Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 73 Þessi plata er öðruvísi að þvíleyti að á henni er ég í hlut-verki trúbardúrs,“ segirtónlistarmaðurinn Halli Reynis um nýjustu plötu sína Leiðin er löng sem kom út fyrir skömmu. „Hún er líka sérstök fyrir þær sakir að hér er um að ræða fyrstu plötu sem gefin hefur verið út á Íslandi, þar sem trúbadúrinn fer einn síns liðs inn í hljóðver og tekur upp heila plötu.“ Halli Reynis er ef til vill ekki þekktasti tónlistarmaður landsins en hann er hátt skrifaður á lista þeirra trúbadúra sem fram hafa komið á undanförnum árum. Hann er borinn og barnfæddur Breiðhylt- ingur en ættaður úr Dölunum og hefur sýslað við tónlist í hartnær 16 ár. Leiðin er löng er sjötta breiðskífa Halla sem verður fertugur á þessu ári en sú fyrsta kom út árið 1993. Pólitískur í aðra röndina „Ég hef verið að ferðast um allt land undanfarið með gítarinn einan að vopni og í framhaldi af því fannst mér það liggja beint við að ég tæki upp eina plötu með mér einum. Það þarf ákveðinn kjark til að gera þetta einn og ég vil kenna kjarkleysinu um að menn hafi ekki lagst út í þetta áð- ur.“ Og Halli leggur mikið upp úr text- um. „Það eru engin önnur hljóðfæri á plötunni nema gítarinn og munn- harpan og því fá textarnir ósjálfrátt meira rými. Ég er að yrkja um sjó- menn, um fólk og fjölmiðla, ástina – um allt og ekkert. Ég yrki um sjálf- an mig. Um það sem ég sé frá því ég vakna á morgnana og þar til ég sofna á kvöldin.“ Hvað pólitíkina í textunum varðar segist Halli ekki vera mjög pólitískur, „en í aðra röndina er maður það kannski. Það er mikil efnishyggja í gangi hér á landi og um það hef ég verið að syngja og það má heyra á þessari plötu, til dæmis í titillaginu.“ Gott land fyrir trúbadúra Spurður um áhrifavalda segir Halli að sú tónlist höfði mest til hans sem leggur áherslu á texta. „Bubbi, Hörður Torfa, Bjartmar og KK … og Maggi Eiríks, svo maður gleymi honum ekki. Bob Dylan tel ég upp af erlendum tónlistarmönnum og Björn Afzelius sem var sænskur tón- listarmaður en er nú látinn.“ Og Halla líkar trúbadúr-lífið og segir það ekki erfitt um þessar mundir. „Það er svolítið um ferðalög en það er kostur að mínu mati. Mað- ur lendir oft í að spila á mjög skemmtilegum stöðum sem annars kæmu ekki til greina, væri maður í hljómsveit. Ísland er gott land fyrir trúbadúra og hér er fullt að gerast og af nógu að taka sem nýtist sem efniviður í texta.“ Halli ætlar heldur ekki að sitja auðum höndum nú þegar platan er loksins komin út enda kominn með splunkunýjan plötusamning við Music ehf. „Ég ætla mér að kynna þessa plötu sómasamlega og á heimasíðu minni, hallireynis.com má finna dagsetningar fyrir næstu tón- leika en svo er ég líka á leiðinni inn í hljóðver með þeim Jóni Skugga, Erni Hjálmarssyni og Erik Quick. Við ætlum að taka upp nýja plötu sem kemur þá væntanleg út í haust á vegum Music ehf.“ Tónlist | Halli Reynis sendir frá sér plötuna Leiðin er löng Af nógu að taka Morgunblaðið/Golli Halli Reynis er nýkominn með plötusamning hjá Music ehf. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN MI : 3 kl. 2 - 4 - 5:20 - 8 - 10:40 B.I. 14. MI : 3 LÚXUS VIP kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 FAILURE TO LAUNCH kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 FIREWALL kl. 6:30 - 8:30 - 10:40 B.I. 16. V FOR VENDETTA kl. 8 B.I. 16.ÁRA. SCARY MOVIE 4 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.I. 10 WOLF CREEK kl. 10:40 B.I. 16.ÁRA. LASSIE kl. 2 - 6 BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 2 - 4 MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 8:15 - 10:50 B.I. 14 INSIDE MAN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 16 SCARY MOVIE 4 kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10 LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. kl. 12 - 1:30 BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 12 SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ POWER SÝNING KL. 10:40 Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA POWER SÝNING KL. 10.20 Í SAMBÍÓUNUM AKUREYRI OG KEFLAVÍK POWER DIGITAL SÝNING KL. 10.50 Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI „MISSION: IMPOSSIBLE III BYRJAR SUMARIÐ MEÐ POMP OG PRAKT OG INNIHELDUR ALLT SEM GÓÐUR SUMARSMELLUR HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA, ÞRÆLGÓÐAN HASAR OG FANTAGÓÐA SKEMMTUN.“ eeee VJV, Topp5.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.