Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 41 Heyrst hefur: Konan varð ekki var við neitt. RÉTT VÆRI: Konan varð ekki vör við neitt. Hins vegar: Maðurinn varð ekki var við neitt. Gætum tungunnar MEÐ lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða voru sam- þykktar nokkrar markverðar breyt- ingar á lögum um lífeyrissjóði, m.a. er þar kveðið á um skylduaðild að lífeyrissjóðum og möguleika á skipt- ingu lífeyrisréttinda á milli hjóna (sambýlisfólks). Þó að í þessari breytingu felist mikil framför er ljóst að þessi lagabreyting var ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Því hafa verkstjórar og aðrir stjórnendur í Verk- stjórasambandi Íslands áhuga á því að fá nokkrar umbætur á lögunum. Það er ekki hvað síst staða maka og ákvörð- unartími til skipta á líf- eyrisréttinum á milli hjón og sambúðarfólks sem þeir eru ósáttir við. Réttur maka er sáralítill Réttur maka til líf- eyrisbóta hafði minnk- að nokkuð fyrir þenn- an tíma. Þróunin hefur verið frá því að hjón tryggi sig sameig- inlega og gagnkvæmt, til þess að leggja áherslu á einstakling- inn. Með fyrrgreindu lögunum var fest lág- mark sem var það að maki sjóðfélaga með tilskilin réttindi fengi makalífeyri í 24 mánuði eftir fráfall sjóðfélagans. Flestir sjóðir eru að greiða einhverjum mánuðum meira en þetta lágmark. Þessi réttur get- ur lengst ef makinn er öryrki eða ef börn undir 18 ára aldri eru á heim- ilinu. Einnig veita sumir sjóðanna viðbót eða smá lengingu við mjög bágar aðstæður. Eftir stendur að greiðslur til maka eru almennt mjög takmarkaðar og standa í skamman tíma. Þessi staðreynd hefur komið mörgum illilega á óvart þegar málið hefur verið kannað eða þegar á hef- ur reynt. Mikilvægt að skipta lífeyri Sá möguleiki að skipta lífeyri milli hjóna og sambúðarfólks er því mjög mikilvægur. Margir fé- lagsmenn okkar hafa lýst þeirri af- stöðu sinni að lífeyrisrétturinn hljóti að vera sameign hjóna. Þeir hafi oft unnið lengri launaðan vinnudag en það hafi verið sameiginleg ákvörðun að annað þeirra (oftast konan) vann stóran eða stærstan hluta vinnu- dags síns, sem ekki var skemmri, í ólaunuðu starfi á heimili þeirra. Þeir segja að sú ráðstöfun hafi verið þeim báðum og börnum þeirra til hagsbóta. Það hafi aldrei verið meiningin að svipta makann öryggi í ellinni fari svo að þeir sjálfir falli frá fyrr en vænst er. Þrátt fyrir fullan vilja til að skipta lífeyrisréttindum sínum hafa menn verið að falla á tæknilegum atriðum og þannig staðið frammi fyrir því að ekkert getur orðið af skiptunum. Þetta hefur valdið reiði og vonbrigðum hjá félagsmönnum okkar og krefjast þeir lagfæringar á lögunum. Forsendur til skiptingar Rétt er að rifja aðeins upp meg- inforsendur fyrir skiptingu lífeyris. Hjón eða sambúðarfólk þurfa að gera með sér formlegt samkomulag um skiptinguna. Skiptingin skal alltaf vera gagnkvæm, jöfn og getur tekið til allt að helmings lífeyrisrétt- inda. Hér skiptir ekki máli þó annað eigi lítinn eða engan rétt. Krafist er sérstaks og ítarlegs læknisvottorðs beggja aðila til staðfestingar á heil- brigðisástandi. Hægt er að skipta þegar áunnum réttindum og eða framtíðarréttindum. Aðeins er hægt að skipta áunnum réttindum sem orðið hafa til á þeim tíma sem hjónaband eða sambúð hefur varað. Samkomulag þetta um áunnin réttindi þarf að gera í síðasta lagi sjö árum áður en taka lífeyris getur hafist og því að- eins að engir sjúkdóm- ar né heilsufarsástand dragi úr lífslíkum. (Sjá nánar á heimasíðu Landssamtaka lífeyr- issjóða: http:// www.ll.is veljið síðan lífeyrisréttindi og smellið svo á bækling.) Fólk missir af möguleikanum Þó að félagsmenn nefni ýmsar at- hugasemdir við lögin, þá hrasa flestir um tímamörkin. Lífið líður hratt og menn átta sig ekki alltaf á að allt í einu séu sjö ár eða minna í mögulega töku lífeyris. Það er líka miðað við þann aðilann sem á skemmri tíma í mögulega töku á líf- eyri. Nú hafa ýmsir sjóðir verið að opna möguleika töku lífeyris við 65 ára aldur og þar með hafa margir aðilar skyndilega misst af þessu tækifæri. Án þess að átta sig á þess- ari breytingu standa þeir frammi fyrir orðnum hlut. Áskorun til Alþingis og stjórnar Fulltrúar þrettán verkstjór- afélaga í landinu ræddu málið á landsfundi Verkstjórasambands Ís- lands (VSSÍ) í byrjun sumars. Menn eru ósáttir við aldursmörkin og sjá ekki ástæðu þess að áhætta lífsins verði á kostnað maka þeirra. Lands- fundur ályktaði á eftirfarandi hátt um málið: „Landsfundur VSSÍ skorar á Al- þingi og stjórnir lífeyrissjóða að af- nema tímamörk á rétti hjóna til að skipta með sér lífeyrisrétti sínum. Fundurinn sér enga ástæðu til að hafa takmörkun á skiptingunni. Þannig að slík skipting geti farið fram, jafnvel eftir að taka lífeyris er hafin.“ Fjöldi félagsmanna okkar segir að heilsufarið og áhættan sem fylgdi því sé einkamál viðkomandi. Enda kennir reynslan að það er ekki endilega sá sem er mest las- burða sem lifir skemmst, þar kemur fleira til. Engin ástæða er til að takmarka möguleika fólks til skiptingar lífeyr- isréttinda og binda við aldur. Líta má á þessi réttindi sem sameign hjóna sem hvenær sem er má form- lega skipta á milli þeirra, óski þau þess. Skipting lífeyrisréttinda á að geta farið fram hvenær sem er, líka eftir að útgreiðsla úr sjóðnum er hafin. Lífeyrisréttindi, skipting milli hjóna Kristín Sigurðardóttir skrifar um lífeyrisréttindi ’Engin ástæðaer til að tak- marka möguleika fólks til skipt- ingar lífeyrisrétt- inda og binda við aldur.‘ Kristín Sigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands. FEÐRAORLOFIÐ, sem tekið var upp með nýjum lögum árið 2000, er eitthvert stærsta stökk í jafnrétt- isbaráttu karla. Áhrif þess á jafn- rétti kynjanna eru ugglaust víðtæk því að með þeim eru karlar hvattir til að axla fulla ábyrgð á barnauppeldi og heim- ilisstörfum. Feðurnir fá tækifæri til að sinna einir ungum börnum sínum og með því bind- ast þeir þeim tilfinn- ingaböndum sem vara alla tíð. Erlendar rann- sóknir sýna að það skiptir þá verulegu máli og dregur t.d. úr áhættuhegðun þeirra. Jafnrétti inni á heim- ilinu hefur góð áhrif á bæði kynin og eykur lífsgæði þeirra og allrar fjöl- skyldunnar. Fæðingarorlofsrétturinn er 3 mánuðir hjá móður, 3 mánuðir hjá föður og svo skipta foreldrar 3 mán- uðum eins og þeim hentar best. Ís- lenskir feður hafa tekið feðraorlof- inu fagnandi og líklega er fáheyrt að þeir taki það ekki. Íslendingar eru nú eina þjóðin í Evrópu, auk Tyrkja, sem viðheldur sjálfri sér, þ.e. að fæðingar eru umfram látna. Gott fæðingarorlof á eflaust sinn þátt í því. Í upphafi fengu foreldrar greidd 80% af tekjum sínum síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns. Það þýddi í raun að þeir voru að fá 80% af raunverulegum tekjum sínum. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2005 er þessu viðmiði breytt. Nú fá þeir greidd 80% af tekjum síð- ustu tveggja tekjuára fyrir fæðingarár barns- ins. Þessi breyting er neikvæð og vond fyrir ungt fólk sem nýlega er komið á vinnumarkað og einnig fyrir þá sem hafa átt börn síðastliðin þrjú ár. Aðra skiptir hún litlu máli. Ef ég man rétt þá voru mikl- ar umræður á sínum tíma um að há- tekjumenn í fæðing- arorlofi fengju háar greiðslur úr fæðing- arorlofssjóði. Sú breyting sem gerð var á tekjuviðmiði bitnar hins vegar ekki á þeim hópi, heldur á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Eðli- leg breyting hefði því verið að setja þak á greiðslur, en ekki breyta tekjuviðmiðinu. Ungt fólk sem nýkomið er á vinnumarkaðinn er með lágar tekjur í fyrstu en hækkar síðan þegar það sannar sig í vinnu. Sá sem hefur ver- ið á vinnumarkaði í þrjú ár þegar hann eignast barn fær greiðslur sem nema 80% af þeim tekjum sem hann hafði fyrstu tvö árin. Ef hann hefur eignast barn á þeim tíma og tekið fæðingarorlof, eru fæðingarorlofs- greiðslurnar hluti af viðmiðinu þó að þær séu aðeins 80% af meðaltekjum. Greiðslurnar sem hann fær eru því miðaðar við tekjur sem eru talsvert lægri en mánaðartekjur hans þegar barnið fæðist. Líklegt er að þetta leiði til þess að þeir sem eru í þessari stöðu treysti sér ekki til að taka fæð- ingarorlof þar sem tekjurnar lækka mikið og hrökkva ekki fyrir út- gjöldum. Þessu verður að breyta, þetta er stórt jafnréttismál. Það er ekki með nokkru móti ásættanlegt að sá hóp- ur sem minnst hefur á milli hand- anna en ber jafnframt einhver hæstu útgjöldin fái slíka meðhöndl- un. Hér er um ungt fólk að ræða sem er nýkomið úr námi, foreldra með ung börn sem jafnframt er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ég skora á alþingiskarla og konur og taka málið nú þegar upp og leiðrétta viðmiðið þessum hópi til hagsbóta. Feðraorlof – tekjuviðmiðinu verður að breyta strax Hafsteinn Karlsson skrifar um fæðingarorlofsgreiðslur ’Þessi breyting er nei-kvæð og vond fyrir ungt fólk sem nýlega er komið á vinnumarkað og einnig fyrir þá sem hafa átt börn síðastliðin þrjú ár. ‘ Hafsteinn Karlsson Höfundur er skólastjóri og áhuga- maður um jafnrétti. BETRA er að vera annaðhvort kaldur eða heitur frekar en hálf- volgur. Vill einhver volgt vatn? Guðsafneitarinn stendur nær Guði en sá sem þykist trúaður þó trúin skipti hann litlu máli svona dags dag- lega. Þetta fullyrti C.S. Lewis, sem kunnastur er líklega fyrir að vera höfundur Narníu. Hann talaði þar af eigin reynslu, því hann sner- ist til kristinnar trúar eftir að hafa verið ákveðinn og rökfastur andstæðingur trú- arinnar. En hvað er það að vera guðsafneitari? Þetta er reyndar óþjált orð í íslensku, á ensku heitir það „at- heist“ sem er snjallt orð. Hugtakið merkir það að hafna tilvist guða eða þvílíkra yf- irnáttúrlegra afla. Lífsgildi okkar eigi ekki að stjórnast af því hver sé vilji guðs eða guðanna, því þeir séu ekki til. Guðsafneitun snýst hins veg- ar ekki um að boða eitthvert siðleysi. Margir guðsafneitarar lifa í góðri trú á hluti eins og skynsemi og gott sið- ferði. Þess vegna spyr ég: Hvað er „trú- leysi“? Finnst ekkert betra orð í mál- inu yfir þessa afstöðu? Sé sá til sem trúir ekki á neitt í líf- inu – ekki á þekkingu, skynsemi, gott siðferði eða nokkuð annað – þá er sá maður vissulega trúlaus. En þannig er ekki um þá menn sem halda svo- kölluðu „trúleysi“ á lofti. Þvert á móti. Þetta er upp til hópa fólk sem trúir á þau gildi sem ég nefndi áðan. Undanfarið hafa birst í Morg- unblaðinu nokkrar greinar um trú og trúleysi. Til dæmis „Trúleysi er ekki jaðarskoðun“ eftir Óla Gneista Sól- eyjarson (2. ágúst). Sú grein er vönd- uð og málefnaleg og ég hafði mjög gaman af að lesa hana, þó afstaða okkar sé ólík. Hann segist oft verða var við trú- leysingja sem finnst þeir eigi ekki að hafa hátt um viðhorf sín, enda séu þau einkamál. Svo neyðarlega vill til að fjöldinn allur af trúmönnum ber jafnlitla virð- ingu fyrir trú sinni. Sá sem kann ekki við að ræða trúarskoðanir sínar hlýt- ur annaðhvort að telja þær litlu máli skipta eða þá hreinlega skammast sín fyrir þær. Að vísu eru sumir rakkaðir niður fyrir að opna munninn um sín hjartans mál, þannig að ótti við and- svör annarra segir ekki alla sögu um gildi trú- arinnar í huga þeirra. Á miðöldum var lenska að kúga menn ef þeir dirfðust að halda fram öðrum trúarskoð- unum en yfirvöld sam- þykktu. Að endingu flúðu hinir ofsóttu margir til Ameríku og þar urðu menn sam- mála um að trúfrelsi væri sjálfsögð mann- réttindi. Á meðan við náum ekki að sanna hver sé hin rétta trú þá verða menn að fá að halda á lofti ólíkum trúarstefnum. Þannig getum við líka sagt að trú og „trúleysi“ á hvort tveggja sinn til- verurétt, og menn eiga ekkert að skammast sín fyrir að segja frá sinni afstöðu í þessum efnum. Það versta er hins vegar sú hug- mynd að trúmál skipti ekki máli og óþarft sé að ræða þau. Eru til nokkur mikilvægari málefni en einmitt hinstu rök tilverunnar? Við þurfum að athuga þau og mynda okkur skoð- un á þeim. En ef við kinokum okkur við því, kann að vera freistandi að setja upp merkilegan svip og segja að trúmál skipti bara svo litlu máli. Svona til að láta eins og við vitum það að minnsta kosti. Sjálfur er ég kristinnar trúar. En svo skrýtið sem það er, þá finn ég meiri samhljóm með andstæðingum mínum en fólki sem segist trúað og gerir samt ekkert með trúna. Sá, sem kveður sér hljóðs til að segja að eng- inn guð sé til, hann ber miklu meiri virðingu fyrir trúnni þegar allt kem- ur til alls. Hvernig getur það verið? Jú, hann tekur trúna alvarlega með því að ræða hana. Fyrir hinum skiptir trúin bersýnilega litlu máli. Í byrjun vitnaði ég í Biblíuna. Kristur segir betra að vera kaldur en hálfvolgur (Opb. 3:15-16). Af hverju ætli honum finnist það? Merkileg er saga C.S. Lewis, sem ég nefndi líka í byrjun. Hann var góð- ur vinur Tolkiens, sem skrifaði Hringadróttinssögu. Þegar þeir kynntust var Tolkien trúmaður en Lewis taldi trúna fjarstæðu og kunni mörg rök gegn því að trúa á guð eða guði. Sagan segir að eitt sinn hafi þeir verið að rökræða um „mýtur“, sem er á enskunni samheiti yfir allar goð- sagnir og helgisagnir, þar sem yf- irnáttúrulegir atburðir eru hluti af sögunni. Lewis var þeirrar skoðunar að all- ar slíkar sögur væru hreint og beint ótrúlegar. En Tolkien sagði: „Hvað ef ein mýtan væri sönn, þó allar hinar væru það ekki?“ Þessi litla setning olli straum- hvörfum í lífi Lewis, því hann fór að skoða málið upp á nýtt, og nú án þeirra fordóma að trúin gæti með engu móti staðist. Hann gerðist á endanum trúmaður sjálfur og hefur skrifað margar góðar bækur um rök með og móti trúnni. Gaman væri að fjalla betur um sjálf rök trúarinnar. En héðan af verður það víst að vera efni í nýja grein. Minnumst þess í bili að mál- efnið er mikilvægt og bæði sjón- armiðin, trú og vantrú, eru þörf til umræðu. Hvað er trúleysi? Einar S. Arason skrifar um trúmál ’… menn eiga ekkert aðskammast sín fyrir að segja frá sinni afstöðu í þessum efnum. Það versta er hins vegar sú hugmynd að trúmál skipti ekki máli …‘ Einar S. Arason Höfundur er guðfræðingur og kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.