Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEDUR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- ./ '0 '1 '2 '2 '/ '1 '( '( 3 4! 3 4! 5 4! 3 4! ) % 4! 4! 4!     )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! 0 ! 6- 6- 60 61 '/ 6( 6( '' '6 6( '6 4! 4! 3 4! 4! 4! 4! 4! 4! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 6' 6' 6' 60 62 7 ( ( 66 6( 6( 4! 4! 5 3 4! 4! 4! 4! 4! 4! 4! 3 4! 9 :                     #   9 #  !* )        !  ;2   ; #  ;2   ; #  ;2   !   89    :< 9 =          !!  > 9!  > $ 2  >    7  *     : ;      !         /   < * :=  .>(8 4!   5     : 5  %   *   6/ 61  "3(4? ?;4@"AB" C./B;4@"AB" ,4D0C*.B" 66- .'1 001 /:0 /:2 /:' 7'6 -'/ 6'/6 2./ 6.'1 60'- 672' 6/.7 6-.6 '6'6 6122 02- 02. 0'1 060 '6/- '6'. '6/7 '/26''01 .:7 ':/ 6:' ':/ /:2 /:2 /:. /:2 2:/ ':' ':6 /:0            E! Stjórnarandstaðan á tveggjakosta völ, þegar forystumenn hennar horfa fram til næstu þing- kosninga. Annar kosturinn er sá, að hver þeirra um sig geri hosur sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum og leiti eftir samstarfi við hann um ríkisstjórn að kosningum lokn- um.     Hinn að gangatil kosninga með það yf- irlýsta markmið að mynda vinstri stjórn.     Augljóst er aðsumir Sam- fylkingarmenn eru að horfa til fyrri kostsins, þ.e. samstarfs við Sjálfstæð- isflokk. Áhrifa- menn hjá Vinstri grænum hugsa á svipaðan veg.     Það er hinsvegar ákveð- ið vandamál fyr- ir stjórnarandstöðuflokkana að ganga til kosninga með þá yfirlýs- ingu, að þeir vilji mynda vinstri stjórn. Mesta hættan fyrir þá er sú, að hinn almenni kjósandi mundi óttast vinstri stjórn. Fólk hefur aldrei haft það jafngott og nú og hefði tæpast áhuga á að taka mikla áhættu varðandi nýja ríkisstjórn.     En jafnframt er ljóst að djúp-stæður skoðanaágreiningur Samfylkingar og Vinstri grænna vegna Evrópusambandsins mundi gera þessum tveimur flokkum erf- itt fyrir um að ná samstöðu um að bjóða kjósendum upp á valkost til vinstri.     Stjórnarandstöðuflokkarnir hafaborið Framsóknarflokkinn þungum sökum vegna samstarfs hans við Sjálfstæðisflokk. Er það trúverðug stefna fyrir þá, að vilja koma í hans stað? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Tveggja kosta völ Steingrímur Sigfússon Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is RÚMIR tveir áratugir hafa liðið síð- an Judi Chamberlin kom hingað til lands síðast til að tala fyrir því að gerðar yrðu grundvallarbreytingar í meðhöndlun geðsjúkra. Eftir að hafa flutt erindi á ráðstefnu Hugarafls um geðheilbrigðismál í gær sagði hún að nú virðist sú grundvallar- breyting hafa orðið á áheyrendunum að fólk sé reiðubúið að hlusta. Sjálf greindist Chamberlin með geðklofa ung að árum og segir að reynsla sín af bandaríska heilbrigð- iskerfinu hafi haft gríðarleg áhrif og þá strax hafi hún ákveðið að þessu kerfi ætlaði hún að breyta. „Upplifun mín af heilbrigðiskerf- inu var hræðileg. Ég missti alla stjórn á eigin lífi, allt mitt sjálfstæði og allan þann rétt sem ég átti að hafa. Mér fannst þetta algerlega rangt. Á þeim tímapunkti ákvað ég að ég ætlaði að gera eitthvað til að breyta þessu.“ Grunnurinn í þeirri hugmynda- fræði sem Chamberlin hefur barist fyrir í rúma þrjá áratugi er að sjúk- lingar sem greinast með geðsjúk- dóma geti náð fullum bata ef þeir taka sjálfir ábyrgð á eigin heilsu, í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Einstaklingurinn á að velja sjálfur hvaða úrræði henta, í stað þess að heilbrigðisstarfsmenn segi honum hvað hann þurfi að gera. „Aukin áhersla á bata hefur haft mikil áhrif. Fólk verður að skilja hvað bati er, að fólk með geðsjúk- dóma geti breyst. Það getur komist aftur inn í venjulegt líf, farið í skól- ann, farið í vinnuna, verið með fjöl- skyldum og svo framvegis,“ segir Chamberlin. „Bati er ekki eitthvað sem bara gerist. Ef maður fótbrotn- ar þarf maður bara að sitja og bíða eftir því að beinið grói. Vissulega er jákvætt hugarfar mikilvægt, en þetta er líffræðilegt ferli. Bati geð- sjúks fólks er tilfinningalegt ferli, og snýst í grunninn um að breyta áliti viðkomandi manneskju á því hvað sé mögulegt. Ég hef unnið með fólki sem hefur verið svo lengi fast í heil- brigðiskerfinu að það segir mér hver sjúkdómsgreining þess er áður en það segir mér hvað það heitir. Fólkið fer að hugsa um sjálft sig út frá sjúk- dóminum, og segir „ég er geðklofi“ eða „ég er geðhvarfasjúkur“. Það kemur að því að þetta verður þeirra sjálfsmynd.“ Stærsta ljónið í veginum fyrir breyttum aðferðum í meðhöndlun geðsjúklinga hefur verið sú afar nei- kvæða ímynd sem geðsjúkir hafa haft meðal almennings. Fordómar standa í vegi „Fordómar fólks eru meðal ann- ars þeir að geðsjúkir séu ofbeldis- fullir, hættulegir og ófærir um að stjórna eigin lífi,“ segir Chamberlin. Heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki alltaf tekið hugmyndum Chamberlin og skoðanasystkina hennar fagn- andi. „Það sem hefur verið mest um- deilt er sú hugmynd að fólk geti ákveðið hvað það vill og hvað það vill ekki þrátt fyrir að vera í andlegu uppnámi. Geðheilbrigðiskerfið bygg- ist upp á valdbeitingu, það er hægt að neyða fólk til að leggjast inn á spítala eða taka lyf. Mörgu starfs- fólki í geðheilbrigðisþjónustu finnst þessi möguleiki á valdbeitingu alger- lega nauðsynlegur. Við erum ekki sammála því.“ Kerfi sem eiga að hjálpa sjúkling- um með því að taka af þeim völdin geta aldrei orðið til þess að þeir nái bata, segir Chamberlin. „Hvernig getur maður treyst fólki til að hjálpa sér, vitandi að þetta fólk getur svipt þig frelsi hvenær sem er?“ Geðsjúkir geta náð bata Morgunblaðið/Eyþór Ábyrgð Judi Chamberlin telur að geðsjúkir geti tekið ábyrgð á eigin bata í stað þess að gefa sig kerfinu á vald. EKKI skortir á vilja hjá íslenskum stjórnvöldum til að bæta þjónustu við geðsjúka, þó því sé ekki að neita að úrræði mættu vera fleiri og víð- sýnin mætti e.t.v. vera meiri, sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigð- isráðherra, þegar hún setti ráð- stefnu Hugarafls um geðsjúkdóma á Hótel Sögu í gær. Ráðherra fagnaði vilja Hugarafls til að stuðla að innleiðingu nýrra hugmynda sem bætt geti þjónustu heilbrigðiskerfisins við geðsjúka. „Fordómar gagnvart geðsjúkum hafa verið og eru enn raunverulegt vandamál. Sem betur fer hefur okk- ur þó orðið mikið ágengt í barátt- unni gegn fordómum á liðnum ár- um, enda hafa margir tekið höndum saman í þeirri baráttu, jafnt stjórnvöld, fagfólk, notendur geðheilbrigðisþjónustu og aðstand- endur þeirra,“ sagði Siv. „Skert lífsgæði af völdum geð- sjúkdóma, lamað starfsþrek og fé- lagsleg einangrun eru raunveru- leiki sem nauðsynlegt er að horfast í augu við. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur á síðustu árum stóraukið framlög til verk- efna á sviði geðheilbrigðisþjónustu og ný úrræði hafa litið dagsins ljós. Vonandi eigum við eftir að fjölga úrræðum frekar. Ég er sannfærð um það að fjölbreytni sé af hinu góða og deili þeirri skoðun með Hugarafli og eflaust mörgum öðr- um að í meðferð sé nauðsynlegt að mæta hverjum og einum sem mest á forsendum hans sjálfs,“ sagði Siv. „Aðkoma notenda að stefnumót- un og þróun þjónustu er vaxandi krafa á öllum sviðum heilbrigð- isþjónustu. Mér finnst þessi krafa eðlileg og skiljanleg og tel að henni eigi að mæta.“ Morgunblaðið/Eyþór Siv Friðleifsdóttir og Berglind Nanna Ólínudóttir. Úrræði mættu vera fleiri »Judi Chamberlin greindist sjálfmeð geðklofasjúkdóm árið 1966, aðeins 21 árs gömul. »Chamberlin komst í sambandvið hópa fólks sem deildi skoð- un hennar um að geðsjúkdómar væru meðhöndlaðar á algerlega rangan hátt, og árið 1977 gaf hún út bók um nýja sýn á bata geð- sjúkra. »Allar götur síðan hefur húnstarfað að geðheilbrigð- ismálum. Í dag starfar hún m.a. við miðstöð fyrir endurhæfingu geð- sjúkra við Háskólann í Boston og er einnig starfsmaður National Empo- werment Center í Bandaríkjunum. Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.