Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 41
þeim tilgangi að milda þá og koma í veg fyrir
frekari flóttamannastraum frá V-Papúa. Þetta
hefur dugað skammt en hefur hins vegar vakið
megna óánægju hér innanlands, m.a. hjá stjórn-
arandstöðunni, nokkrum þingmönnum Frjáls-
lynda flokksins, ýmsum æðri mönnum kirkjunn-
ar og eins hefur flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna lýst áhyggjum sínum vegna þessa.
Álítur SÞ að ekki sé um mikinn straum flótta-
manna að ræða og þetta setji slæmt fordæmi.
Þetta þýðir einnig að nú lenda börn á ný bak við
gaddavírsgirðingar.
Þá kemur þetta sér illa fyrir Papúa Nýju-
Gíneu sem síðan 1975, er þeir fengu sjálfstæði,
hefur tekið við aðalflóttamannastraumnum frá
vesturhluta eyjunnar, V-Papúa. Nú verða þeir
enn fyrir valinu af hendi hinna ofsóttu.
Forsætisráðherra, John Howard, hefur líka
gefið yfirlýsingar um að forseti Indónesíu sé sá
albesti forseti sem þar hefur setið eftir að lýð-
ræði komst á í Indónesíu eftir fall Suhartos
1998. Er margt til í því en hinn vinsæli forseti er
líka milli steins og sleggju. Flokkur forsetans á
aðeins 55 fulltrúa af rúmlega fimm hundruð á
þingi og stýrir samsteypustjórn sem á í vök að
verjast gegn sterkum hægriflokkum.
Mikil viðskipti eiga sér stað milli Ástralíu og
Indónesíu og góð samvinna tókst með löndunum
í sambandi við Balí-sprengjuna og baráttu gegn
hryðjuverkamönnum. Margir indónesískir stúd-
entar koma til náms í Ástralíu og ferðamanna-
straumur er nokkur. Þó er samvinnan einna
mikilvægust varðandi landhelgis- og landa-
mæragæslu fyrir norðan álfuna auk þess sem
siglingaleiðir ástralskra flutningaskipa liggja
um yfirráðasvæði Indónesa.
Ritari ástralska utanríkisráðuneytisins var
sendur til Jakarta til að reyna að lægja öldurn-
ar. Honum var tekið af kurteisi en kulda. Susilo
Bambang Yudhoyono áleit að utanríkisráðherra
eða forsætisráðherra sjálfur ætti að koma.
Næststærsta eyja heims
Ef litið er á landakortið má sjá að það er að-
eins dagsferð frá Papúa Nýju-Gíneu til Ástralíu
á hraðskreiðum báti. PNG er næststærsta eyja
heims. Vesturhlutinn varð 26. hérað Indónesíu
árið 1969 eftir að opinbert vald var flutt úr hönd-
um hollensku nýlenduherranna og til Indónesa.
Voru það Bandaríkjamenn sem neyddu Hol-
lendinga til að láta nýlendu sína af hendi. Ótt-
uðust þeir áhrif kommúnista. Ástralska stjórnin
hafði stutt V-Papúa en sneri við blaðinu. Íbúar
V-Papúa áttu að eiga frjálst val og kjósa sér
stjórnarfar árið 1969. Meirihluti þeirra vildi
sjálfstæði. Hins vegar var komið í veg fyrir al-
mennar kosningar, einungis útvaldir máttu
kjósa og voru þessir fáu útvöldu neyddir til að
velja yfirráð Indónesa. (Dettur annars nokkrum
lesanda Kópavogsfundurinn í hug?)
Árið 1973 gáfu Indónesar héraðinu nýtt nafn,
Irian Jaya, en innfæddir vilja ekki nota það
nafn. Á V-Papúa eru einstaklega auðugar gull-
og koparnámur en íbúarnir hafa lítið notið góðs
af því vegna þess að auðurinn er fluttur úr landi.
Hið bandaríska Freeport McNoRan ásamt
RTZ, sem er breskt fyrirtæki, eiga námurétt-
indin síðan 1967 sem hershöfðinginn Suharto
veitti þeim. Indónesía fær 20% en fyrirtækin
80%.
Yfir 40 milljón hektarar af skógi eru á Vestur-
Papúa og er timburiðnaður ásamt ódýru vinnu-
afli sérlega gróðavænlegur.
Meirihluti íbúa er kristinn og ríkir víðsýni í
trúmálum. Árlega flytja um tíu þúsund manns
frá Jövu og Sulawesi til V-Papúa og er þetta
skipulagt og styrkt af indónesísku stjórninni.
Stærstu borgir eru Sorong og Jayapura með um
það bil 200 þúsund íbúa hver.
Verður Vestur-Papúa nýtt Austur-Tímor?
Slíkt verður að telja ólíklegt. Árið 1999 studdu
Ástralar sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímor sem
lauk með sjálfstæði þeirra. Var það ekki síst fyr-
ir einhuga stuðning ástralsks almennings að
stjórnin sá sig tilneydda að hjálpa þeim þótt hún
hefði gefið yfirlýsingar um að þeir virtu yfirráð
Indónesa. Misstu þá Indónesar stóran spón úr
aski sínum – gas og olíu. Þessu hafa Indónesar
sannarlega ekki gleymt. Samband landanna hef-
ur ekki verið eins slæmt og nú síðan þá. Ástr-
alskur almenningur vildi endurgjalda stuðning
Austur-Tímor en þeir földu og hjálpuðu ástr-
ölskum hermönnum sem börðust þar gegn Jap-
önum í síðari heimsstyrjöldinni. Er það löng
saga. Í lok stríðsins höfðu 40–50 þúsundir íbúa
Austur-Tímor fallið eða soltið til bana af aðeins
650.000 íbúum, mest fyrir að hjálpa Áströlum.
Gróði Indónesa af V-Papúa er of mikill til þess
að þeir láti undan sjálfstæðiskröfum þeirra eða
33 billjónir bandarískra dollara af Freeport-
námunum sem síðan 1992 hafa runnið beint inn í
efnahagskerfi þeirra.
Sá fertugasti og þriðji
Einmitt þessa daga eru að birtast óljósar
fréttir af 43. flóttamanninum, hinum eina sem
ekki fékk vegabréf hér og dvelur enn á Christ-
mas Island. Hann er 24 ára gamall. Faðir hans,
dr. Thomas Wainggai, barðist fyrir sjálfstæði
V-Papúa og helgaði líf sitt þeirri baráttu. Lést
hann í fangelsi í Jakarta fyrir tíu árum en hann
hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að
veifa sjálfstæðisfánanum, sem nefnist fáni
morgunstjörnunnar, í mótmælagöngu. Öll fjöl-
skyldan er „persons of interest“ hjá öryggis-
deildum Indónesa.
Áströlsk yfirvöld eru afar hikandi við að veita
þessum unga manni, David Wainggai, dvalar-
leyfi því þá yrði reiði Indónesa enn meiri.
Indónesar eru áhyggjufullir vegna sterkra
þjóðernistilfinninga íbúa Vestur-Papúa en varla
geta þeir snúið til baka til Suharto-harðlínuár-
anna. Reynir nú ákaflega á áströlsk stjórnvöld
að miðla málum í samskiptum sínum við Indó-
nesa og stuðla að auknum mannréttindum og
réttlæti á V-Papúa.
Land friðar — fáni morgunstjörnunnar
Hin blóði drifna saga V-Papúa er ekki enda-
slepp þótt alltaf vakni vonir. Talað er um „vorið
2000“ er þíða í samskiptum milli Indónesa og inn-
fæddra ríkti. Þá mátti reisa fána morgunstjörn-
unnar að húni og frumbyggjarnir áttu að fá að
ráða málum sínum. Eitt kvöldið var leiðtoga
hinna innfæddu, Theys Eluay, boðið sem heið-
ursgesti til kvöldverðar í herbúðum sérsveita
Indónesíu á V-Papúa. Hann kom aldrei heim aft-
ur. Gestgjafarnir drápu hann og þar með vorið og
vonina um aukið frelsi íbúanna.
Þúsundir indónesískra hermanna dvelja á
V-Papúa og fólk óttast framtíðina, því hermenn-
irnir hræða til undirgefni og hefur ofbeldi hersins
aukist sl. fjögur ár. Íbúar V-Papúa sem standa
framarlega í sjálfstæðisbaráttunni verða að leita
skjóls uppi í fjöllum vegna ofsókna en aukið sjálf-
ræði, réttindi til náms og heilsugæslu ættu þó að
teljast sjálfsögð mannréttindi. Hermt var í leiðara
dagblaðsins Sydney Morning Herald í lok mars
að hundruð stúdenta háskólans hefðu farið í felur
eða haldið til PNG. Óeirðir höfðu brotist út vegna
mótmæla manna við námu í Freeport og féllu
fjórir öryggisverðir í valinn. Olli þetta mikilli
spennu sem enn ríkir.
Skýrsla frá SÞ á þessu ári staðfestir að 180.000
óbreyttir borgarar hafi fallið í V-Papúa af hendi
yfirvalda undir indónesískri stjórn en ekkert hef-
ur verið aðhafst vegna ótta við að skapa enn meiri
spennu og vandræði.
Á V-Papúa óttast menn að þjóðir heimsins
skeyti lítt um óréttlæti það sem íbúarnir verða
fyrir, líkt og þegar sofið var á verðinum varðandi
Austur-Tímor. Þeir óttast gleymsku heimsins.
Þeir vilja að land þeirra sé yfirlýst friðarland.
Papúa hefur verið lokað fyrir erlendum eft-
irlits- og fréttamönnum í meira en þrjú ár. Ástr-
alar ættu að hvetja Indónesa til að leyfa þeim að
koma til V-Papúa og sannreyna yfirlýsingar
þeirra um friðsamlega þróun. Besta von íbúa V-
Papúa er að forseti Indónesíu veiti þeim svipaða
sjálfsstjórn og Aceh-hérað í Indónesíu fékk ný-
lega en það var eitt af loforðum hans fyrir kosn-
ingarnar að báðir þessir aðilar hlytu aukið sjálf-
ræði.
Solomon-eyjar
Þegar litið er til eyjanna PNG, Solomon, Fiji og
Vanuatu, sem allar hafa öðlast sjálfstæði, er auð-
séð að leiðin til lýðræðis er löng og grýtt. Þessa
dagana varð að senda ástralskar hersveitir til Sol-
omon-eyja til að stilla til friðar eftir löglegar, frið-
samlegar kosningar. Hvers vegna? Jú, andstæð-
ingar stjórnarinnar töldu sigur sinn vísan en sáu
svo gömlu stjórnina setjast aftur á valdastóla.
Reiðin varð svo mögnuð að Kínahverfi borgarinn-
ar var brennt til grunna og skemmdarverk fram-
in víðar. Ástæðan var sú að stjórnarandstæðingar
töldu Kínverja heima fyrir og kínverska aðila á
Taívan hafa mútað aðilum og/eða borgað fé í
kosningasjóði stjórnarinnar.
Útgöngubann ríkir og meðan ástralskir her-
menn þramma um götur Honiara, höfuðborgar
Solomon-eyja, hefur forsætisráðherra sett a.m.k.
tvo af þingmönnum andstöðunnar í fangelsi og
ákært þá fyrir að hafa hvatt til óeirðanna.
Framhaldssagan
Af ástralska fanganum í Guantanamo-flóa,
David Hicks, er það að frétta að áfrýjun breskra
yfirvalda um ríkisborgararétt hans var synjað
þannig að nú hefur hann breskt vegabréf ef hann
fær leyfi til að sverja eiðinn í fangelsinu.
Samt á að vísa ríkisborgaramáli hans til
lávarðadeildar breska þingsins til endanlegrar af-
greiðslu. Hennar er ekki að vænta fyrr en í lok
þessa árs. Árin verða því fljótlega orðin fimm sem
David hefur setið inni meðan breskir þegnar með
svipaðar ákærur hafa verið leystir úr haldi í
Guantanamo-flóa og ganga frjálsir um götur á
Bretlandi.
Meðan hauststillur ríkja enn i Narrabri í Nýju-
Suður-Wales er von á fellibylnum Monicu norður
í álfu. Hvítir kakadúar flokkast yfir akrinum þar
sem við sáðum baunum af daginn. Þeir eru
svangir og gæða sér á baununum af mikilli
áfergju.
Hversu lengi skyldum við mega bíða þess að
stjörnuhiminn réttlætis hvolfist yfir jörðina?
Reuters
Dansarar íklæddir hefðbundnum þjóðbúningum taka þátt í hátíðarhöldum í Papúa Nýju-Gíneu. En frá því íbúar þar fengu sjálfstæði árið 1975 hafa þeir tekið við aðalflóttamannastraumnum frá vesturhluta
eyjunnar, V-Papúa, í óþökk indónesískra stjórnvalda. Hætti áströlsk stjórnvöld að taka við flóttamönnum frá V-Papúa mun þrýstingur á Papúa Nýju-Gíneu aukast enn frekar.
Reuters
Ástralski forsætisráðherrann, John Howard (fyrir miðju), ræðir við bændur í norðurhluta Queens-
land og skoðar eyðilegginguna sem fellibylurinn Larry skildi eftir sig.
’Gróði Indónesa af V-Papúa er of mikill til þess aðþeir láti undan sjálfstæðiskröfum þeirra.‘