Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 15
„HÉR er alltaf fullt hús og yfir skólaárið
er mikið hringt og spurt vegna nem-
enda í vanda í almenna skólanum,“
segir Björk Jónsdóttir, skólastjóri í Brú-
arskóla. Brúarskóli er þriggja ára gam-
all sérskóli í Vesturhlíð 3, þar sem áður
var Vesturhlíðarskóli. Hann tekur við
nemendum í 5.–10. bekk með alvar-
legan geðrænan og tilfinningalegan
vanda og þeim sem eiga í félags- og
hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í
vanda vegna fíkniefnaneyslu og hugs-
anlega afbrota. Markmið Brúarskóla er
að gera nemendur hæfari til að stunda
nám í almennum grunnskóla.
Skólastjóri í almennum grunnskóla
spurði Morgunblaðið hvað hann gæti
gert þegar allt væri komið í þrot í eig-
inn skóla og ekki tækist að finna lausn
á málum nemanda. „Þótt nám sé vinna
er grunnskólanámið ekki eins og venju-
leg vinna. Það má ekki segja nem-
endum upp... Ég get stungið upp á því
við foreldra að barnið fari í Brúarskóla,
en hvað á ég að gera ef þar eru engin
pláss laus?“ spurði hann.
Síðast þegar tekið var inn í Brúar-
skóla, í febrúar síðastliðinn, voru sam-
tals fimm laus pláss, en umsóknir voru
níu. „Við höfum áður þurft að fresta
inntöku um nokkurra mánaða skeið,“
segir Björk.
Sagan nær aftur í leikskóla
Nær allir nemendurnir í Brúarskóla
eiga sameiginlegt að sjálfsmyndin er
orðin afar neikvæð. Það brýst gjarnan
út í mótþróafullri og mjög truflandi
hegðun, árásargirni og vantrú á að
skólagangan geti yfirhöfuð gengið upp.
Hjá sumum kemur fram depurð og
vonleysi.
„Úrræðin vegna þessara barna eru
ekki næg að mínu mati, það þyrfti að
grípa miklu fyrr inn hjá þeim. Flest eru
með gífurlegan athyglisbrest og þau
eru öll með mjög alvarleg hegð-
unarfrávik og geðraskanir. Ég held að
oft hafi menn hreinlega ekki þekkingu
á því hvað best sé að gera hverju
sinni.“
Aðspurð segir Björk að þegar nem-
andi komi í Brúarskóla sé almenni skól-
inn búinn að reyna allar mögulegar
leiðir fyrir viðkomandi.
„Margir skólar hafa gengið mjög
langt og umborið ótrúlega hluti. Þetta
hefur oftast verið langvarandi vandi og
hægt er að rekja sögu margra nem-
enda aftur í leikskóla. Skólinn gefst yf-
irleitt upp þegar ofbeldi er komið inn í
spilið. Oft eru foreldrarnir líka orðnir al-
gjörlega ráðalausir og kannski er búið
að láta þetta ganga alltof lengi. Velta
mætti upp þeirri spurningu hvort ekki
mætti byrja að vinna miklu fyrr með
börnin. Þetta eru mjög erfiðir krakkar
en líka mjög skemmtilegir og lifandi. Að
takast á við þá er bæði skemmtilegt og
ögrandi verkefni.“
Allir geta eitthvað!
Brúarskóli er ólíkur öðrum skólum
að því leyti að þetta er tímabundið úr-
ræði, þar sem nemendur dveljast að
meðaltali í eitt ár. Skólaárið 2005–
2006 hafa alls um 40 nemendur verið
í skólanum og í dag eru nemendur 25.
Nýlega var ákveðið að fjölga plássum
um þrjú til fjögur. Þau verða fyrir nem-
endur í 3.-4.bekk. Skólinn sér þar að
auki um kennslu á Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítala – háskólasjúkra-
húss, á Stuðlum og á meðferðarheim-
ilinu Háholti í Skagafirði. Brúarskóli er
skóli fyrir allt landið, en eins og Björk
bendir á: „Það segir sig sjálft að barn
utan af landi þarf að eiga heimili ein-
hvers staðar á höfuðborgarsvæðinu.“
Aðaláherslan í Brúarskóla er á hegð-
un, félagsfærni og samskipti og mikil
áhersla er lögð á hreyfingu. Nem-
endum er kennt að stýra reiði sinni og
finna aðrar leiðir til að fá útrás fyrir
hana en að beita ofbeldi. Lögð er
áhersla á að finna sterka þætti hjá
krökkunum og gengið út frá því að þótt
ekki geti allir allt, geti allir eitthvað.
Björk segir að unglingarnir í 8.–10. bekk
séu oft og tíðum einnig með félagslega
erfiðleika, hafi hætt að mæta í skólann
og jafnvel ánetjast fíkniefnum. Rétt er
að taka fram að hópunum tveimur, það
er miðstigi og unglingastigi, er haldið
aðskildum í skólanum.
Björk varar við því að sérúrræði
verði of stór og fjölmenn, sérstaklega
úrræði á borð við Brúarskóla. Ekki sé
æskilegt að setja of mörg börn og
unglinga með slíkan vanda saman í of
langan tíma. Fjölgun úrræða sé hins
vegar nauðsynleg, sérstaklega lítilla
sérúrræða sem gætu til dæmis verið
úti í hverfum Reykjavíkurborgar.
Samstarf heimilis og skóla
Björk kallar eftir meiri samvinnu
menntakerfis, heilbrigðiskerfis og fé-
lagskerfis. „Það er nauðsynlegt að yf-
irvöld þessara málaflokka setjist niður
og ákveði hvernig þau ætli að móta
stefnu sína varðandi þessi börn. Það
er oft eins og skilning á mikilvægi sam-
vinnunnar skorti. Kannski er það
vegna þess að þessir krakkar eiga sér
enga talsmenn, ég veit það hreinlega
ekki. Oft eru þetta mjög veik börn sem
þurfa gríðarlegan stuðning og for-
eldrar þeirra einnig.
Það góða er hins vegar að það er al-
veg von í þessu máli. Margir krakkanna
taka sig mikið á og hefur í flestum til-
vikum farnast vel eftir að þau fara héð-
an. Þetta er langur ferill og við styðj-
um heimaskólann í að taka aftur við
þeim,“ segir Björk og bætir við: „Best
gengur þar sem er mjög náið sam-
starf heimilis og skóla, það er grund-
völlurinn að því að við náum árangri.“
Í Brúarskóla eru nemendur gerðir hæfari til að vera í almennum grunnskóla
„Hér er alltaf fullt hús“ Þetta eru mjög erfiðir krakkar en hins vegar líkamjög skemmtilegir og lifandi. Að takast á við þá erbæði skemmtilegt og ögrandi verkefni.
sigridurv@mbl.is
Skýrslur, nefndir og skúffur
Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis.
Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með
skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla
af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04
Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi.
Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnis-
vinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla
á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa
á besta tíma ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum!
Getur verið að þú
sért með ofnæmi?
Lóritín og Histasín
fást án lyfseðils
Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin?
Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða.
Næsta sunnudag