Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Víkverja finnst stór-merkilegt að lög- reglan skuli þurfa að gera sérstakt átak til að minna ökumenn á að nota stefnuljós. Skrif- ara finnst það svo al- gjörlega sjálfsagt að gefa stefnuljós þegar hann situr undir stýri. Hvernig eiga aðrir ökumenn annars að vita hvað hann ætlast fyrir? Eftir varðstjóra í lögreglunni var haft í Morgunblaðinu í gær að það væru aðeins „einstaka sérvitringar“ sem gæfu stefnuljós. Víkverji hlýtur þá að teljast til þeirra. x x x Sennilega er það þó rétt hjá varð-stjóranum að fáir ökumenn nota stefnuljósin eins og á að nota þau. Víkverji verður stundum var við að þeir, sem þó gefa stefnuljós, til dæmis til merkis um að þeir vilji skipta um akrein eða komast af að- rein inn á akbraut, mæta lítilli tillits- semi hjá samferðamönnunum, sem hliðra ekki til þannig að menn geti komizt leiðar sinnar. Og þá gefast menn kannski bara upp á góðum sið- um og reyna að svína fyrir aðra til að koma sér inn í röðina eins og hinir. Víkverji tekur sömu- leiðis eftir því, að sumir gefa stefnuljós þegar á alls ekki að gefa þau. Stundum bíður hann t.d. eftir að komast inn á gatnamót og bíll kemur akandi og gefur stefnuljós. Þá heldur Víkverji stundum að viðkomandi ökumaður ætli að beygja og hon- um sé óhætt að fara inn á akbrautina, en kemst að því fullkeyptu þegar viðkomandi brunar beint áfram á fullri ferð. Hefur kannski gleymt stefnuljósinu á frá því að hann færði sig milli akreina. Þannig að Víkverji er hættur að taka mark á stefnuljósum við slíkar að- stæður. x x x Það er merkilegt hvað Íslend-ingum gengur illa að tileinka sér skipuleg og öguð vinnubrögð í umferðinni – eins og svo víða annars staðar. Hvað getur það verið, sem veldur því að minnihluti ökumanna notar öryggistæki, sem er jafn- sjálfsagt og -nauðsynlegt og heml- arnir og stýrið? víkverji skrifar | vikverji@mbl.is              Í dag er föstudagur- 25. ágúst, 237. dagur ársins 2006 Orð dagsins: Jesús svaraði: Eru ekki stundir dags- ins tólf? Sá sem gengur um að degi, hrasar ekki, því hann sér ljós þessa heims. (Jóh. 11,9.) dagbók Verksvið ráðherra FYRIR kemur að fréttamenn stöðva óbreyttan borgara á al- mannafæri og spyrja hann um álit hans/hennar á einu og öðru úr stjórnmálunum og þjóðlífinu al- mennt. Svörin eru að sjálfsögðu misjöfn þótt spurt sé um sama stjórnmálamann eða athafnamann. En hvernig er hægt að ætlast til að almenningur viti hvernig þessi eða hin(n) hefur staðið sig? Þegar sérfræðingar eða dómstólar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort viðkomandi afhafnamaður eða stjórnmálamaður hefur gerst brotlegur við lög eða ekki, hvernig er hægt að ætlast til að einhver Jón eða Gunna úti í bæ geti dæmt um það? Eða hvort einhver ráðherra hefur staðið sig vel í sínu embætti? Hvert er annars verksvið ráð- herra? Flestir myndu t.d. telja að fjár- málaráðherra ætti að gæta þess að við Íslendingar eyðum ekki um efni fram. Og að menntamálaráðherra ætti að vinna að því að mennta- málin séu í góðu lagi og að allir eigi kost á góðri menntun. En hvað t.d. um umhverfisráðherra svo að ann- að dæmi sé tekið af handahófi? Á t.d. umhverfisráðherra þá ekki að standa vörð um umhverfið? Að sjá til þess að umhverfismálin séu í góðu lagi? Að náttúru og umhverfi sé ekki spillt? Eða fer umhverf- isráðuneytið kannske ekki með náttúruvernd? Veist þú það ágæti lesandi? Sá spyr sem ekki veit. Einfaldur Íslendingur. Svartur köttur týndist frá Þórsgötu NÝI kisinn okkar, hin 10 ára gamli Lorri, fékk að fara í fyrsta skipti út 23. ágúst. Hann hefur ekki komið heim til sín á Þórsgötu 15 síðan. Hann ratar ekki aftur heim því hann er hvorki vanur miðbæj- arumferð né svo miklu malbiki því hann er alinn upp á mölinni í Selási og gæti verið í leit að gömlu heima- högunum. Kisi er risastór og biksvartur, köttur í parduslíki, mjálmar falskt og er mjúkur og sætur. Hann er pottþétt svangur. Hann er með appelsínugula ól með músum og of- urendurskini og vonandi hefur hann ekki tekið hana af sér. Þeir sem hafa orðið varir við hann eða sjá hann á flækingi í mið- bænum, eða bara hvar sem er, eru beðnir að hafa samband í síma 698 2367 eða 661 5074. Tónleikar á Klambratúni NÝLEGA voru haldnir tónleikar á Klambratúninu með frábærum listamönnum. En ég, einsog svo margir aðrir sem ganga um með hækjur og komast ekki neitt, bjóst ég við að fá að sjá og hlusta í sjón- varpinu eins og þegar Sigurrós var með tónleika. En við fengum ekk- ert að sjá. Skömm að RUV. Björg Ingvarsdóttir. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Gullbrúðkaup | Föstudaginn 25. ágúst eiga hjónin Sverrir Jónsson og Guðrún Margrét Elísdóttir gullbrúðkaup. Þau eru stödd á Bárugötu 6 á Dalvík. 75 ára afmæli. Ídag, föstudag- inn 25. ágúst, er Bára Jónsdóttir, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, 75 ára. Hún og maður hennar Sigurður Hjartarson eru stödd erlendis. 80 ÁRA afmæli. Ídag, 25. ágúst, er Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi verka- kona og ritari í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, 80 ára. Hún er að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Ídag, 25. ágúst, er Elsa Petra Björnd- sóttir áttræð. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, 26. ágúst, er sjötugur Jó- hannes Sigvaldason, Hrafnagilsstræti 22 á Akureyri. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í Odd- fellow-húsinu á Ak- ureyri á milli kl. 16 og 19 þann dag. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 YOU, ME AND DUPREE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára. SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.i. 10.ára. THE BREAK UP kl. 5:30 Leyfð 5 CHILDREN AND IT kl. 6 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 8 - 10:20 B.i. 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9 THE LONG WEEKEND kl. 6 B.I.14 SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS B.J. BLAÐIÐ 60.000 gestir 4 vikur á toppnum á Íslandi ! GRETTIR 2 kl. 6 Leyfð SNAKES ON A PLANE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR kl. 6 THE SENTINEL kl. 8 B.I.14 HALF LIGHT kl. 10:10 B.I.16 JAMIE FOXX COLIN FARRELL SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” eee LIB - TOPP5.IS eee HJ - MBL með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum, ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas. 60.000 gestir Owen Wilson Matt Dillon Michael Douglas Kate Hudson GEGGJUÐ GRÍNMYND Ein fyndnasta grínmynd ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.