Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI NÝTT leikrit, Lífið – notk- unarreglur, eftir Þorvald Þor- steinsson, verður frumsýnt hjá Leik- félagi Akureyrar í vetur. Sýningin er unnin í samvinnu við útskrift- arárgang leiklistardeildar Listahá- skóla Íslands og er lokaverkefni nemendanna við skólann. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur deild- arinnar vinna að lokaverkefni sínu með Leikfélagi Akureyrar en þeir hafa áður unnið í samstarfi við Þjóð- leikhús og Borgarleikhús. Í vetur verða einnig frumsýnd tvö nýleg erlend verk auk sígilds barna- leikrits. Starfsárið hefst á því að tvær vinsælar sýningar frá því í fyrravetur eru komnar aftur á svið; Fullkomið brúðkaup er nú sýnt í Reykjavík og Litla hryllingsbúðin verður sýnd á Akureyri um tíma í september. Aðsókn á sýningar LA sl. vetur var gríðarleg. Metið frá upphafi voru 19 þúsund manns á einu leikári, áhorfendur höfðu árlega verið um 5– 10 þúsund um árabil, í hittifyrra voru þeir hins vegar 17 þúsund en á síðasta leikári sáu um 26 þúsund manns sýningar LA á Akureyri auk 17 þúsund áhorfenda í Reykjavík! Hvað næst? „Við spurðum okkur satt að segja að því í vor hvað við ættum eiginlega að gera eftir slíkan vetur,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri LA, í samtali við Morg- unblaðið. „Niðurstaðan var einfald- lega sú að viðurkenna að við fáum varla nokkurn tímann aftur slíkan fjölda í leikhúsið, að óbreyttu. Að- sókn síðasta leikárs var einsdæmi og verður ekki endurtekin. Þegar síð- asta leikár var skipulagt völdum við góð verk sem okkur líkaði og við höfðum trú á en okkur dreymdi aldr- ei um að fá þvílíkan fjölda í leikhúsið og þetta fór langt umfram öll mark- mið sem við settum okkur. Nú ger- um við nákvæmlega það sama, við höfum valið úrvals leikrit til sýninga, leikrit sem snerta okkur og okkur finnst eiga ríkt erindi við áhorfendur okkar. Við ætlum okkur að vinna þau af einlægni og þá tekst okkur vonandi að hreyfa við áhorfendum. En við höldum okkur á jörðinni og ætlum okkur ekki að keppa við að- sóknartölur síðasta leikárs – það er ekki raunhæft. En vonandi skilum við enn betri sýningum og stöndum fyrir enn betra leikhús. Það er markmiðið.“ Magnús leggur áherslu á að það sé ekki stefna Leikfélags Akureyrar að sýna reglulega í Reykjavík en það hafi verið gert í vor og sumar vegna mikillar eftirspurnar og vegna þess að félagið gat komið því við. „En það er ekki stefna okkar að þetta sé fast- ur liður í starfseminni. Þess vegna stendur ekki til að fara suður með neinar sýningar vetrarins, þótt ég útiloki auðvitað ekkert. Við erum leikhús fyrir alla landsmenn – á Ak- ureyri. Hingað eru allir hjartanlega velkomnir og við lofum því að taka vel á móti leikhúsgestum alls staðar að.“ Magnús Geir segir LA áfram vinna eftir sömu stefnu og síðustu ár; aðeins verði eitt verk á fjölunum á hverjum tíma en það sýnt þétt. Og áhersla er lögð á ný eða nýleg verk. „Við viljum vera kraftmikið nú- tímaleikhús; stefnum að því að sýna innlend og erlend nútímaverk en láta klassíkina vera – þó leikritið um Karíus og Baktus sé vissulega orðið sígilt. Við viljum snerta áhorfendur, stundum með miklum húmor og stundum með því að hrista vel upp í fólki eins og gert var með Mar- íubjöllunni í fyrravetur og ég er viss um að Svartur köttur gerir í vetur.“ Sýningar á Litlu hryllingsbúðinni hefjast 2. september en Karíus og Baktus mæta á svið 23. september. Magnús segir LA hafa sinnt yngstu kynslóðinni í auknum mæli. „Mörg börn hafa komið á Oliver og Litlu hryllingsbúðina en Karíus og Baktus eru fyrir þau allra yngstu, jafnvel þau sem eru að fara í fyrsta skipti í leikhús. Sýningin er ekki nema hálftími, við erum verkinu trú en það sem er ekki síst spennandi er að hljómsveitin 200.000 naglbítar hefur endurunnið músíkina.“ Ástrós Gunnarsdóttir leikstýrir Karíusi og Baktusi. Gestasýningin Mike Attack verð- ur frumsýnd í Rýminu í október. Þar er á ferðinni með einleik látbragðs- leikarinn Kristján Ingimarsson, Ak- ureyringur sem búsettur hefur verið erlendis en er nýfluttur aftur í heimabæinn. „Kristján hefur farið með þessa sýningu út um allan heim og fengið frábærar undirtektir. Enda er hann í heimsklassa.“ Magnús segir Krist- ján ótrúlega snjallan í „líkamlegu leikhúsi“ sem svo megi kalla. „Þetta er látbragðsleikur fyrir fullorðna, al- veg óborganlega fyndin sýning.“ Fyrsta stóra frumsýning vetr- arins er Herra Kolbert en verkið verður frumsýnt 27. október. „Þetta er ótrúlegt verk. Við leiklásum það í fyrravetur, buðum þá korthöfum og fleirum í leikhúsið, umræður voru á eftir og í framhaldinu ákváðum við að taka verkið til sýninga nú í vet- ur.“ Þetta er þýskt verk sem frumsýnt var í London árið 2000 og hefur síð- an verið sýnt víða um heim. „Húm- orinn er fyrirferðarmikill án þess þó að leikritið sé farsi,“ segir Magnús Geir. „Það má segja að þetta sam- bland af gamanleikriti og reyfara í anda Agöthu Christie. Og í því er margt sem kemur á óvart og feiki- lega vel skrifað.“ Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir Herra Kolbert, en hann var leik- stjóri Maríubjöllunnar hjá LA í fyrravetur og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir það starf. Magnús Geir leikstýrir sjálfur verkinu Svartur köttur, eftir Írann Martin McDonagh, sem hann segir í fremsta flokki ungra leikskálda heimsins um þessar mundir. „Þetta er einstakur höfundur og mörg verk hans hafa átt góðu gengi að fagna á undanförnum árum.“ Verkið var frumsýnt fyrir fjórum árum í Bretlandi og vakti strax mikla athygli, að sögn Magnúsar Geirs. „Það varð mjög vinsælt, sem menn bjuggust ekki sérstaklega við fyrirfram enda verkið flugbeitt. Svartur köttur fékk svo Oliver- verðlaunin sem gamanleikrit ársins í Englandi það árið.“ Magnús segir söguna reyf- arakennda, leikritið fyndið en afar beitt og persónurnar brjóstumkenn- anlegar. „Verkið er nú sýnt á Broad- way og þykir sjóðheitt. Talað hefur verið um að sýningin sé eins og Monty Python og Quentin Tarantino hafi farið í eina sæng og það lýsir þessari blöndu vel.“ Magnús segist hafa á tilfinning- unni að bæði Herra Kolbert og Svartur köttur eigi eftir að höfða til breiðs hóps enda aðgengileg þó höf- undum beggja verka liggi heilmikið á hjarta. Hann segir bæði leikritin vera mikil gæðaverk. Í dymbilvikunni næsta vor verður Ausa Steinberg sýnd aftur á Ak- ureyri, en þar var verkið frumsýnt í nóvember 2004. Ilmur Kristjáns- dóttir er sem fyrr eini leikarinn en verkið verður nú sýnt í nýrri útgáfu. Sýnt verður í Akureyrarkirkju. Ánægjulegt Stórsýning vetrarins, eins og Magnús Geir orðar það, verður svo Lífið – notkunarreglur, sem Þor- valdur Þorsteinsson skrifaði sér- staklega fyrir LA og útskriftarhóp leiklistardeildar Listaháskólans. „Við erum mjög ánægð með þetta samstarf. Útskriftarsýning nem- endaleikhússins hefur á und- anförnum áratugum oft verið í sam- starfi við annaðhvort Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið en er nú í fyrsta skipti í samstarfi við Leikfélag Ak- ureyrar. Það er oft mikill kraftur og metnaður í þessum sýningum og það fellur vel að því sem við höfum verið að gera í þessu leikhúsi.“ Kjartan Ragnarsson leikstýrir verkinu og segir Magnús Geir það mikinn feng fyrir LA, sem og að hafa fengið Þorvald til að skrifa verkið. „Þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna fyrir LA og mér finnst það mjög spennandi. Kjartan er einn reyndasti og ástsælasti leikstjóri þjóðarinnar og Þorvaldur löngu landskunnur fyrir leikrit sín og bæk- ur.“ Magnús Geir segir að þetta leikrit sé ævintýrið um okkur öll; fullt af hlýju, tónlist og leiftrandi húmor og fjalli um fólk á Íslandi í dag, stráka og stelpur, karla og konur. Um kær- leikann og ástina. „Þrátt fyrir fal- lega áferð er verkið auðvitað ekki laust við átök og kannski má segja að þetta sé einskonar Blíðfinnur fyr- ir fullorðna,“ segir Magnús Geir en bækur Þorvaldar um Blíðfinn eru líklega öllum kunnar. „Ég held að þetta nýja leikrit sé rökrétt fram- hald af leikriti Þorvaldar …and Björk of course en tilfinningin og tónninn gjörólíkur.“ Frumsýning verður 16. mars. „Við sjáum fyrir okkur að senda fólk dill- andi inn í vorið með þessari sýn- ingu,“ segir Magnús Geir. Leikhús fyrir alla landsmenn Metnaður Mikill kraftur og metnaður í sýningum nemendaleikhússins og það fellur vel að því sem við höfum verið að gera, segir Magnús Geir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsælt Fullkomið brúðkaup sló öll aðsóknarmet hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrravetur fyrir norðan og í Reykjavík og sýningar eru hafnar á ný. Álfrún Örnólfsdóttir er þarna í hlutverki sínu. Nýtt leikrit Þorvaldar Þorsteins- sonar og tvö nýleg erlend verk verða frumsýnd hjá LA í vetur Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is EITT hundrað ár verða í vetur liðin frá fyrstu frumsýningu í Samkomu- húsinu á Akureyri. Ævintýri á gönguför var þá frumsýnt 20. janúar 1917 og nákvæmlega 100 árum síðar verður hátíðarfrumsýning á leikritinu Svartur köttur. Í tengslum við afmæli hússins verður einnig boðið upp á leiklestur á fyrsta verkinu, Ævintýri á gönguför, og miðaverð verður þá það sama og fyrir 100 árum – 75 aurar í sal og 35 aurar á svölum. Í maí mun LA taka á móti gestasýningu en ekki verður ákveðið fyrr en seinna í vetur hvaða sýning það verður. „Við köllum þetta óvissuferð í leik- húsið. Á Íslandi eru 60 frumsýningar í atvinnuleikhúsunum á hverjum vetri, leikhús er í eðli sínu þannig að undirbúningur er langur en þarna fundum við leið til þess að bjóða upp á það ferskasta og það sem okkur finnst mest spennandi fyrir leikhúsgesti norðan heiða. Við munum því taka á móti einni verðugri gestasýningu að vori“ segir Magnús Geir. Kostar 75 aura í salinn Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.