Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 63 menning Kjólar við buxur Kjólar í brúðkaupið Kjólar í veisluna Kjólar í vinnuna Allir kjólar á kr. 3.990 Laugavegi 54 sími 552 5201 Kjólasprengja í Flash FJÓRÐU tónleikar Berjadagahátíð- ar fóru fram í Ólafsfjarðarkirkju við fjölmenni þrátt fyrir Majorkuveður á háútivistartíma. Finnskættaði at- gervisaðsetinn Tatu Kantomaa þandi þar stóra svarta Excelsior kons- erthnappadragspilið sitt af lands- kunnri list, og var verkefnavalið hið fjölbreyttasta – allt frá eldri miðils- vænum nikkuglansnúmerum í fram- sækin nútímaverk. Annáluð fingrafimin var í hávegum í fyrsta hluta með úkrainskum þjóð- lagatilbrigðum eftir Minka, „Fant- ango“ Jukka Tienssus, norðurlýsandi fantasíu Ahvenainens „Nótt á nyrzta tindi“, þokkafullum Valsi Haagen- ruds í a-moll og laufsópandi „Dans vindsins“ eftir Lasse Pihlajamaa. Auðvitað að viðbættri íhygli innlif- unar er jók tækniflug- eldana nauðsynlegri dýpt og spennu. Eftir hlé kom „Pe- limannit“ eftir Nestor finnskra módernista, Einojuhani Rauta- vaara; sex frjálsar fant- asíur byggðar á döns- um eftir samlenda 18. aldar fiðlarann Samuel Rinda-Nickola. Þessar litauðugu smámyndir í tónum af finnsku þjóð- lífi og sérvitringum lifnuðu heldur betur við í bráðsnjallri túlkun Tatus, og orgelkennt verk Tékkans Václavs Trojans, „Rústir dómkirkjunnar“ [í Dresden eftir loftárásina 1945] hefði dugað til að velta RAF-marskálk- inum „Sprengju-Harris“ rækilega upp úr martröðum samvizkubits. Var ekki laust við að maður fyndi enn meir til með Líbverjum fyrir botnum Miðjarðarhafs en áður eftir þennan sorgaróð um vélvædda tortímingu úr erfiði Austra. Eftir hið harm- þrungna litla meist- araverk Trojans var full þörf á léttara hjali fyrir útgöngu, og varð Tatu við henni með kampa- kátum Valsi trúðsins eftir Franck Angelis, að viðbættri sölsusjóðandi rúmbutökkötu Bogdans Precz, „3-3-2“ – ásamt ókynntu rússneskulegu aukalagi eftir stormandi undirtektir áheyrenda. Þurfti reyndar ekki að sökum að spyrja, því Tatu Kantomaa hefur þegar fyrir löngu skip- að fremsta sess hérbúandi harm- onikuvirtúósa. Að þessu sinni var hann greinilega í essi sínu, gegnmús- íkalskur í hvívetna og hátæknifimin krydduð einmitt þeim örfáu smásjá- rörðum er þurfti til að gera lygilegt lýtaleysið trúverðugt. Trúverðugur virtúós TÓNLIST Ólafsfjarðarkirkja Verk eftir Minka, Tiensuu, Ahvenainen, Haagenrud, Rautavaara, Trojan, Angelis og Precz. Tatu Kantomaa harmonika. Sunnudaginn 20. ágúst kl. 15. Berjadagar á Ólafsfirði Ríkarður Ö. Pálsson Tatu Kantomaa „Að þessu sinni var hann greinilega í essi sínu.“ „ÉG ÆTLA að bera saman annars vegar orðræðuna sem yfirvöld höfðu í galdramálum á sautjándu öld og hins vegar það sem kemur fram hjá sak- borningunum sjálfum.“ Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur um framlag sitt til ráðstefnu um galdra og samfélag sem fram fer dag- ana 1.–3. september að Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum. „Það er fróðlegt að bera saman ólíkan mál- flutning og hugtakanotkun yfirvalda og sakborninga,“ heldur Ólína áfram. „Þessi munur á orðræðu kemur t.d. fram í því að stundum vissu sakborn- ingarnir ekki hvaða sakir voru á þá bornar en ákærurnar höfðu margar hverjar að geyma ásakanir um djöf- ulssamning, djöfulsásóknir og van- brúkan guðs heilaga orðs.“ Til grundvallar fyrirlestri Ólínu liggja málskjöl allra þeirra galdra- mála sem komu fyrir alþingi auk þekktra héraðsdóma – en gögn þessi rannsakaði hún þegar hún vann að doktorsritgerð sinni um galdraof- sóknir á Íslandi, Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munn- mælum, sem kom út árið 2000. Ólína segir jafnframt að rétt- arframkvæmdinni hafi oft á tíðum verið áfátt og nefnir í því tilliti að sak- borningarnir hafi stundum játað eftir að búið var að dæma þá til dauða. „Þá brotnuðu þeir niður og játuðu að hafa framið einhvers konar galdur, en gátu í rauninni ekki sýnt fram á að þeir hefðu gert neitt sem þeir voru sakaðir um. Það segir sig sjálft að játning sem kemur fram eftir að dauðadómur er upp kveðinn hefur ekki mikið gildi.“ Þekkingarsamfélag á Vestfjörðum Yfirskrift ráðstefnunnar að Laug- arhóli er einfaldlega „Galdrar og samfélag“. Ólína er ein tíu fræði- manna sem þar munu flytja erindi en að ráðstefnunni stendur félagið Vest- firðir á miðöldum í samvinnu við Strandagaldur. Er tilgangurinn að „fjalla á vitrænan hátt um galdur í samfélögum fyrri alda og undirbúa rannsóknarverkefni um galdur og samfélag á Vestfjörðum,“ að sögn Torfa H. Tulinius ráðstefnustjóra. Hann segir ráðstefnuna vera lið í leitinni að svari við stærri spurningu sem sé undirliggjandi í rannsókn- arverkefninu „Vestfirðir á miðöld- um“: Var einhvers konar þekking- arþjóðfélag á Vestfjörðum í gegnum allar miðaldir? „Ef svo er, hvernig tengist slíkt þekkingarþjóðfélag þá göldrum,“ spyr Torfi. „Flestir líta á galdra sem andstæðu þekking- arinnar en er þetta ekki bara annars konar þekking? Og kannski ekki ann- ars konar heldur hluti af þeirri þekk- ingu sem var á svæðinu og var talið samfélaginu gagnlegt þar til menn fóru að ásækja kukl með ýmsum hætti á sautjándu öld.“ Hvað er tröll? Meðal annarra ræðumanna á ráð- stefnunni er Ármann Jakobsson ís- lenskufræðingur. „Það sem ég er að fjalla um er fyrirbærið tröll og þá hvað orðið „tröll“ merkir í fornu máli,“ segir Ármann um sinn þátt. „Við höfum það fyrir satt að núna merki tröll verurnar sem við þekkj- um úr „Síðasta bænum í dalnum“; stórar, luralegar verur. Svo hefur hitt verið haft fyrir satt, að til forna hafi tröll merkt allt annað, þ.e.a.s. galdramaður eða manneskja með hæfileika til galdra. Staðreyndin er hins vegar sú að málið er ekki svona einfalt.“ Þá niðurstöðu sína byggir Ármann m.a. á dæmum sem hann hefur tekið saman um notkun orðsins „tröll“ í Ís- lendingasögum, fornaldarsögum og ýmsum fleiri bókmenntagreinum. Hann segir erindi sitt vera til þess fallið að flækja málið. „Ég ætla að benda á ýmsar flækjur í tengslum við hugtakið. Ég held að það sé nauðsyn- legt áður en hægt er að leita að ein- faldri skýringu eða svari. Mín kenn- ing er sú að þessi einfalda skýring, að tröll hafi fyrst merkt einhvers konar galdrakind og síðan farið að merkja jötunlíka veru, sé hreinlega ekki rétt. Heimildir styðja það ekki.“ Ráðstefnan verður sett klukkan 13 á föstudeginum 1. september og er hún öllum opin meðan húsrúm leyfir. Félagið Vestfirðir á miðöldum stendur fyrir ráðstefnunni „Galdur og samfélag“ Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Skráning á ráðstefnuna er í síma 848-2068. Morgunblaðið/Ásdís Kukl Kotbýli kuklarans er á Klúku í Bjarnarfirði en ráðstefnan, sem er haldin í samvinnu við Strandagaldur, fer fram að Laugarhóli. Ármann Jakobsson Ólína ÞorvarðardóttirTorfi H. Tulinius Tíu fræðimenn munu flytja erindi um tengsl galdurs og samfélags dagana 1.–3. september að Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum. NÍTJAN bækur rata á hinn svokall- aða „langlista“ til Man Booker- bókmenntaverðlaunanna í ár, en fimm manna dómnefnd valdi á listann úr 112 bókatitlum. Það tók nefndina rúma sex tíma að komast að niðurstöðu en aldrei fyrr í sögu verðlaunanna hefur það tekið jafn langan tíma að sjóða saman listann. Formaður dómnefndarinnar, Hermonie Lee, prófessor við Ox- ford-háskóla, sagði að valið hefði verið erfitt en upplýsti um leið að dómnefndin væri hæstánægð með „breiddina og frumleikann, drama- tíkina og kúnstina, hið mannlega og hinar sterku raddir“ sem ein- kenndu listann. Meðal þeirra höfunda sem mestu líkurnar eru taldar á að komist áfram á „stuttlistann“ í næsta mán- uði eru Howard Jacobson fyrir skáldsöguna Kalooki Nights, suður- afríski rithöfundurinn Nadine Gordimer fyrir Get a Life, Kate Grenville fyrir The Secret River og Barry Unsworth fyrir The Ruby in Her Nave. Unsworth hefur áður hreppt verðlaunin árið 1992. Langi listi Man Booker FYRRUM forsetaframbjóðandinn Al Gore er tilnefndur til bandarísku bókmenntaverðlaunanna The Quills í flokki rita af stjórnmála- og sögulegum meiði. Nær tilnefningin til bókar hans The Inconveni- ent Truth. Hroll- verkjuhöfund- urinn Stephen King er einnig meðal þeirra sem eru tilnefndir en tilnefninguna hlýtur King fyrir vísindaspennu- söguna Cell, sem fjallar um vírus sem berst í gegnum farsíma. The Quills-verðlaunin hafa að- eins sinni verið veitt en í fyrra var það JK Rowlingsem hlaut að- alverðlaunin fyrir Harry Potter og blendingsprinsinn. Tilnefnt er í nítján flokkum eftir ábendingum frá bandarískum bók- sölum og bókasafnsvörðum. Það er svo hins vegar almenningur sem kýs sigurvegarann með netkosn- ingu. Verðlaunaathöfnin verður 28. október næstkomandi. Al Gore tilnefndur til verðlauna Al Gore Galdur sem þekking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.