Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Jane Goodall sefurekki lengur ein á fjalls-toppum Gombe þjóð-garðsins í Tansaníu ístjörnubjartri nóttinni við hljóðin í hlébarðanum og köll simpansana sem mótuðu líf hennar úr trjánum fyrir neðan. Hún vaknar ekki lengur í tjaldi sínu klukkan hálf sex að morgni og fær sér ristað brauð og kaffi áður en hún heldur af stað í leit að simpönsum. Ekki geng- ur hún heldur lengur nakin í há- vöxnu, blautu grasinu fyrir sólar- upprás. Margt hefur breyst og líf hennar nú er mestmegnis ferðalög og fyr- irlestrar. Kvöld eitt í júlí kom hún til Denver í Colorado. Þegar ég ásamt Michael, vini hennar og samstarfs- félaga, keyrðum upp að flugvallar- byggingunni stóðu hún og Mary, að- stoðarkona hennar, og biðu okkar. Þær voru úrvinda en jafnframt glað- ar þar sem framundan voru fjórir fremur rólegir dagar ásamt vinum. Tímarit Ég var fremur feiminn í návist hennar fyrsta daginn. Hún er álitin frumkvöðull og boðberi friðar í starfi sínu og ástríðu fyrir velferð manna og dýra. Ég las um hana í National Geographic blöðum ömmu minnar þegar ég var unglingur og varð hún við það hluti af heimsmynd minni. En tíu árum síðar þegar ég var staddur í Boulder við undirbúning kvölds til heiðurs lífi hennar og starfi fannst mér ég ekkert vitrænt hafa að segja við þessa fallegu sjötugu konu. Meðan hún sat við skrif á mat- reiðslubók sem fjallar um umhverf- isvæna lífshætti datt mér ekkert betra í hug en að hella upp á kaffi. Uppvaxtarárin Þegar Goodall sem barn faldi sig í hænsnakofa nálægt heimili sínu í Englandi gerði hún eina af merkileg- ustu uppgötvunum sínum. Hún sá hænu verpa eggi. Þrátt fyrir mikla leit og áhyggjur samgladdist móðir hennar henni. Æskuárin liðu og átti hún sér ávallt þann draum að fara til Afríku. Þegar hún var 24 ára gömul lét hún drauminn rætast og hitti í Ken- ýa hinn fræga fornleifafræðing dr. Louis Leaky sem rannsakaði meðal annars þróun mannsins. Hún hafði lært vélritun á Englandi og fékk því starf sem ritari hjá honum. Dr. Leaky hafði lengi leitað að réttu manneskjunni til að rannsaka hegð- un villtra simpansa. Manneskju sem væri frjáls undan hefðbundnum hug- myndum vísindaheimsins og taldi hann Goodall vera þá manneskju. Hún yfirgaf skrifborð sitt og hélt af stað til Tanganikavatns í Tansan- íu. Líkt og ákvörðun hennar að taka móður sína Vanne með sem form- legan fylgdarmann, fór hún sínar eigin leiðir við athuganir sínar á hegðun simpansana. Hún hafði óþrjótandi þolinmæði við að nálgast apana og gaf þeim nöfn í stað núm- era, en slíkt voru talin helgispjöll samkvæmt reglum vísindanna. Ár- angurinn er ein virtasta atferlis- rannsókn sögunnar og stendur enn yfir. Í skóginum meðal simpansanna fann hún lífstilgang sinn og þegar tímaritið National Geographic sendi ljósmyndarann Hugo Van Lawick til að ljósmynda árangur starfs hennar fann hún ástina. Þar eignuðust þau son sinn Grub og voru sæl með lífið í skóginum. En hnignun villtra svæða í Afríku og heiminum öllum leiddi Jane út úr skóginum í langferð. Í henni hefur Goodall lagt milljónir kílómetra að baki og þeir eru ótelj- andi sem tekið hafa við boðskap hennar. Starfið Fjöldi fólks tók þátt í undirbún- ingnum fyrir kvöldið í leikhúsinu. Tveir dagar voru til stefnu og and- rúmsloftið var afslappað þar sem svo margir voru reiðubúnir að rétta hjálparhönd. Goodall svaf í sólskál- anum á neðri hæðinni og vaknaði um klukkan sex og sat við skrif meðan flest okkar voru enn í draumaheimi. Eftir morgunmat lágum við nokkur saman á stofugólfinu og horfðum á heimildarmyndir sem gerðar hafa verið um simpansana í Gombe og Goodall. Það var skrítin tilfinning að sjá hana ganga fram hjá okkur og um leið sjálfri sér á sjónvarpsskján- um. Mary sat flestum stundum í eld- húsinu og fór yfir þann aragrúa af tölvupósti sem nauðsynlegt er að svara svo samtökin sem Goodall hef- ur stofnað geti starfað. Jane Goodall stofnunin var sett á fót árið 1977 til verndunar simpönsum og náttúru- legum híbýlum þeirra. Roots and Shoots samtökin voru stofnuð árið 1991 ásamt nemendum í Tansaníu þar sem Goodall hefur búið stóran hluta ævinnar. Samtökin byggjast aðallega á starfi barna og ungmenna í sex þúsund hópum í yfir 87 löndum. Hugmyndin er að ef börn í dag fái tækifæri til að læra um og leysa þau vandamál sem steðja að þeirra nán- asta umhverfi verði lausnir á vanda- málum framtíðarinnar betri en nú gengur og gerist. Goodall bindur vonir sínar um breytingar fyrir framtíð manna og dýra við börnin og þau jákvæðu áhrif sem þau geta haft. Starf Mary er að skipuleggja tíma manneskju sem er eftirsótt um allan heim og ferðast yf- ir 300 daga á ári. Glaðlyndi þeirra og vinátta sem minnir á samrýndar Útilegur í Afríku Rannsóknir dr. Jane Goodall á lífi apa hafa markað tíma- mót og eru heimsþekktar. Svavar Jónatansson hitti Goodall og aðstoðaði hana við að undirbúa sig fyrir at- höfn, sem haldin var henni til heiðurs í Boulder í Colorado. Jane Goodall þegar hún gisti í sólskála hjá vinafólki í Denver í Colorado þar sem athöfn var haldin henni til heiðurs. Líf Jane Goodall snýst mest um ferðalög og fyrirlestra, enda vilja margir fræðast um atferlisrannsóknir hennar á simpönsum. * ** * *** * � �� � �� � �� �� � �� � � � �� � � � � � Framtíðarsýn í starfsmenntun Samstarf atvinnulífs og skóla í Finnlandi og á Íslandi Félagsfundur Menntar og málþing Starfsmenntaráðs Hótel Nordica, föstudaginn 12. maí 2006 14.00 – 14.10 Setning Gústaf Adolf Skúlason frá Samtökum atvinnulífsins, formaður Menntar 14.10 – 14.55 Networking – education and enterprise cooperation in Oulu Risto Kimari Rektor Tækniháskólans í Oulu, Finnlandi 14.55 – 15.25 Hver ættu að vera framtíðarverkefni Starfsmenntaráðs? Friðrik H. Jónsson Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 15.25 – 15.40 Kaffihlé 15.40 – 16.00 Starfsnámsnefnd - endurskipulag starfsnáms Jón B. Stefánsson Skólameistari Fjöltækniskóla Íslands 16.00 – 16.20 Fræðslustarf Marels: margs að gæta – margar leiðir Bryndís Ernstsdóttir Ráðgjafi á starfsmannasviði Marels 16.20 – 16.40 Þróun fjölvirkjanáms Soffía Gísladóttir Forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 16.40 – 17.00 Stefnumótun Menntar Aðalheiður Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Menntar 17.00 Léttar veitingar Fundarstjóri: Ágúst H. Ingþórsson Forstöðumaður Rannsóknarþjónustu HÍ Þátttaka tilkynnist á netfangið: mennt@mennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.