Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 23
opnast í dagskránni,“ segir Frusc-
iante.
Chad Smith
Segja má að Chad Smith sé
„óþekkti“ piparinn, jarðbundinn og
rólegur og jafnar því út æringja-
skapinn í Flea og Frusciante. Smith
slóst í hópinn eftir að Jack Irons
hætti í bandinu í kjölfar þess að Hill-
el Slovak, gítarleikari og góðvinur
hans, dó úr of stórum skammti af
heróíni. Fyrsta platan sem Smith lék
inn á var Mother’s Milk (1989).
„Þessi nýja plata er platan hans
Johns,“ segir Smith. „Hljóðheimur-
inn sem hann framkallar með gítarn-
um sínum er ótrúlegur. Gítarleikar-
ar eiga eftir að fríka út þegar þeir
heyra þetta!“
Smith rifjar upp þegar hann gekk
í bandið.
„Þeir voru mjög uppteknir af
háralit og hárgreiðslum, húðflúri og
svoleiðis. Ég kem frá Minnesota og
var engan veginn í þessum pakka.
En þetta var bara málið í Kaliforníu
og sérstaklega hjá þeim. Ekta slakir
stuttbuxna/strandarstrákar. Ég var
svo ólíkur þeim, meira að segja í
vaxtarlaginu. Þeir voru ekki alveg
vissir hvað gera ætti. Ég hefði pass-
að betur inn í Guns’n’Roses á þess-
um tíma. En svo fórum við að
djamma saman og allt small. Eftir á
að hyggja var gott að ég vissi voða-
lega lítið um bandið. Ég vissi að þeir
höfðu látið taka mynd af sér með
sokkana sína á göndlunum en ekki
miklu meira. En þetta gengur …
eins og þú sérð og heyrir.“
Lögin sem ekki rötuðu á plötuna
munu koma út á einhvern hátt, lík-
lega sem b-hliðar á smáskífum sem
væntanlega verður nóg af. Ein frík-
uð hugmynd kom þó upp, að hafa
mismunandi lög á plötunni eftir því á
hvaða markaðssvæði hún færi.
Þannig yrðu útgáfurnar af plötunni
allt upp í tíu. Þetta var slegið af og
Smith sagði að það væri ekki hægt
að gera aðdáendum þetta – sem yrðu
að sjálfsögðu að kaupa öll stykkin.
RHCP er þegar lögð upp í heims-
reisu og verður væntanlega á ferð-
inni í eitt og hálft ár. Smith segir að
þetta sé þó ekki eins mikil geðveiki
og áður.
„Við værum löngu dauðir, allir
sem einn. Þetta er auðvitað algjör
steypa, þannig séð, að vera að túra
svona. Maður býr alltaf á þvílíkt fín-
um hótelum, flýgur um í einkaflugvél
og Guð má vita hvað. En við skiptum
þessu upp, við tökum ekki tuttugu og
fimm daga í striklotu. Við förum
heim og hvílum okkur reglulega. Og
vita skaltu að ég er hvorki orðinn
samdauna þessu né gleymi því
hversu ótrúlega heppnir við erum.
Þetta er algjör óskastaða. Og hvaða
bönd eru enn að gera eitthvað merki-
legt sem eru í svipaðri stöðu og við?
Rolling Stones? Það er öllum sama
um nýju Stones-plötuna. Ég held að
Keith þurfi á tónlistinni að halda en
Mick er líklega bara að hugsa um
peningana. U2? Ekki merkilegt,
Metallica, REM. Þetta lið er ekki að
gera neitt merkilegt í dag.“
Flea
Bassafanturinn Flea er flipparinn
í bandinu. Hár hans hefur verið í öll-
um litum og gerðum, sömuleiðis
klæðin, og fíflalætin eru mikil og
margvísleg. En það sem meira er;
Flea er magnaður bassaleikari, virt-
ur af samherjum og mikilvægt
hryggjarstykki í tónlist RHCP.
„Mér finnst eins og við höfum náð
einhvers konar hápunkti með þess-
ari plötu,“ segir Flea og sparar ekki
stóru orðin. „Samstarfið er orðið allt
öðruvísi, þetta gengur út á að tala
saman, virða hver annan og hjálpast
að. Það er mikill samhljómur á milli
allra. Þegar við vorum yngri var það
einfaldlega ekki þannig. En þessi
nýja plata er án efa það besta sem
við höfum gert hingað til. Við erum
enn að læra og þroskast, höfum
metnað til að verða betri og gáfum
allt sem við áttum í þessa plötu. Ef
þú fílar ekki þessa plötu þá fílarðu
ekki Red Hot Chili Peppers. Og það
er í fínu lagi.“
Flea lýsir Stadium Arcadium sem
epísku verki, þeirra „Magnum
Opus“, hvorki meira né minna.
Þegar því er lýst fyrir honum að
„Dani California“ sé hin fullkomna
„fyrsta“ smáskífa yppir hann öxlum.
„Humm … jú jú … ég er reyndar
alveg hörmulegur í þessum efnum.
Ef ég hefði fengið að ráða hefðum við
aldrei nokkurn tíma komið lagi í út-
varpið af því að ég vel alltaf vitlausu
lögin. Ég veit ekki … ég er helvítis
asni, ég veit ekki neitt.“
Það er nokkuð ljóst að Flea er dá-
lítið fiðrildi. Hann veður úr einu í
annað og svörin við sumum spurn-
ingunum eru líkt og hann sé að
hugsa um eitthvað allt annað.
Hann er spurður að því hvort það
sé rétt að hann hafi hitt Charles
Bukowski.
„Já. Ég sagði hæ og hann var in-
dæll. Ég sagði honum frá ljóði eftir
hann sem ég væri mjög hrifinn af.
Það heitir „Tough Motherfucker“
eða „Tough Old Motherfucker“. Það
er um kött sem hefur bara þrjár
lappir og er eins konar ástaróður til
kattarins. Mjög fallegt. Við töluðum
um ketti og hann sagðist vera
ánægður með að ég væri hrifinn af
köttum. Hann spurði hvort ég hefði
áhuga á einhverju fleiru og ég sagð-
ist vera hrifinn af körfubolta (Flea
fer á alla leikina með Los Angeles
Lakers og heldur meira að segja úti
bloggi sem snýst um þetta uppá-
haldslið hans). En Bukowski var
ekki hrifinn af körfubolta. Hann
hafði ekkert gott um hann að segja.“
Á sínum tíma var rætt um sóló-
plötu frá Flea en hljótt hefur verið
um slíkt undanfarin misseri. Flea
segist hafa hætt við þar sem hann sé
ekki nógu góður söngvari. Hins veg-
ar hafi hann ákveðið að gera plötu án
söngs í staðinn. En þó sé hann ekki
viss.
Hann er þó viss í sinni sök þegar
kemur að því að spila á tónleikum.
„Við látum fólki líða vel og við lát-
um okkur líða vel. Við erum hér til að
rokka heiminn. Við hoppum um eins
og asnar á sviði en við þurfum þess
ekki, það er tónlistin sem gerir þetta.
Hún er það eina sem skiptir máli,
það er hún sem við lifum fyrir og gef-
ur okkur tilgang.“
’Þeir voru mjög uppteknir af háralit oghárgreiðslum, húðflúri og svoleiðis. Ég
kem frá Minnesota og var engan veginn í
þessum pakka.‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 23
13. - 28. september
Kalifornía er í hugum margra þekkt fyrir Hollywood og kvikmyndir. Við
fljúgum til San Francisco og förum þaðan í sannkallaða draumaferð.
Haldið þaðan meðfram ströndinni til Los Angeles, farið á staði eins
og Hollywood, Rodeo Drive í Beverly Hills og Alvera Street. Universal
Studios verða heimsótt. Áfram er haldið til San Diego og Phoenix.
Síðan er komið að hápunkti ferðarinnar sem er Grand Canyon og
gistir hópurinn við þjóðgarðinn. Þá borgar sig að fara snemma á
fætur og sjá sólaruppkomuna í þessu stórkostlega landslagi. Haldið
til svæðis Indíána í Paintet Desert, inn í Monument Valley og áfram til
Bryce Canyon. Ekið til Las Vegas, gist þar í tvær nætur og gefst þá
færi á að kíkja aðeins í spilavítin og jafnvel freista gæfunnar. Komið
við í Death Valley á leið til San Francisco. Að lokum er farið í
skoðunarferð til hinnar alræmdu fangelsiseyju Alcatraz. Þetta eru
einungis nokkrir af þeim stöðum sem heimsóttir eru í ferðinni sem
sló í gegn í fyrra.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
Draumaheimur
Verð: 238.670 kr. Mikið innifalið!
Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is
Kalifornía -Arizona -Nevada -Utah
Sp
ör
-
Ra
gn
he
ið
ur
In
gu
nn
Ág
ús
ts
dó
tti
r
Kaliforníu
Málþing á Fosshóteli Húsavík 9. maí 2006
um álver og efnahagsáhrif þess á Norðurlandi
Fyrir skömmu tilkynnti Alcoa að það hefði áhuga á að reisa annað álver sitt á Íslandi á Húsavík.
Hér er hugsanlega um að ræða álver sem myndi framleiða 250 þús. tonn af áli á ári og ráða um
300 starfsmenn, en afleidd störf yrðu um eða yfir 300.
Rætt verður um þætti eins og: Hvaða áhrif hefur álver á N-Austurlandi á afkomu svæðisins og
tekjur þjóðarbúsins? Verður álverið knúið vistvænni orku frá háhitasvæðum við bæjardyr
Húsavíkur? Hver hefur reynslan verið á Austurlandi þar sem gróska ríkir? Liggur Húsavíkurhöfn
vel við siglingaleiðum til helstu hafna álfunnar? Er staðarvalið ekki kostur?
Fulltrúar launþega, atvinnurekenda og úr stjórnmálum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á byggingu álvers á Húsavík.
Málþingið verður þriðjudaginn 9. maí nk. frá kl. 17:00 til kl. 18:30.
Dagskrá:
Hagrænir þættir og tækifæri í nærumhverfi
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans
Samspil umhverfisverndar og athafnalífs
Árni Sigurbjarnarson, fulltrúi Húsgulls
Hagræn áhrif álvers
Sveinn Agnarsson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ
Ört vaxandi athafnalíf á Austurlandi
Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Austurlands
og forstjóri Alcoa Fjarðaáls
Stóriðja og flutningar
Einar Eyland, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi
Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Á Húsavík
sér framtíð?
Að fundinum standa: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Viðskiptaráð Austurlands, OrkuÞing, Alcoa,
Landsbankinn, KEA, Eimskip og Alli Geira hf.
K
O
M
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
sl
/s
va
rt
h
ví
tt