Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 43
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÁGÆTA Sara Kristín.
Ég þakka þér fyrir áhuga þinn
á grein minni ,,Þjóðarmorð í Líb-
anon?“ sem birtist hinn 8. ágúst
sl.
Það er ekki ætlun mín að fara
ítarlega út í grein þína þar sem
hún fjallar tiltölulega lítið um efni
greinar minnar og ég vil ekki tala
niður til þín eða draga í efa að
margt gott fólk tilheyri Serkjatrú,
en ég er hræddur um að því miður
sé málið nokkuð flóknara en það.
Í grein þinni stendur eftirfar-
andi: ,,Hvergi í Kóraninum stend-
ur skrifað að múslimar eigi að
drepa annað fólk, íslam eru trúar-
brögð um væntumþykju, en ekki
hatur.“
Mér hefði þótt frábært ef ég
gæti verið þér sammála um þessi
atriði. Í Kóraninum eru 123 vers
sem fjalla einmitt um að drepa og
herja á annað fólk, þeirra þekkt-
ust eru svonefnd sverðvers í 9.
kaflanum. 009:005, 009:029 o.s.frv.
Einnig eru fjölmörg vers af svip-
uðum toga í 8. kaflanum. Á mörg-
um stöðum í Kóraninum hótar
Múhameð hinum vantrúuðu (þeim
sem ekki trúa á Allah), eilífri glöt-
un og vítislogum í Helvíti ef þeir
ekki snúast til hinnar réttu trúar
(Islam var hér áður kallað hér-
lendis Serkjatrú, Máratrú eða
Tyrkjatrú). Einnig hljóta hinir
trúuðu Serkir sömu örlög ef þeir
ganga af trúnni.
Ég hefi leitað logandi ljósi í um
50 ár í Kóraninum að orðinu ást,
kærleikur og umburðarlyndi en án
árangurs. Ég væri þér afar þakk-
látur ef þú bentir mér á slík vers
ef þau eru til. Einnig hefi ég þó-
nokkrar útgáfur af Kóraninum í
bókasafni mínu, sumar þeirra eru
styttar og fegraðar til að falla bet-
ur í hinn vestræna markað. Að-
gang að textum Kóransins er víða
að finna á Netinu á flestum heim-
stungum.
Enn fremur segir þú: ,,Það er
stór munur á því að vera múslimi
og að tilheyra flokkum ,,Hizbollah,
Talibana, Hamas.“
Mér vitanlega fylgja nefndir
hópar nákvæmlega fyrirmynd-
unum í Kóraninum og lífi og at-
ferli Múhameðs. Hann er nokkurs
konar ,, Ædol“ Serkjanna, það
sem hann sagði og gerði, er álitið
til fyrirmyndar og góður Serki
reynir að fylgja lífshlaupi hans í
hvívetna, eins og það er sett fram
í Kóraninum, æviskránni (Sira) og
arfsögnunum (Hadiths og Sunna).
Ég mundi vilja benda þér á
grein eftir Grétar H. Óskarsson
verkfræðing í Morgunblaðinu á
blaðsíðu 52, sunnudaginn 21. maí
2006, sem heitir ,,Ógnvænleg
trúarbrögð“ og er frábær um
þetta efni. Hann hefur greinilega
kynnt sér málið vel og nákvæm-
lega.
Þú varpar fram þessari spurn-
ingu: ,,Af hverju verður allt vit-
laust þegar einhver lýsir yfir hatri
á þeldökku fólki, en á sama tíma
er allt í lagi að segja að allir Músl-
imar séu vondir“.
Frá árásinni á Tvíburaturnana
hinn 11. september 2001 í New
York hafa Serkir gert 5.561
hryðjuverkaárás á andstæðinga
sína til dagsins í dag, hinn 12.
ágúst 2006 (sjá: http://www.the-
religionofpeace.com).
Í dag, 12. ágúst 2006, hafa 23
Serkir af pakistönskum uppruna
setið í fangelsi í 3 daga, grunaðir
um að hafa ætlað að sprengja í
loft upp 10 flugvélar yfir miðju
Atlantshafinu og þar með drepa
þúsundir saklausra manna.
Í maí og júní í ár drápu Serkir
um 100 manns að meðaltali í Írak
á dag, vegna innbyrðis átaka
trúarhópa súnníta, sjía og Al-
Quaeda Serkja.
Serkir drepa fólk úti um allan
heim, jafnvel á baðströndum, þar
sem saklaust fólk á sér einskis ills
von og hrópa svo Allah er mikill.
Samkvæmt skoðanakönnunum
fjölmiðla í Bretlandi eftir blóðbað
Serkja í London 7.7. 2005, var
stuðningur breskra Serkja við
voðaverkið víðtækur. Eftir föstu-
dagsbænir hinn 3. febrúar 2006 í
Regentstrætismoskunni í London
marseruðu Serkir niður Regent-
stræti með spjöld á lofti þar sem á
stóð ,,Drepið hina vantrúuðu“ og
ýmislegt annað verra.
SKÚLI SKÚLASON,
Birkigrund 31, Kópavogi.
Athugasemd við
grein Söru Kristínar
Finnbogadóttur
Frá Skúla Skúlasyni:
Í JÚNÍMÁNUÐI sl. gerðu félög
innan ASÍ samkomulag við Samtök
atvinnulífsins sem gildir út samnings-
tímabilið, sem er til 31. desember
2007. Meginatriði þessa sam-
komulags er að frá 1.
júlí 2006 bætist sér-
stakur taxtaviðauki, kr.
15.000, við alla mán-
aðarlaunataxta gildandi
kjarasamninga og sér-
kjarasamninga aðila.
Eftir hækkunina er
lægsti launataxtinn fyr-
ir fólk í fullu starfi kr.
116.376 á mánuði. Með
eingreiðslu, tekjutrygg-
ingu, sem samið var
um, verða lægstu mán-
aðarlaun kr. 123.000.
Auk þess lofa stjórn-
völd að hækka núver-
andi skattleysismörk úr kr. 79.055 í
kr. 90.000 hinn 1. janúar 2007.
Hækkanir
Hækkun launataxta um kr. 15.000
er því miður allt of lítið innlegg í þá
hörðu kjarabaráttu sem íslenskt lág-
launafólk stendur nú í. Lágmarks-
launin eru allt of lág og fylgja hvergi
nærri eftir verðhækkunarskriðunni.
Vöru- og þjónustuverð hérlendis er
tugum prósenta hærra en í næstu ná-
grannalöndum og hækkar nær dag-
lega. Íbúðaverð er með því hæsta eða
jafnvel það hæsta í allri Evrópu og
kostnaður á lánum til íbúðarkaupa er
hvergi í heiminum meiri en hér á Ís-
landi og langt umfram eðlilega
greiðslugetu almennings. Verðtrygg-
ing lána, sem er séríslenskt fyr-
irbrigði, veldur því að lánin hækka
eftir því sem oftar er af þeim greitt.
Þess vegna sjá bankar sér hag í því að
viðhalda „hæfilegri verðbólgu“ og
taka fagnandi á móti verðbólguskoti
eins og nú á sér stað, því það gefur
þeim hundruð milljarða í aukinn
hagnað. Það er því ekk-
ert skrítið þótt verð-
trygging lána sé vinsæl
meðal yfirmanna í
bönkum og öðrum lána-
stofnunum, því laun
þeirra fara eftir gróða
bankanna. Þannig hafa
sumir þessara stjórn-
enda um 22,5 milljónir
króna í laun á mánuði.
Það er meira en milljón
krónur á hvern virkan
dag mánaðarins eða
tæplega kr. 130.000 á
hverja klukkustund í
dagvinnu, sem er kr.
7.000 hærri laun en verkamaðurinn
fær fyrir allan mánuðinn.
Hærri skattleysismörk
Þeir sem landinu stjórna og í ask-
ana skammta, geta spurt sjálfa sig
hvort kr. 15.000 hækkun hafi verið
nógu mikil og hvort núverandi lág-
markslaun upp á kr. 123.000 á mánuði
séu líkleg til að duga einstaklingum
og fjölskyldum til eðlilegrar fram-
færslu. Það mætti spyrja um leið:
Gætu ráðherrar og alþingismenn lif-
að eðlilegu lífi með kr. 123.000 í mán-
aðarlaun? Ef svo er, af hverju er þá
verið að greiða þeim hálfa til heila
milljón króna í mánaðarlaun auk ým-
issa bitlinga, styrkja og fríðinda? Svo
virðist sem stjórnarþingmenn séu
þeirrar skoðunar að kjör láglauna-
fólks séu í góðu lagi, því ekki sjá þeir
ástæðu til að hækka skattleys-
ismörkin meira en upp í 90 þúsund
krónur á mánuði um næstu áramót,
þótt full rök séu fyrir verulega meiri
hækkun.
Beittari aðferðir
Þeir sem eru á launum innan við
kr. 160.000 á mánuði þekkja þetta af
eigin raun og þurfa einskis að spyrja
um lægstu launin. Þeir einfaldlega
vita af dapurri reynslu að þau duga
ekki til framfærslu. Fólk, sem hefur
ekki úr meiru að spila, verður að láta
sig vanta. Miðað við núverandi að-
stæður, verðlag og skatta mega lág-
markslaun hérlendis ekki vera undir
kr. 170.000 á mánuði til að duga ein-
staklingi til eðlilegrar lífsafkomu. Af-
koma láglaunafólks væri verulega
betri ef stjórnvöld hefðu staðið við
loforð sem þau gáfu 1988 að skatt-
leysismörk skyldu fylgja lánskjara-
vísitölu. Ef það hefði verið gert væru
þau nú um kr. 105.000 á mánuði.
Verkalýðshreyfingin verður að fara
að beita öðrum og beittari aðferðum
en gert hefur verið undanfarin ár til
að ná fram nauðsynlegum kjarabót-
um.
Lægstu launin hækki
Sigurður T. Sigurðsson
fjallar um kjaramál ’Svo virðist sem stjórn-arþingmenn séu þeirrar
skoðunar að kjör lág-
launafólks séu í góðu
lagi …‘
Sigurður T.
Sigurðsson
Höfundur er fyrrv.
formaður Vlf. Hlífar.
Í SUMAR hafa þekktar raddir
kyrjað kunnan söng. Enn minnist
Kristinn H. Gunnarsson á meinta
meinsemd. Kristinn lítur á framsal
veiðiheimilda sem meinsemd sem
hann nefndi nú í sambandi við bloss-
andi elda og gjósandi
andstöðu. Það hætt við
því að slíkt endurtaki
sig ef alltaf er leitast
við að ala á óánægju.
Fyrir um fimm ár-
um var Kristinn for-
maður í stjórn
Byggðastofnunar og
þá var gerð skýrsla
um Sjávarútveg og
byggðaþróun á Ís-
landi. Skemmst er frá
því að segja að nið-
urstaðan féll vel að
málflutningi stjórn-
arformannsins.
Skýrslan er mörgum
gleymd en málflutn-
ingurinn heldur áfram.
Með skýrsluna að
vopni hefur harðar
verið sótt að hinni
meintu meinsemd. En
skýrslan er tvíeggjað
sverð. Í skýrslunni eru
tekin dæmi af íbúaþró-
un og verslun með
veiðiheimildir. Við út-
gáfu skýrslunnar var
framsali veiðiheimilda kennt um
byggðaröskun. Byggðaröskun eða
hrörnun byggða, fólksfækkun á
landsbyggðinni, hófst ekki með
framsali veiðiheimilda. Tilfærsla
veiðiheimilda jafngildir ekki búferla-
flutningum fólks. Áréttaði höfundur
að hvað fólksflutning varðaði, kæmi
meira til en hreyfingar aflaheimilda,
Kristinn hefur lengi látið sem hin
meinta meinsemd sé rót flestalls ills.
Í skýrslunni voru tekin dæmi af
Hrísey annars vegar og Ísafirði og
Hnífsdal hins vegar, ekki var að sjá
að aflaheimildir og íbúar héldust í
hendur.
Í skýrslunni voru borin saman
fiskveiðiárin 1992/1993 og 2000/2001.
Á þessum árum drógust aflaheim-
ildir sem úthlutað var til höfuðborg-
arsvæðisins 15% meira saman en
sem nam heildarskerðingu aflaheim-
ilda Íslendinga, samtímis fjölgaði
íbúum þar úr því að vera 57% lands-
manna í rúm 62% landsmanna. Árið
1992 var 86,5% aflamarks úthlutað á
landsbyggðinni en þar
bjuggu um 42,2% lands-
manna, árið 2000 var
89,2% aflamarks út-
hlutað þar en þá bjuggu
þar um 38,1% lands-
manna, í skýrslunni var
ekki tekið tillit til sér-
stakra úthlutana afla-
marks. Ef sérstakar út-
hlutanir eru teknar með
í reikninginn, líkt og á
vef Fiskistofu, var
83,6% aflamarks út-
hlutað til landsbyggð-
arinnar árið 2002, í
fyrra féllu 85,7% afla-
marks landsbyggðinni í
skaut, í fyrra voru
37,5% landsmanna á
landsbyggðinni. Hvorki
skýrslan né þróun eftir
útgáfu skýrslunnar
benda til þess að aukn-
ar aflaheimildir jafn-
gildi fjölgun íbúa. Þró-
unin bendir til hins
gagnstæða. En formað-
urinn, þrátt fyrir
ábendingar, fagnaði
skýrslunni og mælti fyrir stór-
felldum breytingum á núverandi
fiskveiðistjórnun, svo stórfelldum að
sumir sögðu að slíkt þýddi afnám nú-
verandi kvótakerfis, til þess að koma
á jafnvægi í byggð landsins.
Skýrsluhöfundur sagði annað geta
komið til greina. Ein athugasemda
sem fram kom um árið var á þá leið
að skýringa gæti þurft að leita í þró-
un sem hófst á 19. öld. Til langs tíma
voru Íslendingar annars vegar
bændur og hins vegar búalið. Það
var jafnvægi. Á 19. öld var höf-
uðstaður vor styrktur í sessi með
stjórnvaldsaðgerðum, ekki síst með
mótun menntastofnana. Síðan hefur
hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins
af landsmönnum aukist, þegar fleiri
og fleiri Íslendingar sækja í mennt-
un. – Menntun hefur haft meiri áhrif
á byggðaþróun en framsal aflaheim-
ilda. Viljum við loka skólunum til að
frysta byggðamynstrið?
Söguna þekkja flestir. Hjón, e.t.v.
búsett á landsbyggðinni, eignast
barn, hvetja barnið til dáða, halda
því við efnið hvað nám varðar, að
loknu grunnnámi eru foreldrarnir
ekkert sérlega líklegir til að draga
úr áætlunum barnsins um frekara
nám svo þá er það framhaldsskóli, að
honum loknum liggur beinast við að
fara í háskóla, sumir fá sér vinnu
með skóla aðrir stofna fjölskyldu og
enn aðrir gera hvort tveggja. Þá er
búið að stofna heimili áður en námi
er að fullu lokið og e.t.v. lítið um
freistandi tækifæri sem bjóðast í
heimabyggðinni þannig að mörgum
finnst varla svara kostnaði að rífa
sig upp með rótum og flytja út á land
eða heim að námi loknu enda búnir
að koma sér þægilega fyrir á höf-
uðborgarsvæðinu.
Búseta er í stöðugri þróun,
byggðamynstrið í landinu er í dag
ekkert réttara en það var árin 874,
930, 1851 eða 1939. Byggðamynstrið
er síbreytilegt og í stöðugri þróun.
Ef fólki væri í dag meinað að flytja
sig spönn frá rassi væri verið að end-
urvekja vistarbandið í nýrri mynd.
Það er annað mál er einstaklingar á
ákveðnum svæðum leggja hlutfalls-
lega meira í sameiginlega sjóði
landsmanna, til langs tíma en íbúar á
öðrum svæðum og búa samt við lak-
ari þjónustu af hálfu samfélagsins en
þeir sem leggja minna af mörkum.
Málin þarf að ræða á réttum for-
sendum. Ekki með hleypidómum um
hálfsannleik eða þaðan af minna.
Slíkt er óánægjueldi.
Óánægjueldi
Arnljótur Bjarki Bergsson
skrifar um veiðiheimildir
Arnljótur Bjarki
Bergsson
’Hvorki skýrsl-an né þróun eftir
útgáfu skýrsl-
unnar benda til
þess að auknar
aflaheimildir
jafngildi fjölgun
íbúa.‘
Höfundur er formaður Hins íslenzka
sjávarútvegsfræðafélags.
Heimildir:
Heimasíða Kristinn H. Gunnarssonar -
www.kristinn.is
Sjávarútvegur og byggðaþróun á Íslandi,
Unnið fyrir stjórn Byggðastofnunar. Mars
2001.
Af vef Fiskistofu – www.fiskistofa.is; Út-
hlutun aflamarks e. heimahöfnum 1991/1991
– 2005/2006: http://fiskistofa.is/skjol/
aflatolur/uthlutun/Aflamark_heima-
hofn_lok_fiskvars_9191_0506.xls
Hagskinna - Geisladiskur. Hagstofa Íslands.
Reykjavík 1997.
ÉG VIL nota þetta tækifæri til að
þakka starfsmönnum og stjórn-
endum Glitnis fyrir frábært maraþon
þann 19. ágúst. Fyrir mig, að taka
þátt í þessum degi, var frábært. Við,
sem ekki getum lengur hlaupið, þökk-
um öllu þessu frábæra fólki fyrir
stuðninginn. Gleðin og samhugurinn,
sem myndaðist í hlaupinu, var
ógleymanlegt, bros og vellíðan var á
hverju andliti. Það að þátttakendur
gerðu góðverk fyrir aðra um leið og
sjálfa sig gefur okkur öllum aukinn
kraft. Kraft sem við munum nota til
að vinna að þeim verkefnum sem
ólokið er í réttindabaráttu okkar sem
erum með önnur og meiri vandamál
en flestir aðrir. Næst mun ég hiklaust
fara í 10 km hlaupið og reyna með því
á þanþol mitt og reyndar rafmagns-
hjólastólsins sem ber mig hálfa leið.
Hugurinn ber mig restina.
Enn og aftur, takk fyrir okkur, þið
eigið heiður skilinn fyrir þetta fram-
tak.
Húrra fyrir Glitni, starfsmönnum
og stjórnendum.
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
formaður MND-félagsins.
Fólk sem ekki er sama
gerir gæfumuninn
Frá Guðjóni Sigurðssyni:
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð
en fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar