Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Prólógus Áður taldist þingeysk þjóð þrautseigust í landi. Frelsisástar glæddu glóð garpar óþreytandi. Gullöld fyrir löngu lauk, lítið sést til kappa. Álverssjúkir inn á Bauk ættlerarnir vappa. Skelfilega sjón bar fyrir augu mín á rík- isskjánum að kvöldi 1. mars sl. Á Gamla Bauk Húsvíkinga fagnaði hópur ölþrútinna og hjassalegra einstaklinga að eiga á því von eftir nokkur ár að fá eiturspúandi ál- fabrikku í hlaðvarpann hjá sér. Og ég sem hef talið mér það til tekna að vera Þingeyingur í móðurætt! Þar fór sú ættgöfgi fyrir lítið. Þingeysk snilli Eftir að hafa þegið áfallahjálp hjá sóknarpresti og fleira góðu fólki fór ég að rifja upp fyrir mér margháttuð afrek Þingeyinga á árum áður, m.a. í stjórnmálum, félags-, atvinnu- og menningarefnum. Sá glæsti ferill rann síðan saman við ótvíræða for- göngu í náttúruvernd hérlendis með stíflusprengingu í Miðkvísl og björg- un Laxárdals frá kaffæringu. Heiðrekur frá Sandi orti á sínum tíma að gefnu tilefni: Þingeysk snilli og þelið gott þarf ei tyllibóta, né láta illa lagað skott lafa milli fóta. Mér fannst að ef Bauksfólk væri þver- skurður af Þing- eyingum nú ætti þessi vísa ekki lengur við. Við eftirgrennslan kom þó á daginn að svo er ekki. Er þá fyrst að minnast aðdáunarverðrar sam- stöðu sveitarstjórn- armanna á Tjörnesi gegn álveri á Bakka. „Þingeysk snilli og þelið gott“ heldur enn velli fram til dala, og uppi í Mývatnssveit á „andinn (ennþá) óðul sín, öll sem verða á jörðu fund- in.“ Á þessum slóðum á Bauksfögn- uðurinn sér formælendur fáa, miklu frekar að hann dragi virðingu hér- aðsins niður í svaðið. Og hvað er það þá sem knýr fólk til slíkrar ósvinnu? Álver eða dauðinn? Í Mbl. 25. mars sl. segir fréttarit- ari Atli á Laxamýri frá því að „múr- arar og rafvirkjar liggi ekki á lausu og langur biðlisti sé eftir smiðum. Þá eru pípulagningamenn ekki á hverju strái.“ Aðrar heimildir herma að orðið hafi að sækja flesta þá iðn- aðarmenn til Reykjavíkur sem vinna að stækkun á Hótel Húsavík og þriggja vikna auglýsingalotu hafi þurft til að finna einn ungling til af- leysinga á bensínsjoppu í sumar. Í sveitum hefur birt til og fram- kvæmdahugur í bændafólki á þeim jörðum sem ekki eru komnar í hend- ur safnara, enda skortur orðinn bæði á mjólk og kjöti. Það virðist því frekar skortur á vinnandi höndum en hitt í héraðinu og helst að sjá að einhver ofboðsleg minnimátt- arkennd þjaki Bauksfólk. Öllu mennilegri eru sjónarmið Djúpmannsins Halldórs Halldórs- sonar bæjarstjóra á Ísafirði í Mbl. 21. apríl sl. þar sem hann hafnar al- farið mengandi stóriðju á Vest- fjörðum. „Við viljum virkja hugvit og færni heimamanna og hækka þekk- ingarstigið.“ Þar sem mitt svigrúm í Mbl. er uppurið, bið ég Baukara að velta fyr- ir sér eftirfarandi spurningum: Eru þingeyskar náttúruperlur og orka í varma og vatnsföllum ykkur útbær á rýmingarsöluprís til erlends auðhrings, sem selur svo framleiðsl- una m.a. til vopna- og vígvélasmíða? Alcoa er ekki Hjálparstofnun kirkjunnar eða Mæðrastyrksnefnd. Slíkt fyrirtæki lætur aldrei krónu af hendi nema fá a.m.k. tvær í staðinn. Vitið þið að Kyotosamningurinn var um að minnka mengun en ekki komast fremst í sóðaröðina? Hafið þið velt fyrir ykkur ábyrgð gagnvart náttúrunni og hagsmunum óborinna kynslóða? Hafið þið velt fyrir ykkur þeim völdum og áhrifum sem erlendur að- ili fær í eins fyrirtækis bæjarfélagi? Hafið þið velt fyrir ykkur Kára- hnjúkaófögnuðinum, mannfórn- unum og hinni efnahagslegu rúss- nesku rúllettu sem þar er stunduð? Vitið þið að sál og samviska þjóð- arinnar, sem eru skáld og listamenn hverskonar, hafa skrifað, talað og sungið einum rómi gegn Kára- hnjúkavirkjun og álæðinu? Að síðustu hvet ég Bauksfólk, sem ég vona að sé flest læst, til að útvega sér bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, og lesa hana gaumgæfilega. Álvíkingar Indriði Aðalsteinsson fjallar um álver ’Vitið þið að sál og sam-viska þjóðarinnar, sem eru skáld og listamenn hverskonar, hafa skrifað, talað og sungið einum rómi gegn Kárahnjúka- virkjun og álæðinu?‘ Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi að Skjaldfönn við Djúp. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Kórsalir 5 Penthouse Höfum fengið í einkasölu einstaka 264 fm penth. íbúð á tveimur hæðum með óviðj- afnanlegu útsýni, ásamt bílskýli. Íbúðin er glæsil. innréttuð og frágangur hinn vandað- asti. Lofthæð í stofu er allt að 7 metrum og mjög stór gluggi í stofu gerir íbúðina mjög bjarta og sérstaka. Íbúðin skiptist þannig: neðri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, þrjú svefnherbergi og tvö baðherb., annað innaf hjónaherb. Yfir hluta íbúðarinnar er milliloft og er þar stór stofa og þaðan er hægt að horfa niður í stofu og eldhús sem hafa allt að 7 metra lofthæð. Óskað er eftir tilboðum. V. 68,0 m. 4853 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-14. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is CUXHAVENGATA 1 - HF. Byggingin er á 7.000 fm lóð á besta stað á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. Heildarstærð bygging- arinnar er 3.504 fm en grunnflötur hennar er rúmir 2.200 fm. Bygging skiptist í 2.000 fm iðnaðarhús- næði með 12 stk. 4x4 m inn- keyrsluhurðum og lofthæð um 4,6 m. Skrifstofuhúsnæðið er um 1.500 fm og er bjart og skemmtilegt. Gert er ráð fyrir lyftu í skrifstofubyggingu. Byggingin er úr forsteyptum einangruðum einingum frá BM Vallá og þakvirki úr yleiningum frá Límtré Vírnet. Byggingin verður afhent fullfrágengin að ut- an og lóð malbikuð og girt af á þrjá vegu. Gólf verða vélslípuð og á fyrstu hæð verður búið að setja hitalagnir í gólf. Á 2.-4. hæð byggingarinnar er gert ráð fyrir ofnalögn. Byggingunni fylgja allar lögbundnar teikningar. Tilboð óskast. STAKKAHRAUN - HF. - MÓNUHÚSIÐ Til sölu er heil húseign í Hafnar- firði (Mónuhúsið). Húsið skiptist þannig: Iðnaðar- og lagerhús- næði, samtals 1.812 fm, sem síð- an skiptist í 376 fm iðnaðarhús- næði, 361 fm vörugeymslu og 1.075 fm iðnaðarhúsn. Byggingar- réttur. Malbikuð lóð. Miklir möguleikar. Teikningar á skrifstofu. Verðtilboð. MÓHELLA 4RA - BÍLSKÚRAR Tilvalið sem geymslupláss undir tjaldvagna, fellihýsi o. fl. Bílsk. eða geymslubil 26,3 fm sem eru að rísa við Móhellu í Hafnar- firði. Bílsk. eru byggðir að mestu úr einingum frá Límtré og afh. fullb. með frág. lóð. Nánari upp- lýsingar á Hraunhamar.is eða hjá sölumönnum. Til afhendingar strax. Verð 2,6 millj. STAPAHRAUN - HF. Nýkomin 3 ca 200 fm bil með góð- um innkeyrsludyrum í bakhúsi, þrjár sjálfstæðar einingar sem mögulegt er að sameina ef vill. Verð ca 130 þús. fm. Laust fljótlega. 111635 KAPLAHRAUN - HF. - ÖLL EIGNIN Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott 408 fermetra atvinnuhúsnæði, öll eignin við Kaplahraun númer 9, Hafnarfirði. Eignin er á hornlóð og eru góð bílastæði að norðan og vestanverðu en að sunnanverðu er gott port þar sem eignarhlutur er ca 50% með eigninni í Kaplahrauni 9a. Eigninni er hæglega hægt að skipta upp í þrjú góð bil með stórum innkeyrsludyrum. Mjög góð eign í góðu ástandi. Verð 62 millj. SUÐURHRAUN GARÐABÆ - SALA/LEIGA Nýkomið vandað 227 fm atvinnu- húsnæði á þessum vinsæla stað, góð lofthæð og innkeyrsludyr, möguleiki á góðu millilofti, af- hending fljótlega. Upplýsingar á skrifstofu Hraunhamars. Verð 32 millj. REYKJAVÍKURVEGUR HF. - BYGGINGAR. Nýkomin í sölu heil húseign, ca 450 fm, rúmgóð sérlóð, möguleiki á byggingarrétti m.a. íbúðir o.fl. Frábær staðsetning. Verðtilboð. Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali EYRARTRÖÐ HF. - ATVINNUHÚS Nýkomin í einkasölu sérlega gott ca 500 fm atvinnuhúsnæði auk ca 200 fm millilofts. Innkeyrsludyr, stór lóð malbikuð, byggingarrétt- ur. Leigusamningur við seljanda fylgir. Mjög falleg og vönduð 4ra herbergja íbúð á annari hæð í lyftuhúsi, suðursvalir. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, svalir, gang, hjónaherbergi, baðherbergi og tvö barnaherbergi. Nýtt eikarparket er á gólfum íbúðarinnar. Allar innréttingar og hurðir úr kirsuberja spón. V. 28,7 m. 7377 Rúmgóð og falleg íbúð á þessum vinsæla stað. SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG FUNALIND - MJÖG FALLEG Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 – Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali Vantar einbýli (sérbýli) á Seltjarnarnesi, Vesturbæ eða 101. Verð 40 til 48 millj. Má gjarnan þarfnast lagfæringa. Einbýli í Logafold, Grafarvogi. Eingöngu góðar eignir koma til greina. 3ja herbergja íbúð með bílskúr í Breiðholti. 2ja herb. íbúð í Hraunbæ. Til leigu 4ra herb. í Vogahverfi eða í nánd við Langholtsskóla. Upplýsingar sendist á addiat@islandia.is, s. 893 3985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.