Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 21 ERLENT KONA á leið upp stigagang í einu úthverfi Beirútborgar en útveggurinn hrundi í einni loftárás Ísraela á dög- unum. Tugir þúsunda húsa í Líbanon eru rústir einar og hundruð þúsunda manna heimilislaus. Reuters Stigagangur í Beirut Ósló. AP. | Fyrsta vetnisáfylling- arstöðin var opnuð í Noregi á þriðjudag en stefnt er að því að fjölga þeim þar í landi á næst- unni og koma þeim einnig upp í Danmörku og Svíþjóð. Fyrirtæki, stjórnvöld og samtök, sem taka þátt í sam- starfsverkefninu HyNor, stefna að því að koma upp því, sem þau kalla „vetnisþjóðleið“ á milli Óslóar og Stafangurs. Er hún 580 km löng og 2009 eiga að vera komnar upp nógu margar vetnisstöðvar til að vetnisbílar geti farið hana vandræðalaust. Var fyrsta stöðin opnuð í fyrra- dag í Stafangri og er hún í eigu olíufélagsins Statoil, sem hefur lagt mikið af mörkum til rann- sókna á öðrum orkugjöfum en olíu. Bílar auka magn gróð- urhúsalofttegunda Helen Bjørnøy, umhverf- isráðherra Noregs, sagði er hún opnaði stöðina, að bílar ættu mikla sök á framleiðslu gróð- urhúsalofttegunda og því væri þróun vetnisbíla og þeirra inn- viða, sem þeim fylgdu, mik- ilvægt spor í rétta átt. Frá vetnisbílum kemur að- eins vatn og hiti en þeir eru enn fremur dýrir og komast ekki mjög langt á tankfyllingu. HyNor er í samstarfi við Hy- Future í Svíþjóð og Hydrogen Link í Danmörku og tilgang- urinn sá að koma upp vetn- iskerfi, áfyllingarstöðum og öðru, sem til þarf, í öllum lönd- unum. „Vetnis- þjóðleið“ í Noregi VÍSINDAMENN við Adv- anced Cell Technology, frumurannsóknastöð í Massachusetts, segjast hafa fundið leið til að stunda stofn- frumurannsóknir án þess að farga um leið fósturvísum. Margt trúað fólk telur slíka meðferð á fósturvísum jafn- gilda morði á mannveru og stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa því af siðferðislegum ástæðum bannað að rann- sóknirnar hljóti opinbera styrki. En umrætt vís- indateymi, sem er undir for- ystu Robert Lanza, segist í tímaritinu Nature hafa rækt- að stofnfrumulínur með því að nota tækni sem annars er not- uð til að skima erfðaefni í fóst- urvísi áður en honum er komið fyrir í legi eftir glasafrjóvgun. Við glasafrjóvgun verða ávallt til fleiri fósturvísar en þörf er fyrir, afganginum er annaðhvort eytt eða hann frystur. Með skimun eftir glasafrjóvgun er kannað hvort fósturvísir sé gallaður og for- eldrunum gefinn kostur á að nota annan. Rannsakað er DNA-erfðaefnissýni úr frumu sem sótt hefur verið í fóst- urvísinn. Lanza og félögum hans hef- ur að sögn breska blaðsins The Guardian tekist að ná í um 90 stofnfrumur úr alls 16 þriggja daga gömlum fóst- rannsóknum vestra á stofn- frumum. En með nýju aðferð- inni sé enginn siðferðislegur vandi fyrir hendi, ekki fari neitt líf forgörðum. „Vonandi er með þessu búið að fjarlægja síðustu afsökun forsetans fyr- ir því að vera á móti rannsókn- unum. Við vonum að nú sé bú- ið að finna leið út úr pólitíska öngstrætinu,“ segir Lanza. Efasemdir og gagnrýni Ekki eru allir sannfærðir um lausnin sé fundin. Bent er á að ekki sé endanlega sannað að það skaði á engan hátt heil- brigðan fósturvísi að taka úr honum frumusýni og foreldrar muni sjaldan fást til að veita leyfi fyrir því. „Sumir fóst- urvísar lifa [sýnatökuna] ekki af,“ segir Alison Murdoch við International Centre for Life, rannsóknasmiðstöð í New- castle í Bretlandi. Jafnframt þykir mönnum óvíst að hægt verði að búa til miklar birgðir af frumulínum með aðferðinni þótt Lanza sé bjartsýnn. Fleiri gagnrýnisraddir heyrast. „Þetta er önnur og gagnleg aðferð til að búa til stofnfrumur úr fósturvísi en ekki er tekið á grundvall- arspurningunni um siðferðið: Hvað verður um fósturvísa sem reynast vera með erfða- fræðilega galla og þá sem eru heilbrigðir en ekki er þörf fyr- ir?“ segir Chris Shaw, pró- fessor við geðlækningadeild King’s College í London. urvísum en á því aldursstigi eru aðeins átta frumur í fóst- urvísinum sem verður til eftir að eggið hefur verið frjóvgað. Frumurnar voru síðan not- aðar til að rækta á nokkrum dögum tvær nýjar og heil- brigðar stofnfrumulínur. Segir Lanza að ákvörðun stjórnar George W. Bush for- seta um bann við opinberum styrkjum hafi hamlað mjög Stofnfrumur án þess að eyða fósturvísi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is »Stofnfrumur myndast áfyrstu dögum fósturs og geta myndað nær allar gerð- ir vefja sem fyrirfinnast í lík- amanum. »Vonast er til að hægtverði að nota stofn- frumur til að lækna ýmsa sjúkdóma og jafnvel mænu- skaða. Yrði þá stofnfrumum af réttri gerð komið fyrir í sjúkum vefjum. »Margt trúað fólk telur aðum morð sé að ræða þeg- ar vísindamenn nota frumu- línur úr fósturvísum til að búa til nýjar stofnfrumur og eyða síðan fósturvísunum. »Fósturvísir er fyrsta stiglífverunnar eftir að egg- ið hefur frjóvgast. Fyrstu dagana er um að ræða hnapp af nokkrum frumum, þær fjölga sér hratt og mynda loks fóstur. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.