Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 45 menningar, bókasafna og kaffihúsa. Jafnframt naut hann útiveru og engan mann hef ég hitt sem haft hefur viðlíka unun af þeim fáu sól- ardögum sem sumarið færir Íslend- ingum. Agnar var afkastamikill höfund- ur. Eftir hann liggja rúmlega 30 lengri verk, leikrit fyrir svið, sjón- varp og útvarp og skáldsögur, auk smásagnasafns, ferðabókar og end- urminningabóka. Leikrit hans nutu mörg hver mikilla vinsælda. Skáld- saga hans, „Hjartað í borði“, var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Og hann átti met- sölubók í Póllandi! Þrátt fyrir litla sjón hélt hann áfram skriftum fram á síðustu ár, tölvan kom þar til hjálpar en mestu skipti þó seiglan sem var honum eðlislæg. Erfið veikindi í æsku mótuðu allt líf Agnars. Hans langa ævi fer raun- ar nærri því að geta talist krafta- verk. Þótt sverðið væri stutt hélt hann ávallt ótrauður áfram. Hann var baráttumaður, knúinn áfram af óslökkvanlegum lífsþorsta, sem veitti honum krafta langt umfram það sem ætla hefði mátt. Reynsla Agnars í æsku hefur ef til vill fært honum ákveðinn stóisma gagnvart sjálfum sér og umhverfinu en hagur og velgengni afkomendanna var honum jafnan ofarlega í huga. Hann var stoltur af sonum sínum og barnabörnum og það með réttu. Í huga ættmenna og vina voru Agnar og Hildigunnur eitt. Hildigunnur var hin mikla gæfa Agnars í lífinu. Til hinsta dags Agnars vakti hún yf- ir velferð hans af einstakri ástúð og trúmennsku; sennilega ber að þakka að fjölmiðlar framleiði „hetjur“ eins og hvern annan neysluvarning því ella fengju hinar raunverulegu athygli sem þær kæra sig ekki um. Agnar Þórðarson lagði langa leið að baki í vagni tímans. Nú er því ferðalagi lokið og fyrir liggur að hann var farsæll maður. Hafi hann góða þökk fyrir allt. Ásgeir Sverrisson. Agnar Þórðarson móðurbróðir minn er látinn. Hann hafði verið heilsuveill um langt skeið, en þó að hann nálgaðist 89 árin var lífsviljinn óbugaður. Agnar var einn af sex bræðrum móður minnar, allir miklir karakterar en þó hver með sínu sniði. Þetta var samheldinn systk- inahópur, þau hittust m.a. á hverj- um miðvikudegi í „eftirmiddags- kaffi“ hjá ömmu Ellen. Hluti af mínum bernskuminningum er af mömmu hlaupandi í strætó til að hugsa um kaffið. Það var ávallt skemmtilegt þegar móðurbræður mínir komu í heimsókn. Ég minnist þess þegar veislur voru haldnar, hvað mér fannst þeir bera með sér smitandi gleði. Þegar þeir voru mættir var gaman. Agnar hafði yf- irbragð heimsborgarans, hávaxinn, í Burberrys-frakka og sérsaumuð- um fötum, með sama hárafar og Hollywood-leikarinn Yul Brynner. Hann sagði skemmtilega frá, enda rithöfundur og hafði frá mörgu að segja. Oft voru rifjaðir upp þeir tímar þegar fjölskyldan bjó á Kleppi og ekki síður sagðar sögur af Sissa sem var hjálparhella ömmu Ellenar. Sérstaklega minnist ég sögunnar af því þegar þau mamma voru börn og hún tróð Agnari inn í lítinn dúfnakofa. Náið samband hefur alla tíð verið milli fjölskyldna mömmu og Agnars og ég leit nánast á syni Agnars og Hildigunnar sem bræður mína. Margar minningar eru frá samveru- stundum fjölskyldnanna, hvort heldur í Suðurgötu, Sólheimum, á Sundlaugavegi, eða heimilum af- komendanna. Agnar var mikill sóldýrkandi og margar sögur sagði hann af því þeg- ar þeir Ólafur smiður byggðu lítið sumarafdrep við Helluvatn. Þar varð síðan mikill sælureitur, sem á mínu heimili gengur enn undir nafn- inu „Agnarssveit“. Þangað var gam- an að skreppa í sól og góðan fé- lagsskap. Oft var teppi útbreitt í lautinni, kaffi á brúsa, bakkelsi á fleygiferð og fólk í hrókasamræð- um. Í endurminningunni er Agnar þar ber að ofan, sólbrúnn og alsæll. Þannig mun ég muna frænda minn. Ég þakka Agnari frænda mínum samfylgdina og sendi Hildigunni, Ugga, Úlla, Sveini og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Kristín Halla Traustadóttir. Það kom mér kannski ekki á óvart að frétta lát Agnars frænda míns, því ég vissi að heilsu hans hafði hrakað nokkuð í seinni tíð. Mig langar til með örfáum orðum að þakka honum samfylgdina og vin- áttuna allt frá bernskuárum okkar. Það var rúmt ár á milli okkar og í heimsóknum í læknishúsið á Kleppi var alltaf mikil gleði ríkjandi. Þar var okkur opið frelsi til útileikja og náttúruskoðunar upp um holt og hæðir, niður í fjöru og um víðan völl athafna sem við í Skuggahverfi Reykjavíkur áttum annars ekki kost á. Okkur Agnari kom alltaf einstak- lega vel saman og þótt við færum sitt hvora leiðina á okkar uppvaxt- ar- og skólaárum slitnuðu tengslin aldrei. Ég tel Agnar hafa verið mikinn gæfumann. Hann eignaðist einstak- lega góða og bráðgreinda konu, Hildigunni Hjálmarsdóttur sem alltaf stóð við hlið hans sem sá klett- ur sem hægt var að treysta á. Þrjá syni eignuðust þau, Ugga, Úlf og Svein – tvo lækna og einn viðskipta- fræðing. Agnar skildi eftir sig fjársjóð rit- aðra verka, skáldsögur, leikrit, ferðasögur og greinar um hin marg- víslegustu efni, allri þjóðinni til skemmtunar og fróðleiks. Ég man varla eftir honum öðruvísi en með blað í annarri hendi og blýant í hinni. Hann átti frásagnargáfuna og þessa yndislegu kímni sem fylgdi þeim Klepps-systkinum öllum. Hann skilaði miklu dagsverki. Hafi hann þökk fyrir. Ég votta Hildigunni og sonum þeirra innilega samúð. Nanna frænka. Agnar föðurbróðir minn var sterkur persónuleiki og verður ekki lýst í fáum orðum. Í mínum huga var hann alltaf nokkuð sér á parti eða eins og Úlfar bróðir hans orðaði það svo léttilega ,,séreinkennilegur“ þ.e.a.s. sérstakur, sérvitur og sér- kennilegur, allt í jákvæðri og víðri merkingu orðsins. Og vissulega var Agnar sprottinn úr sérstökum jarð- vegi og bar þess merki. Það hefur án efa einnig átt sinn þátt í að móta hann sem rithöfund. Agnar var fæddur að Kleppi. For- eldrar hans voru hjónin Þórður Sveinsson og Ellen Johanne, fædd Kaaber. Agnar var fimmti í röðinni af sjö systkinum sem jafnan voru kennd við Klepp. Á þessum árum lá Kleppsspítalinn drjúgan spöl utan við bæinn. Faðir þeirra rak þar myndarbú og var spítalinn sjálfum sér nægur um flestar nauðsynjar. Í þessum unaðsreit inn við sundin blá ólust þau systkinin upp í sínum eig- in frjálsa litla heimi þar sem lífið var um svo margt óvenjulegt. Sjúk- lingarnir voru leikfélagar þeirra og vinir og foreldar þeirra innrættu þeim frá upphafi að umgangast þá fordómalaust og af fullri virðingu. Heimilisbragurinn á Kleppi var einnig um margt sérstakur. Þar blésu menningarvindar, innlendir sem erlendir. Ellen móðir þeirra var af dönskum ættum, taldi til franskra húgenotta og þýskra söðlasmiða og flutti með sér mið- evrópska menningarstrauma og hefðir. Danska frúin á Kleppi vakti óskipta athygli bæjarbúa þar sem hún fór ferða sinna á reiðhjóli, tíndi sveppi og ræktaði ótrúlegasta grænmeti í vermireitum. Uppvöxt- urinn mótaði þau systkinin öll sem eitt. Þau voru næmari og höfðu meiri skilning á því að mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru marg- ir og að þeir verða misvel úti í lífsins ólgusjó. Agnar gekk hefðbundinn mennta- veg. Varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík og lauk síðar magistersprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum. Námsár hans mörkuðust af miklum veikindum en hann hafði veikst alvarlega af berkl- um sem unglingur. Árið 1938 var Úlfar bróðir hans aðstoðarlæknir á Landspítalanum þar sem Agnar lá fársjúkur og ekki hugað líf. Prófess- or Jón Hjaltalín kom þá að máli við Úlfar og sagði: ,,Það er leitt með hann bróður yðar. Hann getur ekki lifað.“ Þegar Ellen móður þeirra voru færð tíðindin varð henni að orði. ,,Hvis det er sådan, så tar jeg ham hjem.“ Hvað hún gerði og hjúkraði honum til heilsu. Síðan eru liðin tæp sjötíu ár. Agnar var æ síð- an fremur heilsuveill. Oft var hann hætt kominn en alltaf reis hann upp aftur. Það var sagt um frönsku húgenottana sem leituð ásjár í Dan- mörku, forfeður móður hans, að þeir væru sérlega ,,levedygtige“. Það má því segja að gamla húge- nottaseiglan hafi komið hvað best fram í Agnari. Í mínu barndómsminni var Agnar alltaf dálítið skrítinn. Það var svo sem ekkert sérstakt því ég átti marga misskrítna frændur. Hann var bara svolítið öðruvísi skrítinn. Hann var svo stór, svo sköllóttur og svo andstuttur. Ég minnist þess að hafa spurt föður minn hvers vegna Agnar væri alltaf svona móður. Hann svaraði því til að Agnar væri eiginlega gangandi kraftaverk. Það fannst mér mjög merkilegt. Það var einnig mikil uppgötvun fyrir mig þegar ég sá mynd hjá ömmu Ellen af Agnari ungum með mikið dökkt hár. Þetta setti mig í nokkurn vanda því ég hafði nýlega lent í miklu orðaskaki við vinkonu mína einmitt út af skallanum hans Agnars. Sú fullyrti að Agnar hefði rakað af sér hárið bara til að herma eftir Yul Brynner. Ég brást hin versta við og fullyrti á móti að hann hefði alltaf verið svona nauðasköllóttur og ef eitthvað, þá væri Yul Brynner bara að stæla Agnar frænda. Agnar var bóheminn í systkina- hópnum. Hann ákvað að helga sig ritstörfum en starfaði jafnframt sem bókavörður á Landsbókasafni Íslands. Ég held að fullyrða megi að hann var í fararbroddi íslenskra leikskálda á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Hann var afkastamikill rit- höfundur og að öðrum verkum hans ólöstuðum tel ég að minningabækur hans séu það merkasta sem hann hefur skilið eftir sig. Ég minnist þess hvernig ég sat sem límd við út- varpið þegar leikrit hans Víxlar með afföllum og Ekið fyrir stapann voru flutt. Það hafa áreiðanlega ekki margir verið á ferli á götum bæj- arins á meðan á útsendingu stóð. Agnar var ættrækinn maður og áhugasamur um frændgarð sinn. Það fór alltaf vel á með okkur. Hann var jafnan áhugasamur um hvað ég var að gera eða hvað ég hygðist fyr- ir. En eins og svo oft gerist kynntist ég Agnari eiginlega aftur þegar ég var komin á fullorðinsár. Áður hafði mér fundist hann vera á allt öðru plani en hin systkinin. En þá rann upp fyrir mér að hann var svo sann- arlega steyptur í sama mótið. Tempóið, léttleikinn og gusturinn var að vísu ekki sá sami og hjá sum- um bræðra hans, einkum þeim Úlf- ari og Gunnlaugi. Hann var líkari Nínu systur þeirra. Bæði höfðu þau góða jarðfestu. En í þeim öllum bjó sami lífskrafturinn, seiglan og hinn óslökkvandi áhugi á lífinu í allri sinni mynd, sem hélt þeim kvikum og ungum í anda allt til síðasta dags. Agnar var stórfróður og vel les- inn og eins og þeir bræður allir góð- ur sögumaður. Þær voru ófáar ánægjulegu spjallstundirnar sem ég átti við kaffiborðið hjá honum og Hildigunni. Fyrir þær er ég ómet- anlega þakklát nú. Agnar var vanafastur maður og fór sér hægt í öllu. Hann átti það þó til að koma mönnum, sérstaklega sínum nánustu, á óvart. Í meira en þrjátíu ár bjó hann og fjölskylda hans í húsi ömmu Ellen í Suður- götu. Meiri miðbæjarmaður en Agnar var vandfundinn. Hann var hluti af miðbæjarmyndinni. Agnar á gangi í Bankastræti með hendur fyrir aftan bak og sixpensara á höfði eða sitjandi að kaffidrykkju á Hressó ásamt öðrum menningarvit- um að glíma við lífsgátuna. Það kom því öllum í opna skjöldu þegar hann og Hildigunnur keyptu sér glæsi- lega efstu hæð í háhýsi við Sól- heima með útsýni yfir sundin og æskuslóðirnar. Til að kóróna allt saman tók hann bílpróf og keypti sér bíl. Í sínu lífi var Agnar gæfumaður. Hildigunnur kona hans var honum stoð, stytta og ekki síst félagi alla tíð. Betri og umhyggjusamari synir en Uggi, Úlfur og Sveinn eru og vandfundnir. Ég mun sakna Agnars frænda míns mikið. Það er sjónarsviptir að honum og víst er að hans verður sárt saknað af mörgum frændum og frænkum. Hildigunni, sonum þeirra og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Úlfarsdóttir. Það var ekki löng leiðin inn að Kleppi þegar ég var að alast upp í Laugarnesi – varla meir en hálfs tíma gangur eða tíu mínútur á hjóli. Eitt og eitt hús á stangli á leiðinni. Engir strætisvagnar, en spítalabíll á ferðinni einu sinni eða tvisvar á dag. Ég var þarna oft á ferðinni frá sex ára aldri því að fað- ir minn, spítalapresturinn í Laug- arnesi, Haraldur Níelsson, og læknirinn á Kleppi, Þórður Sveins- son, voru miklir og nánir vinir, sem nutu þess að ræða saman um margvísleg áhugamál. Á meðan þeir ræddust við gat ég leikið mér við þrjá yngri synina sem voru á líku reki og ég. Ferðirnar að Kleppi strjáluðust ekki þótt faðir minn létist þegar ég var átta ára. Þórður læknir bauðst þá til að segja mér til í íslenskri málfræði eins og faðir minn hafði verið far- inn að gera. Ég skyldi koma inn að Kleppi á hverjum laugardags- morgni og grúska í málfræðinni fram að hádegi ásamt Agnari syni hans, sem var tveimur árum eldri en ég. Þá skyldi ég borða hádeg- isverð með fjölskyldunni, en eftir það var dagurinn frjáls. Ekki man ég nú hversu lengi þetta fyrirkomulag entist, en hitt er víst að allan þann tíma voru laugardagar mínir dýrðardagar. Málfræðiþófið var hæfileg byrjun dagsins og skilaði sínum árangri, en stundum fannst mér réttlæti kennarans í nokkru áfátt, þegar hann sýndi syni sínum minni þol- inmæði en mér. Að kennslustund- inni lokinni hófst máltíðin í stórri borðstofu þar sem öll hin mann- marga fjölskylda var saman komin við mikla glaðværð. Að máltíð lok- inni var komið að hátindi dagsins – leik með yngri drengjunum þrem- ur, Agnari, Gunnlaugi og Sverri, á holtum og túnum, í útihúsum um allar trissur, í endalausum rang- ölum spítalans og í hálfbyggðum húsakynnum nýja spítalans. Ég get nú ekki lengur gert grein fyrir því í hverju leikurinn var fólginn, nema hvað hann var æsispennandi felu-, eltinga- og bófaleikur sem Agnar stjórnaði af myndarskap og festu. Haldið var áfram guðslangan dag- inn þar til loks var tími til kominn að taka hjólið og halda heim, í eft- irvæntingu um nýjan laugardag. Læknisheimilið á Kleppi var ein- staklega frjálslegt og skemmtilegt. Húsbóndinn, Þórður Sveinsson, var stórskorinn og hrjúfur að sýn, en innilegur og hlýr í viðmóti og hnyttinn í viðræðum. Húsmóðirin, frú Ellen, bar með sér ljúfan þokka og létt skopskyn heimalands síns. Eldri bræðurnir þrír, Hörður, Sveinn og Úlfar voru mér ímynd visku og karlmennsku. Af yngri bræðrunum, leikfélögum mínum, mat ég Agnar mest, enda bjó hann yfir tveim árum meiri lífsreynslu en við Gunnlaugur bróðir hans og jafnaldri minn. Sverrir lét heldur ekki sitt eftir liggja, þótt hann væri nokkrum árum yngri en við. Inn á milli bræðrahópanna tveggja var svo að finna einu dótturina, hina gyðjumlíku Nínu, sem var fjórum árum eldri en ég. Þessir æskudagar í Laugarnesi og á Kleppi eru nú löngu liðnir. En þegar Agnar Þórðarson er kvaddur stíga þeir eigi að síður fram, skírir og bjartir, um leið og mér verður hugsað til Hildigunnar, sonanna þriggja og fjölskyldna þeirra. Jónas H. Haralz. Agnar Þórðarson tók fyrst til starfa í Landsbókasafni árin 1946 og 1947, hafði árið 1945 lokið cand.mag.-prófi í íslenzkum fræð- um. Hann tók svo aftur til starfa í safninu 1953 og tengdist því unz hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hann annaðist tíðum afgreiðslu á aðallestrarsal, en fékkst jafnframt lengi við útlán erlendra bóka og var lipur við þau störf öll. Minnast margir viðskiptanna við hann með þakklæti. En hugur Agnars var löngum við ritstörfin, er urðu margvísleg, áður en lauk. Hann fór tíðum til útlanda í náms- og kynnisferðir og hlaut margan styrkinn til slíkra ferða bæði til Evrópu og Ameríku. Munu aðrir eflaust fjalla um rit- höfundinn Agnar Þórðarson og framlag hans til íslenzkra skáld- smásagna og leikritagerðar og ekki sízt leikþáttagerðar í þágu íslenzka sjónvarpsins, en þar varð hann mjög vinsæll af ýmsum þáttum sín- um. Ég þakka Agnari nú að lokum störf hans í Landsbókasafni og sam- vistirnar þar og sendi Hildigunni Hjálmarsdóttur konu hans og son- um þeirra þremur innilegar sam- úðarkveðjur. Finnbogi Guðmundsson. Fjórmenningarnir sem hófu nám í íslenskum fræðum (öðru nafni nor- rænu) haustið 1940 komu úr ólíku umhverfi: Tveir fróðleiksfúsir sveitadrengir úr Borgarfirði, hinn þriðji var skarpgreindur og lífs- reyndur Vestfirðingur, nokkru eldri en við hinir. Sá fjórði var Agnar Þórðarson, embættismannssonur úr Reykjavík. Vestfirðingurinn og Agnar áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir hindrunum á náms- brautinni, reyndar af ólíkum toga. Hinn fyrri af völdum pólitískrar óbilgirni skólastjórnenda, Agnar hins vegar vegna alvarlegra veik- inda, þ.e. berklanna sem háðu hon- um þá og alllengi síðan. Sá segull sem dró marga að ís- lenskudeildinni á þessum árum var prófessor Sigurður Nordal sem var dáður fræðimaður og rithöfundur. Agnar var snemma ráðinn í því hvaða lífsbraut hann vildi marka sér – hann stefndi að því að verða rit- höfundur. Bókmenntanámið hjá Nordal var þáttur í þeim áformum. Bakgrunnur Agnars sem verð- andi rithöfundur var að mörgu leyti ákjósanlegur. Æskuheimili hans í Reykjavík er mjög eftirminnilegt öllum sem þangað komu. Húsbónd- inn, Þórður Sveinsson fyrrverandi yfirlæknir á Kleppsspítala, var neistandi af lífsfjöri og áhuga á sundurleitustu efnum þó að hann sæti lamaður í hjólastól. Hann kunni jafnvel að meta umdeildasta samtíðarskáldið, Stein Steinarr, og fór stundum með kvæði hans af mikilli innlifun. Móðir Agnars var af danskri góðborgarafjölskyldu og glæsileg húsfreyja, raunsæ og jarð- bundin. Hún tók jafnalúðlega á móti feimnum námsmönnum, einþykkum listamönnum og virðulegu fyrirfólki af skóla 19. aldar. Hinn frjálslegi andi á heimilinu hefur líklega átt þátt í því hversu hleypidómalaus Agnar var og skilningsríkur á mannlegt atferli. Þar naut hann líka reynslu sinnar af umgengni við vist- menn á Kleppsspítala. Á Vífils- staðahæli háði hann tvísýna baráttu við berklaveikina sem þá herjaði á ungu kynslóðina og lagði margan að velli. Það varð reynsluskóli sem dýpkaði skilning hans á hverfleik og dramatík mannlífsins. Lífið þar átti líka sínar rómantísku hliðar. – Sterkur lífsvilji og aðstoð góðra lækna studdi hann til að þrauka þar til læknisfræðin fann lyf sem dugðu. Hann náði heilsu sem entist honum til hárrar elli. Sjónleysið gerði hon- um þó lífið leitt seinustu árin. Agnar sat ekki auðum höndum um dagana. Hann gegndi lengst af fullu starfi sem bókavörður í Lands- bókasafni. Allt frá unga aldri ferð- aðist hann meira en þá var títt, jafn- vel á framandi slóðir. Höfundarferill hans spannar um það bil hálfa 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.