Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 35
neytendur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 35 K ostnaður við bílatrygg- ingar getur verið um- talsverður og ekki allt- af auðvelt fyrir neytendur að gera samanburð á milli tryggingafélaga. Verðlagseftirlit ASÍ fékk bifreiða- eiganda til liðs við sig sem fór og fékk tilboð í lögboðnar ökutækja- tryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubíl sinn hjá sex tryggingafélögum og í ljós kom að talsverður munur getur verið á ið- gjaldinu og skilmálum félaganna. Viðkomandi bifreiðaeigandi er ekki í viðskiptum með aðrar tryggingar hjá neinu félaganna og hefur ekki áður tryggt bifreið þannig að ekki koma til neinir afslættir í þessum til- boðum vegna annarra viðskipta. Skyldutryggingar Í fréttatilkynningu frá verðlags- eftirliti ASÍ kemur fram að eig- endum skráðra bifreiða hér á landi er samkvæmt umferðarlögum skylt að kaupa ábyrgðartryggingu öku- tækis og slysatryggingu fyrir öku- mann og eiganda bifreiðarinnar. Auk þessara trygginga bjóða trygg- ingafélögin bifreiðaeigendum ýmsar fleiri gerðir trygginga s.s. fram- rúðutryggingu sem algengast er að keypt sé samhliða lögboðnu trygg- ingunum og kaskótryggingu sem bætir einnig margvíslegt tjón á eigin ökutæki. „Hér eru einungis borin saman til- boð í lögboðnar tryggingar og fram- rúðutryggingu fyrir skutbíl af gerð- inni Volkswagen Golf. Tilboði félaganna í tryggingar á þessari bif- reið reyndust frá rúmlega 51.000 kr. hjá Elísabetu og upp í tæplega 80.000 kr. hjá Sjóvá-Almennum sem er 29.000 kr. verðmunur á árs- grundvelli eða 56%. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því hjá El- ísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingamiðstöðinni kemur einnig til svo kallaður iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bæt- ur úr ábyrgðartryggingu eða slysa- tryggingu sem eru að fjárhæð 50.000 kr. eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 kr. hjá Elísabetu og Trygg- ingamiðstöðinni og 18.000 kr. hjá Sjóva-Almennum og Sjóvá-Strax þannig að verði viðskiptavinur þess- ara félaga valdur að einu tjóni sem greiða þarf bætur vegna sem eru 50.000 kr. eða hærri verður kostn- aður af tryggingunum það árið u.þ.b. 66.000 kr. hjá Elísabetu, 88.000 kr. hjá Sjóvá-Strax, 90.000 kr. hjá Tryggingamiðstöðinni og 98.000 kr. hjá Sjóvá-Almennum. Tjónið hefur hins vegar ekki áhrif á iðgjöld við næstu endurnýjun. Hjá hinum tveimur félögunum, Vátrygginga- félagi Íslands og Verði-Íslands- tryggingu, eru s.k. bónuskerfi sem þýðir að valdi viðskiptavinur tjóni sem félagið greiðir út bætur vegna lækkar bónusinn við næstu end- urnýjun tryggingarinnar og iðgjöld- in hækka.“ Framrúðan tryggð eða allar rúður? Framrúðutrygging bætir brot á framrúðu bifreiðar ásamt ísetning- arkostnaði. VÍS er eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins en hjá hinum er eingöngu framrúðan tryggð að því er fram kemur í fréttatilkynningu verðlags- eftirlits ASÍ. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og El- ísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð þó 2.200 kr. og hámark 22.000 kr. og hjá El- ísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 kr. og hámark 19.900 kr. Tekið skal fram að aðrir þættir í trygg- ingaskilmálum félaganna geta verið mismunandi og nauðsynlegt fyrir hvern og einn að lesa þá vandlega og meta þörf sína fyrir tryggingavernd samhliða kostnaði af iðgjaldi. El- ísabet sem er í eigu Trygginga- miðstöðvarinnar og Sjóvár-Strax sem er í eigu Sjóvár-Almennra selja bæði eingöngu bílatryggingar og fara viðskiptin við þessi fyrirtæki fram í gegnum netið. Athuga þarf viðbótarkostnað Við samanburð á bílatryggingum er því nauðsynlegt að neytendur beri ekki einungis saman það iðgjald sem greiða þarf í upphafi heldur taki einnig með í reikninginn þann kostn- að sem við bætist, annaðhvort í formi iðgjaldsauka eða hækkunar ið- gjalds við næstu endurnýjun, ef við- komandi veldur tjóni sem trygginga- félagið bætir. Leitað var tilboða hjá eftirtöldum tryggingafélögum: Sjóvá-Almennum tryggingum, Vátryggingafélagi Ís- lands, Tryggingamiðstöðinni, Verði- Íslandstryggingu, Elísabetu og Sjóvá-Strax. Sjá nánar niðurstöðu í töflu. Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. Munaði 56% á iðgjaldi fólksbíls -.  /.  (   )*' # +   ,  - 0"+1 2 $" 2" 2 & .&3 2 2 &% $ 41 $ %" 2 54"  &,%6                                  7"+1& 4 +, % %   8, 4% .&& 4 +, 9 *.   %" 2 :4 &)  : % "                           ;< /+ 5(= 4  "  4" 2"3 4&&  %" ;< 9 *.  :4 &) 4 % %" 4 "  3 :, % &   $ %4 &  ;< 9 *.  :4 &) 4 % %" 4  3 :, % &   $ %4 &  ; ; ; Morgunblaðið/Golli VERÐKÖNNUN | Þegar verðlagseftirlit ASÍ leitaði tilboða hjá tryggingafélögum í ársiðgjald fyrir skutbíl af gerðinni Volkswagen Golf kom í ljós að tæplega 29.000 króna verðmunur var á hæsta og lægsta tilboði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.