Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 35
neytendur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 35 K ostnaður við bílatrygg- ingar getur verið um- talsverður og ekki allt- af auðvelt fyrir neytendur að gera samanburð á milli tryggingafélaga. Verðlagseftirlit ASÍ fékk bifreiða- eiganda til liðs við sig sem fór og fékk tilboð í lögboðnar ökutækja- tryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubíl sinn hjá sex tryggingafélögum og í ljós kom að talsverður munur getur verið á ið- gjaldinu og skilmálum félaganna. Viðkomandi bifreiðaeigandi er ekki í viðskiptum með aðrar tryggingar hjá neinu félaganna og hefur ekki áður tryggt bifreið þannig að ekki koma til neinir afslættir í þessum til- boðum vegna annarra viðskipta. Skyldutryggingar Í fréttatilkynningu frá verðlags- eftirliti ASÍ kemur fram að eig- endum skráðra bifreiða hér á landi er samkvæmt umferðarlögum skylt að kaupa ábyrgðartryggingu öku- tækis og slysatryggingu fyrir öku- mann og eiganda bifreiðarinnar. Auk þessara trygginga bjóða trygg- ingafélögin bifreiðaeigendum ýmsar fleiri gerðir trygginga s.s. fram- rúðutryggingu sem algengast er að keypt sé samhliða lögboðnu trygg- ingunum og kaskótryggingu sem bætir einnig margvíslegt tjón á eigin ökutæki. „Hér eru einungis borin saman til- boð í lögboðnar tryggingar og fram- rúðutryggingu fyrir skutbíl af gerð- inni Volkswagen Golf. Tilboði félaganna í tryggingar á þessari bif- reið reyndust frá rúmlega 51.000 kr. hjá Elísabetu og upp í tæplega 80.000 kr. hjá Sjóvá-Almennum sem er 29.000 kr. verðmunur á árs- grundvelli eða 56%. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því hjá El- ísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingamiðstöðinni kemur einnig til svo kallaður iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bæt- ur úr ábyrgðartryggingu eða slysa- tryggingu sem eru að fjárhæð 50.000 kr. eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 kr. hjá Elísabetu og Trygg- ingamiðstöðinni og 18.000 kr. hjá Sjóva-Almennum og Sjóvá-Strax þannig að verði viðskiptavinur þess- ara félaga valdur að einu tjóni sem greiða þarf bætur vegna sem eru 50.000 kr. eða hærri verður kostn- aður af tryggingunum það árið u.þ.b. 66.000 kr. hjá Elísabetu, 88.000 kr. hjá Sjóvá-Strax, 90.000 kr. hjá Tryggingamiðstöðinni og 98.000 kr. hjá Sjóvá-Almennum. Tjónið hefur hins vegar ekki áhrif á iðgjöld við næstu endurnýjun. Hjá hinum tveimur félögunum, Vátrygginga- félagi Íslands og Verði-Íslands- tryggingu, eru s.k. bónuskerfi sem þýðir að valdi viðskiptavinur tjóni sem félagið greiðir út bætur vegna lækkar bónusinn við næstu end- urnýjun tryggingarinnar og iðgjöld- in hækka.“ Framrúðan tryggð eða allar rúður? Framrúðutrygging bætir brot á framrúðu bifreiðar ásamt ísetning- arkostnaði. VÍS er eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins en hjá hinum er eingöngu framrúðan tryggð að því er fram kemur í fréttatilkynningu verðlags- eftirlits ASÍ. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og El- ísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð þó 2.200 kr. og hámark 22.000 kr. og hjá El- ísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 kr. og hámark 19.900 kr. Tekið skal fram að aðrir þættir í trygg- ingaskilmálum félaganna geta verið mismunandi og nauðsynlegt fyrir hvern og einn að lesa þá vandlega og meta þörf sína fyrir tryggingavernd samhliða kostnaði af iðgjaldi. El- ísabet sem er í eigu Trygginga- miðstöðvarinnar og Sjóvár-Strax sem er í eigu Sjóvár-Almennra selja bæði eingöngu bílatryggingar og fara viðskiptin við þessi fyrirtæki fram í gegnum netið. Athuga þarf viðbótarkostnað Við samanburð á bílatryggingum er því nauðsynlegt að neytendur beri ekki einungis saman það iðgjald sem greiða þarf í upphafi heldur taki einnig með í reikninginn þann kostn- að sem við bætist, annaðhvort í formi iðgjaldsauka eða hækkunar ið- gjalds við næstu endurnýjun, ef við- komandi veldur tjóni sem trygginga- félagið bætir. Leitað var tilboða hjá eftirtöldum tryggingafélögum: Sjóvá-Almennum tryggingum, Vátryggingafélagi Ís- lands, Tryggingamiðstöðinni, Verði- Íslandstryggingu, Elísabetu og Sjóvá-Strax. Sjá nánar niðurstöðu í töflu. Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. Munaði 56% á iðgjaldi fólksbíls -.  /.  (   )*' # +   ,  - 0"+1 2 $" 2" 2 & .&3 2 2 &% $ 41 $ %" 2 54"  &,%6                                  7"+1& 4 +, % %   8, 4% .&& 4 +, 9 *.   %" 2 :4 &)  : % "                           ;< /+ 5(= 4  "  4" 2"3 4&&  %" ;< 9 *.  :4 &) 4 % %" 4 "  3 :, % &   $ %4 &  ;< 9 *.  :4 &) 4 % %" 4  3 :, % &   $ %4 &  ; ; ; Morgunblaðið/Golli VERÐKÖNNUN | Þegar verðlagseftirlit ASÍ leitaði tilboða hjá tryggingafélögum í ársiðgjald fyrir skutbíl af gerðinni Volkswagen Golf kom í ljós að tæplega 29.000 króna verðmunur var á hæsta og lægsta tilboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.