Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KAUPRÉTTARSAMNINGAR komust í tísku um svipað leyti og hin svokallaða netbóla var upp á sitt besta á síðari hluta 10. áratugarins, enda hentaði vel að gefa stjórnendum og starfs- fólki kauprétt þegar litlir peningar voru til að greiða þeim laun. Allir áttu að græða. Netbólan sprakk í ársbyrjun 2001, en eftir standa kaup- réttarsamningar og aðrar aðferðir til að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins. Kaupréttarsamningar hafa komist í kastljósið af og til á undanförnum árum, bæði þegar þeir voru upphaflega gerðir, en ekki síður þegar stjórnendurnir sem fengu samningana innleystu hagnaðinn nokkrum árum síðar. Að vissu leyti má segja að kaupréttarsamn- ingar hafi komist í tísku og á árunum 2000–2001 gerði stór hluti íslenskra fyrirtækja slíka samn- inga við einn eða fleiri stjórnendur. Að sögn sér- fræðings hjá stóru endurskoðunarfyrirtæki fækkaði kaupréttarsamningum verulega stuttu síðar og það er aðeins á síðustu árum sem þeir eru farnir að verða algengari. Annar sérfræð- ingur tók undir þetta og sagði að svo virtist sem ákveðið jafnvægi væri að nást þó að samning- arnir sem gerðir væru í dag væru mun færri en skömmu eftir aldamótin. Enn í dag eru þó fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem stunda það að tengja laun yf- irmanna, eins eða fleiri, við árangur fyrirtæk- isins. Í fjármálafyrirtækjum og í þekkingarfyr- irtækjum eru slíkir samningar nær undantekningalaust í gangi við æðstu stjórn- endur. Í öðrum fyrirtækjum er algengara að sett sé upp einhvers konar bónuskerfi þegar vel gengur, þó að kaupréttarsamningar séu vissu- lega til staðar í sumum fyrirtækjum. Kaupa hlutabréf á gömlu gengi Til eru nokkrar aðferðir til að tengja laun stjórnenda við gengi félagsins og hafa þær allar sína kosti og galla, til að mynda er skattlagning á þær tekjur sem þar verða til mismunandi. Skipta má aðferðunum í tvo meginhluta, annars vegar kaupréttarsamninga eða samninga um kaup á hlutabréfum, en hins vegar bón- usgreiðslur. Kaupréttarsamningar eru misjafnir, en al- gengast er að samið sé við stjórnendur um rétt á að kaupa tiltekinn fjölda bréfa í félaginu á ákveðnu verði eftir ákveðinn árafjölda, oft 3–5 ár. Þetta fer gjarnan saman við gerð áætlana um gengi félagsins til jafnmargra ára. Stundum eru sett skilyrði um að viðkomandi eigi bréfin í ákveðinn árafjölda eftir að hann kaupir. Verðið sem samið er um er oft það verð sem er á bréfum í fyrirtækinu þegar samningurinn er gerður, en getur einnig verið hærra. Ef geng- ið hefur hækkað að loknum umsömdum ára- fjölda hagnast stjórnandinn sem því nemur og greiðir tekjuskatt af hagnaðinum. Til að mynda mætti hugsa sér einfalt dæmi um stjórnanda sem gerir samning um að kaupa 10.000.000 hluti í bankanum sem hann stýrir, skat Sérf að m hina slíka leng á bré að sö nokk í kau Þa irma ónir þrjú af yf hann mark skat hver Lán Það fyrir um f þáttu ekki sem eink legu upp Sa irtæ bund fjárm hver mikl þess dreg og fj kaup skip Þó við s sérs ná g stóru skilg og er starf teng isins ig ge hver við u Su upp fyrir mön irleit starf er bó Þe á lan ingu þess anna fimm árum eftir að samningurinn er gerður. Þegar samningurinn er gerður er gengið í bank- anum 4 kr. á hlut. Fimm árum síðar, þegar kem- ur að því að nýta kaupréttarsamninginn og kaupa bréfin, er gengi bankans komið upp í 20 kr. á hlut. Þá kaupir stjórnandinn á genginu 4, fyrir 40 milljónir kr., en raunverulegt verðmæti er 200 milljónir. Mismunurinn, 160 milljónir, er þá hagnaður stjórnandans. Skattgreiðslur vegna þessa eru tvenns konar. Fyrst greiðir hann hefðbundinn tekjuskatt, 36,72%, af millj- ónunum og þegar hann selur bréfin greiðir hann 10% fjármagnstekjuskatt af söluhagnaðinum. Stjórnendum lánað fyrir hlutabréfum Önnur aðferð til að gefa stjórnendum kost á að eignast hlut í fyrirtækinu, og sýna þannig að þeir hafi trú á því að það muni ganga vel, er að selja stjórnendunum bréf í fyrirtækinu á mark- aðsgengi. Veita fyrirtækin stundum lán fyrir þeirri upphæð sem keypt er fyrir, en stjórnend- urnir skuldbinda sig á móti til þess að eiga bréf- in í ákveðinn árafjölda. Að þeim tíma liðnum geta þeir selt bréfin og innleyst hagnað ef fyrirtækið hefur gengið vel undir þeirra stjórn. Af þeim hagnaði greiða þeir 10% fjármagnstekjuskatt. Ef fyrirtækið veitir lán til hlutabréfakaup- anna sem ekki ber hefðbundna vexti, sem ákvarðaðir eru af ríkisskattstjóra, telst lánið skattskyld fríðindi starfsmannsins og af því ber að greiða tekjuskatt. Ef lánin eru á eðlilegum lágmarkskjörum, sem tilgreind eru af rík- isskattstjóra á ári hverju, er ekki um það að ræða. Í ár er lágmarks vaxtahlutfallið 11%. Þegar stjórnendur gera samninga af þessu tagi fylgir stundum trygging fyrir því að fyr- irtækið kaupi bréfin á sama verði og þau voru keypt á ef gengið lækkar. Þessi trygging ver starfsmenn fyrir tapi gangi fyrirtækið illa. Samkvæmt sérfræðingi hjá stóru endurskoð- unarfyrirtæki hafa slíkir samningar orðið al- gengari á undanförnum árum, en hjá við- skiptabönkunum virðist sem verulega hafi dregið úr slíkum tryggingum. Slíkir samningar eru verðmætir, og und- anfarna mánuði hefur ríkisskattstjóri sýnt þess- um samningum, þar sem fyrirtækið tryggir starfsmanninn gegn tapi, aukinn áhuga, segir lögmaður sem sérhæfir sig í skattalöggjöfinni. Sérfræðingur hjá endurskoðunarfyrirtæki bendir ennfremur á að síðasta haust hafi rík- isskattstjóri sent út bréf til fjölda fyrirtækja þar sem m.a. var spurt hvort kaup starfsmanna hafi verið tryggð á þennan hátt. Tekur ríkisskatt- stjóri fram að um sé að ræða verðmæti sem bera eigi tekjuskatt. Um það hafa þó ekki fallið neinir úrskurðir hér á landi og engir dómar. Í úrskurði yfirskattanefndar frá árinu 2005 er þó fjallað um verðmæti slíks samnings í kjölfar þess að stjórnandi sem gerði samninginn fram- seldi hann til erlends fyrirtækis sem hann átti einn. Í nágrannalöndunum hefur fengist stað- fest með dómum að samningar á borð við þessa séu skattskyld hlunnindi. Verðmæti slíkra samninga, og þar af leiðandi Fréttaskýring | Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum Kaupréttarsa SÓKN Á FJÖLMIÐLAMARKAÐI Ákveðin þáttaskil urðu í gærhjá Árvakri hf., útgáfu-félagi Morgunblaðsins. Fyrirtækið greindi í fyrsta lagi frá nýrri stefnumótun, þar sem hlutverk þess er endurskilgreint. Árvakur verður ekki fyrst og fremst blaðaútgáfa eins og fyr- irtækið hefur verið frá upphafi, heldur alhliða miðlunarfyrirtæki og er stefnan sú að innan þriggja ára verði hægt að skrá félagið í Kauphöll Íslands. Fyrir átta árum var vefútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, hleypt af stokkunum. Vefurinn hefur síðan vaxið og dafnað hraðar en nokk- urn óraði fyrir í upphafi. Hann er nú langvinsælasti vefur landsins með yfir 210.000 einstaka notend- ur í síðustu viku, meira en 1,6 milljónir innlita og yfir 13 millj- ónir flettinga. Stjórn Árvakurs hf. hefur nú markað sér stefnu um að nýta þessa sterku stöðu til að þróa mbl.is þannig að notendur fái í gegnum hann aðgang að mun fjölþættari þjónustu, t.d. tölvu- pósti og jafnvel símaþjónustu. Ætlunin er að í þessari þróun í átt að svokallaðri samskiptagátt verði möguleikar í ljósvakamiðlun nýttir. Það er augljóst að net- miðlun og sjónvarp munu renna saman í vaxandi mæli á næstu ár- um. Rúmir átta mánuðir eru nú liðn- ir frá því að Árvakur keypti 50% hlutafjár í Ári og degi, útgáfu- félagi Blaðsins, sem hefur verið dreift ókeypis til heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Það er í fyrsta sinn sem Árvakur hf. kaupir hlut í öðru dagblaði, en er í samræmi við það sem útgáfufélög áskrift- arblaða í nágrannalöndum okkar hafa gert á undanförnum árum. Með þessum kaupum varð til öfl- ugasta blaðaútgáfa á Íslandi. Ár- vakur hf. hyggst nú styrkja stöðu sína á fríblaðamarkaðnum frekar. Þannig er stefnt að því að Blaðinu verði frá og með septembermán- uði dreift að morgni dags og verða það blaðberar Morgun- blaðsins sem sjá um þá dreifingu. Í tilkynningu stjórnar Árvakurs segir að uppbygging félagsins byggist á því að það verði eflt til sóknar á næstu mánuðum með nýju fjármagni. Það sé nú til með- ferðar og afgreiðslu í stjórn og hluthafahópi félagsins. Það má því gera ráð fyrir að umsvif út- gáfufélags Morgunblaðsins aukist mjög á næstu misserum. Því fagna þeir að sjálfsögðu, sem starfa við útgáfu blaðsins. Í annan stað var í gær ráðinn nýr forstjóri Árvakurs hf. til að stýra þeirri sókn og uppbyggingu, sem framundan er. Einar Sig- urðsson hefur víðtæka reynslu sem fjölmiðlamaður, fram- kvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtækis og stjórnandi hjá umsvifamiklu stórfyrirtæki. Hann er kraftmikill forystumaður og vel til þess fall- inn að stýra Árvakri í harðri og óvæginni samkeppni á fjölmiðla- markaðnum. Í þriðja lagi var í gær greint frá breytingum á útgáfu Morgun- blaðsins, sem munu líta dagsins ljós á næstu dögum. Lesendur blaðsins munu í dag taka eftir breytingum á útliti og uppröðun efnis í blaðinu. Þær breytingar eru til þess hugsaðar að gera blaðið læsilegra og aðgengilegra fyrir lesendur. Aðalblað Morgunblaðsins dag hvern verður eflt með nýju efni. Sú breyting verður á útgáfunni að efni Tímarits Morgunblaðsins og tímaritanna Lifunar og M verður fellt inn í aðalblaðið. Þannig mun blaðið bjóða upp á efni um t.d. mat, vín, húsbúnað, tízku, lífsstíl og afþreyingu dag hvern í stað þess að bera það á borð sjaldnar en í stærri skömmtum. Með þess- um breytingum er jafnt komið til móts við þarfir lesenda, sem vilja slíkt efni á hverjum degi, og aug- lýsenda, sem munu eiga greiðari aðgang að lesendum blaðsins í að- alblaðinu, sem hefur mestan og beztan lestur þeirra blaða sem út- gáfa Morgunblaðsins saman- stendur af. Aðalblað Morgun- blaðsins verður enn stærra og fjölbreyttara en verið hefur, sér- staklega helgarútgáfan frá föstu- degi til sunnudags. Morgunblaðið mun kappkosta í enn ríkari mæli en áður að fréttir þess veiti lesendum sem mestar upplýsingar og fræðslu. Aukin áherzla verður því lögð á upplýs- ingaramma og myndræna fram- setningu frétta. Sérblöð Morgunblaðsins, þ.e. Lesbókin, barnablaðið og blöðin um íþróttir, viðskipti, bíla, fast- eignir og atvinnu munu fá nýjan svip og þar verða einnig gerðar ýmsar breytingar varðandi efn- istök og innihald, sem lesendur munu kynnast nánar á næstu dög- um og vikum. Breytingar á Morgunblaðinu eru þáttur í þeirri sókn, sem stjórn Árvakurs hf. vill hefja á fjölmiðlamarkaði og eru til þess ætlaðar að skjóta enn traustari stoðum undir samkeppnisstöðu blaðsins og afkomu. Breytingarn- ar eru að sjálfsögðu gerðar með það í huga að þær falli lesendum vel í geð og eru m.a. byggðar á könnunum á óskum lesenda blaðs- ins. Ritstjórn Morgunblaðsins vill vera í sem beztu sambandi við lesendur og fagnar því öllum við- brögðum og athugasemdum frá þeim sem varða breytingarnar á blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.