Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 51 Það er fallegur sumardagur. Sólin skín og ekkert virðist geta raskað ró okkar þar sem við njótum dagsins með vinum og kunningjum. Þetta var svona dagur þar sem maður á sér einskis ills von, en þá dynur reið- arslagið yfir. Rúnar bróðir hafði greinst með illvígan sjúkdóm. Maður stendur bara einhvern veginn innan- tómur og veit ekki hvað maður á að segja eða gera. Að þessi sjúkdómur skyldi hafa slegið sér niður í annað skipti hjá hans fjölskyldu fannst manni næstum of mikið af því góða. Fram undan var erfið barátta og leyni ég ekki aðdáun minni á hetju- legri baráttu Rúnars sem allt fram á síðustu stundu var ákveðinn í að vinna sigur og hverfa aftur til fyrra lífs. Það var svo margt ógert í lífinu og í raun komið að því að njóta þess góða sem lífið býður upp á. Margar ljúfar minningar rifjast upp þegar horft er um öxl. Einna fyrstu minningarnar eru frá þeim tíma þegar Rúnar, sem unglingur, var vinnumaður í Unnarholtskoti í Hrunamannahreppi. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru í kotið til að heimsækja Rúnar á sumrin. Eins er mér í fersku minni þegar hann kynntist stóru ástinni í lífi sínu og stofnaði heimili í risinu á Arnar- hrauninu. Eftir nokkur ár á Akranesi lá leiðin aftur í Hafnarfjörð. Þarna voru dæturnar orðnar tvær og enn átti eftir að fjölga í hópnum. Mörg kvöldin átti ég heima hjá Rúnari og Báru, fyrst í Mjósundinu og svo seinna á Selvogsgötunni. Mitt verk- efni var að gæta dætranna meðan Bára og Rúnar heimsóttu vini og kunningja. Á ég frá þessum tíma ljúf- ar minningar sem ég bý að enn þann dag í dag. Um margra ára skeið störfuðum við bræðurnir saman ásamt pabba að iðn okkar. Var eftir því tekið að fjórir bræður ynnu saman. Var maður oft spurður að því hvernig þetta væri eiginlega hægt, en sannleikurinn er sá að samstarfið gekk vel og skilaði af sér mörgum verkefnum, bæði stórum og smáum. Elsku Bára og fjölskylda, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja ykkur og styðja. Hvíl í friði, kæri bróðir. Reynir Kristjánsson. Elsku Rúnar, nú hefur þú fengið hvíldina eftir langa og hetjulega bar- áttu. Síðustu daga hafa minningarn- ar skotið upp kollinum. Ríflega sautján ár eru nú liðin frá því þú ásamt fjölskyldu þinni fluttir til Skövde í Svíþjóð og leiðir fjölskyldu minnar og ykkar lágu saman. Strax tókst mikil vinátta milli mín og næst- yngstu dóttur ykkar hjóna, Svein- bjargar og hefur sú vinátta haldist órofin og eflst gegnum árin. Margar eru minningarnar frá árunum í Skövde, ég eyddi miklum tíma á heimili ykkar og þar var ég ávallt vel- komin og þar fór fram margt ráða- bruggið sem tilheyrir unglingsárun- um. Viðskilnaðurinn er ég flutti heim til Íslands var erfiður en þeim mun meiri gleði þegar þið fluttuð heim og þá var eins og ekkert hefði breyst, alltaf var maður velkominn sem fyrr. Ljúfust er minningin að sjá þig, stolt- an föður, leiða Sveinbjörgu dóttur þína að altarinu síðastliðið sumar. Það var mikil gleðistund og fallegur dagur. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að kynnast þér og veit að þú munt hreiðra um þig á góðum stað og vaka yfir ástvinum þínum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Bára, Guðný, Guðrún, Sveinbjörg, Kristjana og fjölskyldur, megi allir englar vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma. Minningin um góðan mann mun um ókomna tíð geymast í hjörtum okkar. Eva Rut. Elsku Rúnar frændi, nú eru þraut- ir þínar á enda, baráttu við illviðráð- anlegan sjúkdóm er loks lokið. Guð- rún móðir þín, systir mín, hafði samband og lét mig vita hve sjúkur þú værir, þér hafði versnað. Ég heimsótti þig á sjúkrahúsið, það var ógleymanleg stund. Þar sem ég sat við sjúkrabeðinn opnaðir þú augun óvænt og sagðir nafn mitt. Miðað við veikindi þín varð ég hissa á að þú skyldir þekkja mig. Þú varst undr- andi en glaður að ég vitjaði þín. Ég horfði í fallegu stóru augun þín, þar birtist mér sál þín, björt, mild og fög- ur, án reiði eða ásakana. Þú virtist sáttur en misstir ekki vonina. Því lengur sem ég dvaldi hjá þér varðstu hressari, brostir og varst léttur í lund. Baðst mig fyrir kveðju til alls míns fólks. Ég sagði „ég kem aftur, Rúnar minn“ svo hress varstu þegar ég fór frá þér að ég reiknaði ekki með að þetta væri okkar hinsta kveðja. Elsku vinur, vegir guðs eru órann- sakanlegir, við fáum mislangan tíma á jörðinni. Þín bíða ómæld verkefni á æðri tilverustigum. Farðu í friði, frið- ur guðs þig blessi. Það er alltaf sárt að kveðja ástvini, en alltaf óumflýjanlegt. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga. Ég sendi Báru og dætrum, Guðrúnu systur minni og Kristjáni mági og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Kristín Karlsdóttir. Í gegnum skýin sé ég mynd af þér þú brosir Í minningunni varstu alltaf svona Dragtir, slæður og flottir skór klassakona hún Mæja Í leikhúsið fórum við oft og á ballett það fannst mér gaman En best var þó á jólunum í kósý sófa í stofunni pakkar, steik og desert a la Mæja Á nýju ári horfðum við saman á himininn Nú horfi ég ein á himininn Horfi til þín og þú brosir Ásta Sigurðardóttir. HINSTA KVEÐJA Ef eitthvað stóð til varstu óspör á tíma þinn og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að aðstoða, þú meðal annars saumaðir á mig tvö frekar en eitt fermingardress og svipað gerðir þú fyrir Ástu systur, allt gert listavel eftir kúnstarinnar reglum. Í seinni tíð fórum við oft saman í smá búðaráp, svona rétt til að þreyta okkur aðeins svo við ættum skilið að fara á kaffihús og fá okkur gott kaffi og helst eitthvað danskt með. Þú hikaðir aldrei við að drífa þig af stað og leti virtist ekki vera til í þínum orðaforða. Þitt líf var alltaf áhugavert og ekki vissi ég helming- inn af því sem þú hafðir fyrir stafni, þú hélst áfram að mennta þig allt til hins síðasta, sóttir óteljandi nám- skeið og menningarviðburði og fylgdist vel með því sem var á boð- stólum þar, hvort sem það voru tón- leikar, leikhús eða listsýningar. Þessu sinntir þú mest með þínum góðu vinkonum. Einnig varst þú dugleg við að skoða landið okkar og ekki þótti þér verra að hafa veiði- stöngina með og renna fyrir silung þegar tækifæri gafst. Þegar við Gústi bjuggum í Bandaríkjum komst þú nokkrum sinnum í heimsókn, þú lést þig ekki vanta í útskriftina okk- ar og hjálpaðir til við að pakka þegar við fluttum heim eftir skóla. Seinna þegar við vorum aftur flutt út varstu að sjálfsögðu komin aftur oftar en einu sinni og við áttum frábærar stundir saman en því fylgdi auðvitað talsvert meira dekur en þegar þú komst til okkar á skólaárunum. Því verður nefnilega ekki neitað um þig, Maja mín, að þú kunnir að meta lífs- ins lystisemdir, hvort sem var góður matur, enda listakokkur sjálf, listir, fallegir hlutir og svo var ekki leið- inlegt að fara með þér að versla því þú hafðir gaman af að gera vel við sjálfa þig og aðra. Þú áttir þitt fal- lega heimili í Vesturberginu og þangað var gott að koma, tilrauna- matarboðin þín voru eitthvað sem enginn í fjölskyldunni vildi missa af, því við vissum að von var á einhverju nýju og sérstaklega góðu. Elsku Maja, þú ferð allt of snemma því þú vildir gera, uppgötva og sjá svo mikið meira, en það er ekki spurt þegar sjúkdómar berja að dyrum, valdið tekið úr okkar hönd- um. Ég á eftir að sakna þín óendan- lega, elsku Maja mín, og ég veit að góður guð mun taka vel á móti þér. Ragna Sif. Í dag kveð ég kæra vinkonu þó að andlátsfregn hennar ætti ekki að koma mér á óvart er það samt ótrú- lega sárt að horfast í augu við þá staðreynd að hún sé farin fyrir fullt og allt. Ég kynntist Maríu vorið 1962 þeg- ar ég hóf störf á Ferðaskrifstofu rík- isins en þar hafði María þegar starf- að í 2 ár. Við unnum þar hlið við hlið við móttöku erlendra ferðamanna og urðum fljótt góðar vinkonur. Það var alltaf gott að leita til Maríu um að- stoð enda var hún frábær starfs- kraftur sem veitti aðstoðina af sinni eðlislægu hógværð og samvisku- semi. Minningarnar eru margar og allar bjartar, þær spanna nú rúm- lega 44 ár og ég minnist þess aldrei að okkur hafi orðið sundurorða í eitt einasta skipti. Á fyrri árum fórum við gjarnan í hestaferðir og útilegur á sumrin og vorum fastagestir á tón- leikum á vetrum. Við misstum niður þráðinn í nokkur ár þegar María fór til starfa út á land, bæði vestur og norður, eftir að hún hafði lokið hjúkrunarnámi. En ég var heima að ala upp dætur mínar tvær og sinna heimilinu. Við tókum þó þráðinn upp aftur og áttum ótal margar góðar stundir saman hin síðari ár. Við náð- um að styðja hvor aðra í erfiðum veikindum og einnig að ferðast sam- an innan lands og utan. Ég held að ég megi fullyrða að það var alltaf sól- skin í þeim ferðum. Nú getum við ekki lengur hringt hvor í aðra og ákveðið hvert við eig- um að ganga okkur til hressingar. Var það Elliðaárdalurinn, Laugar- dalurinn eða bara eitthvað annað sem varð fyrir valinu í það skiptið. Síðastliðin ár voru þessar stuttu gönguferðir okkar fastur liður í til- verunni. Þær enduðu gjarnan á spjalli yfir kaffibolla heima hjá ann- arri hvorri okkar. Þar sem rætt var um málefni líðandi stundar. Sjúk- dómar voru ekki á dagskrá. Miklu frekar hvert við ættum að fara næst. Vestur á firði eða norður á Strandir. Eða kannski skreppa til London og heimsækja Pat vinkonu okkar. En nú er María farin í aðra og lengri ferð og bið ég guð að fylgja henni á vegi ljóssins. Blessuð sé minning hennar. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran) Ástvinum hennar votta ég mína dýpstu samúð Sigríður J. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SÆBJÖRNS JÓNSSONAR, Laugarnesvegi 89, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, líknardeild Landspítalans í Kópavogi og séra Hans Markús Hafsteinsson. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Valtýsdóttir, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, Valbjörn Sæbjörnsson, Erna Dahl, Alma Sæbjörnsdóttir, Smári Sæbjörnsson, Selma Hrönn Maríudóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSEPS BIRGIS KRISTINSSONAR, Daggarvöllum 4A, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hagamel 6 í Skilmannahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir umhyggju og vinarhug. Margrét Kristín Þórhallsdóttir, Þórhallur B. Jósepsson, Herdís Ólafsdóttir, Karólína K. Jósepsdóttir, Gunnar Jónsson, Skarphéðinn Jósepsson, Stefanía Björnsdóttir, Ævar Örn Jósepsson, Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORGRÍMS EYJÓLFSSONAR, Fagurgerði, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi. Gunnar E. Þórðarson, Elísabet Zóphóníasdóttir og fjölskylda, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Þóra Eyjólfsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR HANNESSONAR frá Herjólfsstöðum, Árskógum 8. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans, vinum og ættingjum sem studdu hann og okkur í veikindum hans. Vigdís Magnúsdóttir, Elín Hjartardóttir, Jón Björnsson, Hanna Hjartardóttir, Vigfús Ólafsson, Hannes Hjartarson, Ingibjörg Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, GUÐMUNDUR ADAM ÓMARSSON, Heiðarbraut 9, Sandgerði, lést af slysförum miðvikudaginn 16. ágúst. Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu Sandgerði mánudaginn 28. ágúst kl. 14.00. Svanhvít Jóhannsdóttir, Jón Kristjánsson, Hafsteinn Már Steinarsson, Anna Elín Björnsdóttir, Helgi Sævar Ómarsson, Jóhanna Ótta Sigtryggsdóttir, Kristín Sigurbjörg Jónsdóttir, Hildur Ýr, Aldís Vala, Halldór Ingi, Aþena Rún. Elsku afi minn. Erfitt er að missa þig. Þú varst voða skemmtilegur og góður við mig. Það var gaman að eiga þig. Kveðja. Andrea Rún. Elsku afi minn. Ég sakna þín voða mikið. Gangi þér vel hjá Guði. Ég elska þig. Kveðja Kristófer Andri. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.