Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Pistlahöfundur kýs að haldaáfram þar sem frá var horf-ið síðast, en enginn skyldiskilja skrifin svo að hannmeti hlutina í þá veru að gæði myndverka markist af hamars- höggum á uppboðum, af og frá. Þau eru samt óneitanlega góð heimild um loftvogina á listamarkaðinum, ekki síður en hinar mikilsverðari listakaup- stefnur, hvað ofan á sé þá og þá stund- ina einkum þegar um er að ræða helstu uppboðsfyrirtæki heims. Það er svo að sjálfsögðu frétt upp í grand þegar myndverk eftir Norðurlanda- búa er slegið á metverði á heimsvísu sem er einsdæmi, jafnvel þótt hinn nafnkenndasti þeirra, norski málarinn Edvard Munch, eigi í hlut. Að því við- bættu að hér var um að ræða graf- íkverk í mörgum eintökum og nokkr- um útgáfum. Með samanlögðum viðbótarkostnaði voru þetta yfir 700.000 dollarar og miðað við stökkið frá matinu, sem var 100 til 150.000 dollarar, ætti að vera stutt í milljónina. Hér komin enn ein sönnun þess að myndverk eru hörðustu pappírarnir á hlutabréfamarkaðinum um þessar mundir og hafa raunar lengi verið, en eins og annars staðar ræður þefvísi og útsjónarsemi gengi manna á vett- vanginum. Munch var sinnar eigin gæfu smið- ur en án mikilsverðra velunnara og baklands í röðum áhrifamanna, eink- um í Þýskalandi, hefði hann trúlega aldrei náð viðlíka hæðum í list sinni. Í ljósi þessa má gera því skóna að pen- ingurinn fyrir þetta eina eintak hefði komið sér býsna vel fyrir gerandann þá myndin leit dagsins ljós einhvern tímann á árunum 1895–1902. Berlín var einn af þyngdarpunktum listarinnar á tímunum sem Munch lifði þar og starfaði, hins vegar var Krist- iania (nafninu breytt í Osló 1925), fæð- ingarborg listamannsins, hálfgert sveitaþorp. Hinn framsækni og gunn- reifi listamaður öllu meira hataður af íhaldssamari starfsbræðrum sínum en hitt og var í nokkurs konar útlegð í Þýskalandi, að einu leyti svipað og Jón Stefánsson og Júlíana Sveinsdóttir í Danmörku. Þó varla sambærilegt, því listapólitíkin í Kristianiu var annars eðlis og margfalt svæsnari, hér var það helst fámennið og takmarkað svigrúm sem gerði að verkum að myndlistarmenn neyddust til að leita á önnur mið, að ævintýraþránni ógleymdri. Sjónmenningin rótgróin í Þýska- landi og dýpkaði enn þegar landflótta franskir kalvínistar, svonefndir húg- enottar, settust að í Prússlandi á 16. og 17. öld. Þeir voru óviðjafnlegir snill- ingar í höndunum, og raunar nutu Danir þess einnig að hluta, og þar jafnvel komin ein skýringin á frábæru handverki í þeirra ranni. Vel merkjanlegt, að þar sem þýskir landnemar í vesturheimi settust að, jafnt í norðri sem suðri, báru þeir með sér evrópska hámenningu í formi húsagerðar, handverks, leiklistar og tónlistar auk virðingar fyrir hvers konar sögulegum geymdum. Jafnt sýnileg í stórborgum Norður-Amer- íku sem Suður-Chile, auk þess sem þeir voru frumkvöðlar að rannsóknum á Patagóníu, sem allt fram á nítjándu öld var ókannað landsvæði. Ekki virð- ist þessi jarðtengda ástríða hafa þynnst umtalsvert í áranna rás sé aug- um rennt yfir hinn firnalanga dálk „Söfn og listhús“ í vikuritinu Die Zeit. Hermir af framboði á myndlistarvett- vangi á landsvísu og er þó einungis vísað til markverðari sýninga en heimahúsum, skúmaskotum, glugga- hornum og boxum gefið frí. Skilvirkn- in þó mikilsverðust ásamt því gagnsæi sem þessi mikla og athyglisverða upp- talning fram ber. Hámenningarborgir Evrópudrógu listamenn að séreins og segull, hvort heldurværi París, Lundúnir, Róm, Vín eða Berlín, heimurinn stór og handstýrð alþjóðavæðing listarinn- ar óralangt undan. Og þá kemur að at- hyglisverðum sannindum, nefnilega að grónar menningarþjóðir hafa í sí- vaxandi mæli verið að líta sér nær á seinni tímum, einneginn styrkja ímynd sína útávið. Mikla athygli vakti er málverk eftir hinn kínverska Zhang Xiaogang var slegið á 979.200 dollara hjá Sotheby’s í New York 31. mars, sem þýðir að með föstum gjöldum nemur upphæðin rúmri milljón. Zhang ekki með öllu óþekkt nafn í New York en fram að því hafði verð á stærstu myndverkum listamannsins, samkvæmt árlegri sýn- ingu í sýningarsal Max Protecht, legið undir 100.000 dollurum, svo hér var um tífalda hækkun að ræða! Heildar- veltan á þessu fjölþætta uppboði á myndlist frá Asíu, Kína, Japan og Kóreu, allra miðla frá málverki til myndbanda, reyndist svo 13,22 millj- ónir dollara, en matið sex til átta millj- ónir. Aðeins viku seinna endurtók sag- an sig á uppboði sama firma á asískri myndlist í Hong Kong. Sér í lagi mun eftirspurnin eftir framsækinni kín- verskri list vera að aukast og virðist haldast í hendur við frjálsara hagkerfi og annan uppgang í landinu. Verð á kínverskri nútímalist þre- Miðlun og gagnsæi Reuters Vincent van Gogh: Madame Ginoux, eigandi kaffihússins í Arles í Provence, sem hann og Paul Gauguin vöndu komur sínar á. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Reuters Málverkið „Le Repos“ eða „Hvíldin“ (1932) eftir Picasso var slegið á tæpar 35 milljónir dollara en búist var við að á milli 15 og 20 milljónir fengjust fyrir það. íþróttir á morgun helgin öll… Fréttir í tölvupósti Viltu fá frambjóðendur í heimsókn? Á þessu kjörtímabili hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík farið í vel á þriðja hundrað heimsóknir til vinnustaða, fyrirtækja, skóla, stofnana og félagasamtaka. Þessar heimsóknir halda nú áfram daglega fram að kosningum. Hafið samband í síma 5151777 eða sendið póst á disa@xd.is TÍMI TIL AÐ HITTAST betriborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.