Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. www.xf.is www.f-listinn.is Maíblað Veiðihornsins fylgir blaðinu í dag Reyksuðukassar veidihornid.is NOKKUR erill var hjá lögreglunni á Akureyri í umferðarmálum á föstudag og fram á laug- ardagsmorgun og voru m.a. 45 ökumenn tekn- ir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var karlmaður á sextugsaldri sem tekinn var á 122 km hraða í Öxnadalnum þar sem há- markshraði er 90 km á klukkustund. Sá hinn sami vann það sér til frægðar fyrr í vikunni að vera stöðvaður fyrir of hraðan akstur af lög- reglunni á Blönduósi, þá í áttunda skiptið á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur maðurinn nú verið stöðvaður ellefu sinnum á einu ári, á Blönduósi, Akureyri og í Reykjavík. Fyrir umferðarbrotin í vikunni Þess vegna geta menn haldið velli ansi lengi þangað til skellurinn kemur.“ Sigurður Helgason, verkefnisstjóri hjá Um- ferðarstofu, segir málið að sjálfsögðu snúast um hversu marga punkta maðurinn fær í hvert skipti sem hann er tekinn fyrir of hrað- an akstur, en hann má fá tólf punkta áður en hann er sviptur ökuleyfi. „Hins vegar skella punktarnir ekki á fyrr en viðkomandi er búinn að greiða sektina og það er mjög óæskilegt,“ segir Sigurður og bætir við: „En þetta atferli er hrein og klár síbrotastarfsemi og það þarf að leita allra leiða til að stöðva svona. Þessi maður á að gera eitthvað annað en að keyra bifreið.“ þarf maðurinn að greiða samtals sextíu þús- und krónur og gera má ráð fyrir því að sekt hans vegna allra umferðarbrota sé yfir 250 þúsund krónur. Þrátt fyrir síendurtekin umferðarlagabrot er maðurinn þó enn handhafi ökuleyfis og keyrir því enn um götur bæja og borgar. „Kerfið þungt og svifaseint“ „Þetta sýnir einfaldlega hvað kerfið er þungt og svifaseint, og dapurt að mörgu leyti,“ segir Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lög- reglunni á Akureyri. „Menn geta ýtt málum of mikið á undan sér og átt fullt af þeim eftir óaf- greitt vegna þess hvernig kerfið er byggt upp. Ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur í ellefta skipti á einu ári „Þetta atferli er hrein og klár síbrotastarfsemi“ VEL hefur veiðst á dragnótabátnum Farsæl GK að undanförnu en hann hefur verið á veiðum suður af Eldey. Á föstudag fékk bátur- inn 20 tonn í fjórum köstum og á meðfylgjandi mynd sést Sveinn Eyfjörð matsveinn opna pokann en í kastinu fengust sex tonn af stórum ufsa og þorski með ýsu í bland. Mikið líf var í kringum bátinn og eins og sjá má sóttu súlurnar fast að aflanum. Aftast í bátnum stendur svo Hafsteinn Þorgeirsson stýrimaður og fylgist með af athygli. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fengu tuttugu tonn í fjórum köstum „VIÐ byrjuðum á því klukkan sex á morgnana að bera út blöðin,“ segir Xing Haiou, kínverskur nuddari sem ráðinn var á nuddstofu á Ís- landi fyrir tíu þúsund krónur á mán- uði og látinn vinna myrkranna á milli. „Síðan var nuddað allan dag- inn og hætt í fyrsta lagi klukkan átta á kvöldin.“ Þá tók við að þrífa nuddstofuna og þvo þvotta. „Það var líka nuddað um helgar og þegar kom dauður tími vorum við látnir bera út auglýs- ingapóst fyrir stofuna, en það var einkum á sunnudögum.“ Haiou vann í eitt og hálft ár á stofunni og voru honum í byrjun þessa árs dæmd vangoldin laun að fjárhæð tæpar 5 milljónir, auk dráttarvaxta, í Hér- aðsdómi Reykjaness. „Við fórum sáralítið úr húsi, það var ekki tími til þess, þannig að okk- ur leið eins og við værum í fangelsi. Síðan var haft í hótunum við okkur til að hafa okkur góða.“ Þrír kínverskir nuddarar stof- unnar leituðu liðsinnis Alþjóðahúss- ins og varð úr að þeir struku frá vinnuveitanda sínum að kvöldlagi, þó ekki án þess að þrífa stofuna fyrst. Að sögn Sæunnar Stefánsdóttur, aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, eru alvarleg brot á rétti innflytjenda á borð við þau sem Xing Haiou mátti þola fátíð hér á landi. En hún segir þó dæmi þess að tilraunir séu gerðar til að brjóta kjarasamninga. „Við líðum auðvitað ekki að svona sé farið með fólk,“ segir hún. „Þegar við setjum reglur ætlumst við til að farið sé eftir þeim.“ | 18–19 Fékk 10 þúsund á mánuði „VIÐ vitum báðir að við höfðum hæfi- leika til að ná mjög langt sem atvinnu- menn og að hæfileikum okkar var sóað. En maður huggar sig samt við að það vorum ekki við sem sóuðum þeim með óreglu, leti eða annarri vitleysu. Við lögð- um okkur alla fram og æfðum meira en gengur og gerist, en maður þarf alltaf ákveðna heppni, það er í sambandi við meiðsli.“ Þetta segir Bjarki Gunnlaugsson þegar hann gerir upp feril sinn og tvíburabróð- ur síns, Arnars, í atvinnuknattspyrnu í samtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag. En bræðurnir dvelja ekki við fortíðina og eru óðum að hasla sér völl á nýjum vettvangi, í viðskiptum. Fyrst eftir að at- vinnumannsferli þeirra lauk voru þeir í verslunar- og veitingarekstri en hafa nú alfarið snúið sér að fasteignaviðskiptum með svonefndum Hanza-hópi. Þeir segja gildin úr fótboltanum nýtast sér þar vel, það er agi, metnaður og vinnusemi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir taka nú fasteignaviðskipti fram yfir fótbolta. Taka gildin úr fótboltan- um með sér í viðskiptin EKKI er ástæða til að hætta við eggjatínslu úr hreiðrum þetta vorið þó Ísland sé nú á áhættustigi 2 vegna fuglaflensu. Yfirdýra- læknir mælir þó með að þeir sem ætli sér að tína egg sýni aðgæslu og noti einnota hanska við verkið, greinist fuglaflensa hér- lendis. Fuglaflensuveiran getur lifað í eggjum, en neysla þeirra er þó örugg svo framarlega sem eggin eru soðin, bökuð eða steikt, en fuglaflensuveiran drepst á einni mínútu í 70°C heitu vatni, samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis. Embættið hefur látið rannsaka yfir 200 villta fugla vegna fuglaflensu undanfarið, en öll sýni hafa reynst neikvæð. Ráðgert er að rannsaka alls 400 villta fugla í vor frá sex völdum stöðum á landinu, auk þess sem sjálfdauðir fuglar verða rannsakaðir. Egg tínd með hönskum  Má tína egg | 8 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.