Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 33
Laxahrogn eru lögð í saltpækil í þrjár klukkustundir. Hlutföll milli salts og vatns í pækl- inum eru fundin þannig út að vatn er sett í skál og egg ofan í. Grófu salti er bætt smám saman út í vatn- ið þar til eggið flýtur upp. Þá er pækillinn hæfilega saltur. Hrognin eru hreinsuð síuð varlega í gegnum plastsigti með grófum göt- um ofan á hreinan klút. Klúturinn er síðan hengdur upp í kæli þar sem vökvi er látinn leka af hrogn- unum í sólarhring. Þá eru hrognin látin í krukku með þéttu loki og geymd í kæli þar til þau eru notuð í matargerð. Þar sem engin rotvarnarefni eru notuð borgar sig ekki að geyma hrognin lengur en í 2–3 vikur. Lax með gráðosti Þennan rétt má bæði baka í ofni og á grilli. Ef fiskurinn er grillaður er best að setja flökin á grillbakka. Pétur segist fylgja þeirri þum- alfingursreglu að alltaf sé hægt að setja mat aftur á eld, en ekki sé hægt að taka til baka það sem er ofeldað. „Ef menn eru í vafa um eld- unartíma er gott ráð að stinga hnífi í fiskinn. Ef hann er ljós í gegn er hann fulleldaður. Ofeldaður fiskur verður þurr, svo ég mæli með því að menn fylgist vel með fiskinum meðan hann er í bakstri eða grill- un.“ 2 beinhreinsuð laxaflök (um 1 ½–2 kg) 1–2 stykki gráðostur, Maldon-salt og nýmalaður pipar 250 g íslenskt smjör 1 búnt söxuð steinselja nýuppteknar íslenskar kartöflur Raufir eru skornar þvert á flökin með 3–4 sentímetra millibili. Bitar af gráðosti eru settir í hverja rauf. Salti og pipar er stráð yfir. Smjör er brætt og næstum öll steinseljan látin út í. Svolítið af steinselju er geymt til skrauts. Flökin eru pensluð með dálitlu af smjörinu, en afgangurinn borinn fram með fiskinum í sósuskál. Kartöflur eru léttsoðnar. Fiskurinn er bakaður í ofni við 220°C í 10–15 mínútur eftir þykkt flaka og stillt á grill síðustu tvær mínúturnar til að brúna ostinn. Örlítið lengri tíma getur tekið að elda fiskinn á útigrilli. Suðræn sveifla Pétur mælir með því að menn prófi að nota ferskar rósmaríngreinar með laxi, skemmtilegu kryddi sem mikið er notað við Miðjarðarhafið, en fæst núorðið í íslenskum mat- vöruverslunum allan ársins hring. „Raufar eru skornar eftir endi- löngu laxaflaki og fylltar með rósmaríngreinum. Menn geta stráð salti og pipar yfir áður en fiskurinn er eldaður en mér finnst betra að gera það eftir á þannig að hver og einn geti saltað og piprað eftir eig- in smekk.“ Sama aðferð er notuð við mat- reiðslu á þessum rétti og laxaflök- um með gráðosti, 10–15 mínútur á útigrilli eða í ofni við 220°C. Norræn náttúra Enn eitt tilbrigði við íslenska lax- inn undirstrikar villta náttúru Ís- lands með blóðbergi og birki. Blóðbergi er dreift yfir laxaflak og nokkrar mjúkar og grannar birki- greinar vafðar utan um flakið. Þennan rétt er mjög gaman að grilla á útigrilli, því það er til- komumikið að sjá kryddjurtirnar brenna, auk þess sem ilmandi reyk- urinn gefur laxinum einstakan keim. Flakið er grillað í um 15 mín- útur á útigrilli, lengur ef það er þykkt, og því snúið tvisvar til þrisv- ar sinnum. Pétur segir að nýuppteknar ís- lenskar kartöflur séu besta með- læti sem hægt sé að hugsa sér með laxi. „Svo svíkur íslenska smjörið aldrei þegar íslenskur lax er á borðum.“ Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 33 GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir Margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði AÐEINS 0,7% FITA Léttreykta kjúklingaáleggið frá Holtakjúklingi er margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði. Þú finnur vart fituminna álegg. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 2 1 8 Pétur Stefánsson fitjar upp á hringhendri limru: Ungdómsins eldurinn sanni eykst þegar kveldar í ranni. Samförum veld ég en seinna þess geld ég, að æskan hún eldist af manni. Og bætir við öllu siðlegri limru, hringhendri: Þegar að spretta berin blá er börnum létt í skapi þá. Borða þau glettin bláberja réttinn með útötuð smettin og bros á brá. Loks yrkir Pétur fyrstu haustvís- una 2006: Stefnir suður fuglinn fús, fella blómin sjarma. Hleypur lítil hagamús í holu eftir varma og lömbin slaga í sláturhús, þar slökknar á hinsta jarma. Á skólabarni skríður lús sem skálar í rauðum eðaldjús. Já haustið er vaknað og vill að mönnum þjarma. Haustvísa pebl@mbl.is EF fólk langar til að lifa lengi gæti ráðið verið að ganga upp að alt- arinu með sínum heittelsk- aða. Sagt er frá nið- urstöðu bandarískrar könnunar sem sýnir fram á meira langlífi hjá giftu fólki á vefnum forskning.no. Bandaríska könn- unin var gerð á ár- unum 1989 til 1997 og tóku nærri 67.000 Bandaríkja- menn þátt í henni. Samanburður milli giftra og pip- armeyja og -sveina sýndi að 58% meiri líkur voru á að hinir síð- arnefndu létust á þeim átta árum sem rannsóknin stóð yfir. Áhættan mældist þá 40% meiri hvað varðaði ekkjur og ekkla, en 27% hjá þeim sem voru skildir að borði og sæng eða fráskildir. Verra fyrir karlmennina Það kom síðan verr út fyrir karl- menn en konur að hafa sleppt því að ganga upp að altarinu og sýnu verst var það fyrir unga heilsu- hrausta piparsveina, að sögn þeirra sem að rannsókn- inni stóðu. En hvað kemur til? Ekki er talið að nein ein einhlít skýring sé á því hvað hjónabandið eða hjónabandsleysi hef- ur með heilsu að gera, en talið er að að hluta til sé það vegna þess að hinir ungu og ógiftu lifi „hættulegra“ lífi. Vissu- lega reyktu hinir ógiftu meira en þeir sem giftir voru, en hins vegar drukku þeir minna, stunduðu meiri líkamsrækt og voru síður of þungir. Rannsóknaraðilarnir álíta að fé- lagslíf fólks hafi áhrif á þessar töl- ur. Hjónaband getur haft mikil áhrif þegar kemur að félagslegum samskiptum og lífshættir pip- arsveina- eða -meyja á sama hátt verið talsvert einmanalegri en þeirra sem gengið hafa upp að alt- arinu. Giftir lifa lengst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.