Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór JónKristinsson (Dúddi) fæddist í Hólkoti í Ólafsfirði 24. maí 1916. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku mánudaginn 14. ágúst. Foreldrar hans voru Kristinn Axel Jónsson frá Hringverskoti í Ólafsfirði og Helga Grímsdóttir frá Minni-Reykjum í Fljótum. Alsystkini Halldórs eru: Margrét, Gísli, Sig- ursveinn og Sigríður, en hálfsystk- ini eru þau Rögnvaldur Gíslason, Gísli og Magnús Gamalíelssynir. Öll eru systkinin látin nema Sigríð- ur sem dvelur á Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Halldór kvæntist 21. október 1937 Guðrúnu Huldu Helgadóttur, f. 2. október 1917, hún er elst 12 systkina frá Syðstabæ í Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Helgi Jó- hannesson og Guðrún Pálína Jó- hannsdóttir. Halldór og Hulda 1955 stjórnar Halldór byggingu á verbúðar- og fiskvinnsluhúsi í Keflavík og gekk húsið undir nafn- inu Þveræringsbragginn. Upp úr 1955 stofnaði hann félagið Önnu sf. með þeim Guðmundi Ólafssyni og Þorleifi Sigurbjörnssyni og ráku þeir saman útgerð og fisk- verkunarhús. Samvinna þeirra fé- laga var einstaklega góð og ráku þeir fyrirtæki sitt fram til ársins 1985. Halldór ólst upp við mikið tón- listar- og sönglíf. Hann söng í Karlakórnum „Kátir piltar“ í mörg ár. Hann tók virkan þátt í störfum ungmennahreyfingarinnar og var einn af stofnendum Taflfélags Ólafsfjarðar. Hann hafði sér- staklega mikinn áhuga á sundí- þróttinni og stundaði sund allt fram á síðustu æviár sér til heilsu- bótar. Halldór sat í stjórn Spari- sjóðs Ólafsfjarðar árin 1961–1986, í stjórn Kaupfélags Ólafsfjarðar árin 1961–1980 og í Hafnarnefnd Ólafsfjarðar í mörg ár. Halldór verður jarðsunginn frá Ólafsfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hófu búskap sinn á Bjargi í Ólafsfirði sumarið 1937 og árið 1939 flytjast þau í Hyrning og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Árið 1997 flytja þau síðan að Dval- arheimilinu Horn- brekku. Börn þeirra Hall- dórs og Huldu eru: Anna, maki Svanberg Þórðarson, Bragi, maki Auðbjörg Egg- ertsdóttir, Gunnar, maki Sigurlaug Anna Sigtryggs- dóttir, Svanfríður, maki Gunnar L. Jóhannsson og Jón, maki Guðlaug Skúladóttir. Afkomendur þeirra hjóna Halldórs og Huldu eru nú orðnir fimmtíu talsins. Halldór fór tvítugur á vetr- arvertíð fyrst til Vestmannaeyja og svo í Sandgerði. Hann var síðan verkstjóri gamla hraðfrystihússins og síðar Niðursuðuverksmiðj- unnar í Ólafsfirði. Hann stjórnaði einnig endurbyggingu Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar 1952. Sumarið Nú ertu kominn til allra engl- anna og ömmu þinnar sem þér þótti svo vænt um. Eftir sitjum við með sorgina og eftirsjána en samt mest með þakklæti fyrir allt það sem þú kenndir okkur systrunum. Vísurnar voru eitt af mörgu og þess væri óskandi að við kynnum allar þær vísur sem þú fórst með fyrir okkur. Vísan sem hún amma þín kenndi þér er okkur ofarlega í huga núna þar sem þú lagðir mikla áherslu á að við kynnum hana þegar þú varst að kveðja okkur í síðasta sinnið. Hún amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Og gaman væri að gleðja hana mömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig ef dimma fer að nótt. Og syngur við mig sálmakvæði fögur sofna ég þá bæði vært og rótt. Hjá þér lærðum við líka að elska tónlist og söng. Alveg frá því að við munum eftir okkur situr þú við orgelið í Hyrningi eða heima í Hlíð og spilar sálma og gömul ís- lensk lög. Bestar voru stundirnar þar sem við komum öll saman inn í stofu við orgelið og sungum saman margraddað. „Sanka taktu milli- röddina!“ varstu vanur að segja við mömmu og í dag segir mamma Jóhönnu Maríu alltaf að syngja með sér milliröddina. Við ætlum alltaf að muna hvað þér þótti gam- an að syngja. Þú varst alltaf að söngla einhvern lagstúf eða humma og þannig erum við syst- urnar líka. „Söngur léttir manni vinnuna,“ sagðir þú einhvern tím- ann og það finnst okkur einnig. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig, afi, alltaf nóg af verkefnum. Við fengum ungar að kynnast lífinu í sjóhúsinu þínu, vera með í aðgerð, umstafla fiski, fara í hjallana á gamla vörubílnum og svo að vera „á loftinu“ að skera af skreið eða netum en auðvitað jafnaðist vinnan ekkert á við pás- urnar. Þar voru þjóðfélagsmálin rædd yfir kóki og prins eða „nes“. Elsku afi, þú varst góður skák- maður og kenndir okkur mann- ganginn. Mikil áhersla var lögð á að leikurinn væri spilaður rétt, ekki ana út í neitt og hugsa hvern leik vel og til enda. Jóhanna María sigraði meira að segja á skóla- skákmóti, allt þér að þakka! Landafræðiáhugi þinn var líka mikill og oft hlýddir þú okkur yfir á Íslandskortinu. Við þurftum að nefna alla flóa, nes, firði og kaup- staði og þú talaðir oft um það að við ættum að vera duglegar að ferðast um og skoða landið okkar. Við sátum líka oft og ræddum um fjarlæg lönd og menningu eftir ferðalög okkar systranna út fyrir landsteinana. Réttlætiskennd þín var með ein- dæmum sterk og þú notaðir hvert tækifæri til að tala um misskipt- ingu á valdi og peningum í landinu við okkur og leggja okkur línurnar um það hvernig við ættum að hafa hlutina. Við lærðum margt af því og höfum ráðin þín með okkur í lífinu sem veganesti og fyrir vikið erum við betri manneskjur. Dag- inn áður en þú kvaddir þennan heim sátum við hjá þér við rúm- stokkinn og héldum í höndina á þér, þá varstu enn að lesa okkur lífsreglurnar og segja okkur til. Takk fyrir það, afi. Það var gaman að ræða við þig um lífið og til- veruna svo ekki sé talað um póli- tík og allar höfum við sterkar skoðanir á hlutunum og kannski ekki skrýtið. Ef við vorum með eitthvert vesen eða óþarfa múður sem þú vildir ekki heyra þá kom stundum setningin: „Svona þegi þú nú, stelpa.“ Þetta er frasi sem við notum í dag og mun lifa áfram í fjölskyldunni þó svo að þú sért far- inn frá okkur. Hversu oft sagðir þú ekki líka við okkur systurnar: „Svona elskurnar mínar látið ykk- ur nú koma vel saman.“ Við gerum það, afi, við látum okkur koma vel saman og erum allra bestu vinir. Ófáar voru ferðir okkar í Fljótin, hvort sem það var að fara að tína ber eða grös fram á heiði. Alltaf var stoppað í hólunum og drukkinn kaffisopi með mola eða kandís. Við fórum líka nokkra hringi í Mý- vatnssveitina með ykkur ömmu og seinni árin vorum við bílstjórarnir. Þú þoldir aldrei að spenna á þig bílbeltið en vissir að við myndum ekkert leggja í hann fyrr en að all- ir væru spenntir. Við kveðjum þig með söknuði og vitum að þér líður frábærlega vel núna. Þú ert með fólki sem syngur með þér marg- raddað, þú þarft ekkert að setja á þig bílbeltið og núna máttu líka borða eins mikinn molasykur og þú vilt. Öll orðin í heiminum duga skammt til þess að minnast þín, elsku afi Dúddi, við setjum minn- inguna um þig í ljóð Davíðs Stef- ánssonar. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ástarkveðjur, systurnar í Hlíð; Hulda, Heiða og Jóhanna María. Sjaldan hefur mér fundist ég vera eins langt að heiman og þegar síminn hringdi hjá mér hérna í Kaupmannahöfn í síðustu viku og mér var tilkynnt að afi Dúddi væri látinn. Amma og afi í Hyrningi hafa alltaf verið mikilvægur þáttur í lífi mínu. Fyrstu minningarnar um þau eru frá því þegar ég þvældist um í Ólafsfirði sem lítill strákur sem alltaf var á leiðinni upp í Hyrning í heimsókn. Þær síð- ustu liggja í dag ca 40 árum seinna þar sem ég sit hér í Danmörku og minnist afa míns sem alltaf reynd- ist mér svo vel. Ég var ekki gamall þegar ég fékk mína fyrstu sumarvinnu í sjó- húsinu hjá afa. Þar lærði ég fljótt að hafi maður tekið að sér ákveðið verk sé mikilvægt að það sé sam- viskusamlega útfært. Þetta er lær- dómur sem hefur reynst mér vel í gegnum allan vinnuferil minn. Ég man að eitt sumarið sem ég vann hjá afa fékk ég að vita að nú hefði hann ákveðið að kaupa lyft- ara til að nota í sjóhúsinu. Við tveir áttum að fara á námskeið til að læra að stýra þessu apparati. Ég var svo montinn yfir því að vera orðinn „lyftarastjóri“ að ég hefði áreiðanlega unnið ókeypis hjá honum það sem eftir var sum- ars, hefði einhver farið fram á það. Það er erfitt að hugsa um afa Dúdda án þess að Holtið skjóti upp kollinum. Þessi indæli sumarbú- staður sem amma og afi byggðu með börnum og tengdabörnum hefur verið ramminn um margar og góðar fjölskylduhátíðir. Ég veit að afa þótti mjög vænt um þennan stað. Ég er þess vegna glaður yfir því að okkar síðustu fundir voru einmitt á Holtinu þegar við héldum Hyrnings-ættarmótið í sumar. Þar ræddi afi lengi við mig um lífið og tilveruna eins og honum einum var lagið. Hið góðkunna skáld Ludvig Hol- berg hefur sagt: „Við þurfum ekki alltaf að reyna að lifa lengi, heldur lifa vel, því ef við lifum vel, lifum við lengi.“ Mér finnst þetta eiga vel við líf afa Dúdda. Hann hlífði sér aldrei og var alltaf fremstur í flokki ef eitthvað þurfti að gera. Afi minn, hvíldu í friði, þín verð- ur saknað, líka í útlandinu sem þú aldrei náðir að heimsækja. Þórður Svanbergsson. Fjögurra ára gamall flutti ég frá Ólafsfirði til Akureyrar með fjöl- skyldu minni. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan hvort þessi fyrstu ár ævinnar sitji eitthvað í mér og hvort ég muni eitthvað frá þessum tíma. Ég hef komist að því að ég er hamingjusamlega laus við að muna eftir fyrstu tönninni eða mínum fyrsta magakrampa. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi ár urðu til þess að næsta áratuginn, og rúm- lega það, mátti ég ekki sjá bíl með Ó númeri öðruvísi en að suða svo ógurlega í foreldrum mínum að endirinn varð oft sá að mér var út- vegað far með viðkomandi til Ólafsfjarðar til að vera hjá afa og ömmu í óskilgreindan tíma. Þvílíkt líf. Þarna voru systurnar í Hlíð, fullar af fjöri og aðgangur að hús- dýragarði þeirra ótakmarkaður. Eggert frændi óaðskiljanlegur frændi og félagi á þessum tíma og svo ævintýrið að búa hjá afa og ömmu í Hyrningi. Bara það að koma inn í Hyrning var eins og að detta inn í sögubók. Önnur lykt, önnur menning og annar hugarheimur. Rólegt yfir- bragð. Sérstakir undrafiskar í matinn eða raspsteiktar kótelettur úr gúndanum hennar ömmu. Afi stóð við stofugluggann og horfði yfir bæinn. Spurði mig spjörunum úr, aðallega hvað væri að frétta úr akureyrskri pólitík. Svörin voru nú oft fátækleg. Þá rölti hann gjarnan inn í stofu, settist við orgelið og spurði hvort við ættum ekki bara að taka lagið. Eftir það lá leiðin gjarnan aftur að stofuglugganum þar sem hann tók upp kíkinn og beindi honum út á haf. Gáði hvort einhver báturinn væri að skríða inn fjörðinn, jafnvel hans eigin, Anna ÓF 7. Full af nýrri ýsu, þorski eða jafnvel ýmsum kynja- fiskum sem enginn lagði sér til munns nema afi og þeir sem voru svo óheppnir að vera í mat það kvöldið. Í dag greiðir fólk háar upphæðir fyrir svona fiska og grill- ar þá eftir kúnstarinnar reglum. Þarna á meðal fiskanna í sjóhúsinu vann ég einmitt mína fyrstu sum- arvinnu. Við Eggert frændi vorum ráðnir til starfa við sjóhúsið hans afa. Heilt sumar af saltfiski og skreið. Mánaðarlaunin, troðfullt umslag af einum fimmhundruð króna seðli og ég man enn í dag hversu stoltir við vorum og ríkir. Ríkidæmið náði þó ekki einungis yfir launaumslagið heldur ekki síður manninn sem stóð að baki. Einstakur afi og góð Halldór Jón Kristinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU GUNNARSDÓTTUR kennara frá Ísafirði, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka umönnun. Auðunn Finnsson, Rita Evensen, Finnur Magni Finnsson, Ingibjörg Baldursdóttir, Viðar Finnsson, Katrín Þorkelsdóttir, Valdís Finnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur stuðning og vinarhug vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORVARÐAR A. GUÐMUNDSSONAR skipasmíðameistara, Dalbraut 16. Sérstakar þakkir fyrir allar blómakveðjurnar og gjafir til líknarfélaga. Einnig sendum við þakkir til Hólmaranna, íbúa á Dalbraut 16 svo og starfsfólks á deild 11E á Land- spítala við Hringbraut. Súsanna Þorvarðardóttir, Atli S. Grétarsson, Björgvin Þorvarðarson, Guðmundur A. Þorvarðarson, Vilhjálmur J. Guðjónsson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Sigurður Gíslason, Bylgja Þorvarðardóttir, Sveinn Þorsteinsson og afabörnin. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLA KRISTINSSONAR fyrrverandi kaupmanns á Húsavík. Ingunn Jónasdóttir, Örn Ólason, Einar Ólason, Jódís Hlöðversdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, bróður og mágs, EYJÓLFS GUÐNA SIGURÐSSONAR, Austurbergi 8, Reykjavík. Unnur Þorgeirsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson, Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.