Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
N
ú er tekið að hausta hér í Nýju-Suður-
Wales þótt alla haustliti vanti sárlega.
Til þess að njóta þeirra þarf að aka
suður á bóginn til höfuðborgarinnar
Canberra eða upp í fjöllin til Nýja-
Englands. Sólin sest um sexleytið hér
í Narrabri og við tekur stjörnuhiminn
sem setur upp einstakt sjónarspil. Vetrarbrautin sýnist
örskammt í burtu og svo virðist sem hægt sé að teygja sig
eftir svo sem einni glitrandi stjörnu.
En hauststillur ríkja ekki um alla álfuna. Fellibylurinn
Larry olli gífurlegum skemmdum nyrst í Norður-Queens-
landi í marsmánuði en ekki varð manntjón. Banana- og
sykuruppskeran varð mikið til ónýt, hús lágu í rústum,
heilu þorpin urðu rafmagns- og vatnslaus. Þaklaus hús í
röðum, brotnir gluggar, brak og bárujárnsplötur um allt,
ekkert símasamband. Fólk er enn að jafna sig eftir ósköp-
in og átta sig á tilverunni. Undrandi yfir að aðalskemmd-
irnar skyldu vera uppskeran og húsin. Hjálparstarf hefur
gengið vel en gífurleg vinna er enn framundan þar sem
skapa þarf atvinnu og húsnæði, aðstæður svo fólk vilji
dvelja þarna áfram.
Sigurglaðir Ástralar
Íþróttaleikar breska samveldisins eru afstaðnir og fóru
fram með friði og spekt. Ástralar unnu nánast óteljandi
medalíur, gull, silfur og brons, og báru af öllum. Drottn-
ingin setti leikana og voru leiknir nokkrir tónar af „God
safe the Queen“ áður en þjóðsöngurinn var sunginn.
Á annan tug íþróttamanna var þó saknað er leið að lok-
um og komu þeir smátt og smátt í leitirnar næstu dagana.
Þetta voru ungir menn og konur frá Afríku sem sóttu um
landvistarleyfi í Ástralíu. Tók stuttan tíma að veita þeim
vegabréf og voru þeir ekki sendir í flóttamannabúðir eins
og aðrir. Kannski vegna íþróttahæfileika sinna eða þess að
leikarnir nutu sérstakar athygli úti í heimi.
Fínir gestir og hneykslismál
Fleiri gestir en drottningin hafa heimsótt álfuna, m.a.
Condoleezza Rice og Tony Blair. Athygli fólks hefur því
beinst að öðru en stjórnmálunum á heimavígstöðvunum
og kemur það sér vel fyrir alríkisstjórnina. Ekki síst
vegna hneykslismáls eins mikils. Þetta hneyksli varðar
sölu hveitis til Íraks sem fór fram á árunum rétt fyrir og
fyrstu ár „langa stríðsins“ í Írak. Hveiti er ein aðalútflutn-
ingsvara Ástrala og einkaréttur á sölu þess til útflutnings
hefur verið í höndum AWB (Australia Wheat Board), vel
virts fyrirtækis. Helstu samkeppnislönd Ástrala á hveiti-
markaðinum eru Kanada og Bandaríkin.
Hneykslið felst í því að AWB greiddi tæplega 300 millj-
ónir ástralskra dollara í mútur þegar þeir seldu Írökum
hveiti samkvæmt „food for oil“-samkomulaginu. Pening-
arnir voru greiddir flutningafyrirtæki í Jórdaníu en þeir
runnu síðan að mestu í hendur stjórnar Saddams Huss-
eins meðan á viðskiptabanninu stóð. Sérstök rannsókn-
arnefnd (Colin Inquiry) hefur verið að störfum í margar
vikur og auk allra „stjóra“ AWB hafa utanríkisráðherra,
varaforsætisráðherra og forsætisráðherra alríkisstjórn-
arinnar mætt til yfirheyrslu. Þúsundir skjala staðfesta
múturnar. Spurningin er hins vegar hvort stjórnvöld vissu
af þessum greiðslum. Stjórnarandstaðan hefur beitt allri
sinni kænsku en ekki tekist að sanna það.
Allir þeir sem hafa verið yfirheyrðir þjást af minnis-
leysi, heyrnarleysi og sjónleysi að meira eða minna leyti.
Ráðherrar lásu ekki mikilvæga pappíra varðandi málið
sem hlýtur að teljast óafsakanlegt. Stjórnvöld segjast
hafa treyst AWB fullkomlega, ekki hafa grunað neitt þrátt
fyrir kurr í SÞ, Kanada- og Bandaríkjamönnum. Almenn-
ingur er ekki í minnsta vafa um að stjórnarherrarnir vissu
um múturnar, 72% telja að svo hafi verið samkvæmt nýj-
ustu skoðanakönnun og hafa vinsældir Johns Howards
dalað nokkuð vegna þessa. Eða eins og það var orðað í
dagblaðinu Sydney Morning Herald 24. apríl: „Geisla-
baugur Howards ljómar ekki eins skært lengur.“ Þrátt
fyrir yfirlýsingar forsætisráðherra um að allt sé opið og öll
skjöl liggi á borðinu hafa ýmsir pappírar ekki verið af-
hentir rannsóknarnefndinni. Hún hefur afar takmarkað
vald varðandi ráðherrana og gömul ummæli hér í álfu
herma að „ekki sé sett upp rannsóknarnefnd nema útkom-
an sé vís fyrirfram“.
Er nú beðið eftir niðurstöðum nefndarinnar þótt sann-
leikurinn komi sjálfsagt ekki í ljós fyrr en eftir nokkra ára-
tugi þegar aðgangur að leyniskjölum verður gefinn eftir.
Eitt glott getur kostað þig vinnuna
Þessa dagana eru 150 ár liðin síðan baráttan fyrir átta
stunda vinnudegi hófst í Ástralíu. Sólarhringurinn átti að
skiptast í átta tíma vinnu, átta frjálsa tíma og átta tíma
hvíld. Voru Ástralar meðal þeirra fyrstu sem öðluðust
þessi réttindi. Full ástæða er til að rifja upp sögu verka-
lýðshreyfingarinnar því nýlega gengu í gildi ný lög um
samskipti atvinnurekenda og verkafólks. Fyrirtæki sem
hafa færri en eitt hundrað manns í vinnu geta nú sagt fólki
upp eftir geðþótta og án þess að fólkið geti leitað réttar
síns ef um óréttmæta uppsögn er að ræða því hendur
verkalýðsfélaganna eru bundnar samkvæmt lögunum.
Reyndar geta einstaklingar leitað til dómstóla en slíkt er
mjög kostnaðarsamt og tekur mörg ár.
Eiga afleiðingar þessara laga eftir að koma betur í ljós.
Ekki er skylda að ganga í verkalýðsfélag og hefur með-
limatölu félaganna fækkað á undanförnum árum. Heldur
alríkisstjórnin því fram að lögin muni auka framleiðni og
stuðla að sveigjanleika á vinnumarkaðinum. Verkalýðs-
félögin hyggja hins vegar á langa baráttu til að endur-
heimta réttindi félaga sinna.
Hinir fjörutíu og þrír
Flóttamennirnir 43 sem komu á báti til Ástralíu í janúar
sl. frá V-Papúa eru nú efst á baugi. Öllum nema einum
þeirra hefur verið veitt svokallað „bráðabirgða-verndar-
vegabréf“ til þriggja ára og hefur þessi ákvörðun vakið
sterka reiðiöldu í Indónesíu. Málið er óhemju viðkvæmt
og á hverjum degi gerist eitthvað nýtt. Forseti Indónesíu,
Susilo Bambang Yudhoyono, kallaði heim sendiherra sinn
í Ástralíu og krefst nú afsökunarbeiðni frá forsætisráð-
herra, John Howard, sem þverneitar. „Móðgið okkur ekki,
spilið ekki með okkur og neitið okkur ekki um réttlæti,“
sagði forsetinn í viðtali hinn 18. apríl. Hann sagði að yfir-
lýsingar Ástrala um að þeir styddu yfirráð Indónesa í
V-Papúa stönguðust á við að veita Papúunum vegabréf.
Til þess að milda Indónesa hyggst alríkisstjórnin setjar
strangar reglur næst þegar þing kemur saman. Þá verða
allir flóttamenn sem koma á bátum fluttir af meginlandi
Ástralíu og til eyjanna, Nauru og Christmas Island, og
mál þeirra afgreidd í flóttamannabúðum þar. Þetta þýðir
að allar umsóknir um dvalarleyfi verða afgreiddar eins og
viðkomandi dvelji í flóttamannabúðum SÞ erlendis. Þessi
ákvörðun var tekin eftir að reiði Indónesa varð ljós og í
Fáni morgunstjörnunnar
og flókinn ríkiserindrekstur
Reuters
Maður með hefðbundið höfuðfat
V-Papúa tekur þátt í baráttufundi til
stuðnings flóttamönnunum í Sydney.
Reuters
Indónesískir mótmælendur fyrir utan ástralska sendiráðið í Jakarta eftir að 42
V-Papúabúum var veitt bráðabirgðalandvistarleyfi í Ástralíu.
Reuters
Á V-Papúa eru auðugar gull- og koparnámur þótt íbúarnir hafi lítið notið góðs af. Hið bandaríska Freeport McNoRan
ásamt breska fyrirtækinu RTZ hafa átt námuréttindin síðan 1967, en Indónesíustjórn hirðir 20% gróðans.
Reuters
Ástralski forsætisráðherrann, John Howard, er meðal
þeirra sem yfirheyrðir eru vegna AWB-hneykslisins.
Reuters
Natalie Bates fagnar sigri í hjólreiða-
keppni kvenna, en Ástralir sópuðu að
sér verðlaunum á Sambandsleikunum.
Reuters
Fellibylurinn Larry reif upp heilu húsin í Queensland, þótt tjónið sem af honum
varð sé að mestu leyti ónýt uppskera bænda þar í nágrenninu.
Fellibyljir, hneykslismál tengd Írak og gott gengi á Bresku
sambandsleikunum er meðal þess sem drifið hefur á daga
Ástrala þetta haustið. Stirð tengsl ástralskra stjórnvalda og
þeirra indónesísku í kjölfar þess að flóttamönnum frá
V-Papúa, sem Indónesar telja sitt yfirráðasvæði, var veitt
bráðabirgðadvalarleyfi í Ástralíu hafa þá ekki vakið minni
athygli segir Sólveig Einarsdóttir og spyr hvort
V-Papúa verði næsta Austur-Tímor.