Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 28
matur 28 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Opið: Alla virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 16:00.NOTAÐIR BÍLAR Nú er hafin glæsileg útsala á notuðum bílum hjá Ingvari Helgasyni. Mikið úrval góðra bíla á enn betra verði. Líttu við og gerðu góð kaup. ALLT AÐ 550.000 KR. AFSLÁTTUR! Persónulega kann ég betur við að kalla okkur „bíla með reynslu“ ÚTSALAN RISAÚTSALAN ER HAFIN! Köntrísveit Baggalúts í Hveragerði Þessi líflega hljómsveit mun án efa halda uppi hörkustuði á Blómstrandi dögum. Baggalútur leikur köntrí-, blúgrass- og havaítónlist á Hótel Örk í kvöld og byrjar að spila klukkan 22. Sultukeppni á sveitamarkaði í Mosfellsdal Nú verður barist um berin. Markaðurinn er opnaður klukkan 12 og búist við því að úrslit í sultukeppninni verði ljós um klukk- an 14. Þeir sem ætla að keppa, eiga að mæta með framleiðslu sína upp úr klukkan 12. Markaðurinn er opinn frameftir degi, til klukkan 17, en mesta umferðin er í hádeg- inu. Á sveitamarkaðinum er boðið upp á grænmeti, rósir, pestósósur, súkkulaði og silung. Einnig verður rabarbarabóndi á staðnum fyrir þá sem hyggja á sultugerð. Markaðurinn verður líklega á laugardögum fram til 16. september. Bollywood-kvikmyndahátíð Glitrandi gaman í Múltí Kúltí, Ingólfs- stræti 8, á morgun klukkan 16. Myndirnar sem sýndar verða eru Shann, sígild ind- versk spennumynd frá 1980 og Jarad – Gildran, indversk skrumskæling um íþrótt- ir, viðskipti og stjórnmál. Múltí Kúltí er ný menningarmiðstöð og opin flesta daga frá klukkan 13–18. Þar er meðal annars versl- un með handgerða muni frá Indlandi, Kenía og Sambíu. Blómstrandi dagar og Í túninu heima Fjörleg stemmning verður á bæjarhátíð- unum sem haldnar verða um helgina í Mos- fellsbæ og Hveragerði. Í túninu heima byrj- ar í dag og hægt að skoða dagskrána á www.mos.is. Dagskrá Blómstrandi daga er á blomstrandidagar.is. en þar verður til að mynda sundlaugarpartí í Hótel Örk í dag klukkan 16–18 og barna- og fjölskylduball í Íþróttahúsinu í Hveragerði þar sem m.a. er boðið upp á karaókí, einnig koma Gunni og Felix fram. Á morgun verður til að mynda flóamarkaður, Fló og fjör, frá 11–17 og úti- markaður með grænmeti og heimatilbúinni matvöru hjá Álafossi/Stekkjarflöt. mælt með… H ópur nokkurra æskuvina tók sig til í sumar og smíðaði grill úr stáli úti í sveit til þess að geta matreitt svín í heilu lagi. Hugmyndin kom fyrst upp fyrir tveimur árum og varð svo að veru- leika næstsíðustu helgina í júlí, segir Þorsteinn Torfason, einn for- sprakkanna. „Við höfum þekkst frá tíu ára aldri og hittumst reglulega ásamt mökum, 5–6 pör, og erum meðal annars í matarklúbbi saman. Hug- dettan er eiginlega stolin úr enskri matreiðslubók sem heitir svo mik- ið sem The River Cottage Meat Book og er eftir Hugh Ferney- Whittingstall, en hann er bóndi líka. Ég fékk þessa bók fyrir tveimur árum og í henni er meðal annars að finna svínaveislu. Við vorum svo uppfullir af kokkabók- arrómantík að við héldum að það væri ekkert mál að finna vænan og góðan svínabónda sem gæti bara selt okkur grís í heppilegri stærð, en það var öðru nær,“ segir hann. Þorsteinn segir að hópurinn hafi samt sem áður ekki látið deigan síga og hugsað sem svo, að þá væri hægt að grilla einhverja aðra skepnu. „Við sáum þetta grill í bókinni og höfundurinn var búinn að grilla ein tíu svín áður en hann var búinn að þróa það almenni- lega. Við stældum hans útfærslu, en einn úr hópnum er stálsmiður, annar trésmiður og meira að segja einn flutningabílstjóri líka, svo við erum alveg sjálfbær.“ Fullorðna fólkið hittist reglu- lega en ákveðið var að halda skemmtilega árshátíð, taka krakk- ana með og grilla úti, segir Þor- steinn. „Það tók reyndar tvö ár að djöflast í hópnum og fá stálsmið- inn til að skoða myndina nægilega gaumgæfilega og hanna grillið út frá henni. Svo mætti hann með stálið á föstudegi og við fórum í að sjóða grillið saman og bora teininn sem fer í gegnum svínið og ydda naglana, en það þurfti að þver- negla það upp á teininn svo það snerist ekki.“ Grillið er opið í miðjunni en með tveimur kolakörfum til hliðanna og segir Þorsteinn að eitt af aðal- atriðunum hafi verið að vera ekki með beinan hita á kjötið. „Föstu- dagurinn fór í það að smíða grillið, samt vorum við dálítið stressaðir yfir því að við værum að fara út í einhverja vitleysu. 18 kolapokar Við vissum ekkert um hitann og hvernig þetta myndi gera sig en þræddum svínið upp á teininn, rákum naglana í gegn og bundum það upp eins og við höfðum séð á einhverri mynd, skárum í pöruna og nudduðum svo rækilega með rósmaríni, blóðbergi og góðu salti. Langþráð svínaveisla verður að veruleika Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is Kjötið var nuddað með rósmarín, blóðbergi og salti og látið bíða. Heilgrillað Svínið var sex tíma að steikjast í gegn og með kjötinu var borið fram grænmeti, grillað á gasgrilli, og hvítlauks- og gráðostasósur. Ár- angurinn var besta svínakjöt sem viðmælandinn hefur smakkað. Næsta skref er að festa plötur á grillið til að ná fram bökunaráhrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.