Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 17 FRÉTTIR  DAÐI Guðmundsson varði dokt- orsritgerð sína á síðasta ári við iðn- aðarverkfræði- og aðgerðarann- sóknadeild Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rit- gerðin nefnist „Inspection and Metrology Cap- acity Allocation in the Full Pro- duction and Ramp Phases of Semiconductor Manufacturing“. Leiðbeinendur voru J. George Shanthikumar og Robert C. Leachman, prófessorar við iðn- aðarverkfræði- og aðgerðarann- sóknadeild Kaliforníuháskóla í Berkeley. Andmælendur voru Ken Goldberg og David A. Hodges, pró- fessorar við rafmagnsverk- fræðideild sama skóla. Verkefnið fjallar um hámörkun á framleiðni í örgjörvaframleiðslu þar sem not- aðar eru öflugar rafeindasmásjár til að safna upplýsingum fyrir töl- fræðilega gæðastjórnun. Framleiðsla á örgjörvum er afar flókin og hvikul. Framleiðsluferlið tekur allajafna fjórar vikur og eru um það bil 350 aðgerðir fram- kvæmdar á hverjum örgjörva. Töl- fræðileg gæðastjórnun er notuð til að tryggja gæði framleiðslunnar. Þar sem breidd leiðara í örgjörvum er nú í kringum 100–300 nanómetr- ar (mannshár er u.þ.b. 100.000 nanómetrar á breidd) þarf öflugar rafeindasmásjár til að safna upplýs- ingum fyrir gæðastjórnunarferlið. Kostnaður við gæðastjórnunina er því á hraðri uppleið. Doktorsverk- efnið fjallar um reiknilíkön sem gera örgjörvaframleiðendum kleift að reikna út hagkvæmni fjárfest- inga í rafeindasmásjám. Fyrst var búið til stakrænt hermilíkan af örgjörvaverksmiðju. Í líkaninu var lögð áhersla á að líkja eftir slembihegðun framleiðslufrá- vika. Niðurstöður úr hermilíkaninu voru notaðar til að þróa reiknilíkan sem skilar álíka niðurstöðum en þó mun hraðar. Hraðvirkni og lág skekkjumörk reiknilíkansins gera það kleift að framkvæma á 30 mín- útum hámörkun sem hermilíkanið þyrfti marga daga eða vikur til að framkvæma. Til að gera þetta mögulegt voru þróaðar nálganir fyrir flókin líkindaföll með margar breytistærðir og notast við sér- sniðin biðraðafræðilíkön. Til að besta hið ólínulega reiknilíkan var notast við erfðafræðilegan algó- rytma sem telst til „mjúkra“ reikni- aðferða. Við útreikninga var notast við gögn úr örgjörvaverksmiðjum og sýndu þeir meðal annars ávöxt- un fjárfestinga í rafeindasmásjám, bestu tíðni á sýnatöku og áhrif sýnatöku á ýmsar mælistærðir í framleiðslunni. Seinni hluti verkefn- isins er um svipaðar rannsóknir fyrir byrjunarferli örgjörvafram- leiðslu. Daði Guðmundsson fæddist á Ak- ureyri 19. desember 1970. For- eldrar hans eru Guðmundur Hall- grímsson lyfjafræðingur og Anna Guðrún Hugadóttir námsráðgjafi. Systkini Daða eru Vera líffræð- ingur, Hugi tónskáld og Alma tón- listarmaður. Daði Guðmundsson lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ 1991, BS- gráðu í iðnaðarverkfræði frá Arkansasháskóla í Fayetteville 1995 og MS-gráðu í iðnaðarverkfræði- og aðgerðarannsóknum við Kaliforn- íuháskóla í Berkeley 1997. Frá 1998 til 2000 og samhliða doktorsnáminu frá 2000 til 2004 vann Daði hjá KLA-Tencor í Silicon Valley sem sérfræðingur í bestun framleiðni og tölfræðilegrar gæðastjórnunar í ör- gjörvaframleiðslu. Við þau störf og í tengslum við doktorsnámið fékkst hann við verkefni hjá helstu ör- gjörvaframleiðendum í Ameríku og Asíu. Daði rekur nú ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Sensor Analytics í San Francisco (www.sensoranalytics.com). Doktor í verkfræði Daði Guðmundsson Grímsey | Slökkviliðið á Akureyri hefur það sérverkefni á höndum fyrir Flugmálastjórn að halda námskeið fyrir flugvallarstarfs- menn vítt og breitt um landið. Þeir tóku starfsmenn Grímseyj- arflugvallar á námskeið á dög- unum. Það eru þeir Jóhann Þór Jóns- son og Þorlákur Helgason, slökkvi- liðsmenn á Akureyri, sem fara á milli allra flugvalla sem hafa reglu- legt áætlunarflug, ekki þó Reykja- víkurflugvallar og Keflavíkur- flugvallar. Jóhann Þór og Þorlákur eru með fræðslu um slökkvistarf og slysavarnir. Þeir fara yfir allar aðstæður á flugvöllum, eins og vatn og tækjabúnað. Þeir heim- sækja stærri flugvelli tvisvar sinn- um á ári en þá minni einu sinni. Á 5–6 ára fresti undirbúa þeir ásamt fleirum flugslysaæfingar. Á myndinni eru Jóhann Þór og Þorlákur ásamt starfsmönnum Grímseyjarflugvallar, þeim Brynj- ólfi Árnasyni Ragnhildi Hjaltadótt- ur og Dónald Jóhannessyni. Starfsmenn Grímseyjar- flugvallar á námskeiði Morgunblaðið/Helga Mattína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.