Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 17

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 17 FRÉTTIR  DAÐI Guðmundsson varði dokt- orsritgerð sína á síðasta ári við iðn- aðarverkfræði- og aðgerðarann- sóknadeild Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rit- gerðin nefnist „Inspection and Metrology Cap- acity Allocation in the Full Pro- duction and Ramp Phases of Semiconductor Manufacturing“. Leiðbeinendur voru J. George Shanthikumar og Robert C. Leachman, prófessorar við iðn- aðarverkfræði- og aðgerðarann- sóknadeild Kaliforníuháskóla í Berkeley. Andmælendur voru Ken Goldberg og David A. Hodges, pró- fessorar við rafmagnsverk- fræðideild sama skóla. Verkefnið fjallar um hámörkun á framleiðni í örgjörvaframleiðslu þar sem not- aðar eru öflugar rafeindasmásjár til að safna upplýsingum fyrir töl- fræðilega gæðastjórnun. Framleiðsla á örgjörvum er afar flókin og hvikul. Framleiðsluferlið tekur allajafna fjórar vikur og eru um það bil 350 aðgerðir fram- kvæmdar á hverjum örgjörva. Töl- fræðileg gæðastjórnun er notuð til að tryggja gæði framleiðslunnar. Þar sem breidd leiðara í örgjörvum er nú í kringum 100–300 nanómetr- ar (mannshár er u.þ.b. 100.000 nanómetrar á breidd) þarf öflugar rafeindasmásjár til að safna upplýs- ingum fyrir gæðastjórnunarferlið. Kostnaður við gæðastjórnunina er því á hraðri uppleið. Doktorsverk- efnið fjallar um reiknilíkön sem gera örgjörvaframleiðendum kleift að reikna út hagkvæmni fjárfest- inga í rafeindasmásjám. Fyrst var búið til stakrænt hermilíkan af örgjörvaverksmiðju. Í líkaninu var lögð áhersla á að líkja eftir slembihegðun framleiðslufrá- vika. Niðurstöður úr hermilíkaninu voru notaðar til að þróa reiknilíkan sem skilar álíka niðurstöðum en þó mun hraðar. Hraðvirkni og lág skekkjumörk reiknilíkansins gera það kleift að framkvæma á 30 mín- útum hámörkun sem hermilíkanið þyrfti marga daga eða vikur til að framkvæma. Til að gera þetta mögulegt voru þróaðar nálganir fyrir flókin líkindaföll með margar breytistærðir og notast við sér- sniðin biðraðafræðilíkön. Til að besta hið ólínulega reiknilíkan var notast við erfðafræðilegan algó- rytma sem telst til „mjúkra“ reikni- aðferða. Við útreikninga var notast við gögn úr örgjörvaverksmiðjum og sýndu þeir meðal annars ávöxt- un fjárfestinga í rafeindasmásjám, bestu tíðni á sýnatöku og áhrif sýnatöku á ýmsar mælistærðir í framleiðslunni. Seinni hluti verkefn- isins er um svipaðar rannsóknir fyrir byrjunarferli örgjörvafram- leiðslu. Daði Guðmundsson fæddist á Ak- ureyri 19. desember 1970. For- eldrar hans eru Guðmundur Hall- grímsson lyfjafræðingur og Anna Guðrún Hugadóttir námsráðgjafi. Systkini Daða eru Vera líffræð- ingur, Hugi tónskáld og Alma tón- listarmaður. Daði Guðmundsson lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ 1991, BS- gráðu í iðnaðarverkfræði frá Arkansasháskóla í Fayetteville 1995 og MS-gráðu í iðnaðarverkfræði- og aðgerðarannsóknum við Kaliforn- íuháskóla í Berkeley 1997. Frá 1998 til 2000 og samhliða doktorsnáminu frá 2000 til 2004 vann Daði hjá KLA-Tencor í Silicon Valley sem sérfræðingur í bestun framleiðni og tölfræðilegrar gæðastjórnunar í ör- gjörvaframleiðslu. Við þau störf og í tengslum við doktorsnámið fékkst hann við verkefni hjá helstu ör- gjörvaframleiðendum í Ameríku og Asíu. Daði rekur nú ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Sensor Analytics í San Francisco (www.sensoranalytics.com). Doktor í verkfræði Daði Guðmundsson Grímsey | Slökkviliðið á Akureyri hefur það sérverkefni á höndum fyrir Flugmálastjórn að halda námskeið fyrir flugvallarstarfs- menn vítt og breitt um landið. Þeir tóku starfsmenn Grímseyj- arflugvallar á námskeið á dög- unum. Það eru þeir Jóhann Þór Jóns- son og Þorlákur Helgason, slökkvi- liðsmenn á Akureyri, sem fara á milli allra flugvalla sem hafa reglu- legt áætlunarflug, ekki þó Reykja- víkurflugvallar og Keflavíkur- flugvallar. Jóhann Þór og Þorlákur eru með fræðslu um slökkvistarf og slysavarnir. Þeir fara yfir allar aðstæður á flugvöllum, eins og vatn og tækjabúnað. Þeir heim- sækja stærri flugvelli tvisvar sinn- um á ári en þá minni einu sinni. Á 5–6 ára fresti undirbúa þeir ásamt fleirum flugslysaæfingar. Á myndinni eru Jóhann Þór og Þorlákur ásamt starfsmönnum Grímseyjarflugvallar, þeim Brynj- ólfi Árnasyni Ragnhildi Hjaltadótt- ur og Dónald Jóhannessyni. Starfsmenn Grímseyjar- flugvallar á námskeiði Morgunblaðið/Helga Mattína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.