Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 31 Samvistarslitamál foreldrahafa lengi verið í brenni-depli og margar hugmyndirí gangi um það hvernig þessi mál væru til lykta leidd,“ segja þær Edda Hannesdóttir í sálfræðiskor HÍ og Elsa Inga Konráðsdóttir í félagsráðgjafaskor HÍ, sem gerðu nýlega saman BA- ritgerðina: Samvistarslit foreldra. Ákvarðanir foreldra um framtíð barna við skilnað og sambúðarslit. „Rannsókn þessi fjallar um ákvarðanir sem foreldrar tóku á þremur árum um mál barna sinna við skilnað og sambúðarslit, skráð- ar voru upplýsingar úr 1.182 mál- um hjá Sýslumanninum í Reykja- vík frá árunum 2000, 2002 og 2004. Þar má nefna forsjá, meðlag og umgengni, ráðgjöf, lengd samvist- ar, aldur foreldra og fjölda þeirra við samvistarslit. Við leituðum í smiðju opinberra aðila og fengum þar grunnupplýs- ingar um meðferð og tilhögun þessara mála. Á Hagstofu Íslands liggja fyrir margs konar upplýs- ingar um niðurstöðu ákvarðana foreldra. Þær upplýsingar sýna hins vegar aðeins hluta af mynd- inni, þar er t.d. ekkert um mál sem snúa að umgengni,“ segja þær Edda og Elsa. Leiðbeinendur þeirra voru dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé- lagsráðgjöf, og dr. Sigurður J. Grétarsson, prófessor við sálfræði- skor. „Að fengnu samþykki sýslu- mannsins í Reykjavík og leyfi Per- sónuverndar var unnið með frum- gögn sem tengjast skilnaði að borði og sæng og sambúðarslitum fólks sem átti börn yngri en 18 ára. Sjálfar höfðum við ekki að- gang að skjalasafni embættisins svo skjalavörður sýslumannsemb- ættisins flokkaði málsgögn sem við þurftum að nota. Hverju máli var gefið nýtt númer og aldrei var kennitala eða nafn skráð. Öll vinnsla fór fram í húsnæði emb- ættisins, persónuvernd fólks var því vel tryggð,“ segja þær stöllur. Nokkrar niðurstöður – Hver er að ykkar mati athygl- isverðasta niðurstaða rannsóknar ykkar? „Hvað þeim foreldrum hefur fjölgað sem velja sameiginlega forsjá, eða 79,5% árið 2004 miðað við 71% árið 2000 og hversu sjald- an umgengni er rædd í skilnaðar- ferlinu. Þess má geta að frá árinu 2003 þarf að vera fyrir hendi stað- festur samningur hjá sýslumanni til að foreldri sem telur brotið á sér geti sótt rétt sinn til að um- gangast barn sitt með þvingunum í formi dagsekta eða með aðför. Við fundum engan slíkan samning frá skilnaði að borði og sæng eða sam- búðarslitum. Fólk gerði hins vegar samninga sín á milli í 16% tilvika. Í barnalögum er ákvæði um lág- marksumgengni.“ Meðallengd hjónabands styst en sambúðar lengst „Niðurstöður rannsóknar þess- arar voru að öðru leyti að með- allengd hjónabands við skilnað hefði styst um tvö ár á umræddu tímabili og sambúð lengst um tvö ár. Algengasta lengd samvistar (sambúðar eða hjónabands) var 3 til 5 ár, eða í 50% tilvika. Langflest börnin, eða helming- ur, voru undir skólaaldri við sam- vistarslit. Fram kom að móðir hafði forsjá ein í 20% tilvika en faðir í 0,7% ár- ið 2004, sem var fækkun frá árinu 2000. Hluti sameiginlegrar forsjár hefur aukist bæði hjá þeim sem skilja og líka þeim sem slíta sam- búð. Athyglisvert er að öll börn eins árs og yngri njóta sameig- inlegrar forsjár foreldra við sam- vistarslit, sem og 12 ára börn og 17 ára unglingar, einnig langflest 5 ára börn. Talað hefur verið um að yngra fólk velji fremur sameiginlega forsjá, við könnuðum þetta og komumst að því að svo er ekki. Ár- ið 2004 völdu þriðjungur feðra og 65% mæðra 30 ára og eldri sam- eiginlega forsjá.“ – Á þetta við um allt landið? „Já, en hins vegar kemur í ljós ef bornar eru saman tölur Hag- stofu yfir landið og tölur frá Sýslu- mannsembættinu í Reykjavík að sameiginleg forsjá er algengari hjá þeim síðarnefndu, hlutfallið er raunar hærra en það sýnist vera því tölur frá embættinu í Reykja- vík eru inni í tölum Hagstofu.“ Fólk með sameiginlega forsjá verður oft ósátt eftir á Í rannsókninni kom í ljós að ef ágreiningur er um forsjá eða um- gengni þá er fólki boðin sérfræði- ráðgjöf hjá þeim tveimur sálfræð- ingum sem starfa hjá Sýslumanni í Reykjavík. Árið 2004 náðust sættir í 86% tilvika. Flest málin voru vegna forsjárdeilna. „Við rákum okkur á að ef for- eldri fór eitt með forsjá var sett í samning ákvæði um að hitt for- eldrið tæki við forsjánni ef forsjár- foreldrið félli frá. Okkur kom mjög á óvart að þeir sjö löglærðir fulltrúar sem starfa hjá embætti Sýslumanns í Reykja- vík gengu frá rösklega helmingi samvistarslitamála á öllu landinu. Þótt sameiginleg forsjá hafi auk- ist þá kemur eigi að síður til deilna vegna umgengni, árið 2004 voru 210 umgengnismál afgreidd hjá embættinu. Vegna þessa veltum við fyrir okkur hvort fólk sé að misskilja hvað í sameiginlegri forsjá felst. Það gæti verið skýr- ingin á því að fólk tekur umgengni svona sjaldan fyrir þegar gengið er frá samvistarslitum. Fólk virð- ist verða ósátt eftir á, það sýnir fjöldi umgengnisdeilna. Þótt þess- um málaflokki sé gerð góð skil á heimasíðu Sýslumannsembættisins í Reykjavík gætir gagnrýni um að ekki sé kominn fram bæklingur um forsjármál en samkvæmt dómsmálaráðuneytinu er hann í vinnslu. Vafalaust mætti draga úr fjölda deilumála um umgengni með auk- inni sérfræðiráðgjöf í upphafi sam- vistarslita. Mikilvægt er að standa vel að sambúðarslitum með löggjöf og sérfræðiráðgjöf, slíkt er í raun barnavernd og snertir fjölskyldu- stefnu samfélagsins.“ Vel þarf að vanda það sem lengi á að standa Forsjármál og umgengni er inntak rannsóknar sem þær Edda Hannesdóttir og Elsa Inga Konráðsdóttir gerðu nýlega. Guðrún Guðlaugs- dóttir gluggaði í ritgerðina og ræddi við þær stöllur. Morgunblaðið/Eyþór Edda Hannesdóttir og Elsa Inga Konráðsdóttir segja þeim hafa fjölgað sem velja sameiginlega forsjá eftir skilnað. gudrung@mbl.is » Mánudaginn 8. maí kl. 20.00 á kosningaskrifstofunni Lágmúla 9. » Þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00 á kosningaskrifstofunni Hverafold 5. » Föstudaginn 12. maí kl. 20.00 á Kosningaskrifstofu ungs fólks, Aðalstræti 6. » Mánudaginn 15. maí kl. 20.00 í Fylkishöllinni í Árbæ, Fylkisvegi 6. » Þriðjudaginn 16. maí kl. 20.00 á kosningaskrifstofunni í Landssímahúsinu við Austurvöll. » Miðvikudaginn 17. maí kl. 20.00 á kosningaskrifstofunni í Mjóddinni, Álfabakka 14a. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kynnir stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Allir velkomnir! STEFNUMÓT VIÐ BORGARBÚA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.