Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 18
Alvarleg brot á rétti innflytj-enda á borð við þau semXing Haiu mátti þola, einsog fram kemur í meðfylgj- andi viðtali, eru fátíð hér á landi, að sögn Sæunnar Stefánsdóttur, að- stoðarmanns félagsmálaráðherra og formanns Innflytjendaráðs. En hún segir þó dæmi þess að tilraunir séu gerðar til að brjóta kjarasamninga. „Aðilar vinnumarkaðarins, Sam- tök atvinnulífsins og ASÍ til að mynda, gera með sér kjarasamninga sem móta þær leikreglur sem farið er eftir. Ríkið kemur að þeim sem þriðji aðili. Við höfum sem betur fer fá dæmi um svona alvarleg brot á innflytjendum, en það eru þó dæmi um að gerðar hafi verið tilraunir til að hlunnfara þá. Í þeim tilvikum á kerfið að bregðast við og hvað okkur varðar er til dæmis atvinnuleyfi ekki framlengt fyrr en atvinnurekendur hafa komið sínum málum í lag.“ Hún segir að sett hafi verið lög um starfsmannaleigur fyrir síðustu ára- mót sem ætlað hafi verið að bregðast við þeirri þróun að fyrirtæki nýti sér í vaxandi mæli þjónustu frá starfs- mannaleigum. „Beint ráðningarsam- band launþega og atvinnurekenda hefur verið ráðandi hér á landi og við viljum að það verði áfram meginregl- an. Lögin ganga út á það að starfs- menn erlendis frá viti hvaða lög og reglur gilda í landinu og að ljóst sé að þeim sé greitt eftir samningum.“ – Getur verið að meira sé um al- varleg brot á rétti innflytjenda, en að þau komi ekki upp á yfirborðið? „Við líðum auðvitað ekki að svona sé farið með fólk. Þegar við setjum reglur ætlumst við til að farið sé eftir þeim. Það verður að höfða til siðferð- iskenndar og ábyrgðar atvinnurek- enda. Við finnum að Samtök atvinnu- lífsins hafa ekkert umburðarlyndi gagnvart slíkri starfsemi, enda kem- ur hún óorði á aðra sem standa sig og þeir eru miklu fleiri.“ Íslenskur vinnumarkaður var opnaður fyrir starfsmönnum frá nýj- um aðildarríkjum EES 1. maí síðast- liðinn. Sæunn segir að í þeirri löggjöf felist ríkari tilkynningaskylda en áð- ur hafi tíðkast; vinnuveitendur þurfi að skila inn upplýsingum um laun innflytjenda, í krónum talin, til Vinnumálastofnunar. „Reynsla þeirra þjóða sem hafa opnað sín landamæri er sú að engar flóðgáttir hafi opnast. Við teljum okkur vera búin að taka kúfinn af þessari aukn- ingu, því fólk frá þessum löndum hefur verið í forgangi frá því í haust.“ Sæunn segir skilvirkt upplýsinga- flæði mikilvægast þegar erlent Við líðum ekki að svona sé farið með fólk Morgunblaðið/Eyþór Sæunn Stefánsdóttir segir dæmi um að reynt sé að hlunnfara aðflutt vinnuafl. 18 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Glaðsinna og alúðlegurungur Kínverji er sest-ur gegnt blaðamanniásamt MagnúsiBjörnssyni túlki. Hann heitir Xing Haiou, er 26 ára og réð sig nuddara á íslenska nuddstofu, þar sem hann hóf störf 8. júní árið 2002. Skemmst er frá því að segja að ráðningarsambandinu lauk þannig að hann strauk í desember árið 2003 eftir að hafa að eigin sögn upplifað sig eins og hann væri í fangelsi. Í framhaldi af því var vinnuveitandi hans dæmdur til að greiða tæpar 5 milljónir í vangoldin laun, auk vaxta- bóta, í Héraðsdómi Reykjaness í janúar á þessu ári. Lág laun og erfiðisvinna í Kína Haiou er fæddur í Liaoning-hér- aði í Norðaustur-Kína, sem er hluti af Mansjúríu. Hann ólst upp í sveita- héraði í grennd við borgina Anshan. Eftir það lauk hann fjögurra ára námi í heilsufræðum við iðnskóla og síðan eins árs verklegu námi í nuddi í Peking í framhaldi af því. „Ég hlaut gott uppeldi,“ segir hann. „Vissulega ólst ég ekki upp við mikil veraldleg gæði en ég bjó ekki við erfiðleika heldur. Og sveitalífið er mun þægilegra og afslappaðra en lífið í stórborginni.“ Haiou bauðst að koma til Íslands þegar haft var samband við kennara hans í Kína, en kínversk tengdamóð- ir vinnuveitanda hans hér á landi kannaðist við hann. Og kennarinn hafði milligöngu um að bjóða Haiou starf hér á landi. „Ég átti ekki mikið val í Kína, þar eru lág laun og mikil erfiðisvinna. Það var því freistandi að fara utan. Einn viðskiptavinur minn hafði nefnt England, en það tók of langan tíma. Þá kom kennarinn minn að máli við mig og sagði gott að búa á Íslandi, það væri hreint land og fal- legt.“ 10 þúsund í mánaðarlaun Haiou segist hafa heyrt af Íslandi áður en hann kom til landsins. „Ég frétti af fólki frá Anshan sem hafði farið til Íslands, einkum nuddarar. Það fór tvennum sögum af dvölinni á Íslandi. Sumum líkaði vel, öðrum miður. Þeir síðarnefndu áttu við svipuð vandamál að stríða og fannst þeir misrétti beittir.“ Aðspurður hvernig laun hann hafi samið um þegar ráðningarsamning- urinn var gerður í október árið 2001, svarar Hiaou blátt áfram: „Að sjálf- sögðu voru þau ekki há. Þar spilaði inn í áhugi á því að kynnast fram- andi menningu og skoða sig um í veröldinni. En það kom mér á óvart þegar ég hóf störf á Íslandi að vinnuálagið var mun meira en talað hafði verið um.“ Launin sem Haiou fékk greidd á mánuði voru þúsund yuan Renminbi á mánuði eða sem samsvarar um tíu þúsund krónum. Tveir aðrir Kín- verjar unnu á stofunni og segir hann að þeir hafi fengið sömu laun. „Launin mín runnu beint til fjöl- skyldu minnar í Kína. Við fengum einnig frían mat og húsnæði, en við bjuggum þar sem við unnum. Ég bjó í litlu gluggalausu herbergi í kjall- aranum og svaf á nuddbekknum. Það var allt og sumt.“ – Þetta voru launin sem þú samdir um í Kína? „Já, en ég þekkti ekki kjörin hér á Íslandi og vinnan var mun meiri en um var samið. Þessi laun þættu í sjálfu sér viðunandi miðað við það sem fólk hefur í sveitum í Kína, en í borgum þykir þetta ekki mikið.“ – Var einhver kennsla innifalin? „Það var fyrst og fremst kveðið á um hana til að lækka launin, en það ákvæði var aldrei efnt í raun og veru. Enda byrjaði ég að vinna um leið og ég kom til landsins.“ Báru út blöð og auglýsingar Unnið var frá morgni til kvölds á nuddstofunni. „Við byrjuðum á því klukkan sex á morgnana að bera út blöðin, þar á meðal Morgunblaðið,“ segir hann og horfir kíminn til blaðamanns. „Síðan var nuddað all- an daginn og hætt í fyrsta lagi klukkan átta á kvöldin. Það var líka nuddað um helgar og þegar kom dauður tími vorum við látnir bera út auglýsingapóst fyrir stofuna, en það var einkum á sunnudögum.“ Haiou segir að blaðburðinum hafi lokið um áttaleytið á morgnana, en launin fyrir það hafi runnið eins og allt annað í vasa vinnuveitandans. Þá var yfirleitt þegar búið að bóka nudd og nuddað samfellt fram yfir hádegi. Hádegisverður var veittur einhvern tíma á bilinu eitt til þrjú eftir því hvernig stóð á bókunum. „Síðan var nuddað áfram – og nudd- að og nuddað,“ segir hann. „Vinnu- degi lauk yfirleitt um áttaleytið að kvöldi, en stundum níu eða tíu. Þá fengum við kvöldmat, sem var yf- irleitt frá því kvöldið áður og hitaður í örbylgjuofni.“ Að því loknu sá Haiou ásamt hin- um nuddurunum um að þrífa nudd- stofuna og þvo þvotta, en þvo þurfti töluvert af handklæðum og lökum. Þá var hann iðulega orðinn það ör- magna að hann fór að sofa. Enda þurfti hann að vakna snemma dag- inn eftir. Frí einn dag á ári — á jóladag Svona langur vinnudagur í rúmt ár segir Haiou að sé þreytandi lík- amlega en sérstaklega erfiður and- lega. „Það var lagt blátt bann við því að við töluðum við viðskiptavini. Ég hefði haft gaman af því að æfa mig aðeins á íslenskunni og spjalla við þá. Við fórum sáralítið úr húsi, það var ekki tími til þess, þannig að okk- ur leið eins og við værum í fangelsi. Síðan var haft í hótunum við okkur til að hafa okkur góða.“ – Hvernig hótanir voru það? „Okkur var aðallega hótað með því að hún [vinnuveitandinn] hefði sambönd við undirheimana. Ef við yfirgæfum svæðið eða værum henni ekki þóknanlegir, þá myndi hún með ánægju nýta sér þau sambönd. Svo tók hún af okkur vegabréfin og geymdi þau, sem var ein af ástæð- unum fyrir því að við áttum erfitt með að fá okkur lausa.“ Haiou segir að nuddstofan hafi að- eins verið lokuð einn dag allt árið. Það hafi verið jóladagur. „Það helg- ast af því að þá fer enginn í nudd. Reyndar var einnig lokað á páska- dag, en þá vorum við látnir bera út auglýsingar. Á aðfangadag vorum við látnir vinna töluvert mikið. Þá bauð hún fjölmörgum vinum og vel- unnurum í nudd og einnig fulltrúum fyrirtækja og fékk þá eitthvað í staðinn, s.s. bíómiða.“ Slóð út úr ógöngunum Einn daginn þegar Haiou var að dreifa auglýsingum með hinum tveim nuddurunum hittu þeir kín- verskan mann, sem fór að ræða við þá, og þá tóku málin óvænta stefnu. „Hann upplýsti okkur um að þetta væri alls ekki í samræmi við lög um laun og aðbúnað á Íslandi,“ segir Haiou. „Hann var ekkert að hafa lágt um það, eins tilhneiging getur verið til í kínverska samfélaginu. Hann benti okkur á að tala við Al- þjóðahúsið og athuga okkar réttar- Okkur leið eins og við værum í fangelsi Fyrsta starf kínverska nudd- arans Xing Haiou á Íslandi var ólíkt því sem hann bjóst við. Hann nuddaði alla daga, sem var jú það sem hann var ráðinn til að gera, en svo bar hann út dagblöð og auglýsingapóst, þvoði og ræsti, og vann myrkranna á milli. Allt fyrir tíu þúsund á mánuði. Pétur Blöndal tal- aði við hann um lífið í Kína og á Íslandi, ævintýralegan flótta og nýja framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.