Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 61
ALLS voru send inn 85 lög í keppnina um
Ljósalagið 2006 í ár og er það metþátttaka.
Söngkeppnin er haldin í tilefni af menning-
ar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt sem
fram fer fyrstu helgina í september ár
hvert í Reykjanesbæ. Þriggja manna dóm-
nefnd valdi í framhaldi tíu lög sem þóttu
bera af og voru þau síðar hljóðrituð og gef-
in út á geislaplötu. Nú stendur yfir net-
kosning um Ljósalagið 2006 og fer hún
fram á www.ruv.is/poppland og www.ljosa-
nott.is. Einnig er þar hægt að hlusta á lög-
in. Kosningu lýkur í dag og er aðeins hægt
að senda eitt atkvæði frá hverju netfangi.
Allar leiðbeiningar um kosningu fást á
heimasíðunum. Þeir höfundar sem eiga lög í
keppninni í ár eru Ólafur Arnalds, Jóhann
G. Jóhannsson, Bragi Valdimar Skúlason,
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, Bryndís
Sunna Valdimarsdóttir, Magnús Þór Sig-
mundsson, Halldór Guðjónsson, Vignir
Bergmann, Arnór Vilbergsson og Védís
Hervör Árnadóttir. Tilkynnt verður um sig-
urvegarann í Kastljósinu þriðjudaginn 29.
ágúst. Sigurvegarinn fær í verðlaun 400.000
kr., höfundur lagsins sem lendir í öðru sæti
fær 150.000 kr og 100.000 kr. fær sá sem
lendir í þriðja sæti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spennandi Tíu lagahöfundar keppa í ár. Þeirra á meðal er Védís Hervör Árnadóttir.
Tónlist | 85 lög voru send inn í keppnina
Kosið um Ljósalagið 2006
Rapparinn Kevin Federline, bet-ur þekktur sem eiginmaður
Britney Spears, varð fyrir miklum
vonbrigðum þegar enginn frægur
mætti í teiti sem hann hélt að lokinni
verðlaunahátíðinni Teen Choice Aw-
ards. Federline tróð upp á hátíðinni
og þótti afar slakur. Er það talin or-
sök þess að enginn hinna frægu
skemmtikrafta sem hann bauð
mætti í teitina.
Má þar nefna söngkonuna Jessicu
Simpson, leikkonuna Mischa Bar-
ton, leikarann Brandon Routh og
söngkonuna Nelly Furtado. Heim-
ildarmaður dagblaðsins New York
Daily segir fyrrgreinda einstaklinga
ekki hafa viljað leggja það á sig að
láta sem Federline hafi staðið sig
vel.
Eiginkona Federline, Britney
Spears, mætti þó í teitina, kasólétt
að öðru barni þeirra. Mikið grín hef-
ur verið gert að Federline í tónlist-
argeira Bandaríkjanna og segir rit-
stjóri XXL tónlistartímaritsins að
betra væri að láta sem hann væri
ekki til. ,,Hann er bara brandari. Ég
held hann viti það bara ekki,“ segir
ritstjórinn.
Fólk folk@mbl.is
Hollywood-leikkonan JessicaAlba braut í sér tönn við tökur
á kynlífsatriði fyrir kvikmyndina
Good Luck Chuck. Í sjónvarpsþætt-
inum Extra segir leikkonan að mikið
hafi gengið á hjá sér og leikaranum
Dane Cook með þeim afleiðingum að
það flísaðist úr framtönn hennar.
„Við skelltum andlitunum saman og
þá gerðist þetta. Þetta er ekki róleg-
asta eða rómantískasta ástaratriði
allra tíma. Dane er sannarlega ótam-
inn,“ sagði leikkonan og líkti með-
leikara sínum við gamanleikarann
Steve Martin.