Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 25 SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16 Borgartúni 24 Fjarðarkaupum Lífsinslind í Hagkaupum Heilsuhúsið Selfossi Rauðsmári Hormónajafnvægi fyrir konur á breytingaskeiðinu Djúpivogur | Ríkarðssafni á Djúpa- vogi hafa nýverið borizt tvær góðar gjafir. Í báðum tilfellum er um að ræða verk eftir Ríkarð Jónsson. Annars vegar listilega vel gerðan hefil úr rostungstönn og dökkum harðviði. Sagan á bak við tilurð hans er sú að Benedikt Einarsson frá Ekru í Stöðvarfirði (f. 07.03.1918 / d. 01.04.2001) var í ágúst 1958 að lag- færa glugga í húsi Ríkarðs og Maríu konu hans við Grundarstíg. Féll hann þá úr stiga af annarri hæð nið- ur á gangstéttina og hryggbrotnaði. Sem betur fer náði Benedikt sér þó af þessum meiðslum. Árið 1961 færði listamaðurinn honum hefilinn að gjöf frá þeim hjónum. Að ósk Benedikts var gripurinn afhentur safninu að honum látnum. Með gjöf- inni fylgdi bréf dags. 10. ágúst 2006 með ofangreindum upplýsingum, en þann dag afhenti dóttir Benedikts, Ragnheiður og eiginmaður hennar, Guðbjörn Jónsson, safninu gripinn. 16. ágúst barst Ríkarðssafni svo önnur gjöf sem er útskorin nafn- plata með verki eftir Ríkarð, en efst á henni trónir fuglsmynd. Gefandinn er Gunnar Ferdinandsson, fæddur í Ósló 12. des. 1926. Aðdragandi máls- ins var sá að sl. vor barst safninu bréf, þar sem Gunnar lætur í ljós vilja til að koma verkinu sem gjöf til Ríkarðssafns, þar sem hann sé far- inn að eldast og hafi ákveðið í sam- ráði við börn sín reyna að koma verkinu til Íslands. Segir hann m.a. í umræddu bréfi frá því hve hrifinn hann hafi verið af fjölskyldulífi Rík- arðs meðan hann dvaldi hérlendis hluta árs 1950, löngum kvöldverð- um, með fjölbreyttum umræðuefn- um, sagnakvöldum, söngvagleði, upplestri o.fl. Auk þess hafi hann heillast af náttúru landsins. Í öðru bréfi lýsir Gunnar m.a. siglingu um- hverfis landið með Esju með við- komu á Djúpavogi. Safni Ríkarðs Jónssonar færðar veglegar gjafir Morgunblaðið/Andrés Skúlason Egilsstaðir | Leikfélag Fljótsdals- héraðs var stofnað 31. ágúst 1966 og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður mikið um að vera á leikárinu og hófst það reyndar með því að sett var upp sýningin Miðsumarnæturdraumar í Selskógi. Sýningin tókst vel og komu um 300 manns á hana. Þráinn Sigvaldason, formaður leikfélagsins, segir það halda upp á afmælið með pomp og prakt í lok Ormsteitishátíðarinnar á Fljóts- dalshéraði á morgun. „Við hefjum leikinn kl. 21.30 í hátíðartjaldinu í miðbæ Egilsstaða. Dagskráin verð- ur skemmtileg og fjölbreytt, s.s. hátíðarræða, afturgöngur, söngur og gamanmál, svo eitthvað sé nefnt og þessu lýkur síðan með flug- eldasýningu um klukkan ellefu um kvöldið.“ Í haust segir Þráinn að sett verði upp frumsamið leikrit á Iðavöllum og ýmis námskeið á næstunni og má þar m.a. nefna leiklist- arnámskeið fyrir 10–15 ára börn á Fljótsdalshéraði, búninga-, förð- unar-, sviðsmynda- og ljósa- námskeið. Í vor heldur Leikfélag Fljótsdalshéraðs aðalfund Banda- lags íslenskra leikfélaga og býður þannig öllum leikfélögum á landinu í afmælið. Fertugt fjör á Ormsteiti Öflug á sínu sviði Félagar úr Leikfélagi Fljótsdalshéraðs hafa sett upp hvert stórverkið á fætur öðru gegnum tíðina. Dalabyggð | Nýtt þjónustuhús Hjarðarholtskirkju í Dölum var blessað við hátíðarmessu sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Með til- komu hússins batnar öll aðstaða við kirkjuna til mikilla muna. Athöfnin fór fram í góðu veðri. Svo stillt og fagurt var veðrið að hægt var að bera logandi kerti úr kirkju í þjónustuhús án þess að á því slokkn- aði. Séra Óskar Ingi Ingason sóknar- prestur þjónaði fyrir altari ásamt prófastinum, sr. Gunnari Eiríki Haukssyni. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikaði. Kirkjukór Hjarðarholtsprestakalls leiddi sönginn, undir stjórn organist- ans, Halldórs Þ. Þórðarsonar. Fjöl- menni var við athöfnina. „Gott er að kirkjan á slíka að á slíkum hátíðar- degi sem og annarra í lífi safnaðar- ins. Vonandi líður þessi dagur ekki seint úr minni biskups, presta, ráð- herra, þingmanna, Dalamanna og annarra gesta frekar en barnanna sem herra Karl kallaði til sín í kirkj- unni og gaf fallega krossa,“ sagði sr. Óskar Ingi í samtali við fréttaritara. Eftir guðsþjónustuna var gengið í nýtt þjónustuhús safnaðarins og það blessað af biskupi Íslands við hátíð- lega stund. Þessar athafnir í Hjarð- arholti voru síðasti hluti afmælis- halda vegna 100 ára afmælis kirkjunnar. Að því loknu var haldið í kaffi í Dalabúð þar sem menn þáðu veiting- ar og áttu saman góðan dag. Þar þakkaði Melkorka Benediktsdóttir, formaður sóknarnefndar, öllum þeim er komu að framkvæmdum við þjón- ustuhús og lóð kirkjunnar. Sr. Óskar Ingi afhenti Melkorku gjöf fyrir óeigingjarnt starf í þágu safnaðar- ins, einnig færði hann Víví Krist- óbertsdóttur og Gísla Þórðarsyni sóknarnefndarmönnum gjafir fyrir mikið og gott starf í þágu kirkjunnar. Nýtt þjónustuhús við Hjarðarholtskirkju tekið í notkun Morgunblaðið/Björn Anton Einarsson Í Dölum Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, blessaði nýtt þjónustuhús Hjarðarholtskirkju sl. sunnudag. Aðstaða við kirkjuna batnar mikið Eftir Björn Anton Einarsson Meðmælaganga | Skipulögð hefur verið svokölluð meðmælaganga út á athafnasvæði hugsanlegs álvers við Húsavík. Gangan fer fram laug- ardaginn 26. ágúst og hefst klukkan 11. Gengið verður frá Gónhól út á Bakka við Húsavík. Rúta tekur upp meðmælendur á Olís klukkan 10.30, Esso kl. 10.40 og á Shell kl. 10.50. Tilvonandi byggingarlóð og um- hverfi væntanlegs álvers verður skoðað og göngunni lýkur við styttu Einars Benediktssonar. Ef veður verður gott verður slegið upp með- mælendabúðum með söng og gleði, segir í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Ef veður verða válynd verð- ur fundinn annar dagur. Egilsstaðir | Stefán Sölvi Pét- ursson kraftlyftingamaður var stigahæstur bæði úr Austurlands- og Austfjarðatröllskeppnunum sem fram fóru á Austurlandi um síðustu helgi. Stefán Sölvi mun taka þátt í keppni um sterkasta mann heims innan tíðar. Að sögn mótshaldara var keppnin á löngum köflum jöfn og því mjög spennandi. Áhorfendur létu sig ekki vanta, en keppnin fór fram á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Breið- dalsvík Stöðvarfirði og í Neskaup- stað. Þetta er í tíunda sinn sem keppnin er haldin. Annar í Austurlandströllinu varð hinn finnski Juha Pekke og Georg Ögmundsson þriðji. Annar maður Austfjarðatröllsins varð Magnús Ver Magnússon og Georg aftur í því þriðja. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Austurlands- og Austfjarðatröll Stefán Sölvi Pétursson vann báðar kraftakeppnirnar og þótti strax sigurstranglegastur. Stefán Sölvi sjálft Aust- urtröllið AUSTURLAND LANDIÐ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.