Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 34
börn 34 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ S ala á skólavörum stendur sem hæst, enda streyma tugþúsundir grunn- og framhaldsskólanema aft- ur í skólana. Bleikar vörur fyrir stelpur og bláar fyrir stráka eru vinsælar sem fyrr, sér- staklega hjá yngstu nemendunum. Margar auglýsingar sýna vörur í öll- um regnbogans litum en bleikar My little pony töskur birtast þó gjarnan lesanda, dökkbláar Batman-möppur merktar „Hero of the shadows“ og bláar Superman töskur, svo fátt eitt sé nefnt. Á bleikum bakgrunni í aug- lýsingu frá Office 1 má finna bleik og fjólublá strokleður sem líta út eins og varalitur og Rúmfatalagerinn auglýs- ir meðal annars pollagalla sem fást í tveimur litum; bleikum og bláum. Með fylgir mynd af stelpu í bleikum galla og strák í bláum. Aðgreining á kynjunum á alls ekki við allan markaðinn eða auglýsingar honum tengdar en þegar blaðamaður tók stikkprufu á auglýsingabækl- ingum og fletti dagblöðum, rakst hann á auglýsingatexta skrifaða ann- ars vegar til stráka og hins vegar til stúlkna. Disney og kynhlutverkin Í vikunni mátti sem dæmi sjá Odda-skrifstofuvörur auglýsa Bar- bie-skólavörur „fyrir pæjurnar“ og vörur merktar Marvell Heroes „fyrir gaura og grallara“. Í sömu auglýs- ingu er talað um „prinessulínu fyrir alvöru prinsessur“. Sóley Tómasdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og deildarstýra barnasviðs í Miðbergi, segir að texti sem þessi eigni kynjunum ákveðna eiginleika, strákar eigi að vera gaur- ar og grallarar en stelpur pæjur og prinsessur. Börnin leitist í framhald- inu við að ganga upp í hlutverkunum. „Allt það sem við gerum lærum við einhvers staðar. Við lærum hvað ger- ir stráka að góðum strákum og hvað sé eftirsóknarvert fyrir stúlkur. Með þessu eru kynin sett í ákveðið far, eitt fyrir stráka og annað fyrir stelpur. Þetta viðheldur staðalmyndum sam- félagsins,“ segir Sóley. Aðspurð hver hugsunin hafi verið á bak við auglýsinguna segir Gunnella Jónsdóttir, sem starfar við hug- mynda- og textavinnu hjá Odda, text- ann hafa orðið til á skömmum tíma og að í sjálfu sér hafi ekki verið mikil hugsun á bak við hann. Í stað þess að hafa almenna einkennalýsingu á vör- unni, tiltaka stærð hennar, verð og annað, hafi verið ákveðið að hafa aug- lýsinguna líflegri og með einföldum texta sem þessum. Gunnella bendir á að vörurnar sjálfar aðgreini kynin. „Varan kemur svona til okkar, við bú- um hana ekki til. Ég get ekki kom- ið vöru sem til dæmis er merkt Prinessulína fyrir alvöru prinessur. Geta prinsessur verið ofurhetjur? Hetjur Barbie fyrir pæjur og Marvell Heroes fyrir gaura og grallara – „Hetjurnar með í skólann!“  Fartölvur Flestar fartölvuauglýs- ingar virðast hugsaðar til að höfða jafnt til kynjanna. BT auglýsir þó létta vél með 12 tommu skjá, sem „stelpuvél“. Tölvunni fylgja m.a. þáttaraðir með Aðþrengdum eig- inkonum og Beðmálum í borginni. Á bleikum bakgrunni eru skilaboð til áhugasamra stúlkna: „Þú getur haldið dagbók, horft á Despó [innsk. Desperate Housewives] eða skellt þér á kaffihúsið með tölvuna og ver- ið á netinu“. Fyrirsagnirnar hér eru með annars konar letri en aðrar fyr- irsagnir í bæklingnum, það er fín- legum skrautstöfum. Skólastarf hófst í vikunni og auglýsingar á skóla- vörum fyrir börn og ung- linga hrúgast inn um bréfalúgur landsmanna. Sigríður Víðis Jónsdóttir fletti í gegnum bæklinga og virti fyrir sér bleikar prinsessur og bláar ofur- hetjur. Mæður Skilaboð til mæðra: Áfram mömmur! Auglýsingatexti Einum textanna í Hagkaupsbæklingi er beint að kynj- unum: Strákum bjóðast Extreme Zombies-vörur en stelpur geta valið úr Disney-prinsessum á borð við Öskubusku og Mjallhvíti. AUGLJÓST er á þeim vörum sem nú eru á boðstólum að verslanir selja ekki einungis skólavörur til ungra krakka heldur selja þær og markaðssetja ákveðna hugmyndafræði og kynhlut- verk. Framleiðendur og selj- endur leggja sitt af mörkum til að halda úreltum hug- myndum að börnum á við- kvæmu mótunarskeiði. Þetta segir Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði við Há- skóla Íslands. „Það er í rauninni merki- legt að ekki sé hægt að selja ungu fólki tölvur, skrifföng og annað skóladót án þess að spyrða það saman við kynmerkt leikföng og gamaldags táknmyndir kynjanna,“ segir hún. Þorgerður bendir á að strákadót sé gjarnan tengt við karlmennsku, kraft, djörfung, frum- kvæði og hetjuskap. „Þeir eru gerendur en stelpurnar óvirkar. Stelpuvörur eru fínlegar og tengdar við mýkt, óvirkni, kvenleika og jafnvel kyntákn eins og Barbie,“ segir hún. Eggið og hænan Þorgerður segist ekki skilja þörfina á að setja texta í auglýsingar sem segir að eitthvað ákveðið sé fyrir stelpur og annað fyrir stráka. „Þá erum við í raun að velja fyrir börnin. Börnunum er rúllað inn á bása og hamrað á því sem við ættum að vera að skera á,“ segir hún. Þorgerður bendir á að þegar þessi mál séu rædd sé gjarnan viðkvæðið að þetta sé bara það sem börnin vilja. „Þetta er hins vegar ávallt spurningin um hvort komi á undan, hæn- an eða eggið. Engar rannsóknir hafa sýnt að börnin á fæðingardeildinni biðji um mismun- andi liti á armböndin sín eða vöggurnar eftir því hvoru kyninu þau til- heyra … En þegar þau hafa fengið ógrynni skilaboða um hvað passi strákum og hvað stelpum, meðtaka þau vitaskuld slík skilaboð. Vissulega er tölfræðilegur munur á kynjunum í mjög mörgu tilliti en það er meiri einstaklings- munur á milli kynja en innan hvors kyns. Stelpur og strákar eru marg- breytilegir hópur og það er ekkert sem bendir til þess að stelpum sé eðlislægt að vilja Barbie-vörur og strákum að vilja eitthvað ann- að,“ segir hún. Þorgerður Einarsdóttir Barbie áfram með hefðbundinni ein- kennalýsingu. Almennur texti sem höfðað hefði til beggja kynja hefði ekki gengið til að auglýsa hluti eins og þessa,“ segir Gunnella. Spurð um ábyrgð auglýsenda og hvort auglýs- ingar sem þessar ýti undir ákveðnar staðalmyndir, segist Gunnella ekki halda að ein auglýsing breyti miklu. „Ég held að keðjan sé löng og miklu lengri en bara þetta. Kyngreiningin liggur í samfélaginu og kemur til dæmis vel fram í hetjunum sem börn- in velja sér. Taktu til dæmis Disney með sín gömlu klassísku kynhlut- verk.“ Feður ósáttir við auglýsingu Mæðrum bárust einnig skilaboð í vikunni sem leið. Blaðamanni var bent á heilsíðuauglýsingu frá Griffli þar sem texti auglýsingarinnar var „Áfram mömmur“. Aðspurð segir Nína Kristbjörg Hjaltadóttir, versl- unarstjóri hjá Griffli, að textinn hafi verið saminn meira í gríni en alvöru en segir að ef til vill hafi verið um vanhugsaða fyrirsögn að ræða. „Hugsunin var nú bara einhvern veg- inn sú að mömmurnar gætu sparað peninga. Konan í auglýsingunni er önnur af tveimur ofurhetjum okkar sem eru framan á búðinni en hin er karl. Þarna vorum við í raun að kynna betur þessa kvenkyns ofur- hetju,“ segir Nína Kristbjörg. Hún segir feður hafa haft samband við verslunina eftir að auglýsingin birtist og sagt hana ósanngjarna. Þeir hafi keypt skólavörur fyrir börn sín hing- að til og ekki fundist eðlilegt að aug- lýsingatextanum væri beint til mæðra eingöngu. Nína Kristbjörg bendir á að bleiku og bláu litirnir sjáist mest í merktum skólavörum, til dæmis vörum merkt- um Spiderman eða Barbie. Ómerktar stílabækur frá Kassagerðinni og öðr- um framleiðendum séu hins vegar framleiddar í margvíslegum litum. Hún nefnir að bók á innkaupalista yngstu grunnskólanemendanna, svo- kölluð Verkefna- og úrklippubók, hafi á tímabili eingöngu verið framleidd í tveimur litum: Skærbleikum og skærbláum. Úr því hafi nú verið bætt. „Það er auðvitað svolítið ofgert að stelpur eigi að vilja bleikt. Við selj- um hins vegar langmest af ómerktu skóladóti hér í margskyns litum. Ég hef raunar heyrt mæður stráka ganga um búðina og segja að ekki sé nóg til fyrir þá í versluninni, það er að segja augljósum strákaskólavörum,“ segir hún og bendir á að foreldrarnir taki líka þátt í að velja hluti út frá kyni barnanna. sigridurv@mbl.is Kynhlutverkin markaðssett
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.