Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 32
matur 32 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Pétur Alan Guðmundssonbyrjaði að stunda laxveiðimeð föður sínum, Guð-mundi Júlíussyni, þegar hann var um 10 ára gamall og veiddi í fjöldamörg ár með honum. „Við áttum margar góðar stundir við árbakkana og ég lærði flest það sem ég kann af pabba. Við veiddum aðallega í Norðurá, Stóru-Laxá, Grímsá og Hítará.“ Pétur heldur enn í þann sið föður síns að fara með megnið af því sem hann veiðir í búðina, viðskiptavinunum til mik- illar ánægju. „Friðþjófur Adolf Ólason tók við af pabba fyrir meira en 20 árum sem besti veiðifélagi minn og við förum í nokkrar veiði- ferðir saman á hverju ári. Upp- skriftina að laxi með gráðosti fékk ég einmitt hjá honum og konu hans Maríu Thejll sem kemur stundum með okkur í veiði.“ Eldar það sem hann veiðir Pétur segist veiða á „allt sem gefur“, flugu, maðk eða spún, eftir því sem hentar hverju sinni. Hann segist ekki vera iðinn við flugu- hnýtingar, þótt hann hnýti öðru hvoru. „Mér finnst mjög gaman að hnýta flugur en hef ekki gefið mér tíma til þess upp á síðkastið. Ég hnýtti meira áður fyrr og á örugg- lega eftir að taka upp þráðinn aft- ur, enda ólýsanlega gaman að veiða á flugu sem maður hefur sjálfur hnýtt.“ Villibráðarveislur Péturs þykja með þeim betri í bænum, en hann hefur fyrir sið að bjóða fé- lögum sínum til veislu á hverju hausti, þar sem fram er borinn fjöldinn allur af gómsætum réttum úr villtum fiski, fugli og hreindýri sem hann hefur veitt. „Mér finnst gaman að halda veislur og mér finnst sérstaklega skemmtilegt að elda það sem ég hef sjálfur veitt. Uppskriftir hafa safnast saman í gegnum árin og ég hef líka gaman af því að prófa mig áfram og reyna eitthvað nýtt.“ Senn fer laxveiðinni að ljúka og gæsatímabilið að hefjast fyrir al- vöru, en Pétur er að lokum spurður hvort hann eigi sér eftirlætis lax- veiðiá. „Selá í Vopnafirði, ekki spurning,“ svarar hann að bragði. „Þar er kyrrðin, ekkert gsm- samband, bara fjallasalir, eyðibýli, stórir laxar og góðir félagar. Það er ekki hægt að lýsa þessu svæði öðruvísi en með tveimur orðum: tær snilld.“ Gin og lime gefa ljúfan tón Pétur segist oft gera laxa- carpaccio, sem hann segir einfaldan og góðan forrétt. „Það er hægt að gera hann 2–4 klukkutímum áður en gestirnir mæta og hafa tilbúinn á forréttardiskunum.“ Safi úr lime- ávexti og skvetta af gini gera gæfu- muninn, segir hann. „Ég geri þenn- an rétt oft í veiðihúsum og tíni þær jurtir sem eru í umhverfinu, jafnvel birkiblöð. Ef menn eiga ekki villtan lax má nota silungsflök eða sjóeld- islax, en þá þarf að gæta þess að hann sé ekki of feitur.“ Laxa-carpaccio með laxahrognum Forréttur f. 6 ½–1 beinhreinsað laxaflak (um 500 g) safi úr 2 limeávöxtum 2–3 tappar gin hundasúrur, graslaukur, hvanna- blöð eða aðrar kryddjurtir sem hendi eru næst nýmalaður pipar börkur af 1 lime-ávexti laxahrogn, jafnvel silungshrogn salt ef vill, t.d. Maldon-salt Laxaflökin eru skáskorin mjög þunnt og sneiðarnar lagðar á 6 diska. Hægt er að jafna sneiðarnar fallega út með því að setja plast- filmu yfir og þrýsta létt á með fingri. Lime-safi er kreistur og honum ýrt yfir fiskinn. Þá er um 2–3 töppum af gini skvett yfir þannig að nokkrir dropar fari á hvert flak. Pipar er malaður yfir flökin og grófrifnum lime-berki stráð yfir. Hægt er að strá örlitlu salti yfir, en gæta þarf að því að hrognin eru býsna sölt. Að lokum er fallegt að skreyta réttinn með kryddjurtum úr nátt- úrunni, t.d. birkiblöðum, hundasúr- um eða graslauk. Laxahrogn að hætti vesturbæings Pétur segist stundum nýta hrogn úr laxi sem hann veiðir og setja í saltpækil. Hrognin segir hann afar bragðgóð, en nokkurn tíma taki að útbúa eigin „kavíar“. Þeir sem kjósa geta notað silungshrogn í staðinn, en þau er hægt að kaupa í öllum mat- vöruverslunum á tiltölulega góðu verði. Lax veiðimannsins Fátt þykir veiðimönnum betra en að elda það sem þeir hafa aflað. Brynja Tomer fékk það staðfest í samtali við Pétur Alan Guðmundsson, kaup- mann í Melabúðinni, sem selur viðskiptavinum sín- um megnið af aflanum en geymir hluta af honum fyrir veislu með vinum og vandamönnum. Morgunblaðið/ÞÖK Girnilegt Hér er fersku blóðbergi dreift yfir laxaflakið sem síðan er vafið með birkigreinum. Birki Pétur notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að krydda laxinn. Freistandi Laxacarpaccio með laxahrognum, gini og lime. Blóðberg er tínt meðan það er í blóma á sumrin. Það er vinsæl kryddjurt og notað á lax, lambakjöt og oft á grillaðar kartöflur. Birkið er nýtt á ýmsan hátt til matargerðar og ekki síst sem krydd á grillmatinn. Laufblöð, börk af yngstu greinum og safann má nota og safna að vori. Ilmandi Gaman er að prófa sig áfram með ýmsar kryddjurtir. Hér er ferskum rósmaríngreinum kom- ið fyrir í flakinu. Saltað og piprað eftir smekk og bakað í ofni eða grillað í 12–15 mínútur. Ljúffengt Bráðinn gráðostur fer einkar vel með laxi. Flakið má baka í ofni eða grilla á útigrilli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.