Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 28

Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 28
28 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Samrunaferli Háskólans íReykjavík og Tæknihá-skólans er langt komið, aðsögn Guðfinnu Bjarnadótt-ur, rektors HR. Liður í því er að gengið hefur verið frá leigu á Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1, sem er 4.700 fermetrar að stærð. Þar verður hluti af starfsemi HR þar til háskólinn flytur í nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni haustið 2009. Húsnæð- ið verður afhent í júlí, þegar Morg- unblaðið flytur ritstjórnarskrifstofur sínar og starfsemi blaðsins að Há- degismóum 2. Samrunaferlið tvískipt Fyrir tilstuðlan Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra sameinaðist Háskólinn í Reykjavík Tækniháskóla Íslands í júlí 2005, en Þorgerður Katrín lagði fram fyrstu tillögur þess efnis sum- arið 2004. „Við tvískiptum samruna- ferlinu,“ segir Guðfinna. „Annars vegar gengum við hratt og örugglega í að sameina kerfislega og tæknilega verkferla. Hins vegar vorum við meðvituð um að mannlegi þátturinn þyrfti lengri tíma og á því ríkir fullur skilningur. En það hefur komið skemmtilega á óvart hversu jákvæðir allir eru sem komið hafa að samrunanferlinu, jafnt stúdenta- félögin, kennarar, starfsmenn og þeir sem leiða starfsemina. Enda ekki til- gangur samrunans að fækka starfs- mönnum heldur að virkja samtaka- máttinn og búa til öflugri háskóla. Við gerðum okkur raunhæfar vænt- ingar um hvernig til myndi takast, erum á áætlun og í raun framar væntingum. Stúdentafélögin samein- uðust til dæmis snemma í samruna- ferlinu og stuðningur nemenda hefur verið öflugur.“ Guðfinna segir að nú sé að tala um einn háskóla, margfalt öflugri en samanlögð starfsemi þeirra tveggja háskóla sem fyrir voru. Mikilvægt skref í þá átt hafi verið að bæta að- stöðu nemenda í stækkandi háskóla með nýju húsnæði. „Í byrjun hvers árs hitti ég alla stúdentahópa og grennslast fyrir um hvort nemendur hlakki til að mæta í skólann og hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að þeir leggi sig fram. Í vetur var áberandi að nemendum fannst aukin þrengsli. Það voru því stúdentar sem höfðu frumkvæði að því að við fórum að líta í kringum okkur eftir húsnæði.“ Það varð úr að HR tók Morgun- blaðshúsið á leigu. „Með því stækkar húsnæðið úr 19 þúsund fermetrum í 22 þúsund fermetra. Við höfum leigt gamla prentsmiðjuhús Morgunblaðs- ins frá því í haust og þetta var því eðlilegt skref, auk þess sem það er með ólíkindum að skólinn skuli hafa fengið húsnæði nánast við hliðina ástarfsstöðinni í Ofanleiti.“ – Hvernig verður húsnæðið nýtt? „Í prentsmiðjuhúsinu er aðallega lestraraðstaða og hópvinnuherbergi fyrir stúdenta, auk þess sem stúd- entafélagið er þar með aðstöðu. Verkfræðin mun flytja úr Húsi versl- unarinnar í Morgunblaðshúsið og sömuleiðis tölvunarfræðin, sem hef- ur verið í Ofanleitinu. Á fyrstu hæð verða skólastofur og aðstaða fyrir nemendur þessara námsbrauta. Á annarri hæð verður vinnuaðstaða fyrir starfsmenn, nemendur og meistaranema, auk rannsóknarstofn- ana. Þær rannsóknarstofnanir sem þar verða eru gervigreindarsetur í tölvunarfræði, gagnasetur, netsetur, fræðilegt tölvunarfræðisetur, tungu- tæknisetur og orkurannsóknarsetur. Ég tek fram að allt húsnæðið hentar mjög vel fyrir þessa starfsemi og ekki þarf að kosta miklu í breyting- ar.“ – Hvað um aðrar hæðir? „Nýsköpunarmiðstöð HR verður á þriðju og fjórðu hæð, en hún tekur til starfa um áramótin. Þar verður starfseminni skipt upp í nokkra þætti, m.a. frumkvöðlamiðstöð, frumgerðarsmíðaverkstæði, vísinda- verkstæði og aðstöðu fyrir sprotafyr- irtæki og rannsóknar- og þróunar- starf hjá nýjum og starfandi fyrirtækjum. Þar er horft til einstak- linga og fyrirtækja sem vilja sam- nýta aðstöðuna, hafa gagn af tækja- búnaðinum og virkja hugvit kennara og nemenda. Með því viljum við hjálpa til við að koma hugmyndum og rannsóknum á framkvæmdastig og stuðla að uppbyggingu íslensks at- vinnulífs. Nýsköpunarmiðstöðin hef- ur starfsemi sína á þessum stað en verður svo í sjálfstæðri byggingu eða álmu í Vatnsmýrinni. Á efstu hæð, þar sem nú er mötuneyti Morgun- blaðsins, hef ég síðan séð fyrir mér setustofu fyrir stúdenta og starfs- menn, veitingarekstur og fundarað- stöðu í þægilegu umhverfi.“ – Liggur fjármögnun á Nýsköpun- armiðstöðinni fyrir? „Núna er hún á hugmyndastigi. Ég vil að við náum góðu samstarfi við fyrirtæki sem hafa af því hag að nýta aðstöðuna en einnig fyrirtæki sem vilja styðja við nýsköpun í atvinnulíf- inu. Allt er þetta í fullum undirbún- ingi, en Nýsköpunarmiðstöðin tekur ekki til starfa fyrr en um áramót.“ Verðlaunatillaga kynnt í júní – Verða fleiri breytingar á hús- næði HR? „Um leið og við flytjum verkfræð- ina í hús Morgunblaðsins segjum við skilið við aðstöðuna sem deildin hafði í Húsi verslunarinnar. Í Ofanleiti verður meira rúm fyrir viðskipta- og lagadeildina, auk kennslufræðinnar og lýðheilsudeildarinnar. Við verðum aðeins á þremur starfsstöðvum í Reykjavík, á Höfðabakka, í Ofanleiti og í Kringlunni, en auk þess hjá Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Þannig verður þetta þar til við flytj- um í Vatnsmýrina.“ – Er undirbúningur að byggingu nýs húsnæðis í Vatnsmýri langt kom- inn? „Við fáum tillögur í hugmynda- samkeppni frá fimm útvöldum hóp- um arkitekta 9. maí næstkomandi, en þessir hópar eiga það allir sammerkt að vera fjölskipaðir með innlendum og erlendum arkitektum, skipulags- fræðingum og háskólasérfræðingum. Þá tekur við starf dómnefndar, sem fær tæplega mánuð til að skila af sér niðurstöðu. Við munum kynna verð- launatillöguna og efna til sýningar í framhaldi af því á öllum tillögunum. Húsnæðið sem á að rísa verður um 32 þúsund fermetrar og lögðum við mjög sterkar hugmyndafræðilegar línur fyrir hópana. Í fyrsta lagi að byggingin verði stúdentamiðuð, öll flæði- og verkferli miði að því að þeir geti fengið þjónustu og nýtt aðstöðu á sem eðlilegastan máta. Í öðru lagi að ekki séu neinir þröskuldar sem hindri samstarf deilda og samþætt- ingu náms og rannsókna. Og í þriðja lagi að búið verði til skapandi og sveigjanlegt þekkingarumhverfi, sem kallar á að fólk vinni saman.“ Enginn mælikvarði einhlítur – Framtíðarhorfur íslenskra há- skóla hafa verið nokkuð til umræðu upp á síðkastið – hvaða skoðun hefur þú á því. „Þegar talað er um að komast í hóp hundrað bestu háskóla í heiminum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir við hvað er miðað og að hverju er stefnt. Mörgum mælikvörðum er Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskólinn í Reykjavík hefur tekið Morgunblaðshúsið á leigu og verður verkfræðin og tölvunarfræðin þar til húsa, rannsóknarstofnanir og fleira, auk þess sem stofnuð verður Nýsköpunarmiðstöð. Allir útskrifaðir nemendur geti stofnað fyrirtæki Háskólinn í Reykjavík hefur nífaldast að stærð á síðustu átta árum, meðal annars með samruna við Tækniháskóla Íslands. Pétur Blöndal ræðir við Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor HR, um leigu háskólans á Morgunblaðshúsinu, framtíðarmarkmið og Nýsköpunarmiðstöð sem tekur til starfa um áramót. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.