Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 36

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Pistlahöfundur kýs að haldaáfram þar sem frá var horf-ið síðast, en enginn skyldiskilja skrifin svo að hannmeti hlutina í þá veru að gæði myndverka markist af hamars- höggum á uppboðum, af og frá. Þau eru samt óneitanlega góð heimild um loftvogina á listamarkaðinum, ekki síður en hinar mikilsverðari listakaup- stefnur, hvað ofan á sé þá og þá stund- ina einkum þegar um er að ræða helstu uppboðsfyrirtæki heims. Það er svo að sjálfsögðu frétt upp í grand þegar myndverk eftir Norðurlanda- búa er slegið á metverði á heimsvísu sem er einsdæmi, jafnvel þótt hinn nafnkenndasti þeirra, norski málarinn Edvard Munch, eigi í hlut. Að því við- bættu að hér var um að ræða graf- íkverk í mörgum eintökum og nokkr- um útgáfum. Með samanlögðum viðbótarkostnaði voru þetta yfir 700.000 dollarar og miðað við stökkið frá matinu, sem var 100 til 150.000 dollarar, ætti að vera stutt í milljónina. Hér komin enn ein sönnun þess að myndverk eru hörðustu pappírarnir á hlutabréfamarkaðinum um þessar mundir og hafa raunar lengi verið, en eins og annars staðar ræður þefvísi og útsjónarsemi gengi manna á vett- vanginum. Munch var sinnar eigin gæfu smið- ur en án mikilsverðra velunnara og baklands í röðum áhrifamanna, eink- um í Þýskalandi, hefði hann trúlega aldrei náð viðlíka hæðum í list sinni. Í ljósi þessa má gera því skóna að pen- ingurinn fyrir þetta eina eintak hefði komið sér býsna vel fyrir gerandann þá myndin leit dagsins ljós einhvern tímann á árunum 1895–1902. Berlín var einn af þyngdarpunktum listarinnar á tímunum sem Munch lifði þar og starfaði, hins vegar var Krist- iania (nafninu breytt í Osló 1925), fæð- ingarborg listamannsins, hálfgert sveitaþorp. Hinn framsækni og gunn- reifi listamaður öllu meira hataður af íhaldssamari starfsbræðrum sínum en hitt og var í nokkurs konar útlegð í Þýskalandi, að einu leyti svipað og Jón Stefánsson og Júlíana Sveinsdóttir í Danmörku. Þó varla sambærilegt, því listapólitíkin í Kristianiu var annars eðlis og margfalt svæsnari, hér var það helst fámennið og takmarkað svigrúm sem gerði að verkum að myndlistarmenn neyddust til að leita á önnur mið, að ævintýraþránni ógleymdri. Sjónmenningin rótgróin í Þýska- landi og dýpkaði enn þegar landflótta franskir kalvínistar, svonefndir húg- enottar, settust að í Prússlandi á 16. og 17. öld. Þeir voru óviðjafnlegir snill- ingar í höndunum, og raunar nutu Danir þess einnig að hluta, og þar jafnvel komin ein skýringin á frábæru handverki í þeirra ranni. Vel merkjanlegt, að þar sem þýskir landnemar í vesturheimi settust að, jafnt í norðri sem suðri, báru þeir með sér evrópska hámenningu í formi húsagerðar, handverks, leiklistar og tónlistar auk virðingar fyrir hvers konar sögulegum geymdum. Jafnt sýnileg í stórborgum Norður-Amer- íku sem Suður-Chile, auk þess sem þeir voru frumkvöðlar að rannsóknum á Patagóníu, sem allt fram á nítjándu öld var ókannað landsvæði. Ekki virð- ist þessi jarðtengda ástríða hafa þynnst umtalsvert í áranna rás sé aug- um rennt yfir hinn firnalanga dálk „Söfn og listhús“ í vikuritinu Die Zeit. Hermir af framboði á myndlistarvett- vangi á landsvísu og er þó einungis vísað til markverðari sýninga en heimahúsum, skúmaskotum, glugga- hornum og boxum gefið frí. Skilvirkn- in þó mikilsverðust ásamt því gagnsæi sem þessi mikla og athyglisverða upp- talning fram ber. Hámenningarborgir Evrópudrógu listamenn að séreins og segull, hvort heldurværi París, Lundúnir, Róm, Vín eða Berlín, heimurinn stór og handstýrð alþjóðavæðing listarinn- ar óralangt undan. Og þá kemur að at- hyglisverðum sannindum, nefnilega að grónar menningarþjóðir hafa í sí- vaxandi mæli verið að líta sér nær á seinni tímum, einneginn styrkja ímynd sína útávið. Mikla athygli vakti er málverk eftir hinn kínverska Zhang Xiaogang var slegið á 979.200 dollara hjá Sotheby’s í New York 31. mars, sem þýðir að með föstum gjöldum nemur upphæðin rúmri milljón. Zhang ekki með öllu óþekkt nafn í New York en fram að því hafði verð á stærstu myndverkum listamannsins, samkvæmt árlegri sýn- ingu í sýningarsal Max Protecht, legið undir 100.000 dollurum, svo hér var um tífalda hækkun að ræða! Heildar- veltan á þessu fjölþætta uppboði á myndlist frá Asíu, Kína, Japan og Kóreu, allra miðla frá málverki til myndbanda, reyndist svo 13,22 millj- ónir dollara, en matið sex til átta millj- ónir. Aðeins viku seinna endurtók sag- an sig á uppboði sama firma á asískri myndlist í Hong Kong. Sér í lagi mun eftirspurnin eftir framsækinni kín- verskri list vera að aukast og virðist haldast í hendur við frjálsara hagkerfi og annan uppgang í landinu. Verð á kínverskri nútímalist þre- Miðlun og gagnsæi Reuters Vincent van Gogh: Madame Ginoux, eigandi kaffihússins í Arles í Provence, sem hann og Paul Gauguin vöndu komur sínar á. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Reuters Málverkið „Le Repos“ eða „Hvíldin“ (1932) eftir Picasso var slegið á tæpar 35 milljónir dollara en búist var við að á milli 15 og 20 milljónir fengjust fyrir það. íþróttir á morgun helgin öll… Fréttir í tölvupósti Viltu fá frambjóðendur í heimsókn? Á þessu kjörtímabili hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík farið í vel á þriðja hundrað heimsóknir til vinnustaða, fyrirtækja, skóla, stofnana og félagasamtaka. Þessar heimsóknir halda nú áfram daglega fram að kosningum. Hafið samband í síma 5151777 eða sendið póst á disa@xd.is TÍMI TIL AÐ HITTAST betriborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.