Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BANDIÐ sem sigraði Mús- íktilraunir árið 2004, Mamm- út, verður með tónleika í dag í 12 Tónum við Skólavörðu- stíg. Fyrsta plata hljóm- sveitarinnar kom út fyrr á þessu ári og hét einfaldlega Mammút. Diskurinn hefur hlotið góðar viðtökur frá og hefjast tónleikarnir kl. 17. Allir eru velkomnir. Tónlist Mammút í 12 Tónum Mammút LJÓÐ nokkurra íslenskra skálda hafa verið þýdd yfir á ensku og gefin út í ljóðsafni tímaritsins Ice-Floe. Ice-Floe kemur út tvisvar á ári; að sumri og vetri, en ritstjórar þess eru Shannon Gramse og Sarah Kirk. Hallberg Hallmundsson hefur þýtt stóran hluta íslensku ljóðanna, en hann situr einnig í ritstjórnarnefnd blaðsins ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Noregi og Finnlandi. Íslensku skáldin sem eiga ljóð í tímaritinu að þessu sinni eru þau Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, Anna S. Björnsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir, Elías Mar og Þuríður Guðmundsdóttir, ásamt Hallbergi sjálfum. Bókmenntir Ljóð íslenskra skálda þýdd Í TILEFNI af 200 ára fæðing- arafmæli breska heimspekings- ins Johns Stuarts Mills stendur Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Háskólinn á Ak- ureyri fyrir málþingi í Deiglunni í dag. Það eru heimspekingarnir Salvör Nordal, Kristján Krist- jánsson og Mikael M. Karlsson prófessor sem flytja hvert sitt erindið um heimspeki Mills og munu þau m.a. skoða hve vel sú heimspeki á við í dag, en Mills er helst minnst fyrir nytjahugmyndir sínar um siðfræði, kvenréttindabaráttu og siðferðis- og stjórnspekiritið Frelsið. Aðgangur er öllum opinn og án endurgjalds. Fyrirlestur Málþing um John Stuart Mill John Stuart Mill Í GUARDIAN sl. laugardag kom bandaríski rithöfundurinn John Irv- ing þýskum skáldabróður sín- um Günter Grass til varnar í grein sem ber yf- irskriftina „Gün- ter Grass er hetj- an mín, sem rithöfundur og siðferðilegur áttaviti“. Í grein- inni bendir Irv- ing á ungan ald- ur Grass, bæði þegar hann skráði sig til þjónustu Waffen SS-hersveitanna og eins þegar kallið í herinn kom. Þá bendir hann á hve vafasamt það sé að halda því fram að tímasetning yf- irlýsingarinnar sé markaðsbragð. „Þegar ég talaði opinskátt um kynlífsreynslu mína með eldri konu ellefu ára gamall fékk ég að heyra að ég væri bara að selja bækur,“ skrif- ar Irving. „Hversu miklir einfeldn- ingar halda gangrýnendur og blaða- menn eiginlega að lesendur fágaðra skáldsagna séu? Grass og mig skort- ir ekkert lesendur. Skammir þýskra fjölmiðla hafa verið viðbjóðslegar. Grass er hugrakkur rithöfundur og hann hefur alltaf verið hugrakkur maður. Setti hann ekki sjálfan sig í hættu – fyrst 15 ára og síðar 17 ára gamall? Og núna einu sinni enn, 79 ára að aldri? Og sem fyrr eru hug- daufir, litlir hundar að narta í hæla hans.“ Irving til varnar Grass John Irving segir að Grass sé hetjan sín. Hetja og siðferðis- legur áttaviti VALDÍS Óskarsdóttir vinnur um þessar mundir að klippingu kvik- myndarinnar Vantage Point sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Myndin er spennumynd leik- stýrt af Pete Travis og skartar stjörnum á borð við Sigourney Weaver, Forest Whitaker, Dennis Quaid, Matthew Fox og William Hurt. Þegar blaðamaður nær tali af Val- dísi er hún í óða önn að klippa og vill ekki gera mikið úr verkefninu: „Mér finnst þetta svo sem ekki fréttnæmt. Það er helst frétt að ég fékk leyfi til þess að hafa íslenskan klippara með mér, en í rauninni er þetta bara vinnan sem ég vinn,“ segir Valdís af alkunnri hógværð, en hún hreppti m.a. BAFTA-verðlaunin fyrir klipp- ingu í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Íslenski klipparinn sem Valdís tal- ar um er sjálfur Sigvaldi J. Kárason sem t.d. hefur klippt A Little Trip to Heaven, Niceland, Englar Alheims- ins og 101 Reykjavík. Valdís og Sigvaldi hafa unnið að Vantage Point síðan í byrjun júlí: „Myndin lítur mjög vel út, er vel tek- in og vel leikin. Hún er tekin upp í Mexíkó en við fáum að hírast í Lund- únum,“ segir Valdís, og vill meina að starfið sé ekki eins spennandi og blaðamann grunar – þó að hún gæti ekki hugsað sér að skipta á litlu og lúxus-lausu klippiherberginu fyrir annan starfa. „Vantage Point er has- armynd og fjallar um morðtilraun á Bandaríkjaforseta sem er á ráð- stefnu á Spáni. Sagan er sögð frá sjö mismunandi sjónarhornum sem sameinast í lokin.“ Valdís segir engin sérstök vanda- mál tengd því að klippa kvikmynd með þessum frásagnarmáta: „Það er helst að varast að sýna sömu sen- urnar frá sama sjónarhorninu, því við sjáum sömu atburðina gerast í öllum sjö sögunum. Svo þarf að gæta þess að gefa ekki upp of mikið í fyrstu sögunum, svo áhorfandinn sé ekki búinn að uppgötva plottið of snemma, heldur láta upplýsingarnar leka inn í smáskömmtum og leyfa áhorfendum smátt og smátt að púsla heildarmyndinni saman. Þetta er til- tölulega tímafrekt en virkilega spennandi verkefni.“ Valdís er sjálfstætt starfandi klippari og er búsett á Íslandi þó að vinnan krefjist þess oft að hún dvelj- ist langdvölum erlendis við verkefni. Valdís hefur í nógu að snúast. Hún lauk fyrir nokkru við klippingar á myndinni The Martian Child sem meðal annars skartar John Cusack, og lauk sömuleiðis nýverið við að klippa fyrsta hluta kvikmyndarinnar Mongol sem segir frá ævi Gengis Khan. Kvikmyndir | Valdís Óskarsdóttir og Sigvaldi J. Kárason klippa Vantage Point Hasar frá mörgum sjónarhornum Morgunblaðið/Ómar Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Sigvaldi J. Kárason SAMKVÆMT breskri könnun tel- ur meirihluti almennings þar í landi að hægt sé að segja til um hvaða persónu fólk hefur að geyma útfrá lestrarsiðum þess. Tæpur helmingur, eða 42%, telur að gáfnafar fólks megi ákvarða útfrá sömu upplýsingum. Meira en 2.000 manns tóku þátt í könn- uninni. Í Guardian er haft eftir tals- manni könnunarinnar að fyrst fólk leggi mat á gáfur annarra, bak- grunn þeirra, stjórnmálaskoðanir og jafnvel lyndiseinkunn útfrá bókavali viðkomandi geti rétt val á bók verið lykillinn í að skapa sér viðeigandi ímynd. Lestrarefni hefur áhrif á ímyndina Þótt Valdís vilji ekki gera mikið úr vinnu sinni segist hún ekki getað hugs- að sér að skipta á litlu og lúxus-lausu klippiherberginu fyrir annan starfa. Hún hefur unnið með Sigvalda J. Kárasyni að Vantage Point frá byrjun júlí en áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Unir sér vel í klippiherberginu BÉ tveir heitir hann geðþekki geimstrákurinn í samnefndum sögum Sigrúnar Eldjárn, en B2 er einnig nafnið á nýjung í starfsemi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í vetur. B2 er eins konar örhátíð, þar sem hljómsveitin leikur allar sinfóní- ur Brahms og alla píanókonserta Beethovens á tveimur kvöldum. Vetrardagskrá hljómsveit- arinnar er komin út, og þar kennir ýmissa grasa. Í vetur lýkur Sjostakovitsj hringnum sem hófst þegar Rumon Gamba réðst til starfa aðal- hljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar, en á þremur árum hafa þá allar fimmtán sinfóníur tónskáldsins hljómað í Háskólabíói. Það verður tvímælalaust stórviðburður þegar Edda I, Sköpun heimsins, verður frumflutt um miðjan október, um 70 árum eftir að tónskáldið, Jón Leifs, hóf glímu sína við Eddurnar. Hann hugsaði sér verkið í fjórum hlutum, sem hver um sig tæki eitt tónleikakvöld í flutningi. Hann lést frá þriðju Eddunni, en til þessa dags hafa þær ekki heyrst á tónleikum. Góður gestur úr austurvegi sækir hljómsveit- ina heim í septemberlok; pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki og hlýtur það að teljast meiri háttar viðburður. Hann stjórnar hér flutn- ingi á tveimur tónsmíðum úr eigin fórum; Sjak- konnu fyrir strengi sem hann samdi í minningu landa síns Jóhannesar Páls páfa, og píanókons- ertinum Upprisunni. Tónleikar með atriðum úr óperum Wagners verða undir lok nóvember, en þar getur að heyra bæði Ástardauða Ísoldar og þriðja þátt óp- erunnar Parsifals. Einsöngvarar verða Petra Lang, Kolbeinn Ketilsson, Wolfgang Schöne og Kristinn Sigmundsson. Á hátíðartónleikum hljómsveitarinnar í ár syngur Jessye Norman, en hún er ein dáðasta söngkona dagsins í dag. Önnur stjarna syngur á opnunartónleikum hljómsveitarinnar 6., 8. og 9. september, en það er landa Norman, Barbara Bonney. Söngbók Björgvins Halldórssonar er yf- irskrift tónleika í Laugardalshöll 23. september, þar sem Björgvin, Diddú og Kristján Jóhanns- son fletta í gegnum söngbók söngvarans dáða með hljómsveitinni. Verk Johns Speight frá síðustu árum hafa vakið mikla eftirtekt, en í mars verður frum- fluttur nýr sellókonsert eftir hann. Í vor verður einnig frumflutt nýtt verk eftir Þórð Magn- ússon. Meðal áhugaverðra einleikara með hljóm- sveitinni í vetur má nefna þau Cristinu Ortiz, John Lill, Olla Mustonen og Víking Heiðar Ólafsson, sem skipta píanókonsertum Beethvo- ens á milli sín, píanóleikarann rússneska Lilyu Zilberstein og ungversk-finnska fiðluleikarann Reku Szilvay. Sinfóníuhljómsveitin efnir til kamm- ertónleikaraðar vetur, þar sem hljóðfæraleik- arar hljómsveitarinnar spila, en þetta er nýmæli í starfsemi sveitarinnar. Fjölmargt fleira verður í boði og er áhuga- sömum bent á dagskrárbækling hljómsveit- arinnar eða vef. Tónlist | Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst senn Edda Jóns Leifs frumflutt, eftir 70 ár í þögn Reuters Stórviðburður Jessye Norman, ein mesta söngkona síðustu ára syngur á hátíðartón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í desember. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TENGLAR ........................................................... www.sinfonia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.