Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 49 ✝ Vilborg Vil-hjálmsdóttir fæddist í Kirkjuvogi í Höfnum 20. apríl 1912. Hún lést á heimili sínu, Vatns- holti 2 í Reykjavík, 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur Kristinn Ketilsson, bóndi og kennari, f. 3. júlí 1871, d. 10.mars 1959, og Valgerður Jóakimsdóttir, hús- freyja og kennari, f. 7. október 1884, d. 6. febrúar 1957. Systkini Vilborgar eru Ketill, f. 26. maí 1915, d. 19. desember 1916, og Margrét Helga, f. 22. maí 1920, maki Andrés Björnsson fv. út- varpsstjóri, f. 16.3. 1917, d. 29.12. 1998. Vilborg giftist 26. janúar 1935 Ingólfi Þorsteinssyni, skrif- stofustjóra Gjaldeyrisdeildar bankanna, f. í Ólafsvík 31. júlí 1910, d. 6. nóvember 1998. For- eldrar hans voru Þorsteinn Jónsson skrifstofustjóri í Reykjavík og f.k.h. Margrét Ein- arsdóttir. Sonur þeirra er Ketill, f. 6. júlí 1936, prófess- or í stærðfræði í Bandaríkjunum. Kona hans er Úr- súla, tónlistarkenn- ari og píanóleikari, f. 22. desember 1943 í Sviss, dóttir Franz Fassbind rit- höfundar og k.h. Gertrud. Dætur þeirra eru Judith, Mirjam, Bera- gift Kunitsky og Katla Soffía. Börn hennar og Bernard J. Ham- mond eru Bernard J. og Kayla. Vilborg var lengst af heima- vinnandi húsmóðir, en áður en hún giftist starfaði hún við skiptiborð bæjarsímans í Reykja- vík. Útför Vilborgar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar Vilborgar Vilhjálmsdóttur móðursystur minnar er minnst, koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Fyrstu minningar mínar af ferða- lögum, bæði innan lands og utan, voru í för með Borgu og Ingólfi manni hennar. Óteljandi voru sunnudags- bíltúrarnir og fyrir unglingsstúlku var ferðalag til Ítalíu um miðjan sjö- unda áratuginn ógleymanlegt. Yfir ferðalögum með Inga og Borgu var auk þess ætíð einhver ljómi. Allt skipulagt í þaula, af alúð og smekk- vísi. Þannig var allt sem þau gerðu. Allt var vel gert. Þau fundu bestu tón- leikana, eftirsóknarverðustu söfnin og sögustaðina, fallegustu þorpin og vönduðustu verslanirnar. Reyndar var það einhver galdur sem Borga kunni öllum öðrum betur og það var að koma auga á það sem aðrir sáu ekki – fyrr en gjafapakkinn var opnaður á jólum eða í afmælum. Alltaf skyldi hún hafa fundið vönduð- ustu og fallegustu flíkina eða muninn. Hún ein fann það sem aðrir voru að leita að. Þetta var gáfa eða hæfileiki, sem við skyldmenni hennar fengum svo ríkulega að njóta. Þau hjón áttu afar fallegt heimili og hef ég fáum kynnst, sem hafa verið aðrir eins höfðingjar heim að sækja. Móður- systir mín var flestum færari í að búa gestum sínum veisluborð og jafnvel einfaldur viðurgerningur, kaffi og meðlæti varð í hennar meðförum að nánast listrænni athöfn. Vilborg var fjölmenntuð kona. Það segir sína sögu að á tíræðisaldri var hún að fullkomna þýskukunnáttu sína með nýjustu tækni og hvar sem borið var niður var frænka mín vel heima og áhugasöm, hvort sem rætt var um menningu, stjórnmál, listir eða önnur mál sem hátt bar í samtímanum. Hún var tónelsk með afbrigðum og var það henni mikið ánægjuefni hve vel barnabörnunum vegnaði í heimi tón- listarinnar, afbragðslistamenn á heimsvísu. Nú þegar Vilborg móðursystir mín kveður þennan heim finn ég fyrir miklu tómarúmi. Hún var greind og skemmtileg kona, sem við, fjölskylda og vinir munum sakna samveru- stunda með. Í huga mínum er sár söknuður – eftirsjá eftir góðri frænku, sem gaf mér og fjölskyldu minni óendanlega af hjartahlýju sinni. Ég kveð frænku sem svo lengi sem ég hef lifað hefur verið hluti af lífi mínu. Við Ögmundur sendum syni, tengdadóttur og barnabörnum sam- úðarkveðjur. Valgerður Andrésdóttir „Þá vil ég frekar grátt grjót og hvítfyssandi öldur en grænar sveitir,“ sagði Vilborg móðursystir mín í grill- veislu fyrir nokkrum dögum. Umræð- an snerist um Hafnir á Reykjanesi þaðan sem við eigum ættir okkar að rekja. Flestir viðstaddra voru á þeirri skoðun að í Höfnunum væri illbýlt sökum vinda, ágangs sjávar og hrjóstrugrar náttúru. Þessu var hún frænka mín ekki sammála og tókst öll á loft í lýsingum sínum á dásemdum æskustöðvanna. Við hrifumst með og ákváðum að fara þangað með henni einhvern næstu daga. Sú ferð verður ekki farin. Borga frænka kvaddi þessa jarðvist á græn- asta tíma ársins, gömul en þó svo ung. Hún var komin á tíræðisaldur en manni fannst hún aldrei eldast, hún var kvik í hreyfingum, hélt heimili og fylgdist með dægurmálum. Okkar samvistir hafa verið miklar og góðar. Bernskuminningar mínar eru ofnar ferðum í Vatnsholtið á sunnudögum þar sem húsbóndinn heilsaði okkur jafnan með orðunum, „Nú, er Kotvogsaðallinn bara mætt- ur“. Síðan nutum við frábærrar mat- reiðslu Borgu frænku í bland við há- fleyga menningarumræðu. Þetta var fallega búið heimili og endurspeglaði áhuga þeirra hjóna á tónlist, bók- menntum og listum. Ég hef aldrei haldið jól eða áramót á Íslandi án frænku minnar. Við slík tækifæri kom í ljós hvílíkur höfðingi hún var. Henn- ar gjafir voru alltaf smekklegastar, vandaðastar og hittu í mark. Það er ekki á færi margra að gefa táningi föt að gjöf, en henni brást aldrei boga- listin. Hún aflaði sér sérfræðiþekk- ingar á tísku með tíðum ferðum um Laugaveginn og hafði náttúrulegt auga fyrir fegurð og gæðum. Frænka mín tileinkaði sér holla lífshætti og stundaði líkamsrækt áður en slíkt komst í tísku. Og hún stund- aði sína útivist á Laugaveginum, inn- an um gráa steypuna og umferðarnið- inn. Ekki ólíkt Höfnunum. Það eru forréttindi að hafa verið samferðamaður Borgu frænku, hún var velgjörðarmaður og verndari. Guð geymi góða manneskju og blessi minningu hennar. Margrét Birna Andrésdóttir. Nú kveðjum við móðursystur okk- ar, Vilborgu Vilhjálmsdóttur. Hún hefur verið samofin lífi okkar allt frá frumbernsku, föst stærð í tilverunni, hinn velviljaði vegvísir í lífinu, náinn vinur. Frá unga aldri var heimili Borgu okkar heimahöfn. Þangað var ævinlega gott að koma. Borga hafði mikil áhrif á umhverfi sitt. Fórum við ekki varhluta af því bræður og á Borga frænka án efa drjúgan þátt í mótun persónugerðar okkar. Ekki gerðist það í einu vetfangi, heldur í þúsund heimsóknum og óteljandi samtölum; allt með hægðinni, velvilj- anum og rökvísinni. Aðeins það besta var nógu gott fyr- ir þá sem henni var annt um. Hún bjó til besta matinn, gaf vönduðustu gjaf- irnar og ráðgjöf hennar varðandi flest mál þótti vitrænust. Allt var flottast hjá henni. Hún var fagurkeri og menningarkona. Vef- og útsaumsverk hennar bera listfengi hennar merki. Hún unni menningu og listum og sótti listviðburði bæði hérlendis og erlend- is. Hún var sjálfmenntuð tungumála- kona og sótti tíma hjá Páli Ísólfssyni í orgelleik. Hún var sjálfstæð og elju- söm í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur; virk á sinn stillta og agaða hátt, allt vandað sem frá henni fór. Henni tókst að halda úti sínu menningar- heimili fram í andlátið og halda sjálf- stæði sínu og reisn. Frænku okkar þökkum við samfylgdina. Guð blessi minningu hennar. Ólafur B. Andrésson, Vilhjálmur Kr. Andrésson. Vilborg Vilhjálmsdóttir var komin á tíðræðisaldur, orðin 94 ára, þegar hún lést á heimili sínu í Reykjavík um síðustu helgi; hafði þá átt við lasleika að stríða um hríð en annars búið við góða heilsu og þrek alla sína löngu ævi. Langlífi er greinilega ættarein- kenni; faðir hennar Vilhjálmur Ket- ilsson var kominn fast undir nírætt er hann lést 1959, og föðurafi hennar, Ketill Ketilsson óðalsbóndi og danne- brogsmaður í Kotvogi í Höfnum, varð tæplega áttræður. Langlífi Vilborgar fylgdi sú guðsgjöf að hún hélt and- legum kröftum og stálminni til hinstu stundar. Það var svolítið einkennilegt en dýrmætt að geta í upphafi 21. aldar setið að skrafi og rætt alla helstu við- burði aldarinnar sem leið við mann- eskju sem sjálf hafði upplifað þá. Vil- borg var fædd vorið 1912 og lifði því báðar heimsstyrjaldirnar, kreppuna miklu, fullveldið 1918 og lýðveldis- stofnunina 1944. Svo ekki sé nú minnst á lífskjarabyltinguna og allar tækninýjungarnar sem gengu í garð ein af annarri. Þegar þau kynntust, Ingólfur föðurbróðir minn Þorsteins- son, og Vilborg, starfaði hún hjá tal- símaafgreiðslu Landsímans. Dagar hins sjálfvirka síma voru þá ekki runnir upp, hvað þá að nokkur hefði svo fjörugt ímyndunarafl að sjá fyrir farsíma og önnur undur nútímans. Ingólfur og Vilborg, Ingi og Borga eins og þau voru jafnan nefnd, gengu í hjónaband í janúar 1935, og í júlí árið eftir fæddist einkasonurinn, Ketill, prófessor í eðlisfræði í Bandaríkjun- um. Ingólfur, sem var bankamaður alla tíð, síðast forstöðumaður Gjald- eyrisdeildar bankanna, lést 1998, 88 ára gamall. Borga bjó eftir það ein í rúmgóðu húsi þeirra í Vatnsholti sem þau stóðu sjálf fyrir að byggja á sín- um tíma. Það var áreiðanlega á stund- um einmanalegt í þessum stóru vist- arverum, en þar voru minningar hennar og hlutir sem henni voru kær- ir sagði hún og svo naut hún rækt- arsemi góðra vina og ættingja, ekki síst Margrétar systur sinnar og barna hennar. Ég var tíður gestur á heimili Inga og Borgu á yngri árum, fyrst í Barmahlíðinni og síðar Vatnsholtinu, og heimsóknir þeirra til okkar í Stóra- gerði 11 og síðar Hamrahlíð 13, voru fastur partur af tilverunni. Þau voru um fimmtugt þegar ég fór að kynnast þeim að ráði og það segir sitt að ófá voru þau skiptin að ég linnti ekki lát- um fyrr en foreldrar mínir höfðu hringt og boðið þeim í kvöldkaffi. Samtöl við Inga og Borgu um lands- ins gagn og nauðsynjar voru okkur systkinunum mikils virði. Þau töluðu við okkur eins og fullorðið fólk en ekki krakkakjána. Ætli ég hafi ekki verið tíu ára gamall þegar Borga spurði mig um eitthvert stórmálið sem full- orðna fólkið var að ræða: Hvað finnst þér, Mummi? Á þeirri stundu fannst mér ég vera orðinn fullorðinn og man þetta andartak eins og það hefði gerst í gær. Ingólfur föðurbróðir minn var áhugasamur um sögu og ættfræði og átti margt rita um þau efni í stóru og vönduðu bókasafni sínu. Þó að hann væri hreykinn af eigin ætt taldi hann þó ætt Borgu bera af, og satt er það að forfeður hennar, útvegsbændur á Suðurnesjum, voru margir hverjir miklir og frægir garpar. Nafnkunn- astur þeirra er líklega Ketill afi henn- ar Ketilsson, sem á 19. öld var talinn auðugastur allra bænda á Suðurnesj- um. Hann var jarðeignamaður mikill og á tímabili sagður greiða útsvar í tíu hreppum. Í Íslenskum æviskrám er hann sagður „mestur stórbóndi um Romshvalanes um sína daga og hafði á sér höfðingjaháttu“. Um Vilhjálm son hans, föður Borgu, segir í sam- tímalýsingu að hann hafi verið „af- burða gáfumaður, viðkvæmur og hjartahlýr“. Hið sama má segja um Borgu. Hún var greind kona og vel að sér, með hlýtt hjarta og örlátan huga en líka viðkvæma lund. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Magnússon. Það komast ekki margir með tærn- ar þar sem hún Borga ömmusystir okkar hafði hælana. Við ólumst upp við tíðar heimsóknir í Vatnsholtið og það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í heimsókn til Borgu og Inga. Það brást ekki að Borga átti til ný- bakaðar kleinur og að sjálfsögðu kók í gleri. Síðan vissum við að uppi var heilt herbergi af skemmtilegu dóti þar sem við gátum gleymt okkur stundunum saman. Við höfum oft dáðst að því hvað frænka okkar var síung og smekkvís. Það var stíll yfir öllu sem hún gerði. Heimili Borgu og Inga var menning- arheimili og við bárum ómælda virð- ingu fyrir þeim hjónum. Hún hafði sérstakt lag á því að reiða fram kræs- ingar án þess að nokkur tæki eftir en á þann hátt að eftir því verður lengi munað. Á einhvern ótrúlegan hátt hittu gjafir frá Borgu líka alltaf í mark hver sem í hlut átti. Hún keypti oft á okkur föt og brást ekki að allt smellpassaði og var eftir nýjustu tísku. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast ynd- islegri manneskju sem hefur átt mik- inn þátt í að móta okkur öll. Andrés Ögmundsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Margrét Helga Ögmundsdóttir. Vilborg Vilhjálmsdóttir Systir mín, INGIRÍÐUR JÓSEPSDÓTTIR, Breiðumýri, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. ágúst, verður jarðsett frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðrún Jósepsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Geitavík, Borgarfirði eystri, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 21. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Jónsson, Jón Björnsson, Guðlaug K. Kröyer, Svavar H. Björnsson, Líneik Haraldsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Birgir Björnsson, Axel A. Björnsson, Lilja K. Einarsdóttir, Þorbjörn B. Björnsson, Jóhanna E. Vigfúsdóttir, Geirlaug G. Björnsdóttir, Ólafur Jakobsson, Ásdís Björnsdóttir, Arnar Margeirsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ SIGBJÖRNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, síðar til heimilis í Álfheimum 30, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Stefán Þórhallsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Elín Þórhallsdóttir, Ellert Eggertsson, Ragnar Blöndal Birgisson, Þórhallur Atlason, Dagný Gísladóttir, Sigurður Ágúst Marelsson, Oddný Blöndal Ragnarsdóttir, Eggert Ellertsson, Andri Þór Ellertsson og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN S. BJÖRNSSON, Markholti 18, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Svanhildur Þorkelsdóttir, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, Ragnhildur Hallgrímsdóttir, Alfa Regína Jóhannsdóttir, Þorbjörn Valur Jóhannsson, Emilía Björg Jónsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.