Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Orðið blogg er íslenskt tökuorð,dregið af enska orðinu blog,sem er aftur stytting á web logeða vefdagbók. Blogg er íkjarna sínum dagbók á netinu. Það er þó frábrugðið hefðbundnum dagbók- um að því leyti að það er ætlað öðrum til af- lestrar. Blogg spannar líka breiðara svið til- verunnar en hefðbundin dagbók og geta efnistökin verið af ýmsu tagi, allt frá stuttum greinargerðum af daglegu amstri yfir í þaul- hugsaða pistla um málefni líðandi stundar. Bloggarar, en það eru þeir sem halda úti bloggi almennt kallaðir, birta einnig meira en textaskrif á blogginu sínu. Þar er birt ým- islegt efni frá höfundinum eins og til dæmis ljósmyndir, myndskeið og hljóðskrár og fyrir vikið er blogg mjög opinn fjölmiðill sem allir geta tileinkað sér. Ekki eru allir sem hafa áhuga á eða atorku til að halda úti bloggi. Það þýðir samt ekki að blogg sé ekki miðill fyrir þá. Þeir geta les- ið blogg annarra og tekið þátt í umræðum sem skapast út frá bloggi. Það er hægur vandi að kynna sér bloggið fyrir þá sem ekki vita hvernig á að bera sig að. Á mbl.is er að finna flipa efst á síðunni merktan „Bloggið“. Hann vísar á forsíðu bloggþjónustunnar og þar er hægt að finna marga efnisflokka í lista ofarlega til vinstri. Ef smellt er á efnisflokk birtast 30 síðustu færslurnar í þeim flokki, úr þeim rúmlega 2.300 bloggum sem stofnuð hafa verið. Neðst er svo hlekkur til að sjá enn fleiri færslur, en alls eru færslur í kerfinu orðnar á níunda þúsund. Bloggararnir sem þarna er að finna eru úr öllum áttum, margir þjóðkunnir einstakling- ar, stjórnmálamenn úr öllum flokkum, íþróttamenn, rithöfundar, blaðamenn og gár- ungar. Fólk á öllum aldri. Með bloggi geta allir komið skoðunum sínum á framfæri, og tekist á við málefnin í sameiningu. Hverri færslu fylgir fyrirsögn, mynd af höfundi, dagsetning og stutt úrtak úr færsl- unni. Hægt er að smella á fyrirsögnina til að sjá færsluna í heild sinni og skrifa athuga- semdir við hana. Ekki bara blogg, heldur efnisveita Blog.is er annað og meira en bara vefur fyrir fólk sem vill blogga, heldur er það efn- istengd veita af upplýsingum og umræðu- tengt samfélag á vefnum. Hún býður upp á mikla möguleika, og til dæmis er nú hægt að skrifa álit sitt á efnistökum fréttaefnis mbl.is. Undir hverri frétt fær sá sem heldur úti bloggi hnapp til að blogga um fréttina. Bloggið hans birtist þá í lítilli stiku undir fréttinni ásamt fjórum öðrum bloggum hjá öllum þeim sem lesa fréttina á mbl.is. Blogg- arar eru þar með orðnir virkir þátttakendur á mbl.is og nýmæli að almennur fréttamiðill opni dyrnar fyrir lesendum sínum á þennan hátt. Bloggþjónustan býður notendum sínum upp á 50 Mb pláss ókeypis fyrir myndir og önnur gögn, en í því plássi rúmast um 170 myndir í meðalstærð. Vaxi albúmið umfram það er hægt að kaupa meira pláss með vægri eingreiðslu og þá eignast notandinn varan- lega meira pláss. Útliti bloggsins ræður bloggarinn. Boðið er upp á ýmis þemaútlit, en einnig getur not- andinn breytt útlitinu alfarið. Þannig geta menn tjáð sig á mjög fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Fjölskyldur og aðrir hópar geta skrifað á sama bloggið. Eigandi bloggsins getur boðið öðrum notendum að blogga með og birtist þá nafn viðkomandi undir hverri færslu. Ekki vilja allir birta bloggfærslurnar al- menningi og að sjálfsögðu er boðið upp á það. Notandinn getur til að mynda verið með mörg blogg og mismunandi stillingar og útlit eftir bloggum. Hann getur þannig verið með eitt opinbert blogg, annað sem aðeins fáir út- valdir geta lesið, og enn annað sem aðrir skrifa í með honum. Einfalt og fljótlegt að byrja Vilji fólk blogga í þessu umhverfi þá er einfalt og fljótlegt að byrja. Undir forsíðu bloggþjónustunnar er hnappur merktur „byrjaðu að blogga“. Hann vísar á skráningareyðublað. Flestir reitir skýra sig sjálfir en vert er að nefna að notandanafnið fylgir notandanum á þann hátt að það verður hluti af slóðinni á bloggið, sem verður þá http://notandanafn.blog.is/. Á forsíðu bloggþjónustunnar er að finna síðu sem heitir Spurt og svarað sem svarar helstu spurningum. Einnig er að finna hjálp- arsíður tengdar við hverja aðgerð í stjórn- borðinu, en stjórnborðið er viðmót blogg- arans við bloggið sitt, svæðið þar sem hann skrifar færslur, breytir stillingum og hleður upp efni. Þeir landsmenn sem blogga hafa hingað til hírst á erlendum bloggþjónustum eða þurft að halda úti eigin heimasíðu. Nú er það að breytast og fólk að færa sig yfir. Í mörgum tilfellum jafnvel með gamlar bloggfærslur meðferðis, en auðvelt er að flytja eldri færslur úr flestum öðrum bloggkerfum. Það borgar sig líka að prófa, þjónustan er ókeyp- is, íslensk og hvergi á förum. Umræðutengt samfélag á vefnum Á mbl.is hefur verið opnaður blogg- vefur sem er ókeypis og opinn fyrir hvern sem er. Ýmsar nýjungar á ís- lenskum vefmarkaði er að finna á vefnum eins og Henry Þór Bald- ursson rekur í grein sinni. Römm er sú taug errökkva dregur, föður-túna til“ – glæsileg setn-ing en ekki alveg í sam-ræmi við raunveru- leikann hvað snertir fyrirhugað brotthvarf Jóns B.G. Jónssonar læknis til Patreksfjarðar. Þótt hug- ur hans sé löngum þar er uppruni hans að eigin sögn frá Sandgerði. Hér er þó ekki allt sem sýnist, Jón var héraðslæknir á Patreksfirði um langt árabil og festi slíkar rætur þar vestra að jafna má við ofangreinda setningu. „Það blundaði í okkur hjónum að fara aftur út á land og þegar samn- ingur, sem gerður hafði verið við heilsugæslu í Reykjavík fyrir mitt gamla læknisumdæmi, rann út varð að samkomulagi að ég tæki við mínu gamla starfi á ný,“ segir Jón. Hann flutti hingað suður vegna veikinda elstu dótturinnar, en nú eru þau hamingjusamlega afstaðin „Hún fékk sem barn taugasjúk- dóminn Guillain-Barre, en jafnaði sig alveg. Síðar fékk hún flogaveiki en með lyfjagjöf næst að halda henni alveg niðri. Hún er nú komin í há- skóla og á kærasta og allt gengur vel.“ En finnst Jóni ekki erfitt að fara burt frá lystisemdum höfuðborgar- innar? „Við kunnum svo vel við okkur á Patreksfirði og fyrir börnin okkar eru þetta heimahagar, svo þetta varð niðurstaðan. Það er heldur ekki eins og það sé nein útlegð að vera á landsbyggðinni. Ég fór raunar oftar í leikhús og á tónleika meðan ég bjó fyrir vestan – ef hugurinn stendur til að sækja einhverja uppákomu hér á höfuðborgarsvæðinu þá er það ein- falt, vegirnir eru orðnir svo góðir,“ svarar Jón. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1980 og út- skrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands 1987. Tveimur árum síðar fór Jón ásamt fjölskyldu sinni til Falun í Svíþjóð í sérnám sem heim- ilislæknir. „Við fórum beint þaðan á Patreks- fjörð. Þótt við kæmum þangað ókunnug vorum við vön landsbyggð- arlífi, ég alinn upp í Sandgerði sem fyrr greindi og konan mín, Ingibjörg Guðmundsdóttir, á Akranesi. Mér finnst gott að búa á stað þar sem maður þekkir alla, ég kann vel við mig í slíku umhverfi. Ég fór fljót- lega að taka þátt í bæjarlífinu á Pat- reksfirði af lífi og sál, fór meira að segja í bæjarstjórn. Mér finnst einn- ig ómetanlegt fyrir heimilislækni að þekkja aðstæður og umhverfi þeirra sem hann vinnur fyrir. Mér finnst það gott þótt sumum þyki slíkt ná- vígi kannski fullmikið.“ Jón tekur fram að honum hafi lík- að mjög vel að starfa á Hrafnistu, þar sé unnið mikið og heillavænlegt starf, það er hins vegar landsbyggð- arlífið sem togaði í hann af krafti. Meðan fjölskyldan bjó á Patreks- firði sá Ingibjörg kona Jóns um rekstur félagslegra fasteigna bæjar- ins en hefur að undanförnu starfað í Landsbankanum, Vesturbæjar- útibúi. Hvernig ætli atvinnumögu- leikar hennar séu nú fyrir vestan? „Við tökum þetta rólega, hún verður í fríi frá störfum fyrst um sinn eftir að við komum vestur,“ seg- ir Jón. En hvað með pólitíkina, skyldi Jón vilja aftur hefja afskipti af henni? „Mér fannst mjög gaman í pólitík- inni fyrir vestan, ég var forseti bæj- arstjórnar og oddviti sjálfstæðis- manna þar, ég vildi því gjarnan koma að þeim vettvangi aftur, ef eft- ir því væri leitað. Það eru mörg verkefni á því sviði óunnin. Þegar við komum vestur á Patreksfjörð 1993 var nokkur ládeyða í atvinnu- málum og það hefur því miður fækk- að í héraðinu um 500 manns á þessu tímabili. Ég sá mörg fyrirtæki hætta störfum, þetta er dapurleg þróun og erfið fyrir fólkið sem missti vinnu. Það eru þó ekki margir á atvinnu- leysisskrá, fólk flytur sig um set, sel- ur og fer. Þessari þróun þarf að snúa við. Þrátt fyrir þetta er ég bjartsýnn á byggðina þarna og vil vinna að þeim verkefnum sem nauðsyn krefur.“ Að sögn Jóns er læknisumdæmið vestra víðáttumikið og ekki alltaf auðvelt að vera þar héraðslæknir. „Erfiðast er þegar fólk slasast og jafnvel deyr í höndunum á manni, það getur verið löng biðin eftir sjúkraflugvél þegar þannig aðstæð- ur skapast. Þjónustan á landsbyggð- inni er góð og jafnvel betri að sumu leyti en hér, gott aðgengi að lækn- ishjálp, en íbúarnir vita að þegar neyðartilvik koma upp þarf að kalla til sjúkraflugvél eða þyrlu. Þetta er bara svona. Samhjálp fólks í litlum bæjum er mikil þegar eitthvað alvarlegt bjátar á, þá standa allir saman, þótt auðvit- að séu ekki allir sammála í hvers- dagslífinu. Í bæ eins og Patreksfirði er fjöl- skylduvænt umhverfi, gott fyrir börn, allir þekkjast og fólk lætur sig varða líðan náungans. Börnin mín fjögur líta á Patreksfjörð sem sinn heimabæ. Þótt þrjú þeirra séu kom- in í framhaldsnám og háskóla þá eru þau sátt við að við foreldrarnir flytj- um aftur vestur, – finnst gott að eiga þar heimvon.“ Römm er sú taug … Morgunblaðið/Ómar Jón B.G. Jónsson snýr nú aftur til læknisstarfa á Patreksfirði. Það er algengara að fólk af landsbyggðinni flytji „á mölina“ en að höfuðborgarbúar flytji út á land. Jón B.G. Jónsson læknir er annars sinnis, hann er að flytja til baka til Pat- reksfjarðar, þar sem hann var áður læknir í ellefu ár. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.