Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 229. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FULLT HÚS MATAR GRILLAÐ, GRAFIÐ, HEILSTEIKT OG HRÁTT UPPSKRIFTIR AF ÖLLU TAGI Í DAGLEGU LÍFI MARÍA MEY HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA? Í LANGHOLTSKIRKJU París. AFP, AP. | Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að Frakkar hygðust senda 1.600 hermenn til friðar- gæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Líb- anon, til viðbótar 400 frönskum hermönn- um sem eru þar fyrir. Chirac sagði í sjónvarpsávarpi að hann vonaðist til þess að Frökkum yrði falið að fara fyrir stækkuðu friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon. Um 2.000 frið- argæsluliðar hafa verið í sunnanverðu Líb- anon, undir stjórn Frakka, en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að fjölga friðargæsluliðunum í 15.000. Utanríkisráðherrar landa Evrópusam- bandsins koma saman í Brussel í dag og skýra þá formlega frá því hvort löndin ætli að taka þátt í friðargæslunni. Ítalir hafa þegar boðist til að senda um 3.000 hermenn til Líbanons og jafnvel boð- ist til að taka við stjórn friðargæsluliðsins. Spænska stjórnin kvaðst í gær ætla að leggja til 700–800 hermenn. Forseti Bandaríkjanna og embættis- menn í Ísrael fögnuðu yfirlýsingu Chirac. Forystuhlutverk Chirac vill að Frakkar fari fyrir friðargæsluliðinu í Líbanon. Leggja til alls 2.000 hermenn Frakkar vilja stjórna friðargæsluliði SÞ KRAKKARNIR á Skaganum eru svalir og víla ekki fyrir sér að fara í útisturtu þó veðrið sé ekki með hlýjasta móti. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Langasand á Akranesi í gær rakst hann á þennan hóp pilta sem var að leika sér við útisturt- urnar á staðnum. Morgunblaðið/RAX Svalir krakkar GLITNIR hefur gefið út skulda- bréf að jafnvirði 3 milljarða evra, eða um 270 milljarða íslenskra króna, það sem af er þessu ári. Skuldir bankans með gjalddaga á næsta ári voru um 2,7 milljarðar evra, eða 242 milljarðar íslenskra króna, og hefur bankinn því tryggt endurfjármögnun fyrir árið 2007. Undanfarið hefur Glitnir annars vegar gefið út skuldabréf í Banda- ríkjunum að andvirði 450 milljóna dollara, eða um 31 milljarð króna. Hins vegar gaf bankinn út í júlí og ágúst sl. skuldabréf að jafnvirði 700 Þessar útgáfur hafa verið til 5– 10 ára á kjörunum 65–80 punkta yf- ir millibankavöxtum (LIBRO) og eru á fljótandi vöxtum. Að sögn Tómasar Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Fjármálasviðs Glitnis, jókst áhugi fjárfesta á skuldabréfum bankans eftir að uppgjör fyrir annan ársfjórðung var birt. Þannig hafi síðasta skuldabréfaútgáfa til fimm ára ver- ið á kjörunum 65 punktar yfir milli- bankavöxtum að kostnaði meðtöld- um. Mikilvægur áfangi Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir áfangann til marks um að sú mikla vinna sem hafi verið lögð í að upplýsa markaðinn að und- anförnu hafi skilað sér. „Það er ljóst að eftir skýrslu Fitch um miðjan febrúar þornuðu verulega lánsfjármarkaðir og aðgangur ís- lenskra banka að lánsfé á alþjóða- mörkuðum varð erfiðari. Eftir mikla vinnu við að mennta markaðinn, þar sem við höfum talað við greinendur, fjárfesta og fjölmiðla, erum við að uppskera árangur þeirrar vinnu. Þessir aðilar sjá nú á góðri rekstrar- afkomu bankanna á öðrum ársfjórð- ungi að íslensku bankarnir eru sterk fyrirtæki sem eru í stakk búnir til að standa undir sínum lánaskuldbind- ingum,“ segir Bjarni Ármannsson. milljóna evra, sem samsvarar um 63 milljörðum króna, til ýmissa fjárfesta í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Glitnir hefur tryggt endur- fjármögnun fyrir árið 2007 Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is »Skuldir Glitnis sem eru á gjald-daga árið 2007 nema samtals 242 milljörðum króna. »Glitnir hefur gefið út skulda-bréf fyrir 270 milljarða króna það sem af er ári 2006. »Lánskjör hafa batnað eftir aðuppgjör fyrir annan ársfjórð- ung var birt í byrjun ágúst. Í HNOTSKURN STJÓRN Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, stefnir að því að innan þriggja ára verði félag- ið alhliða fjölmiðla- og miðlunarfyr- irtæki sem hægt verði að skrá í kauphöll, að því er fram kemur í til- kynningu sem send var út eftir stjórnarfund félagsins í gærmorg- un. Þar segir einnig að félagið hafi sett sér markmið um uppbyggingu og sókn á ný svið miðlunar. Á fundinum var einnig gengið frá ráðningu Einars Sigurðssonar í stöðu forstjóra Árvakurs og fundaði nýr forstjóri með starfs- ingshlut í Ári og degi ehf. sem er útgáfufélag Blaðsins. Einar hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá IMG en hann var áður fram- kvæmdastjóri stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða og FL Group. Hann var fyrsti útvarps- stjóri Íslenska útvarpsfélagsins hf. og starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og þar áður sem blaðamaður og fréttastjóri á Al- þýðublaðinu. Einar segir að byggt verði á því sem félagið hafi í höndunum í dag og þar sé Morgunblaðið lang- sterkasta vörumerkið á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Með sama hætti sé mbl.is að verða sterkasta vöru- merkið á netmarkaðnum og að vef- urinn verði efldur enn frekar á næstunni með því að bjóða upp á fleiri þjónustuþætti fyrir notendur vefjarins. Einar segir að til standi að styrkja stöðu Árvakurs á fríblaða- markaði með útgáfu Blaðsins en Árvakur á sem kunnugt er helm- mönnum í gær. Einar segir í samtali við Morgunblaðið að sér finnist nýja starfið spenn- andi og skemmtilegt við- fangsefni. Helstu verk- efnin framundan séu að treysta rekstur Morgunblaðsins. Markmið félagsins sé svo að auka við rekst- urinn og verið sé að móta sýn um það hvert félagið vilji stefna. Stjórn Árvakurs ræður Einar Sigurðsson forstjóra og kynnir framtíðarmarkmið Sækja á ný svið miðlunar Einar Sigurðsson  Ætlar sér stærri hlut | 4 Peking. AFP. | Stjórnvöld í Kína hafa skorið upp herör gegn nektarsýn- ingum og öðru slíku stripli við jarð- arfarir en sá siður hefur heldur ver- ið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Til að leggja áherslu á alvöru málsins hafa þau látið hand- taka fimm manns fyrir þessar sakir. Ástæðan fyrir þessum undarlegu uppákomum er sú rótgróna skoðun, að fjölmenni við jarðarför sé til marks um mikla virðingu fyrir hin- um látna og fjölskyldu hans. Vegna þess er ýmsum brögðum beitt við að fá fólk til að mæta, jafnvel nekt- arsýningum. Stjórnvöld ákváðu að grípa í taumana eftir að ríkissjónvarpið sýndi „klúrar myndir“ af útför í Ji- angsu-héraði en hana sóttu um 200 manns, þar á meðal börn. „Þegar hvað hæst stóð í stönginni, fóru tvær konur upp á svið þar sem þær tóku til við að tína af sér spjarirnar. Reyndu meira að segja að fá aðra til þess líka,“ sagði í fréttinni. Banna stripl við útfarir ÞAÐ munar allt að 56% á ársiðgjaldi skut- bíls af gerðinni Wolksvagen Golf í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði nýlega hjá sex tryggingafyrirtækjum og birti i gær. Fengin voru tilboð í lögboðnar tryggingar og framrúðutryggingu og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega 51.000 krónur hjá Elísabetu þar sem það var lægst en um 80.000 krón- ur hjá Sjóvá þar sem það var hæst. Fram- rúðutrygging bætir brot á framrúðu bif- reiða ásamt ísetningarkostnaði en VÍS er eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins. Henný Hinz, verkefn- isstjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ, vekur at- hygli á að nauðsynlegt sé fyrir neytendur að bera ekki einungis saman það iðgjald sem greiða þarf í upphafi heldur taki einn- ig með í reikninginn þann kostnað sem við bætist í formi iðgjaldsauka. 29 þúsund kr. munur á ársiðgjaldi  Munaði allt að 56% | 35 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.