Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚRRÆÐALEYSI
Úrræðaleysi ríkir hjá mörgum
skólastjórum vegna nemenda með
geðraskanir, og kennarar segjast
ekki hafa þekkingu til að takast á við
margt af því sem fer fram inni í
bekkjunum. Kennaranemar benda á
að kenna þyrfti meira um börn með
sérþarfir í kennaranáminu við KHÍ,
t.d. um geðraskanir, líkamlegar fatl-
anir, langveik börn o.fl.
Tekinn 11 sinnum á einu ári
Lögreglan á Akureyri stöðvaði
ökumann fyrir að aka of hratt, en það
var í 11. skiptið á einu ári sem þessi
sami ökumaður hefur verið stöðvaður
fyrir of hraðan akstur. Hann hefur þó
enn ekki misst ökuréttindin þar sem
hann missir ekki punkta fyrr en hann
hefur greitt sektirnar. Samanlagt má
reikna með að maðurinn þurfi að
greiða yfir 250 þúsund krónur í sekt
vegna þessara síbrota.
Tína egg með hönskum
Yfirdýralæknir ráðleggur þeim
sem ætla að tína egg úr hreiðrum
þetta vorið að notast við einnota
hanska, verði fuglaflensu vart hér á
landi. Ekki er þó hættulegt að neyta
eggjanna, ef þau eru soðin, steikt eða
bökuð. Yfir 200 villtir fuglar hafa ver-
ið rannsakaðir hér á landi, en fugla-
flensa hefur ekki greinst hér enn sem
komið er.
Vaxandi krytur
Vaxandi krytur milli Rússa og
Bandaríkjamanna birtist nú með
ýmsum hætti. Skýrt var frá því í gær
í rússneskum fjölmiðlum að ríkisflug-
félagið Aeroflot myndi ef til vill hætta
við að kaupa Boeing-þotur en semja
þess í stað um kaup á evrópskum Air-
bus-þotum.
Þrífst ekki án framleiðslu
Ofuráhersla á uppbyggingu stór-
iðju hefur sett stein í götu annars at-
vinnureksturs hér á landi, að mati
stjórnarformanns Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum. Hann
gagnrýndi í ræðu á aðalfundi félags-
ins þau sjónarmið að nýjar atvinnu-
greinar leysi sjávarútveg af hólmi
sem kjölfestu í atvinnulífinu, og yf-
irlýsingar Viðskiptaþings nýlega þar
sem framleiðsla var afskrifuð sem
framtíðaratvinnugrein, og þjónusta
hafin upp til skýjanna.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Auðlesið efni 60
Fréttaskýring 8 Myndasögur 64
Hugsað upphátt 25 Dagbók 64/67
Sjónspegill 36/37 Víkverji 64
Forystugrein 38 Staður og stund 66
Reykjavíkurbréf 38 Velvakandi 65
Menning 42/43, 68/73 Leikhús 68
Umræðan 44/54 Bíó 70/73
Bréf 53 Sjónvarp 74
Hugvekja 56 Staksteinar 75
Minningar 56/59 Veður 75
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
VEL gekk að flytja Zimsenhúsið
frá Hafnarstrætinu, þar sem það
hafði staðið í rúmlega 120 ár, frá
1884, á nýjan tímabundinn dval-
arstað úti í Örfirisey. Þorsteinn
Bergsson, framkvæmdastjóri
Minjaverndar, segir að engin
vandræði hafi komið upp við flutn-
inginn á þessu 98 tonna húsi um
götur borgarinnar.
Um klukkustund tók að aka
með húsið á nýja staðinn en farið
var um Geirsgötu, Mýrargötu og
Fiskislóð. Þorsteinn segir að sem
betur fer hafi göturnar allar verið
rúmgóðar, og aðeins þurfti að
leggja niður tvö umferðarljós
vegna flutningsins. Að auki tók
vel á aðra klukkustund að hífa
húsið af sérstyrktum vörubílspall-
inum.Morgunblaðið/Ómar
Zimsenhúsið
komið út
á Granda
LAGIÐ Mikki refur varð hlut-
skarpast í dægurlagakeppni sem
haldin var fyrir troðfullu íþrótta-
húsi á Sæluviku Skagfirðinga á
Sauðárkróki á föstudagskvöldið.
Það var söngsveitin Sence sem
flutti lagið en bæði lag og texti eru
eftir hinn þekkta Skagfirðing Árna
Gunnarsson, framkvæmdastjóra og
fyrrverandi aðstoðarmann félags-
málaráðherra.
Tíu lög sem valin höfðu verið
tóku þátt í úrslitum og um 700
manns tóku þátt í því að velja sig-
urlagið ásamt dómnefnd sem og
þau lög sem neðar lentu. Þú ert
vindur eftir Ólaf Svein Traustason
varð í öðru sæti og lagið Flótta-
maður eftir þá Sigurpál Aðal-
steinsson og Magnús Þór Sig-
mundsson hafnaði í þriðja sæti.
Samdi lagið eftir leikhúsferð
„Þetta var skemmtileg keppni.
Fjöldinn allur af góðum lögum og
heiður að fá að vera með,“ segir
Árni í samtali við Morgunblaðið.
Árni hefur fengist nokkuð við að
semja lög og texta á seinustu ár-
um. „Ég hef verið dálítið heppinn,“
segir hann. „Karlakórinn Heimir
tók upp á arma sína fyrsta lagið
sem ég gekk frá, en það heitir Í
Austurdal. Það var gert í tilefni af
sjónvarpsmynd sem ég og fleiri
gerðum um Austurdal í Skagafirði.
Það var því góð byrjun, en þetta
er reyndar allt öðru vísi lag,“ segir
Árni um Mikka ref. Tilurð þess má
rekja til leikhúsferðar Árna með
dætrum sínum á Dýrin í Hálsa-
skógi í Þjóðleikhúsinu. „Mikki ref-
ur varð til upp úr því. Ég kláraði
það svo í fyrra vetur,“ segir Árni.
Hann segist aldrei hafa lært
neitt í tónlist en hafi gaman af að
semja lög. „Ég spila bara eftir
eyranu og hef passað mig á því að
læra ekki neitt,“ segir Árni, sem
gaf út geisladisk á seinasta ári
með eigin lögum úr söngleik sem
settur var upp á Sauðárkróki. „Ég
geri þetta eingöngu vegna þess að
ég hef gaman af því. Það er líka
mjög ánægjulegt að uppskera og
svo er frábært að vinna með svona
góðum hópi eins og [söngsveitinni]
Sence. Stelpurnar voru á kafi í
samræmdum prófum í vikunni en
komu svo og rúlluðu þessu upp,“
segir hann.
Á áttunda hundrað gestir
Það var Stefán Guðmundsson
fyrrverandi alþingismaður sem af-
henti sigurlaunin á föstudags-
kvöldið en þess má geta að Stefán
samdi texta við eitt af lögunum í
keppninni. Hermann Gunnarsson
stjórnaði samkomunni en á átt-
unda hundrað gestir mættu í
íþróttahúsið og fylgdust með
keppninni.
Mikki refur eftir Árna Gunnars-
son er sigurlagið á Króknum
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Árni Gunnarsson, höfundur sigurlags og texta, og Elenóra Jónsdóttir, eig-
inkona hans, voru að vonum ánægð þegar úrslitin lágu fyrir.
Eftir Ómar Friðriksson
omar@mbl.is
FORSETI Íslands
mun leggja horn-
stein að Kára-
hnjúkavirkjun
næstkomandi föstu-
dag kl. 15. Verður
athöfnin með svip-
uðum hætti og ver-
ið hefur með aðrar
virkjanir, en horn-
steinninn verður
lagður inni í stöðv-
arhúsinu, inni í fjallinu, segir Sig-
urður St. Arnalds, talsmaður Kára-
hnjúkavirkjunarinnar.
Auk Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, er reiknað með að
Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðarráðherra, flytji ávarp, auk
Friðriks Sophussonar, forstjóra
Landsvirkjunar, og Jóhannes Geirs
Sigurgeirssonar, stjórnarformanns
Landsvirkjunar.
Þá mun Gunnþórunn Ingólfs-
dóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, af-
hjúpa nafn stöðvarinnar, en stöðin
sjálf mun fá sérstakt nafn, þótt
virkjunin sjálf heiti eftir sem áður
Kárahnjúkavirkjun. Að lokum mun
svo sr. Lára Oddsdóttir, prestur á
Valþjófsstað, flytja blessunarorð.
Hornsteinn
lagður að Kára-
hnjúkavirkjun
Ólafur Ragnar
Grímsson
LÖGREGLAN á Akureyri hélt úti
fíkniefnaeftirliti frá föstudegi og
fram á gærmorgun og voru afskipti
höfð af fjölda einstaklinga. Reynd-
ust fimm aðilar vera með fíkniefni í
fórum sínum en í öllum tilvikum var
um að ræða neysluskammta.
Einn af þessum aðilum var karl-
maður á sextugsaldri sem stöðv-
aður var á flugvellinum á Akureyri
við komu frá Reykjavík. Þar að
auki var í gærnótt einn ökumaður
stöðvaður, grunaður um akstur
undir áhrifum fíkniefna.
Fimm teknir
með fíkniefni
á Akureyri