Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 25
Á dögunum gekk ég tilMexíkó til að kaupa tekíla. Þetta var á vor-degi og þegar ég leit útum hótelgluggann um
morguninn sá ég að enda þótt það
væri bjart yfir höfninni og reisulegri
miðborg San Diego mátti sjá mikla,
gráa skýjabakka yggla sig úti fyrir
ströndinni. Það var
sem sé allra veðra
von.
Ég og starfsfélagi
minn í handritsgerð
höfðum hluta fjöl-
skyldna okkar með í
för til að gefa ferðinni siðfágaðra yf-
irbragð, en eina raunverulega erindið
suður yfir landamærin var að kaupa
tiltekið hágæða áfengi af þessari gerð,
sem á Íslandi er aðallega tengd við
drykkjuleiki og voveiflega timb-
urmenn.
Hitt vita færri að alvöru tekíla, sem
er 100 prósent unnið úr safa agave-
plöntunnar og ekki til sölu hérlendis,
er í raun áfengt grænmeti í fljótandi
formi og því meinhollt í hófi. Þar að
auki er það til í mörg hundruð teg-
undum, enda hver mexíkósk sveit með
sína eigin framleiðslu, rétt eins og
viskíið í Skotlandi.
Við höfðum fengið leiðbeiningar á
hótelinu um allt sem sneri að ferðinni,
hvar ætti að beygja af hraðbrautinni,
hvar bæri að leggja bílnum og hvar
væri öruggt að borða í Tijuana án
hættu á matareitrun.
Afreinin af hraðbrautinni var merkt
með nokkuð dramatískum hætti
„Last U.S. Exit“ og mér varð hugsað
til gamals kennara okkar, Huberts
heitins Selbys, sem skrifaði „Last Ex-
it to Brooklyn“ og leit sannarlega út
eins og maður sem hafði rétt með
naumindum sloppið úr einhverjum
háska. Þetta gat varla boðað gott.
En þessi hinsta afrein Bandaríkj-
anna leiddi okkur bara inn í bæ sem
ég man ekki nafnið á en blasti við
manni eins og urmull annarra slíkra í
Suður-Kaliforníu, með lágreistum,
snyrtilegum verslunarbyggingum
kringum ládautt haf af malbikuðum
bílastæðum.
Nú voru regnskýin komin ískyggi-
lega nærri og því héldum við í þá
kunnu risaverslun, K-Mart, til að fjár-
festa í regnslám. Í K-Mart-verslunum
er sem kunnugt er unnt að kaupa allt
milli himins og jarðar. Mjólk, jakka-
föt, vélsleða og auðvitað skotvopn, ef
maður er nú alveg í spreng með að
plaffa á eitthvað, eða einhvern.
Eftir að hafa lagt bílnum nærri
landamærunum sjálfum gengum við
áleiðis til lands barðastóru hattanna
klædd í tilsniðna glæra plastpoka úr
K-Mart.
Mexíkóskir hermenn gættu þess að
trufla ekki gestina við hliðið og við
gengum ótrufluð inn í Mið-Ameríku.
Og við vorum ekki komin nema nokk-
ur skref inn í nýja álfu, annan heim,
þegar sólin brenndi burt skýjabakk-
ana og við gátum lagt plastpokaföt-
unum.
Tijuana-borg er eins og leikmynd.
Ein býsna sannfærandi verslunargata
með alls kyns minja- og túristavarn-
ingi upp um alla veggi, seigri bílaum-
ferð og stífpressuðum löggum á
hverju strái. En steinsnar þaðan í all-
ar áttir er varla annað að sjá en enda-
lausar raðir af kofaskriflum sem
minna fremur á þriðja heiminn en líf-
lega verslunarborg við landamæri
mesta efnahagsveldis heims.
Í fyrstu vínbúðinni sem við komum
að spurðumst við fyrir um hið eft-
irsótta tequila reposado, „Arroyo
Negro“, og þarna var það sannarlega
til, en aðeins tvær flöskur og ekkert
hræódýrar.
Við ákváðum að leita fanga víðar,
en kaupa ekki bara af fyrsta kaup-
manninum sem við hittum. Við örk-
uðum því alla verslunargötuna fram
og til baka og spurðum um Arroyo
Negro í öllum vínbúðunum. Það skil-
aði engum árangri.
Í staðinn, líkt og í sárabætur, næld-
um við okkur í ýmsan annan forláta
varning, svo sem bjórkippuhaldara úr
leðri, segulmerki á ísskápinn og
minjagripi tengda allrasálnamessu að
ógleymdri svart-hvítri ljósmynd sem
tekin var af öllum hópnum á asna-
kerru og verður seint notuð sem
kynningarefni.
Á leiðinni til baka jukust áhyggjur
okkar jafnt og þétt. Það lá sem sagt
fyrir að flöskurnar í fyrstu búðinni
voru tvær síðustu Arroyo Negro-
flöskurnar í Tijuana. Við óttuðumst
mjög að þegar við loksins næðum aft-
ur í fyrstu búðina sem við komum að
væru einhverjir aðrir tekílasnobbarar
búnir að hirða þær af okkur. Við
keyptum tvö handofin ullarteppi úr
næstum hreinu akrýlefni í tómu hug-
arvíli.
En viti menn. Við náðum til baka í
tæka tíð og tryggðum okkur flösk-
urnar tvær. Verðið var fyllilega ásætt-
anlegt. Leiðangurinn hafði heppnast.
Það var öllu snúnara að fara frá
Mexíkó til Bandaríkjanna heldur en í
hina áttina. Við máttum stjákla í
kílómeterslangri biðröð með ráman
vísnasöng og falskan gítarleik í eyr-
unum í um klukkutíma áður en við
komum að bandaríska tolla- og inn-
flytjendaeftirlitinu. Þar gekk allt
vandræðalaust og eftir þennan fjög-
urra tíma göngutúr í öðrum heimi,
sem reyndist ódýr eftirlíking af okkar,
var gott að vita af hinum gullnu veig-
um í skottinu á bílnum á leiðinni heim.
Gullið tekíla og
tveggja heima sýn
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Ef þú tryggir þér nýjan Camp-let tjaldvagn fyrir 15. maí fylgja aukahlutir að
verðmæti 25.000 með. Enn ein ástæðan til að tryggja sér þennan einstaka tjaldvagn.
Nýr Camp-let tjaldvagn
á sérstöku tilboði!
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is
A›alræ›uma›ur á fundinum er Hervé Carré, a›sto›ar-
framkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu efnahagsmála hjá ESB og
einn af hugmyndasmi›um evrunnar.
Fundurinn er haldinn mánudaginn 8. maí á Nordica Hótel
kl. 8:15 – 10:00
Dagskrá:
8:15 Morgunver›ur
8:30 Percy Westerlund, sendiherra og yfirma›ur Fastanefndar
framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi:
Opnunarávarp
8:35 Hervé Carré, a›sto›arframkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu
efnahagmála hjá ESB: “Addressing the opportunities and
challenges of globalisation, what role for the euro?”
9:15 Fyrirspurnir og umræ›ur
10:00 Fundarlok
Fundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsrá›s.
Fundurinn er öllum opinn en áhugasamir eru be›nir a› skrá flátttöku
í síma 511 4000 e›a me› tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is
Í tilefni af Evrópudeginum b‡›ur Fastanefnd
framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi,
í samstarfi vi› Euro Info skrifstofuna, Samtök
atvinnulífsins og Samtök i›na›arins, til morgun-
ver›arfundar um evruna mánudaginn 8. maí n.k.
Hlutverk evrunnar í alþjóðavæðingunni
M
IX
A
•
fí
t
•
6
0
2
3
1
Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB
gagnvart Íslandi og Noregi
Er evran
svarið?
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til
Mallorca í maí. Þú bókar flug og
gistingu og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir. Njóttu
lífsins á þessum vinsæla
sumarleyfisstað. Gríptu tækifærið og
kynnstu einum eftirsóttasta
áfangastað ferðamanna í Evrópu.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Mallorca
25. maí
frá kr. 29.990
Síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar,
gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/
íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000