Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Agnar Þórð-arson fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1917. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 12. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þórður Sveinsson, prófess- or og yfirlæknir á Kleppi, f. á Geit- hömrum í Svínadal 20.12. 1874, d. 21.11. 1946, og Ell- en Sveinsson, f. Kaaber, húsmóðir, f. í Kaup- mannahöfn 9.9. 1888, d. 24.12. 1974. Systkini Agnars eru: Hörð- ur, lögfræðingur og sparisjóðs- stjóri, f. 11.12. 1909, d. 6.12. 1975, Úlfar, augnlæknir, f. 2.8. 1911, d. 28.2. 2002, Sveinn, eðl- isfræðingur og fyrrv. skólameist- ari, f. 10.1. 1913, Nína, húsmóðir, f. 27.1. 1915, d. 25.7. 2004, Gunn- laugur, lögfræðingur, f. 14.4. 1919, d. 20.5. 1998, og Sverrir, blaðamaður, f. 29.3. 1922. Eiginkona Agnars er Hildi- gunnur Hjálmarsdóttir, f. 20.3. 1920. Foreldrar hennar voru Hjálmar Sigurðsson kaupmaður og útgerðarmaður, f. 6.6. 1869, d. 11.12. 1919, og Soffía Emelía Gunnarsdóttir, f. 2.7. 1893, d. 9.1. 1989. Synir þeirra Agnars undasjóði Ríkisútvarpsins 1963 og námsstyrki frá Fulbright og British Council. Að auki var honum boðið til Sovétríkjanna 1956 og 1970. Agnar var afkastamikið leik- ritaskáld, bæði fyrir svið og út- varp og sjónvarp. Meðal sviðs- verka hans má nefna Þeir koma í haust, Kjarnorka og kvenhylli, Gauksklukkan, Spretthlaup- arinn, Sannleikur í gifsi og Lausnargjaldið, auk einþáttung- anna Kona og Sandur. Fjögur leikrit voru sýnd í sjónvarpi: Baráttusætið, 65. grein lög- reglusamþykktar, Með lof og prís og Sesselía. Á árunum 1953–1988 voru flutt 19 út- varpsleikrit eftir Agnar, auk framhaldsleikritanna Víxlar með afföllum, Ekið fyrir stap- ann og Hæstráðandi til sjós og lands. Þá skrifaði Agnar skáld- sögurnar Haninn galar tvisvar, Ef sverð þitt er stutt, Hjartað í borði, Kallaður heim og Stefnu- mótið, auk smásagnasafnsins Sáð í Sandinn, ferðabókarinnar Kallað í Kremlarmúr og end- urminningabókanna Í vagni tímans og Í leiftri daganna, sem og kafla í bókina Faðir minn læknirinn. Nokkur leikrita hans voru einnig gefin út á bók. Verk eftir Agnar hafa verið þýdd og gefin út á ensku og pólsku. Útför Agnars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. og Hildigunnar eru: a) Uggi Þórður, lyf- og hjartasjúkdóma- læknir, f. 19.11. 1949, kvæntur Mar- gréti Guðnadóttur. Börn þeirra eru Ís- old, Úlfur og Embla. b) Úlfur, barnalækn- ir, f. 2.2. 1952, kvæntur Ástu Gunn- laugu Briem. Börn þeirra eru Darri, Gunnlaugur, Hildi- gunnur og Agnar Þórður. c) Sveinn, hagfræðingur og sagnfræðingur, f. 22.12. 1958, kvæntur Gunnhildi Björnsdóttur. Agnar ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1937 og cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1945. Hann sótti sumarnámskeið fyrir erlenda stúdenta við Oxford-háskóla og framhaldsnám í bókmenntum við Oxford- og Yale-háskóla og flutti fyrirlestra víða um Bandaríkin. Agnar var bókavörður við Landsbókasafnið 1946–1947 og 1953–1987. Hann starfaði við BBC í Reykjavík 1941–1943 og við BBC og Ministry of Inform- ation í London 1942 og kenndi útlendingum íslensku við ýmis erlend sendiráð í Reykjavík. Agnar hlaut úthlutun úr Rithöf- Það eru liðin 34 ár frá því að Agn- ar tengdafaðir minn bauð mig vel- komna í fjölskylduna. Frá þeirri stundu vorum við Agn- ar vinir og aldrei bar skugga á þann vinskap. Mér fannst Agnar umfram allt skemmtilegur maður, fordóma- laus og frjálslyndur. Brennandi áhugi hans á mönnum og málefnum líðandi stundar entist honum fram í andlát. Hann var óvenju hávaxinn, fallega bersköll- óttur og bar sig vel. Mér fannst hann alltaf flottur. Hann setti svip á bæinn. Var einn af karakterum mið- bæjar Reykjavíkur. Hann bjó með fjölskyldu sinni í Suðurgötu, hitti bóhema og skáld í morgunkaffi á Skálanum þar sem leitað var svara við lífsgátunni, áður en hann hélt til starfa sinna dag hvern á Landsbókasafninu. Milli staða gekk hann, alltaf óháður bíl. Á sjö ára tímabili okkar fjölskyld- unnar erlendis á níunda áratugnum, kom Agnar tengdafaðir minn marg- sinnis í heimsókn og dvaldist þá oft lengi. Hann var alla tíð duglegur að ferðast og þá oftast einn síns liðs. Veðrið skipti hann þá höfuð máli, sagðist hafa séð nægju sína af söfn- um og höllum, og ekki var búðar- rápið að tefja hann. Veðrið, áhugavert fólk og það að „komast í gang“ var það sem skipti hann öllu máli í ferðum hans. Með orðunum „að komast í gang“ átti hann að sjálfsögðu við ritstörfin, því í ferðalögum sínum um heiminn var Agnar ætíð með ramma að ritverki, ferðasögu, leikriti eða endurgerð eldri verka. Við höfðum góðan skiln- ing á hvors annars sköpunarþörf og fundum fyrir þeirri miklu vellíðan þegar við „komumst í gang“. Skemmtilegt minningarbrot af því þegar Agnar heimsótti okkur, sem oftar, til Bandaríkjanna. Það er júl- ímánuður, við tvö nýbúin að fá okk- ur hádegissnarl, Agnar einmitt „kominn í gang“ og líður vel. Agnar sóldýrkandinn situr úti í garði í 35 stiga hita, ber að ofan, við lítið borð sem við höfðum komið fyrir í miðjum garðinum (því ekki kærði hann sig um skuggann) með gamla ritvél fyrir framan sig, og vinnur við ritsmíðar. Þetta var auðvitað fyrir tíma tölvunnar. Nágrönnunum þótti þetta sjálfsagt kúnstugt háttalag í hitastigi sem Bandaríkjamenn reyna fyrir alla muni að forðast með því að halda sig innandyra í loft- kældum húsakynnum. En Agnari þótti sólin aldrei of skær. Um nágrennið barst ómurinn frá ritvélinni. Notalegt pikkið. Agnars hinsta ferð út fyrir bæinn var dagsferð í sumarbústað okkar í Skorradal fyrir rétt mánuði. Þrátt fyrir þróttleysi naut hann dagsins í faðmi fjölskyldunnar, og sólin skein. Með sárum söknuði en jafnframt þakklæti kveð ég tengdaföður minn í dag. Þakklát fyrir langa samveru og góðar stundir. Margrét Guðnadóttir. Lífsgleði, lífsþróttur og ótrúlegur lífsvilji einkenndu tengdaföður minn, Agnar Þórðarson, sem ég kveð nú hinstu kveðju. Engan þekki ég sem hafði eins mikinn áhuga á lífinu og mannlegu eðli og kunni hann bæði að njóta lífsins og fjalla um það í ræðu og riti. Agnar ólst upp á fjölmennu menningarheimili á Kleppi hjá danskri móður og húnvetnskum bóndasyninum og yfirlækninum, föður sínum, innan um litríka ein- staklinga, systkini sín sem og sjúk- lingana. Strax í barnæsku sá hann fjölbreytileika mannlífsins og á Kleppi urðu til margar skemmtileg- ar frásagnir – sannar og örlítið ýkt- ar sem við höfum skemmt okkur við að hlusta á og lesa um. Agnar naut þess að ferðast – helst í sólina, sitja á kaffihúsum og leggja drög að nýjum frásögnum. Hann vildi fara ótroðnar slóðir og forðaðist frekar hefðbundna ferða- mannastaði. Hann var svo lánsamur að eignast lífsförunaut sem studdi hann og hvatti og taldi Hildigunnur, kona hans, ekki eftir sér að sjá um heimili og synina þrjá þegar Agnari gáfust tækifæri til dvalar erlendis, sem styrkþegi eða á öðrum forsend- um svo sem við fyrirlestrahald. Tengdapabbi var mjög fjölhæfur, óútreiknanlegur og óendanlega skemmtilegur maður. Mikill mann- vinur og pælari, heimsborgari og fagurkeri sem var alltaf flottur í tauinu. Hann ræktaði garðinn sinn; kom til furum og öðrum trjám á berum gróðursnauðum klöppum og umbreytti þeim í skóg. Hann hafði góðan húmor eins og mörg verka hans bera með sér og líka fyrir sjálfum sér og gat hlegið með okkur þegar sagðar voru sögurnar um „Agnar og Moskóvitsinn“ – frásagn- ir af Agnari á fyrsta bílnum sínum þegar hann fékk loks bílpróf um miðjan aldur. Eins og fjölskylda og vinir þekkja eru þær lyginni líkast- ar en þannig var líf hans oft á tíðum. Sundið og göngur héldu Agnari eins frískum og hressum og hægt var að búast við þegar fyrsta bana- lega hans var um tvítugt. Hann sannaði að lífslöngun getur verið öllum læknisfræðilegum rökum yf- irsterkari. Agnar var sólarmegin í lífinu, eignaðist ástríka fjölskyldu sem hann lagði mikið á sig til að vera með sem lengst. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka fyrir mig. Ásta G. Briem. Agnar afi minn var góðhjartaður, skilningsríkur, skapgóður og ljúfur afi. Aldrei sá ég hann æsa sig eðs skipta skapi. Hann var aftur á móti metnaðar- fullur fyrir hönd okkar systkinanna, hvatti okkur og fræddi. Hann hafði ávallt áhuga á því sem við vorum að gera. Honum fannst mikilvægt að ég yrði „heimsmaður“. Sjálfur var hann góð fyrirmynd sem skoðaði sig um í heiminum og kynntist ýmsu. Þegar ég var lítill snáði bjó ég í Bandaríkjunum með fjölskyldu minni. Agnar afi minn kom í heim- sókn og hvatti mig til að skrifa og lesa. Hann samdi við mig um að fyrir hvert bréf sem ég skrifaði honum fengi ég 1 dollar. Ég taldi mig aldeilis hafa dottið í lukkupott og gæti efnast vel á að skrifa honum endalaus bréf. Agnar afi minn átti kofa uppi í „Landi“ við Helluvatn , þar sem hann naut sín svo vel við að gróðursetja tré og njóta náttúrunnar. Þangað fórum við oft þegar við komum í heimsókn til Íslands á sumrin. Þar var lítill ævintýraheimur. Seinna þegar ég eltist leyfði hann mér að keyra bílinn sinn áður en ég fékk bílpróf. Það var sannarlega þess virði að dvelja daglangt í kofanum hjá afa þegar í boði var að gerast ökumaður um stund. Ég mun sakna afa míns. Úlfur Uggason. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og það eina sem við eigum eru minningar um þig, margar stór- skemmtilegar. Þó að ég sé ein af yngri barnabörnunum og muni kannski ekki eftir þér þegar þú varst sem hressastur eru minning- arnar samt fjölmargar. Það var alltaf svo mikið að gerast hjá þér – alveg sama hvort þú hafðir heilsu til þess eður ei. Stundum fannst manni þetta örlítið klikkað sem þið amma ætluðuð ykkur að gera, en einhvern veginn gekk þetta samt alltaf upp hjá ykkur. Einu sinni til dæmis – ætli það hafi ekki verið um miðjan 10. ára- tuginn tókuð þið amma ykkur til og skelltuð ykkur til Parísar! Á meðan flestir á ykkar aldri fóru í hópferðir fyrir eldri borgara til Spánar og Kanarí, var það eitthvað sem hent- aði ykkur ekki. Ferðin ykkar heppnaðist vel og þið enduðuð á því að kaupa á ykkur alklæðnað! Sólin var ekki fyrr farin að skína þegar þig var farið að langa upp í „Land“, til að liggja í sólinni og drekka te. Ég hef ennþá í fersku minni, mynd- ina af þér liggjandi í lautinni á brún- köflóttri pullu úr litla kofanum. Þú varst alltaf svo mikill sóldýrkandi. Þú varst líka allt öðruvísi en allir aðrir afar. Á laugardagsmorgnum þegar flestir voru heima eða á leið- inni út úr bænum varst þú á leiðinni niður á Kaffi París í brunch með öll- um hinum listamönnunum og skáld- unum að tala um heimsmálin. Og þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem aðrir voru að gera. Þótt þú gjarnan ruglaðist á því hvor okkar Hildí var í MR og hvor í Verzló, gast þú alltaf munað hvað það var gaman að vera ungur og minntist ætíð á það. Þér fannst líka svo skemmtilegt að rifja eitthvað upp sem við sögð- um við þig þegar við vorum lítil og varla farin að tala, og oft gat það verið ansi skrautlegt. En þú hafðir ávallt húmor fyrir því og mundir það sem ekki allir aðrir myndu muna. Þú hafðir svo mikinn áhuga á fólki og hvernig það hugsaði og tal- aði. Þú varst heimsborgari í hæsta gæðaflokki og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég kveð þig með sorg í hjarta en þó létti því ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þín Embla. Hann Agnar afi minn er látinn. Skrýtið. Maður veit að þessi dagur muni óhjákvæmilega renna upp hjá öllum, en þegar hann svo kemur, er maður aldrei reiðubúinn. Agnars afa minnist ég sem víð- sýns heimsborgara, gjarnan sitjandi við skriftir eða hlustandi á BBC. Hann stóð vart fyrir veislu án þess að bjóða að minnsta kosti nokkrum útlendingum. Hann átti fjölda erlendra vina hérlendis og er- lendis sem hann ræktaði kynnin við í gegnum árin. Á tímabili átti hann í góðu sambandi við víetnamska stór- fjölskyldu sem hann veitti stuðning og aðstoðaði við að fóta sig í land- inu. Ég minnist þess að hann hafi hvatt mig og bróður minn til kynn- ast krökkunum í þeirri ágætu fjöl- skyldu, enda mannvinur mikill. Hitt var annað mál að í öllum þessum veislum og matarboðum var matvendni barna ekki hátt skrifuð. Ef maður gerði sig líklegan til að neita að borða rauðkál var viðkvæð- ið „Hvað, ertu ekki heimskona? Borðarðu ekki rauðkál?“ Síður vildi ég, ellefu ára gamalt barnið, vera smáborgari og hef ég því borðað rauðkál með góðri lyst alla daga síð- an. Það þótti einnig þroskamerki að borða rjúpu. Sem 12 ára barn sem þekkti aðeins jól með hangikjöti (sem var sent til okkar fjölskyld- unnar í Ameríku) var ekki átakalítið að pína í sig rjúpur allt í einu þegar til Íslands var komið. En af því að ég vildi ganga í augun á afa mínum lét ég mig hafa það, og uppskar að sjálfsögðu virðingu og lof fyrir þennan nýfundna heimskonuhátt. Afi minn fylgdist ekki aðeins með því sem sett var á diskinn minn heldur hafði hann brennandi áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Sem grunnskólabarn í Am- eríku á níunda áratugnum hvatti hann mig til að skrifast á við sig reglulega og fékk ég dollar fyrir hvert skrifað bréf. Ekki það að þyrfti endilega að múta manni, þá var þetta engu að síður hin besta hvatning til skrifa. Á næsta árutug á eftir var ég komin í Menntaskólann í Reykjavík og var þá siður hjá vinkvennahópi mínum að leggjast í lestur á Lands- bókasafninu yfir prófatíma. Fjöldi annarra menntaskælinga sótti þangað í sömu erindagjörðum og var þá baráttan við að fá sæti gríð- arleg. (þetta var auðvitað fyrir tíma Þjóðarbókhlöðunnar) Sem barna- barn Agnars afa, fyrrum Lands- bókavarðar, þurfti ég hins vegar litlar áhyggjur að hafa og tók ég, 16 ára unglingsstúlkan, fegin við frá- teknu „VIP“ sæti við hlið þekktra grúskara og spekúlanta bæjarins á annars yfirfullu og þéttsetnu Landsbókasafni. Það kom sér sann- arlega vel að eiga góðan að. Hin síðari ár hefur Agnar afi reglulega spurt mig frétta af New York og stutt öll mín verkefni heils hugar. Það var alltaf svo upplífg- andi að skynja áhuga hans á því sem maður tók sér fyrir hendur. Einnig hafði hann áhuga fyrir því sem allir mínir vinir og vinkonur voru að fást við. Hann hafði einfaldlega áhuga á lífinu, og öllu sem því viðkom. Ég minntist samtals við hann á síðasta ári þar sem hann tjáði mér að þegar allt kæmi til alls væri fjöl- skyldan það eina sem raunverulega skipti hann máli. Heimskonuháttur, rauðkál og rjúpur giltu einu, þegar öllu var á botninn hvolft snérist lífið um vin- áttu- og fjölskyldubönd. Með virðingu, þakklæti, söknuði og sorg kveð ég elskulegan afa minn í hinsta sinn. Agnari afa gleymi ég aldrei. Ísold Uggadóttir. Útvarpið er stillt á BBC. Suð, brak og brestir drekkja á köflum rödd Alistair Cooke sem les nýjasta Ameríkubréfið sitt; umheimurinn verður einungis meðtekinn um stuttbylgju á þessum árum. Hús- bóndinn, hávaxinn, tágrannur mað- ur, situr í stól (sem er næstum því ábyggilega grænn) og leggur við hlustir. Bækur og útlend dagblöð liggja á borðinu. Í borðstofunni verður senn drukkið te en í svefnherberginu Suðurgötumegin leika drengir sér að tindátum eða ef til vill járnbraut- arlestum, leikföngum sem eru flest- um Íslendingum jafn framandi nú og á sjöunda áratugnum. Þær voru keyptar í Skotlandi þar sem syn- irnir hafa dvalið hjá hefðarfjöl- skyldu sem býr í kastala. Þvílík for- réttindi! Í kjallaranum er ýmislegt brallað og í bakgarðinum skjóta strákarnir í mark úr loftriffli. Þetta er enda áð- ur en allt varð hættulegt á Íslandi. Þannig man ég heimili Agnars, föðurbróður míns, og Hildigunnar, konu hans, á Suðurgötu 13 í Reykja- vík. Þar bjuggu og þrír prýðilega uppátækjasamir synir þeirra og síð- ast en ekki síst Soffía Gunnarsdótt- ir, móðir Hildigunnar, hófstillt og sérlega yfirveguð kona, glæsilegur fulltrúi menningar og gilda sem Ís- lendingar hafa nú sagt skilið við. Erlendir sem íslenskir menning- arstraumar léku jafnan um heimili þeirra Hildigunnar og Agnars í Suð- urgötunni og síðar í Sólheimum. Menningin sem þar ríkti var hvorki tilbúin né upphafin. Hún mótaðist af lífsgleði og raunverulegum, lifandi, áhuga. Agnar var líkt og Hildigunn- ur áhugasamur um erlend málefni og ræddi útlenda samfélagsþróun og pólitík af mikilli þekkingu. Hann hafði enda víða farið og fylgdist grannt með rás atburða á stærri leiksviðum en hinu íslenska. Þróunin í kommúnistaríkjum Mið- og Austur-Evrópu var honum hugleikin og ekki minnkaði áhuginn við fall Berlínarmúrsins. Agnar hafði ungur hneigst til „róttækni“ eins og það hét í þá daga án þess þó að flokkshollusta næði tökum á hugsun hans. Til þess var hann of analýtískur og greindur maður. Agnar fór ásamt fleirum í fræga för til Sovétríkjanna árið 1956 og sam- töl sem birt voru við hann og Stein Steinar þegar heim var komið vöktu mikla athygli. Þeir voru lítt hrifnir af því sem fyrir augu bar í því mikla sæluríki sem svo margir höfðu upp- hafið á Íslandi. Um þessa ferð skrif- aði Agnar síðar stórskemmtilega bók, „Kallað í Kremlarmúr“ (1978), sem áhugamenn um stjórnmál og hugmyndasögu láta ekki framhjá sér fara. Styrkur Agnars sem leikskálds lá trúlega í samtölum. Hann var enda maður samtala, félagslyndur eins og hann átti kyn til, og hafði mikla nautn af því að umgangast fólk sem hafði frá einhverju að segja. Sjálfur var hann húmoristi og góður sögu- maður. Agnar hafði mikið yndi af ferðalögum og var maður borgar- Agnar Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.