Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’Ameríka, þú tapaðir... ég vann.‘Zacaraias Moussaou i lyft i höndum ti l himins og hrópaði þessi orð eftir að hann hafði verið dæmdur í l í fstíðarfangelsi en ekki t i l dauða fyrir hlut sinn í hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. ’Við spiluðum virkilega vel og þegarvið hrökkvum í gír vinnur okkur ekkert lið.‘Ólafur Stefánsson , handknattleiksmaður, þegar hann varð Evrópumeistari í annað sinn á ferl inum með spænska l iðinu Ciudad Real. ’Þú munt eyða því sem eftir er af æviþinni í hámarksöryggisfangelsi. Það er því fullkomlega ljóst hver hefur sigr- að.‘Leonie Brinkman , dómari í máli Moussaouis. ’Núna eru komin á markaðinn flís ogýmis önnur góð nútímaefni. Það er því engin afsökun til þess að klæðast loð- feldi í dag. Þetta er úreld hugmynd sem tengist velgengni og velmegun.‘Hanna Guðmundsdóttir , formaður Dýraréttinda- félags Raddir málleysingjanna, á fundi á Lækj- artorgi þar sem loðdýrarækt var mótmælt. ’Ef menn hættu að halda upp á fyrstamaí væri illa komið fyrir verkalýðs- hreyfingunni.‘Björn Snæbjörnsson , formaður Einingar-Iðju, í umræðum um breytt snið á hátíðarhöldum fyrsta maí. ’Við erum að reyna að búa til vöru semfangar athygli lesenda okkar... við verðum að fylgja lesendum þangað sem þeir vilja sjálfir vera.‘Arthur Sulzberger , stjórnarformaður útgáfufélags New York Times á fundi Samtaka bandarískra dag- blaðaritstjóra. En ti l stendur að gefa New York Times út á netinu á næsta ári með nýjum Microsoft- hugbúnaði sem sameinar kosti netsins og dagblaða. ’Morðingi föður míns er nú allur.‘Mohamed Moalim , sem tók af l í f i mann, sem var dæmdur af íslömskum rétti fyrir að myrða föður hans. Aftakan er sú fyrsta í höfuðborg Sómalíu í áraraðir sem er fyrirskipuð af rétti sem dæmir eftir strangri túlkun á sharía-lögum. ’Nú er svo komið að krakkarnir hafaverið að spyrja um manninn með mæl- inn á böllunum.‘Kristín Helga Ólafsdóttir , forvarnarfulltrúi Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, en nemendum býðst að blása í áfengismæli á böllum ti l að eiga möguleika á að vinna f lugmiða eða bensínkort ef nafn þeirra er dregið úr edrúpotti . ’Fljótum ekki stefnulaust eins ogkorktappar, spriklandi af hamingju yfir því hvað við séum klár og allt blómstri á meðan það fjarar undan sáttinni í samfélaginu.“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir , formaður Lands- sambands íslenskra verslunarmanna, í ræðu 1. maí. Ummæli vikunnar AP „Við vinnum þau störf, sem Bandaríkjamenn vilja ekki“ segir á spjaldinu, sem drengurinn ber, en 1. maí efndu milljónir manna, ólögleg- ir innflytjendur og stuðningsmenn þeirra, til mótmæla víða um Bandaríkin. Hávaxinn maður smokrar sér inn íbíl á Sólvallagötu með nokkurrifyrirhöfn. Svona hefst dagur JónsÁrsæls Þórðarsonar, sem virðisteiga mun auðveldara með að smokra sér inn í sjónvarpstæki landsmanna. Blaðamaður grípur hann í bílstjórasætinu og óskar eftir viðtali. – Ég á nú erfitt með að neita slíku, svarar hann brosandi. Það verður úr að við mælum okkur mót á Kaffivagninum klukkan átta morguninn eftir. Að skilnaði kastar blaðamaður á hann kveðju: – Vilhjálmur Þ. ber þér vel söguna! – Já, við urðum ástfangnir, svarar hann. Það er ekki fjarri lagi. Í pistli á vefsíðu Sjálf- stæðisflokksins skrifar Vilhjálmur í tilefni af því að hann var viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálf- stæðu fólki á sunnudaginn var: „Jón hefur ein- staklega góða nærveru og mér þykir bara reglu- lega vænt um þennan mann. Þjóðfélagið væri betra ef sem flestir væru eins og hann.“ Að minnsta kosti væru Íslendingar þá stund- vísari. Jón Ársæll er í hrókasamræðum við fasta- gest á Kaffivagninum þegar blaðamann ber að garði fimm mínútur yfir átta. Svona eru dagar Jóns Ársæls; hann er alltaf í hrókasamræðum. Hann þekkir marga; það þekkja hann allir. – Hvar skolaði þér á land? – Ég fæddist á Seyðisfirði 16. september árið 1950, en fólkið mitt er frá Vatnsleysuströnd. Faðir minn, Þórður Sigurðsson, var skipstjóri og flutti austur til að stýra togurum. Móðir mín hét Ólafía Auðunsdóttir; hún var húsmóðir í orðsins glæsilegustu merkingu. Sjálfur var Jón Ársæll sjósóknari í námsleyf- um á sumrin. Hrímað skeggið og blá duggara- peysan falla að bryggjunni við Kaffivagninn í myndatökunni og dettur úr honum: – Þarna er sjóvappið, eins og börnin segja. Eftir að hafa alist upp á Seyðisfirði og Eski- firði flutti Jón Ársæll 10 ára suður í Skerjafjörð. – Svo ég á ljúfar bernskuminningar frá þrem- ur yndislegum stöðum, að ógleymdri Jökulsár- hlíðinni við Héraðsflóann, þar sem ég var í sveit. Ég settist á skólabekk í Melaskóla og Haga- skóla; Hagatorgið var mín torfa og fiskverkun- arhúsin niðri við Skerjafjörðinn. Síðan lá leiðin í Kennaraskólann og sálarfræði í Háskólanum, sem ég lauk við Háskólann í Lundi. – Þú vannst að rannsóknum í Vestur-Afríku? – Ég var að skoða íslamska galdramenn, sem kallaðir eru marabútar, og hugarheim þeirra. Þeir eiga rætur í fornri trú sem fyrir var áður en múhameðstrú breiddist út og trúa á stokka og steina svipað og forfeður okkar í eina tíð. Trúar- brögðin eiga margt sameiginlegt með ásatrú, t.d. að allt í náttúrunni sé lifandi og að við séum ekki ein á jörðinni heldur búi við hlið okkar fólk sem við köllum álfa og huldufólk, en þeir kalla öðrum nöfnum. – Og fólk trúir? – Já, nokkuð sem Íslendingum þykir skondið nú orðið. Hvar er mönnum alvara? – Af hverju þetta rannsóknarefni? – Það bjó mikið af flóttafólki frá Afríku í Lundi, sem talaði í alvöru um þessi trúarbrögð. Eftir þetta vann ég á sálfræðideild grunnskóla í Reykjavík í nokkur ár, áður en ég villtist inn í blaðamennsku. – Hefur fræðileg nálgun að uppbyggingu við- tala úr sálfræðinni nýst þér í fjölmiðlum? – Já, hún hefur gert það. En ég segi gjarnan að öll mannleg reynsla nýtist í starfi blaða- mannsins, auk hinna öguðu vinnubragða vís- indasamfélagsins. Hafirðu verið á sjó eða í sveit, grafið skurð eða flakað fisk, þá hjálpar sú reynsla líka. Eða dregið tönn úr munni manns. – Nú? – Þá höfða ég til þess að systkini mín halda því fram að pabbi hafi gert við tennurnar sínar sjálf- ur, en ég varð reyndar aldrei var við það, segir Jón Ársæll og hlær hjartanlega. Veðurbarinn maður með lítinn kaffibolla á stórum bakka tekur sér stöðu við borðið og ávarpar Jón Ársæl: – Má ég rífa kjaft við þig? – Orðið er laust. Maðurinn þegir. – Hvað liggur þér á hjarta? – Kynntistu henni Ólafíu, spyr maðurinn. – Mömmu? Maðurinn þegir. – Já, ég kynntist henni. Hvernig þekktirðu hana? – Ekki neitt, segir maðurinn. – Af hverju nefndirðu nafn hennar? – Þetta var góð kona, segir maðurinn. – Það eru engar fréttir fyrir mér. – Þá hef ég ekkert við þig að tala, segir mað- urinn og rigsar sína leið. Nokkurn veginn svona ganga samræðurnar fyrir sig. Og blaðamaður veltir því fyrir sér hvort Jón Ársæll fái nokkurn tíma flóafrið fyrir fólki? – Það er mikið um að það gefi sig á tal við mig, segir hann brosandi, sem er ánægjulegt og hef- ur ekki truflað mig á neinn hátt. Á Íslandi getum við verið kóngar allir hreint! Við þekkjum til dæmis marga hér á Kaffivagninum, segir hann og skimar í kringum sig: Guðmund gamla teiknikennarann minn, gamlan leikbróður aust- an af Seyðisfirði, Vilhjálm bróður að drekka kaffi ásamt félögum úr flugflotanum, Björn Theódórsson, sem gerði Flugleiðir að fjármála- legu stórveldi, og þennan mann, sem hafði feng- ið sér neðan í því og var skotinn í mömmu minni, sem er látin fyrir mörgum árum. Á næsta borði teygir maðurinn sig eftir rúllu- gardínunni til að draga hana fyrir. – Slakaðu niður fokkunni, kallar Jón Ársæll. Eftir viðburðaríkan feril á dagblöðum, í útvarpi og sjónvarpi varð til þátturinn Sjálfstætt fólk. – Þar gefst þjóðinni tækifæri til að kynnast einstaklingi, fara með honum í vinnuna, á sjóinn, í fjósið, jafnvel sofa hjá honum. Ég hafði séð sama fólkið í fjölmiðlum árum saman án þess að þekkja nokkurn skapaðan hlut til þess. Við vild- um skyggnast á bakvið grímuna. Svo kom í ljós að óþekktir einstaklingar, svokallaðar hvunn- dagshetjur, voru ekki síður áhugaverðar og höfðu jafn merkilega sögu að segja. Skólastjóri heilsar Jóni Ársæli kumpánlega, sér að hann er vant við látinn og kveður með orðunum: – Vinnan er systir hamingjunnar. – Þetta er gamall frasi frá mér, segir Jón Ár- sæll brosandi og bætir við til skýringar: Hann er að gera grín að mér. Og það má með sanni segja að Jón Ársæll eigi það til að tala í frösum. Kannski vegna þess hversu sterkt hann kveður að orði er hann hnýt- ir lokasetningu í frásögnina. Ef orðin eru ekki talsháttur, þá eiga þau til að festast í málinu. Kunnasta dæmið: Svona er Ísland í dag. – Ég sá fyrir mér íslenska fánann, vildi tengja viðfangsefnin Íslandi og þjóðinni. Og þetta varð niðurstaðan. Jón Ársæll er þekktur fyrir fjölbreyttan feril í fjölmiðlum, en það vita færri að hann tók þátt í uppfæslu Leikfélags Reykjavíkur á Jesus Christ Superstar árið 1972 og lék þá postula. – Það var fyrir misskilning, segir hann. Ég ók Ingólfi Steinssyni, félaga mínum austan af Seyð- isfirði, til fundar við Karl Sighvatsson, sem var að ráða söngfólk í söngleiki. Ég held það hafi að- allega verið af því ég var með sítt hár og skegg sem Karli fannst ég álitlegur. Ég var beðinn að syngja nokkra tóna og ráðinn á staðnum. – Þannig að þú hefur söngrödd? – Við syngjum mikið systkinin. Einkum þegar við fáum okkur neðan í því. Þá er ávallt tekið lagið. – Hvað syngið þið? – Lög sem mamma kenndi okkur, til dæmis Ég man hvar það var og Fram í heiðanna ró. Og fjölmörg af þessum gömlu fallegu íslensku söng- lögum. Auk þess sem negrasálmar eru gjarnan teknir þegar líða tekur á kvöldið. Steinunn Þórarinsdóttir listamaður er eigin- kona Jóns Ársæls og er hún með vinnustofu við Sólvallagötu. – Þar á ég mínar bestu stundir, – þegar ég fæ að leggja hönd á plóg, hræra gifs eða bera steypupoka. – Hvernig kynntust þið? – Við kynntumst í Reykjavík. Hún var að koma frá Ítalíu og ég frá Afríku. Henni þótti svo vænt um að ég spurði hana, og það var af ein- lægni, hvort hún hefði unnið sem fyrirsæta á Ítalíu. Þá kom í ljós að hún var í listnámi þar. Við eigum tvo stráka. Sá eldri er í Listaháskóla í Toronto í Kanada og sá yngri í grunnskóla, ekki nema 12 ára. En hann er listamaður líka! – Tekst vinátta með þér og viðmælendum þín- um? – Já, þannig er nú lífið. Mér hefur orðið vel til vina í þessari þáttagerð og fordómarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu við að kynnast fólki. Þó að það sé sagt í hálfkæringi, þá er sannleikskorn í því þegar ég segist verða ástfanginn af viðmæl- endum mínum. Þegar ég kynnist þeim, þá styrkjast böndin og til verður vinátta, sem mér sýnist iðulega verða ævilöng. Að skyggnast bakvið grímuna Morgunblaðið/ÞÖK JÓN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON SÁLFRÆÐINGUR „Við syngjum mikið systkinin. Einkum þegar við fáum okkur neðan í því.“ VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Jón Ársæl Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.