Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                                                                                                                                                                    „MÉR finnst viðfangsefnið mjög spennandi og skemmtilegt,“ sagði Einar Sigurðsson, sem var ráðinn forstjóri Árvakurs hf. á fundi stjórnar félagsins í gærmorgun. Hann segir að Árvakur stefni að því að stækka hlut sinn á fjölmiðlamarkaðnum. Einar segir að helstu verkefnin framundan séu annars vegar að halda áfram að treysta rekstur Morgunblaðsins og hins vegar að byggja Árvakur upp til framtíðar. „Það er markmið félagsins að stækka reksturinn og gera það skráningarhæft, ef menn hafa áhuga á því á einhverju stigi að fara með félagið á op- inn markað og breikka enn hluthafahópinn,“ segir Einar. Ekki áform um samruna Hann segir að Árvakur ætli sér að vera þátt- takandi á fríblaðamarkaði og styrkja stöðu sína þar með rekstri Blaðsins, en Árvakur á helmingshlut í Ári og degi ehf. sem getur út Blaðið. Aðspurður hvort til standi af hálfu Árvakurs að fara út í samstarf við Símann og Skjá einn, sem gæti skapað mótvægi við 365-miðla, segir Einar að engar fyrirætlanir séu um slíkan samruna. „Hins vegar dregur þetta upp ágæt- is mynd af markaðnum, það er mjög stór sam- steypa sem keppir við mörg fyrirtæki á mark- aðnum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þessi markaður þróast og hvort hann verði áfram óbreyttur. En það er alveg ljóst að Árvakur ætlar sér stærri hlut en hann hefur í dag,“ segir Einar. Bjartsýnn tónn Þegar hann er spurður hvort breytinga sé að vænta í rekstri, segir Einar að verið sé að innleiða ákveðnar nýjungar við vinnslu Morg- unblaðsins. „En tónninn sem við viljum slá er ekki samdráttar- eða niðurskurðartónn, þvert á móti er hann bjartsýnn og upp á við, því við teljum fulla ástæðu til þess.“ Aðspurður hvers vegna hann sé ráðinn for- stjóri en ekki framkvæmdastjóri segir Einar það hafa þá þýðingu að félagið hafi vaxt- armarkmið og stefni á breiðari rekstur en ver- ið hefur, þ.e. sem alhliða miðlunarfyrirtæki en ekki einungis sem útgáfufélag Morgunblaðs- ins. „Menn vildu undirstrika það með þessari breytingu. Framkvæmdastjórastaðan dettur þar af leiðandi út,“ segir hann. Einar hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá IMG og kom sem slíkur að undirbúningi að breytingum á rekstri Ár- vakurs fyrr á árinu. Einar segist hafa kynnst félaginu í gegnum þá vinnu og það muni flýta mjög fyrir honum við að koma sér inn í starfið. Hann var áður framkvæmdastjóri stefnu- mótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða og FL Group og þar áður aðstoðarmaður forstjóra og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Einar var fyrsti útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins hf. en fram að þeim tíma hafði hann starfað sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann hóf störf við fjölmiðla á Alþýðublaðinu en hann er fjölmiðlafræðingur að mennt með mast- ersgráðu í stjórnmálafélagsfræði frá London School of Economics. Skráning innan þriggja ára Í tilkynningu frá stjórn Árvakurs í gær kemur fram að stefnt sé að því að hægt verði að skrá félagið sem almennt fjölmiðla- og miðl- unarfyrirtæki í kauphöll innan þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að félagið hafi sett sér markmið um uppbyggingu og sókn á ný svið miðlunar. Þá segir að fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, hafi einstaka stöðu, því hvergi annars staðar í heiminum sé frétta- vefur af þessu tagi mest nýtti vefur á netmark- aði. „Þetta byggist fyrst og fremst á tveimur þáttum, trausti á fréttamennsku Morg- unblaðsins, góðri framsetningu og auðveldu aðgengi. Á næstu mánuðum verður mbl.is þró- aður þannig að notendur fái í gegnum hann að- gang að mun fjölþættari þjónustu, einkum á sviði alhliða samskiptatækni. Þessi þróun í átt að vefgátt verður einnig með hliðsjón af mögu- leikum sem eru til staðar í ljósvakamiðlun,“ segir í tilkynningunni. „Uppbygging Árvakurs byggist á því að fé- lagið verði eflt til sóknar á næstu mánuðum með nýju fjármagni. Það er nú til meðferðar og afgreiðslu í stjórn og hluthafahópi félags- ins,“ segir þar ennfremur. Einar Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins Árvakur ætlar sér stærri hlut en hann hefur í dag Skráning á markað möguleg innan þriggja ára Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Tímamót Einar Sigurðsson, nýr forstjóri Árvakurs, fundaði með starfsmönnum fyrirtækisins í gær og talaði um það sem framundan er hjá blaðinu og fyrirtækinu almennt. Kynning Auglýsendur kynntu sér breytingar á Morgunblaðinu í Listasafni Reykjavíkur í gær. » Stjórn Árvakurs stefnir á skráningu fé-lagsins sem alhliða fjölmiðla- og miðl- unarfyrirtækis á markað innan þriggja ára »Félagið hefur sett sér markmið um upp-byggingu og sókn á ný svið miðlunar »Á næstu mánuðum stendur til að þróambl.is frekar og veita notendum aðgang að fjölþættari þjónustu Í HNOTSKURN LÖGREGLAN á Seyðisfirði telur líklegt að kínverskur starfsmaður verktakafyrirtækisins Impregilo, sem fannst illa leikinn í herbergi sínu í vinnubúðum fyrirtækisins, hafi veitt sér áverkana sjálfur með nagl- bít. Hefur maðurinn neitað þessu við yfirheyrslur. Snemma á sunnudagsmorguninn 13. ágúst síðastliðinn kom herberg- isfélagi mannsins að honum liggjandi í blóði sínu í sameiginlegu svefnher- bergi þeirra í vinnubúðunum. Fram hefur komið í fréttum að maðurinn var afar illa útleikinn og lá hann í blóði sínu og ælu þegar komið var að honum en blóðslettur voru uppi um alla veggi. Ummerki benda ekki til þess að fleiri menn hafi verið á staðnum Var manninum vart hugað líf í fyrstu en hann hafði verulega áverka á höfði og hálsi. Hinn særði hefur ætíð haldið því fram að tveir menn hafi ráðist á sig um nóttina til að ræna sig og segir þá hafa hulið andlit sín, borið sólgleraugu og talað kín- versku. Embætti lögreglustjórans á Seyð- isfirði fékk sér til aðstoðar tvo menn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík til að rannsaka vettvang en samkvæmt tilkynningu frá emb- ættinu þykir líklegt eftir rannsókn- ina að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana. Niðurstaðan er studd áliti réttarmeinafræðings. Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Seyðisfirði, segir að engin ummerki séu um að einhver annar hafi verið í herberginu og af dreifingu blóðs um herbergi mannsins megi ráða að enginn annar hafi verið þar meðan á atganginum hafi staðið. Um er að ræða bráða- birgðaniðurstöðu en Óskar segir að lögreglan telji hana líklegustu skýr- inguna á því sem þarna hafi átt sér stað. Talinn hafa veitt sér áverka sjálfur SEINNI umferð í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í skák fór fram í gær. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson felldi stórmeistarann Þröst Þórhallsson úr keppni en fyrri skák þeirra lauk með jafntefli í gær. Vann Bragi seinni skák þeirra í dag og þarf Þröstur því að taka pokann sinn. Henrik Danielsen sigraði Arnar Gunnarsson, en Arnari hefði nægt jafntefli til að fella Henrik úr leik. Þeir þurfa því að tefla bráðabana í dag til að skera úr um hvor þeirra kemst áfram. Hannes Hlífar Stef- ánsson sigraði Tómas Björnsson örugglega. Þá gerði Héðinn Stein- grímsson jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson og er Jón Viktor þar með dottinn út. Margir spá því að Héðinn nái langt í keppninni en sýnt þykir að hann mæti vel und- irbúinn til leiks. Bráðabani milli Henriks og Arnars fer fram í Skák- höllinni Faxafeni klukkan 17 í dag. Stórmeistari fallinn úr keppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.