Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning BRAKANDI sólskin var þegar Ólafs- firðingar og aðkomumenn flykktust fram í dal í litlu sveitakirkjuna gömlu sem kennd er við Kvíabekk. Þröngt var setið og komust tónleikagestir að- eins fyrir með naumindum. Uppákoman hefði átt fullt erindi á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði mánuði fyrr, því hér var ausið úr alþýðlegum íslenzkum tónlistararfi. Og raunar einnig á hljómskífu, þar eð fjölbreytni lagavals og látlaus hugvitssemi flytj- enda í túlkun og útsetningum kom verulega á óvart miðað við hvað við- fangsefnin ættu að heita gam- alkunnug – þó svo að flestir Íslend- ingar innan við fimmtugt virðast núorðið hafa farið á mis við þau eins og dæmin sanna. Lögin ellefu voru öll úr gömlum nótnabókum eða handritum; ýmist sálmalög, tvísöngslög eða kvæðalög. Því miður var lítinn fróðleik að finna um lög og hljóðfæri í hátíðardag- skránni, og þó að kynningar flytjenda kæmu í staðinn um stundarsakir, og það oft bráðskemmtilegar, þá rýrði það engu að síður gildi prentplaggs- ins til minja og staðfestingar. Það hlutverk er furðu oft vanmetið þegar hljómleikahaldarar reiða sig mest á munnlegar kynningar. Hér var nefnilega úr miklu að moða. Jafnvel þótt hljóðfærin væru aðeins fjögur, hlutu þau að kalla á talsverða ritaða umfjöllun enda býsna fornleg. Einna elzt var hverf- igígjan simfón [þ. Drehleier, e. hurdy-gurdy], er þrátt fyrir mikinn vélbúnað lyklahljómborðs og sveif- hjólsknúinna strengja má rekja allt aftur til fyrri hluta 12. aldar. Féll hinn kliðmjúki bordúnsstuddi „engla- seiður“ simfónsins undravel að söng- lögunum, og jafnvel einnig að tvísöng Kvintbræðra. Hið þjóðkunna lang- spil, í þessu tilviki smíðað á Siglufirði handa Sigursveini D. Kristinssyni, var venju fremur slegið „col legno“ með tónsprota, og léði það undir- leiknum vissulega léttara yfirbragð en væri það bogastrokið. 12 strengja „lýra“ Mörtu Guðrúnar, sænsk eft- irgerð af að virtist 13. aldar saltara í ætt við finnska sítrann kantele en plokkuð í lóðréttri stöðu, var álíka kliðmjúk og hin hljóðfærin og kallaði að sama skapi jafnt á mjúkan brjóst- tónasöng sem varfærinn slátt Sig- ursveins Magnússonar á egypzku(!) rammatrommuna zendir í stöku lagi – þó að skinnið hefði samt gjarna mátt fá að klingja meira út. Sömuleiðis var mikill fróðleikur fólginn í sönglögunum, og hefðu nán- ari heimildir verið vel þegnar í helm- ingi tilvika þar sem aðeins ljóðahöf- undur var tilfærður. Lögin voru nefnilega fæst ýkja kunn jafnvel inn- vígðustu þjóðlagaunnendum, þó svo að gamlir Þursaaðdáendur könn- uðust strax við Brúðkaupssálm Hóla- bókar 1619 („Guð skóp Adam alls réttlátan…“). Hitt stóð þó óhikað eft- ir, að í áreynslulaust þjálum og oft grallaralega íbyggnum flutningi þre- menninganna náði túlkun þessa forna tónefnis slíkum daggferskum gæðum að árvökull miðaldatónlistarútgef- andi hefði varla hikað við að bjóða tríóinu hljómplötusamning á staðn- um. Simfón og langspil TÓNLIST Kvíabekkjarkirkja Íslenzk þjóðlög. Marta Guðrún Halldórs- dóttir söngur/lýra ásamt Kvintbræðrum (Sigursveinn Magnússon söngur/ handtromma og Örn Magnússon söngur/ langspil/simfón). Laugardaginn 19. ágúst kl. 15. Berjadagar á Ólafsfirði Ríkarður Ö. Pálsson FRÁ OG með klukkan 15 á morgun gefst almenningi kostur á að berja augum það sem fagmenn á sviði sjónlista telja verðuga fulltrúa myndlistar og hönnunar á Íslandi í dag. Þá verður sýning á verkum þeirra listamanna sem eru tilnefndir til Íslensku sjónlistarverðlaunanna 2006 opnuð í Listasafninu á Ak- ureyri, en þrír listamenn eða hópar eru tilnefndir í hvorum flokknum fyrir sig. Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið staðið fyrir kynningu á hinum tilnefndu listamönnum og því verki eða sýningu sem tilnefn- ingin nær til. Eins og fram hefur komið í þeirri umfjöllun eru verk listafólksins af ólíkum toga og því óhætt að reikna með fjölbreyttri sýningu sem veitir um leið innsýn inn í þá margbrotnu sköpunarvíð- áttu sem leynist innan landamæra sjónlistar. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem höfðu sýnt verk sín á tólf mán- aða tímabili frá mars 2005 komu til greina við tilnefningu og var end- anlegt val tveggja dómnefnda, hvorrar á sínu sviði, kynnt undir lok síðastliðins maímánaðar. Þeir lista- menn sem þá stóðu eftir eru þær Hildur Bjarnadóttir, Katrín Sigurð- ardóttir og Margrét H. Blöndal myndlistarkonur, húsgagnahönn- uðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir, fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir, auk arkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer hjá Studio Granda. Sjálf verðlaunin verða svo afhent við hátíðlega athöfn í Samkomuhús- inu á Akureyri 22. september. Sjónlist | Sýningaropnun vegna Íslensku sjónlistarverð- launanna 2006 í Listasafninu á Akureyri Hönnun og myndlist undir merkjum sjónlistar Sjónlistarverðlaunin Byggingarlist, innsetningar, málverk, vefnaður, húsgögn og fatnaður koma við sögu á sýningunni í Listasafninu á Ak- ureyri. Hér getur að líta verk eftir Hildi Bjarnadóttur sem tilnefnd er í flokki myndlistar, en aðalviðfangsefnið í myndlist Hildar er að kanna hvernig textíll birtist í myndlistinni. Þeir syngja og dansa, ogsegja brandara eins og„Hafið þið nokkuð heyrtum verkjatöfluna sem átti barn með stundaskránni? – Þau eignuðust stundatöflu! Hahaha!“ Búbbarnir mæta til leiks á Stöð 2 á laugardag: heil hersing af kjána- legum brúðum sem reyna eftir megni að halda fréttastöðinni NBS gangandi. Innblásnir af Prúðuleikurunum „Ég held þetta hafi byrjað þegar ég var lítill strákur að horfa á Prúðu- leikarana. Ég fríkaði gjörsamlega út, mér fannst þeir svo skemmti- legir,“ segir Bragi Þór Hinriksson, framleiðandi og leikstjóri Búbbanna, þegar blaðamaður nær af honum tali í miðju tökuhléi. Strax 12 ára gamall arkaði Bragi Þór upp í Ríkissjón- varp og sótti um starf brúðuleikara hjá Helgu Steffensen og lék í nokkr- um þáttum hjá henni áður en hann lagði fyrir sig kvikmyndagerð og leikstjórn en síðustu ár hefur Björn Þór verið duglegur við stuttmynda- og auglýsingagerð. Bragi gekk lengi með hugmynd- ina um Búbbana í maganum og varð fyrsti vísirinn að þáttunum til árið 1993 þegar gerður var lítill prufu- þáttur og tónlistarmyndband við lag Nýdanskrar. „Við höfðum lítið fjár- magn og gátum ekki gert allt það sem okkur hefði langað að gera og tókst ekki að vekja athygli á þætt- inum þá. Síðar stofnaði ég fram- leiðslufyrirtækið Hreyfimyndaverk- smiðjuna, og árið 2000 setti ég fjármagn í veglegri kynningarþátt sem dagskrárstjórinn á Stöð 2 féll strax fyrir.“ Bragi Þór tekur fram að þættirnir séu fjarri því ætlaðir börnum ein- göngu, þótt leikararnir séu allir leik- brúður: „Þetta er sannkölluð fjöl- skylduskemmtun og markhópurinn er frá 0 upp í 99 ára og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í uppá- tækjum Búbbanna,“ segir Bragi Þór. Sér til liðsinnis fékk Bragi einvala lið gamanleikara sem undanfarin misseri hafa staðið í ströngum æf- ingum: „Gísli Rúnar er aðalhandrits- höfundur þáttanna og sér um um- gjörð sögunnar og reytir af sér bandarana. Svo eru Vilhjálmur G. Friðriksson, Sverrir Þór Frið- riksson og ég, sem skrifum nokkra „sketsa“ og tónlistaratriði og fleira, sem fær að fljóta með sögunni.“ seg- ir Bragi Þór. „Við erum fimm í leikarahópnum sem sjáum um alla raddsetningu og brúðuleik og eigum það allir sameig- inlegt að vera miklir Prúðuleikara- aðdáendur: Ég, Vilhjálmur, Björg- vin Franz Gíslason, Jóhann G. Jó- hannsson úr stundinni okkar, og Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson.“ Löng og ströng þjálfun Að stjórna leikbrúðum er hægara sagt en gert og hafa leikararnir stundað strembna líkamsrækt síðan snemma í vor: „Við höfum verið í einkaþjálfun í líkamsræktinni og þrisvar í viku höfum við æft okkur í þrjá tíma í senn með myndavél og grænan bakgrunn með brúðurnar á lofti.“ Spurður segir Bragi Þór að brúðustjórnendum veiti ekki af styrknum enda taki mikið á að vera með aðra höndina upp í loft allan daginn, og nota hina til að stýra höndum eða fótum brúðunnar. Æfingarnar hafa heldur betur skilað árangri, því leikararnir eru í dag allir orðnir flinkir brúðustjórn- endur og Búbbarnir frískir og lifandi fyrir framan myndavélina og talað fyrir þá jafnóðum. Klassískur húmor Daglegt líf Búbbanna einkennist af uppátækjum og glensi og bíða kjánalætin áhorfenda við hvert horn: „Gísli Rúnar er auðvitað meistari í orðaleikjum og útúrsnún- ingum. Þetta form hentar honum rosalega vel, og hann hoppaði hæð sína í loft upp þegar við bárum það fyrst undir hann að skrifa fyrir þættina. Hann sýnir sínar bestu hliðar, gamla og góða húmorinn sem við þekkjum úr sígildum áramóta- skaupum og fleiri eftirminnilegum grínþáttum.“ Brúðurnar sköpuðu Stefán Jörg- en Stefánsson og Hildur Birkisdóttir og hafa Búbbarnir á að skipa 80 per- sónum af öllum stærðum og gerðum. „Þau eru meistarar í að búa til kjánalegar persónur, og sama hvað ég bið um, Stefáni og Hildi tekst að skapa brúðu sem er alveg óborg- anleg,“ segir Bragi Þór. Gerðir verða 19 þættir af Búbb- unum til að byrja með. Þeir munu því skemmta landsmönnum fram að áramótum eða svo með bröndurum á borð við þennan: Beinagrind kemur inn á veit- ingastað og þjónninn spyr: „Get ég aðstoðað þig?“ Beinagrindin svarar. „Já, ég ætla að fá einn stóran bjór – og tusku!“ „Búbb, búbb-a búbba-búbba!“ Glens Sminkan er áberandi í starfsliði NBS og leikur á als oddi. Spaug Sjónvarpskokkurinn teflir á tæpasta vað í eldamennskunni. Sjónvarp | Nýr íslenskur grínþáttur hefur göngu sína næsta laugardag. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Braga Þór Hinriksson, sem á heiðurinn að brúðunum uppátækjasömu, Búbbunum. asgeiri@mbl.is Grín Sjónvarpsstjórinn minnir óneitanlega í fasi og útliti á Vito Corleone. Búbbarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 á laugardag kl. 20.05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.