Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 29
vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 29 ALLT AÐ 100% LÁN! OPEL VECTRA 2.0CD Nýskráður 04.99 - Sjálfskiptur - Ekinn 121 þús. 290.000,-Verð áður: 640.000,- Nú: HYUNDAI SONATA Nýskráður 08.03 - Beinskiptur - Ekinn 40 þús. 16.012,- á mánuði miðað við 100% lán. 780.000,-Verð áður: 1.340.000,- Nú: NISSAN X-TRAIL SPORT Nýskráður 04.02 - Beinskiptur - Ekinn 93 þús. 27.225,- á mánuði miðað við 100% lán. 1.280.000,-Verð áður: 1.620.000,- Nú: VOLKSWAGEN GOLF TRENDLINE Nýskráður 07.04 - Beinskiptur - Ekinn 49 þús. 27.850,- á mánuði miðað við 100% lán. 1.360.000,-Verð áður: 1.690.000,- Nú: OPEL ASTRA 1.2 Nýskáður 06.02 - Beinskiptur - Ekinn 85 þús. 13.230,- á mánuði miðað við 100% lán. 490.000,-Verð áður: 730.000,- Nú: OPEL VECTRA 1.6GL Nýskráður 09.99 - Sjálfskiptur - Ekinn 129 þús. 12.150,- á mánuði miðað við 100% lán. 390.000,-Verð áður: 630.000,- Nú: SUBARU IMPREZA GL Nýskráður 12.97 - Beinskiptur - Ekinn 193 þús. 30.250,- á mánuði miðað við 100% lán. 630.000,-Verð áður: 880.000,- Nú: FORD ESCAPE 3000 XLT Nýskráður 06.03 - Sjálfskiptur - Ekinn 57 þús. 34.308,- á mánuði miðað við 100% lán. 1.680.000,-Verð áður: 1.980.000,- Nú: Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Búrgund eða Bourgogne – víngerðarhéraðið í hjartaFrakklands – hefur heillað margan vínáhuga-manninn í gegnum aldirnar og oft orðið til þess aðvínáhuginn kviknaði í brjósti. Þetta er hins vegar með flóknari víngerðarhéruðum að kynna sér og má segja að það sé ævistarf að setja sig inn í leyndardóma Búrgundarvína. Víngerðarsvæðin sem kennd eru við Bourgogne eru sex: Auxerrois, Chablis, Cote de Nuits, Cote de Beaune, Cote Chalonnais og Maconnais. Öll með sína sérstöðu og einkenni þrátt fyrir að í megindráttum séu einungis tvær þrúgur ræktaðar. Pinot Noir fyrir rauðvín og Chardonnay fyrir hvítvín. Innan víngerðarsvæðanna eru hins vegar mýmörg undirsvæði sem vínin eru kennd við, stundum eru undirsvæðin stór, stundum eru þau kennd við þorp en allra bestu svæðin eru einstakar litlar ekrur. Þær ekrur sem skara fram úr eru flokkaðar sem Premier Cru og þær allra bestu eru kallaðar Grand Cru. Í síðastnefnda flokknum má finna nöfn á borð við Corton, Musigny og Montrachet. Það flækir svo enn málið að yfirleitt eru þeir nokkuð margir bændurnir sem eiga hlut í hverjum skika fyrir sig. Í Bourgogne eru það því ekki stór Chateau sem framleiða eitt vín á tugum hektara sem ráða ferð- inni heldur vínhús sem yfirleitt eiga skika hér og þar í héraðinu en kaupa einnig þrúgur af vínbænd- um á mismunandi svæðum. Eitt af þekktari víngerðarhúsum Bourgogne er Mai- son Chanson. Það var upphaflega stofnað árið 1750 og lengi vel rekið af Chanson-fjölskyldunni en er nú í eigu kampa- vínsfyrirtækisins Bollinger. Chanson þótti lengi vel vera sæmilegur framleiðandi en segja má að Bollinger hafi tekist að vekja vínhúsið af þyrnirósarsvefni og vínin blómstra sem aldrei fyrr. Með nýjum áherslum og nýju fólki er Chanson komið í fremstu röð Búrgundarhúsa. Vín frá Chanson komu í fyrsta skipti í sölu í vínbúðunum í byrjun ágúst og eru sannkallaður happafengur fyrir unn- endur Búrgundarvína. Það eru fyrst og fremst hvítvínin frá Chanson sem við fáum að njóta af, allt frá einföldum „A.O.C. Bourgogne“ upp í vín af bestu svæðum Cote de Beaune og Chablis. Eina rauðvínið er Chanson Le Bourgogne Pinot Noir 2004, sem er „standard“ Pinot framleiðandans en þrúg- urnar koma þó einungis af toppsvæðum, þ.e. Cote de Beaune og Cote de Nuits. Þurrt og kryddað með angan af grænni papriku, laufum, tóbaki og við. Góður tannískur strúktúr. 1.590 krónur. 17/20 Chanson Le Bourgogne Chardonnay 2004 hefur þurra, steinefnakennda angan, ágætlega þétt í munni og vel bal- anserað, með beiskum ávexti. 1.550 krónur. 17/20 Chanson Chassagne-Montrachet 2004 er hreint út sagt magnað hvítvín. Ungt og öflugt og með gífurlega dýpt. Að- gengilegt en samt með allt sem þarf til að þroskast vel og lengi næsta áratuginn eða svo. Eikað og smjörkennt með mikilli vanillu en jafnframt þykkum hnetu- og stein- efnamassa í bland við hvít ber. Vín sem er í senn algjört sælgæti en sömuleiðis heimspekilegt hugleiðingavín. Og það á fínu verði miðað við gæði. 3.490 krónur. 20/20 Chanson Beaune 1er Cru Clos du Roi er svo fantagott rauðvín. Rauð skógarber, möndlukaramellur og mjólkur- súkkulaði í nefi. Byrjað að þroskast, tannín byrjuð að mild- ast, mikið um sig og langt. 2.460 krónur. 18/20 Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Chanson – í fremstu röð Búrgundarhúsa Létum svínið standa í eina tvo tíma og settum það svo á kolin. Til þess að gera langa sögu stutta tók sex tíma að grilla það í gegn, en það hefði í raun alveg getað hangið í tvo tíma í viðbót án þess að kjötið þorn- aði. Þetta útheimti 18 kolapoka og heilan sekk af furukubbum sem við notuðum til að fá smá reykj- arbragð,“ segir hann. Grillið var sett saman í Hólkoti á Snæfellsnesi, sem er í eigu foreldra eins úr hópnum. Þar er góð aðstaða og skemma til þess að smíða í og að því loknu grilluðum við úti undir skemmuveggnum í einu besta veðri sem gert hefur í allt sumar,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nauð- synlegt sé að nota góðan kjarnhita- mæli til að stinga í kjötið annað veifið, annars sé engin leið að sjá hvort það sé steikt í gegn. Þegar spurt er hvernig kjötið hafi smakk- ast er ekkert hik á þeim sem svarar. „Ég hef aldrei borðað jafn rosalega gott svínakjöt um ævina,“ segir hann. Sem fyrr segir, voru það hreinir órar hjá hópnum að hægt væri að leita beint til svínabónda og falast eftir skepnu í hæfilegri þyngd. „Það hvarflaði hreinlega ekki að okkur að ekki væri hægt að fá svínakjöt nema í verksmiðjum. Okkur var tjáð að sláturþyngd svíns væri 60 kíló en til að torga því hefðum við þurft að fjölga börnum í hópnum talsvert og þar sem það hefði tekið of langan tíma og við vorum þegar búin að bíða í tvö ár, ákváðum við að láta slag standa. Reyndar feng- um við á endanum 35–40 kílóa grillgrís frá Vallá, sem samt er ansi mikið fyrir hóp sem ekki er stærri en þetta. Daginn eftir brugðum við því á það ráð, að baka risastór flat- brauð og bera fram með köldu kjöt- inu og gómsætri fyllingu.“ Þorsteinn segir skrýtið að ekki skuli vera hægt að hafa bænda- markað í þjóðfélagi eins og okkar, þar sem fólk geti komið og keypt af- urðirnar sem það hafi lyst á. „Og maður fer ósjálfrátt að velta því fyr- ir sér af hverju við flytjum ekki svínakjöt bara inn. Ef þetta er framleitt í verksmiðju hér, er örugglega hægt að gera það á hag- kvæmari hátt í verksmiðju í Dan- mörku, til dæmis. Hér er ekki um að ræða hreinræktað íslenskt svína- kyn og fóðrið er innflutt meira og minna, held ég.“ Næsta verkefni er að setja plötur á hliðar grillsins og þak ofan á það, til að kalla fram eiginleika til ofn- bökunar, segir Þorsteinn loks, en áður en samtalinu er slitið er nauð- synlegt að fá svar við einni grund- vallarspurningu. Skyldi svínið hafa verið grillað með epli í kjaftinum? „Ég tók reyndar með mér epli, en það var of bústið og komst því ekki upp í svínið. Líklega þarf maður að nota konfektepli,“ segir Þorsteinn Torfason að síðustu. ÞAÐ er vandasamt verk að gefa vínum ein- kunn enda byggist slíkt jafnan að hluta til á huglægu og að hluta til á hlutlægu mati. Ég er stundum spurður að því hvers vegna fleiri vín fái ekki lægri einkunn – svarið er einfalt. Hér er fjallað um vín sem ég tel mig geta mælt með við lesendur Morgunblaðs- ins. Vín sem ég tel mig ekki geta mælt með fá ekki umfjöllun. Einnig tekur einkunn ávallt mið af verði vínsins, þ.e. vínið fær einkunn miðað við sinn verðflokk. Það er mismunandi hvaða kvarða menn nota þegar vín eru metin. Algengustu kvarðarnir alþjóðlega eru fimm, tíu, tutt- ugu og hundrað punkta kerfi. En rétt eins og segja má að 75–80 sé þröskuldurinn í 100 punkta kerfi eru 10 punktar þröskuldurinn í 20 punkta kerfi. Segja má að allt undir 10 punktum séu vín sem ættu að enda sem edik. 10 punkta vín er á mörkum þess að vera boðlegt sem borðvín 11–12 punktar eru slöpp vín sem ekki er hægt að mæla með kaupum á. 13–14 punkta vín eru sæmileg en ég myndi aldrei kaupa þau sjálfur. 15–16 punkta vín eru ágætis meðalvín og ágætis kaup. Hafa þó ekki þá dýpt, þann þokka eða þau einkenni sem þarf til að ná lengra. 17–18 punkta vín eru vönduð vín og mjög góð kaup í sínum verðflokki. Endurspegla upprunasvæði/þrúgu vel. Víngerð til fyrirmyndar. 19–20 punkta vín eru afburðavín. Endurspegla víngerð- arsvæði/þrúgu frábærlega og/eða eru einfaldlega bragð- upplifun sem enginn vínunnandi ætti að missa af. Einkunnagjöfin Þær ekrur sem skara fram úr eru flokk- aðar sem Premier Cru og þær allra bestu eru kallaðar Grand Cru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.