Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 16

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 16
16 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’Ameríka, þú tapaðir... ég vann.‘Zacaraias Moussaou i lyft i höndum ti l himins og hrópaði þessi orð eftir að hann hafði verið dæmdur í l í fstíðarfangelsi en ekki t i l dauða fyrir hlut sinn í hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. ’Við spiluðum virkilega vel og þegarvið hrökkvum í gír vinnur okkur ekkert lið.‘Ólafur Stefánsson , handknattleiksmaður, þegar hann varð Evrópumeistari í annað sinn á ferl inum með spænska l iðinu Ciudad Real. ’Þú munt eyða því sem eftir er af æviþinni í hámarksöryggisfangelsi. Það er því fullkomlega ljóst hver hefur sigr- að.‘Leonie Brinkman , dómari í máli Moussaouis. ’Núna eru komin á markaðinn flís ogýmis önnur góð nútímaefni. Það er því engin afsökun til þess að klæðast loð- feldi í dag. Þetta er úreld hugmynd sem tengist velgengni og velmegun.‘Hanna Guðmundsdóttir , formaður Dýraréttinda- félags Raddir málleysingjanna, á fundi á Lækj- artorgi þar sem loðdýrarækt var mótmælt. ’Ef menn hættu að halda upp á fyrstamaí væri illa komið fyrir verkalýðs- hreyfingunni.‘Björn Snæbjörnsson , formaður Einingar-Iðju, í umræðum um breytt snið á hátíðarhöldum fyrsta maí. ’Við erum að reyna að búa til vöru semfangar athygli lesenda okkar... við verðum að fylgja lesendum þangað sem þeir vilja sjálfir vera.‘Arthur Sulzberger , stjórnarformaður útgáfufélags New York Times á fundi Samtaka bandarískra dag- blaðaritstjóra. En ti l stendur að gefa New York Times út á netinu á næsta ári með nýjum Microsoft- hugbúnaði sem sameinar kosti netsins og dagblaða. ’Morðingi föður míns er nú allur.‘Mohamed Moalim , sem tók af l í f i mann, sem var dæmdur af íslömskum rétti fyrir að myrða föður hans. Aftakan er sú fyrsta í höfuðborg Sómalíu í áraraðir sem er fyrirskipuð af rétti sem dæmir eftir strangri túlkun á sharía-lögum. ’Nú er svo komið að krakkarnir hafaverið að spyrja um manninn með mæl- inn á böllunum.‘Kristín Helga Ólafsdóttir , forvarnarfulltrúi Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, en nemendum býðst að blása í áfengismæli á böllum ti l að eiga möguleika á að vinna f lugmiða eða bensínkort ef nafn þeirra er dregið úr edrúpotti . ’Fljótum ekki stefnulaust eins ogkorktappar, spriklandi af hamingju yfir því hvað við séum klár og allt blómstri á meðan það fjarar undan sáttinni í samfélaginu.“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir , formaður Lands- sambands íslenskra verslunarmanna, í ræðu 1. maí. Ummæli vikunnar AP „Við vinnum þau störf, sem Bandaríkjamenn vilja ekki“ segir á spjaldinu, sem drengurinn ber, en 1. maí efndu milljónir manna, ólögleg- ir innflytjendur og stuðningsmenn þeirra, til mótmæla víða um Bandaríkin. Hávaxinn maður smokrar sér inn íbíl á Sólvallagötu með nokkurrifyrirhöfn. Svona hefst dagur JónsÁrsæls Þórðarsonar, sem virðisteiga mun auðveldara með að smokra sér inn í sjónvarpstæki landsmanna. Blaðamaður grípur hann í bílstjórasætinu og óskar eftir viðtali. – Ég á nú erfitt með að neita slíku, svarar hann brosandi. Það verður úr að við mælum okkur mót á Kaffivagninum klukkan átta morguninn eftir. Að skilnaði kastar blaðamaður á hann kveðju: – Vilhjálmur Þ. ber þér vel söguna! – Já, við urðum ástfangnir, svarar hann. Það er ekki fjarri lagi. Í pistli á vefsíðu Sjálf- stæðisflokksins skrifar Vilhjálmur í tilefni af því að hann var viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálf- stæðu fólki á sunnudaginn var: „Jón hefur ein- staklega góða nærveru og mér þykir bara reglu- lega vænt um þennan mann. Þjóðfélagið væri betra ef sem flestir væru eins og hann.“ Að minnsta kosti væru Íslendingar þá stund- vísari. Jón Ársæll er í hrókasamræðum við fasta- gest á Kaffivagninum þegar blaðamann ber að garði fimm mínútur yfir átta. Svona eru dagar Jóns Ársæls; hann er alltaf í hrókasamræðum. Hann þekkir marga; það þekkja hann allir. – Hvar skolaði þér á land? – Ég fæddist á Seyðisfirði 16. september árið 1950, en fólkið mitt er frá Vatnsleysuströnd. Faðir minn, Þórður Sigurðsson, var skipstjóri og flutti austur til að stýra togurum. Móðir mín hét Ólafía Auðunsdóttir; hún var húsmóðir í orðsins glæsilegustu merkingu. Sjálfur var Jón Ársæll sjósóknari í námsleyf- um á sumrin. Hrímað skeggið og blá duggara- peysan falla að bryggjunni við Kaffivagninn í myndatökunni og dettur úr honum: – Þarna er sjóvappið, eins og börnin segja. Eftir að hafa alist upp á Seyðisfirði og Eski- firði flutti Jón Ársæll 10 ára suður í Skerjafjörð. – Svo ég á ljúfar bernskuminningar frá þrem- ur yndislegum stöðum, að ógleymdri Jökulsár- hlíðinni við Héraðsflóann, þar sem ég var í sveit. Ég settist á skólabekk í Melaskóla og Haga- skóla; Hagatorgið var mín torfa og fiskverkun- arhúsin niðri við Skerjafjörðinn. Síðan lá leiðin í Kennaraskólann og sálarfræði í Háskólanum, sem ég lauk við Háskólann í Lundi. – Þú vannst að rannsóknum í Vestur-Afríku? – Ég var að skoða íslamska galdramenn, sem kallaðir eru marabútar, og hugarheim þeirra. Þeir eiga rætur í fornri trú sem fyrir var áður en múhameðstrú breiddist út og trúa á stokka og steina svipað og forfeður okkar í eina tíð. Trúar- brögðin eiga margt sameiginlegt með ásatrú, t.d. að allt í náttúrunni sé lifandi og að við séum ekki ein á jörðinni heldur búi við hlið okkar fólk sem við köllum álfa og huldufólk, en þeir kalla öðrum nöfnum. – Og fólk trúir? – Já, nokkuð sem Íslendingum þykir skondið nú orðið. Hvar er mönnum alvara? – Af hverju þetta rannsóknarefni? – Það bjó mikið af flóttafólki frá Afríku í Lundi, sem talaði í alvöru um þessi trúarbrögð. Eftir þetta vann ég á sálfræðideild grunnskóla í Reykjavík í nokkur ár, áður en ég villtist inn í blaðamennsku. – Hefur fræðileg nálgun að uppbyggingu við- tala úr sálfræðinni nýst þér í fjölmiðlum? – Já, hún hefur gert það. En ég segi gjarnan að öll mannleg reynsla nýtist í starfi blaða- mannsins, auk hinna öguðu vinnubragða vís- indasamfélagsins. Hafirðu verið á sjó eða í sveit, grafið skurð eða flakað fisk, þá hjálpar sú reynsla líka. Eða dregið tönn úr munni manns. – Nú? – Þá höfða ég til þess að systkini mín halda því fram að pabbi hafi gert við tennurnar sínar sjálf- ur, en ég varð reyndar aldrei var við það, segir Jón Ársæll og hlær hjartanlega. Veðurbarinn maður með lítinn kaffibolla á stórum bakka tekur sér stöðu við borðið og ávarpar Jón Ársæl: – Má ég rífa kjaft við þig? – Orðið er laust. Maðurinn þegir. – Hvað liggur þér á hjarta? – Kynntistu henni Ólafíu, spyr maðurinn. – Mömmu? Maðurinn þegir. – Já, ég kynntist henni. Hvernig þekktirðu hana? – Ekki neitt, segir maðurinn. – Af hverju nefndirðu nafn hennar? – Þetta var góð kona, segir maðurinn. – Það eru engar fréttir fyrir mér. – Þá hef ég ekkert við þig að tala, segir mað- urinn og rigsar sína leið. Nokkurn veginn svona ganga samræðurnar fyrir sig. Og blaðamaður veltir því fyrir sér hvort Jón Ársæll fái nokkurn tíma flóafrið fyrir fólki? – Það er mikið um að það gefi sig á tal við mig, segir hann brosandi, sem er ánægjulegt og hef- ur ekki truflað mig á neinn hátt. Á Íslandi getum við verið kóngar allir hreint! Við þekkjum til dæmis marga hér á Kaffivagninum, segir hann og skimar í kringum sig: Guðmund gamla teiknikennarann minn, gamlan leikbróður aust- an af Seyðisfirði, Vilhjálm bróður að drekka kaffi ásamt félögum úr flugflotanum, Björn Theódórsson, sem gerði Flugleiðir að fjármála- legu stórveldi, og þennan mann, sem hafði feng- ið sér neðan í því og var skotinn í mömmu minni, sem er látin fyrir mörgum árum. Á næsta borði teygir maðurinn sig eftir rúllu- gardínunni til að draga hana fyrir. – Slakaðu niður fokkunni, kallar Jón Ársæll. Eftir viðburðaríkan feril á dagblöðum, í útvarpi og sjónvarpi varð til þátturinn Sjálfstætt fólk. – Þar gefst þjóðinni tækifæri til að kynnast einstaklingi, fara með honum í vinnuna, á sjóinn, í fjósið, jafnvel sofa hjá honum. Ég hafði séð sama fólkið í fjölmiðlum árum saman án þess að þekkja nokkurn skapaðan hlut til þess. Við vild- um skyggnast á bakvið grímuna. Svo kom í ljós að óþekktir einstaklingar, svokallaðar hvunn- dagshetjur, voru ekki síður áhugaverðar og höfðu jafn merkilega sögu að segja. Skólastjóri heilsar Jóni Ársæli kumpánlega, sér að hann er vant við látinn og kveður með orðunum: – Vinnan er systir hamingjunnar. – Þetta er gamall frasi frá mér, segir Jón Ár- sæll brosandi og bætir við til skýringar: Hann er að gera grín að mér. Og það má með sanni segja að Jón Ársæll eigi það til að tala í frösum. Kannski vegna þess hversu sterkt hann kveður að orði er hann hnýt- ir lokasetningu í frásögnina. Ef orðin eru ekki talsháttur, þá eiga þau til að festast í málinu. Kunnasta dæmið: Svona er Ísland í dag. – Ég sá fyrir mér íslenska fánann, vildi tengja viðfangsefnin Íslandi og þjóðinni. Og þetta varð niðurstaðan. Jón Ársæll er þekktur fyrir fjölbreyttan feril í fjölmiðlum, en það vita færri að hann tók þátt í uppfæslu Leikfélags Reykjavíkur á Jesus Christ Superstar árið 1972 og lék þá postula. – Það var fyrir misskilning, segir hann. Ég ók Ingólfi Steinssyni, félaga mínum austan af Seyð- isfirði, til fundar við Karl Sighvatsson, sem var að ráða söngfólk í söngleiki. Ég held það hafi að- allega verið af því ég var með sítt hár og skegg sem Karli fannst ég álitlegur. Ég var beðinn að syngja nokkra tóna og ráðinn á staðnum. – Þannig að þú hefur söngrödd? – Við syngjum mikið systkinin. Einkum þegar við fáum okkur neðan í því. Þá er ávallt tekið lagið. – Hvað syngið þið? – Lög sem mamma kenndi okkur, til dæmis Ég man hvar það var og Fram í heiðanna ró. Og fjölmörg af þessum gömlu fallegu íslensku söng- lögum. Auk þess sem negrasálmar eru gjarnan teknir þegar líða tekur á kvöldið. Steinunn Þórarinsdóttir listamaður er eigin- kona Jóns Ársæls og er hún með vinnustofu við Sólvallagötu. – Þar á ég mínar bestu stundir, – þegar ég fæ að leggja hönd á plóg, hræra gifs eða bera steypupoka. – Hvernig kynntust þið? – Við kynntumst í Reykjavík. Hún var að koma frá Ítalíu og ég frá Afríku. Henni þótti svo vænt um að ég spurði hana, og það var af ein- lægni, hvort hún hefði unnið sem fyrirsæta á Ítalíu. Þá kom í ljós að hún var í listnámi þar. Við eigum tvo stráka. Sá eldri er í Listaháskóla í Toronto í Kanada og sá yngri í grunnskóla, ekki nema 12 ára. En hann er listamaður líka! – Tekst vinátta með þér og viðmælendum þín- um? – Já, þannig er nú lífið. Mér hefur orðið vel til vina í þessari þáttagerð og fordómarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu við að kynnast fólki. Þó að það sé sagt í hálfkæringi, þá er sannleikskorn í því þegar ég segist verða ástfanginn af viðmæl- endum mínum. Þegar ég kynnist þeim, þá styrkjast böndin og til verður vinátta, sem mér sýnist iðulega verða ævilöng. Að skyggnast bakvið grímuna Morgunblaðið/ÞÖK JÓN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON SÁLFRÆÐINGUR „Við syngjum mikið systkinin. Einkum þegar við fáum okkur neðan í því.“ VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Jón Ársæl Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.