneskjum fyrirtækjum. Og áhrif Kárahnjúkavirkjunar á nátt- úrulegt umhverfi eru hin sömu hvort heldur raforkan frá henni er notuð til að framleiða ál á Reyðarfirði, væri flutt út um sæstreng frá Reyðarfirði, eða væri notuð til almennra þarfa hjá 10 til 15 sinnum fjölmennari þjóð á Ís- landi. Nákvæmlega hin sömu. ’Ekkert af þessu fælirþar ferðamenn frá. Hví skyldu þá virkjanir á Ís- landi gera það?‘ Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.