Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Júlísólin hafðiþerrað öll dagg-artárin af blóm-unum, sem hún náði til, en þau, sem voru í forsælunni flóðu enn í tárum. Jeg horfði á sólargeislann teygja sig æ lengra og lengra inn í skuggann, uns hvert einasta daggartár var þerrað og skuggsæli stað- urinn var orðinn að sólríku blómaheim- kynni. En hvað mannlífið væri bjart og heim- urinn fagur, ef hver einasti maður fyndi það köllun sína að þerra táruga hvarma þeirra, sem lifa skuggamegin í lífinu, á sama hátt, sem sólin þerrar grátskrúð blómanna með sínum hlýja armi, sólargeislanum. Um þetta var jeg að hugsa, þeg- ar einn úr hóp samferðamannanna kallaði með háðslegum rómi: „Sko! Þarna fer karlræfillinn hann …“ Hver? Það var hann, sem heim- urinn hló að, hann, sem strákarnir köstuðu flestum og þyngstum meiðyrðasteinum á, hann sem hvergi átti heima. Um leið og hann sá okkur, beygði hann af leið, auðsjáanlega til þess að verða ekki á vegi okkar. Ef til vill hefur hann haldið, að hann fengi ekki annað en það, sem fjöldinn rjetti oftast að honum: Háð og særandi orð. Það voru hundar með okkur, sem hlupu geltandi að gestinum. Þegar þeir nálguðust hann, hætti einn hundurinn skyndilega að gelta, og hljóp til mannsins með miklum vinalátum. Hann nam staðar, strauk seppa ósköp vel, og hjelt svo ferðinni áfram. En hvað sá jeg þá, sem hinir fjelagarnir sáu ekki? Það, að maðurinn brá hend- inni nokkrum sinnum upp að aug- um sjer, eins og hann væri að þurka eitthvað þaðan, sem heim- urinn mátti ekki sjá. Það hafa lík- lega verið tár, – tár, sem enginn getur þýtt, ef til vill síðasta dögg- in, sem fjell á sálarblómin hans – döggin, sem enginn vinur þerraði. Jeg horfði á eftir honum svo lengi sem jeg gat. Mjer virtist jeg geta lesið ótal margar skammstaf- anir úr lífssögu hans, skráðar á bak honum. – Og löngu eftir að hann var horfinn úr augsýn, sýnd- ist mjer jeg sjá hann sem ímynd útlagans, er hvergi á höfði sínu að að halla, en gengur hvíldvana göt- ur sorgarinnar. – Að baki er end- urminningin, sár og svíðandi, en framundan óttinn fyrir hinu ókomna. – Menn sem málleysingja vill hann flýja og jafnvel sitt eigið líf. Á markaði mannlífsins er pund hans orðið að ógjaldgengri vöru, sem enginn lítur við eða spyr eftir, og sjálfur flýtur hann sem strá með straumi, að feigðarósi. Þetta er maðurinn, sem enginn vildi eiga að vini. Hvers vegna? Að líkindum af því, að hann hefur ekki kunnað að leika yfirborðsvinátt- una. Eða af því að hann hefur ekki átt neitt til að gjalda vináttuna með, nema trygðina, sem enginn leitaði eftir. Ó, þú kaldi og tilfinningalausi heimur! Þetta er ekki eina oln- bogabarnið þitt. Þetta er ekki eini maðurinn, sem þú hefur hrakið út í myrkur misskilningsins, af því hann kunni ekki listina að leika. – Þeir eru í tölu þúsundanna, sem af höndum meðbræðra sinna hefur verið hrundið út í helmyrkrið, ein- mitt er þeir þráðu það heitast að mega rjetta hendina að vini. Og í stað þess, með aðstoð vina, að geta orðið að nytsömum borgurum í þágu þjóðar sinnar, hafa þeir orðið að glerbrotum á haugi mannfje- lagsins. Án efa hefur þessi maður, árla á æfimorgni sínum, staðið með beint bakið og horft eftirvænting- araugum á heiðan vonahimininn hvelfast yfir draumalöndum sín- um. Er lengra leið á daginn, dró ský fyrir sólu. Ef til vill hefur ein- hver kipt að sjer hendinni, sem bú- inn var að rjetta hana fram til vin- áttu, og það svo lagt lífsgleði mannsins banaspjóti. Þá byrjuðu útlegðarárin. Og frá þeim tíma gekk hann aleinn, af öllum yfirgef- inn. Bróðurkærleikurinn lýsti sjer helst í því, að náunginn heiðraði hann með nafninu: „Karlræfill- inn.“ Nú er hann horfinn, dáinn, – gleymdur. – En í anda lítum við hann að síðustu á grafarbarm- inum: Hann styðst fram á staf sinn og lítur aftur. Með augunum leitar hann að einhverju sjerstöku og loks er það fundið: Þú, hver sem þú ert, sem hefur brugðist orðum þínum og kipt að þjer hendinni, eftir að hafa rjett hana fram og vottað með henni vináttu, hann horfir á þig! Geturðu staðist dæm- andi augnaráð hins deyjandi manns? Geturðu, án þess að vikna, horft í föla glampann í augum hans, sem nú er að kulna út? Glampinn er endurskin þeirrar hugsunar, hvað líf hans hefði getað orðið bjart og hlýtt, ef hann aðeins hefði átt einn einasta vin til að styðjast við. – Þegar hann hefur fest þessa mynd í huga sínum, deyr glampinn úr augunum og með rólegu brosi sofnar hann sinn hinsta blund. – En maður sagði manni: „Karlræfillinn er dáinn.“ Hann var jarðaður. – Enginn lagði blóm á leiðið. Enginn fórnaði einu tári. – En ef einhverjum þætti það ómaksins vert að líta á leiðið, sem vökvaðist engum vinatárum, mundi hann sjá, að móðurjörðin hefur lagt fagra líkblæju yfir barn- ið sitt, því að árlega grær gröfin yndisfögrum blómum, sem gráta í næturkyrrðinni yfir manninum, sem grjet, en enginn huggaði, manninum, sem dó í útlegð mitt á meðal meðbræðra sinna, mann- inum, sem á gröf sína meðal þús- und gleymdra grafa. Tárin Morgunblaðið/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í ritinu Hlín er að finna sögu eftir Ásmund Eiríksson, og birtist hún þar árið 1927. Yrkisefnið er gamalkunn- ugt og þekkist á alheimsvísu. Sigurður Ægisson birtir umrætt verk hér í dag, enda er þetta líka raunveruleiki íslensks nútíma. HUGVEKJA ✝ Margrét Her-mannsdóttir fæddist á Bíldudal 30. september 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Pálsdóttir, f. 17.10. 1895, d. 18.12. 1966, og Bjarni Hermann Friðriksson, f. 6.11. 1885, d. 11.2. 1944. Systur Margrétar voru: Guðrún, f. 5.12. 1912, d. 25.11. 1981, gift Skarphéðni Gíslasyni, f. 12.2. 1906, d. 3.8. 1987, og Ágústa, f. 6.12. 1916, d. 13.8. 1967, gift Gísla Friðriks- syni, f. 2.9. 1916, d. 12.1. 1974. Margrét giftist 1950 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Jóni Hannessyni, rafvirkjameistara, f. 19. september 1921. Sonur þeirra er Björn Jónsson, hæstaréttarlög- maður, f. 13. júní 1950, kvæntur Hallfríði Kristins- dóttur, fjármála- stj., f. 27. júní 1950. Börn þeirra eru 1) Hlynur Þór, verk- fræðingur, f. 17. apríl 1978, kvæntur Jennýju Björk Þor- steinsdóttur, nema í líffræði, f. 6.6. 1978. 2) Kristín Birna, nemi í sál- fræði, f. 30. mars 1981, sambýlis- maður hennar er Ingi Björn Jónsson, nemi í hagfræði, f. 27. júní 1980. 3) Margrét Ásdís, grunnskólanemi, f. 23. nóvember 1993. Útför Margrétar fór fram í kyrrþey 21. apríl. Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt okkur. Margrét eða Maddý eins og hún var kölluð og Jón mað- ur hennar voru fædd á Bíldudal og bjuggu þar fyrri hluta ævi sinnar. Þar fæddist einkasonur þeirra Björn. Móðir Maddýar, Sigríður, bjó hjá þeim til dauðadags. Þau fluttu búferlum til Reykja- víkur árið 1974. Það var mikil breyting fyrir þau að flytja úr ró- legheitunum á Bíldudal í ysinn í höfuðborginni. Ég kom inn í líf þeirra ári seinna er við Björn sonur þeirra hófum búskap og síðan komu börnin okkar þrjú og seinna tengdabörn. Það hlýtur að hafa ver- ið heilmikil breyting, þegar fjöl- skyldan hafði stækkað um helming og litlir ærslabelgir voru orðnir tíð- ir gestir og stór hluti af tilveru þeirra Jóns. Börnin okkar hafa svo sannarlega notið þess að eiga ömmu sem alltaf hafði tíma til að sinna þeim og fannst allt skemmti- legt sem þau sögðu og gerðu. Hún var afar umburðarlynd við mig, einu tengdadótturina eins og hún sagði, hún reyndi ekkert að segja mér til, en lét verkin tala og hjálp- aði okkur mikið bæði með börnin og heimilishaldið. Maddý var einstaklega elskuleg kona, hógvær og hlédræg og öllum góð. Hún hafði glöggt auga fyrir húmor og glettni og kom oft auga á skoplegu hliðina á hlutunum. Hún las mikið og hafði mikinn áhuga á ættfræði og sagði okkur oft skemmtilegar sögur úr bókunum sem hún var að lesa. Maddý var oft lasin síðustu árin, en alltaf tilbúin að fagna okkur og gleðjast með okkur. Kærar þakkir, Maddý mín, fyrir öll elskulegheitin í minn garð alla tíð. Farðu í guðs friði. Þín tengdadóttir, Halla. Á fallegum og sólríkum degi í apríl yfirgaf elskuleg amma mín þennan heim. Sorgin í hjarta mínu er mikil en í staðinn hef ég allar fal- legu minningarnar um góða og elskulega konu sem átti mikinn þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Elsku amma mín, þú varst svo yndisleg og falleg kona að innan sem utan. Hlýjan sem þú gafst frá þér var alveg einstök og fundu allir fyrir henni sem á vegi þínum urðu. Það hefur alla tíð verið svo gaman að heimsækja ykkur afa, ekki vant- aði sögurnar og sprellið. Það var margt sem við brölluðum saman á Flyðrugrandanum. Alltaf tókst mér að fá þig með mér í bókabúðina til að kaupa dúkkulísur og svo sastu með mér á gólfinu klukkustundum saman og lékst með mér. Þú hafðir orð á því þegar ég heimsótti þig á spítalann að ég væri nú lík þér, við værum báðar mikið fyrir að punta okkur og gera okkur fínar. Já, þar hafðirðu sko rétt fyrir þér, ég var ekki orðin gömul þegar ég fór að draga þig með mér í snyrtileiki og fékk að punta þig eins og mig lysti. Þvílíkt safn af máln- ingardóti sem þú áttir og þú kennd- ir mér hvernig maður átti að vara- lita og naglalakka sig og svo fékk ég að æfa mig að setja á þig augn- skugga og hvað annað sem þú áttir til. Þetta þótti mér algjör paradís og ég er ekki frá því að þér hafi nú líka fundist þetta hið mesta sprell. Oft sátum við saman úti á svölum að sóla okkur og spjölluðum um heima og geima. Mér þótti svo gaman þegar þið afi og pabbi sögð- uð okkur sögur frá Bíldudal og í mínum huga var Bíldudalur stað- urinn þar sem ævintýrin gerðust. Elsku amma mín, þú varst með svo stórt hjarta og hugsaðir svo vel um okkur. Í hvert sinn sem við komum til þín þá töfraðir þú fram hverjar kræsingarnar á fætur ann- arri og sást til þess að við færum vel södd heim. Alltaf fannst þér svo spennandi það sem við vorum að gera og leyndir því ekki hversu stolt þú varst af okkur. Þið afi tók- uð honum Inga mínum svo vel og opnuðuð arma ykkar fyrir honum. Þú vissir alveg frá byrjun að hann væri sá eini rétti. Það er mér svo mikils virði að þú vissir að við Ingi vorum að fara að trúlofa okkur og við náðum því áður en þú kvaddir. Ég hafði alltaf hugsað um að þú yrðir viðstödd brúðkaupið mitt og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með öllu saman og verður til staðar í hugum okkar. Ég náði líka að segja þér litla leyndarmálið okkar og þú brostir allan hringinn við þær fréttir, ég er svo ánægð með hvað þetta gladdi þig mikið. Mér þótti svo vænt um þig og söknuðurinn er mikill. Stærstur er þó söknuðurinn hjá elsku afa mín- um. Þið voruð alltaf svo samrýnd og ekki fór fram hjá neinum að þið voruð ennþá svo ástfangin eftir öll árin ykkar saman. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af honum afa, hann er búinn að standa sig eins og hetja. Elsku amma mín, það er svo margt sem mig langar að þakka þér fyrir. Þú varst mér svo góð og kenndir mér svo mikið. Takk, elsku amma mín, fyrir að vera alltaf til staðar allt mitt líf. Þú varst ynd- isleg kona. Hvíldu nú í friði og sofðu vært. Þín elskandi, Kristín Birna. Hún Maddý amma mín er dáin og langar mig að minnast hennar í fáum orðum. Alla tíð hefur mér þótt þú svo glaðleg og ánægð með að fá mig í heimsókn. Jafnvel á síðustu metrunum var glatt yfir þér og ég veit að þú varst tilbúin til að kveðja þennan heim. Alltaf man ég eftir ánægjulegum stundum með ykkur afa þegar ég var lítill. Ein af mín- um fyrstu minningum um þig, amma mín, er þegar við fórum í göngutúra með afa í fjörunni við Gróttu. Þar tíndum við fallegar skeljar og steina, sem þú svo geymdir fyrir mig. Það var gaman að koma í heimsókn til ykkar á Flyðrugrandann, þar sem beið manns hlýlegt bros, heitur matur í hádeginu, ís og ógrynni af sætind- um. Við spiluðum mikið saman, þegar ég var í heimsókn hjá ykkur, og ég held að þú hafir leyft mér að vinna í öll skiptin. Þegar ég var orðinn stálpaður og kominn í Háskólann var gott að kíkja til ykkar í hádeginu og varstu þá iðulega tilbúin með eitthvað gott að borða og búin að baka. Ég á allt- af eftir að muna eftir ástúð þinni og umhyggju og brosinu sem mætti mér þegar ég kom til ykkar afa. Hlynur Þór Björnsson. Elsku amma. Takk fyrir það hvað þú varst alltaf góð við mig. Ég man þegar að við vorum saman inni í herberginu þínu og þú varst að sýna mér gamla dótið þitt, mér fannst það svo fallegt. Svo fékk ég líka að leika mér með það eins og ég vildi. Elsku amma það er svo stutt síð- an að þú varst heima að tala við mig, ég sakna þín rosalega mikið. Elsku amma, ég ætla að vera dug- leg að heimsækja afa. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Margrét Ásdís. MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR      Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.