Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 25.08.2006, Síða 56
kvikmynd Ádeilumyndin Thank You For Smoking verður frumsýnd í kvöld. » 62 bogi á svolítið annan hátt. Elisabeth Meyer-Topsøe syngur ekki bara sönglög um Maríu, heldur líka óperuaríur um hana. En meðal sönglaganna eru sjaldheyrðar perlur úr lagaflokkum Das Marienleben eftir Paul Hindemith. „Það er ótrúlegt – hann var tuttugu og fimm ár að semja þennan lagaflokk, og var stöðugt að betrumbæta hann. Ljóðin eru eftir Rei- ner Maria Rilke og eru óhemju falleg. Við Lára ætlum að flytja nokkur þess- ara laga, og drott- inn minn dýri, org- elið hér í Langholtskirkju er stórkostlegt.“ Lára er engin önnur en Lára Bryndís Eggerts- dóttir, sem leikur með söngkonunni á orgel á tón- leikunum á morgun. Hún er í okkur öllum húnMaría mey, og það er svoauðvelt að skilja tregahennar. Við sjáum í frétt- um myndir af konum alls staðar í heiminum að gráta börnin sín, mæður að mótmæla því að synir þeirra séu sendir í stríð, og mæður að andmæla því að börn séu sett í fangelsi. María mey er í þessum konum, og ég held að harmur hennar hafi ekki verið neitt öðru vísi en harmur þessara kvenna.“ Það er danska óperusöngkonan El- isabeth Meyer-Topsøe sem hefur orð- ið, en á morgun kl. 16 heldur hún tón- leika í Langholtskirkju með sönglögum og óperuaríum um Maríu meyjuna skæru. Þessi geðþekka og glæsilega kona er ein af fremstu óperusöngkonum Dana; syngur mest Wagner, Strauss og Verdi, en einhvern tíma rötuðu í hendur blaðamanns plötur þar sem Meyer-Topsøe syngur kristilega söngva og dönsk ættjarðarlög, og slík músík er ekki það sem manni dettur fyrst í hug þegar óperusöngkona er annars vegar. „Við getum orðað það þannig að ég hafi hingað til átt minn góða starfsferil í óperunni, en verið svo lánsöm að geta gert margt annað skemmtilegt,“ segir hún gegnum hlýja, danska brosið sitt. „Ég er búin að syngja í sextán uppfærslum af Hollendingnum fljúgandi, og hvers Með henni glitrar regnboginn á annan hátt Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is vegna ætti ég að syngja Sentu í sautjánda sinn, ef ég gæti gert eitt- hvað annað sem er ekki síður skap- andi.“ Blíðu tengslin við guðdóminn En ef til vill er María mey ekki svo fjarskyld mörgum hetjum óp- erubókmenntanna, og að minnsta kosti góðu stúlkurnar eiga margar hverjar einhvers konar hliðstæður í Guðsmóðurinni. „Jú,jú, það er auðvelt að sjá hlið- stæðurnar. Ekki bara vegna þess að svo mörg óperutónskáld liðinna alda hafa verið kaþólsk, heldur líka vegna þess að hún er bara venjuleg kona sem lendir í því að líf hennar verður mjög sérstakt. Í óperunni skapar konan oft einhvers konar tengsl – blíð og mjúk tengsl við guðdóminn. Við mótmælendurnir á Norðurlöndunum höfum alltaf hafnað því að hún sé til- beðin eins og guð sjálfur. Ef við meið- um okkur í hnénu, biðjum við ekki Maríu um hjálp. Sjálf er ég mjög lút- ersk, en mér finnst dásamlegt að koma til kaþólsku landanna í Suður- Evrópu og sjá fólk koma inn í kirkju krjúpa á kné og eiga sína innilegu stund í tilbeiðslu. Þeir ná sér í kerti og skilja ytra lífið og innkaupapokana sína eftir frammi, meðan þeir tala við Maríu. Svo fara þeir aftur út í sól- skinið. Ég get ekki sagt að ég hafi saknað þess að eiga ekki Maríu mey að í mínu lífi. Samt sé ég fegurðina í því litrófi sem María gæðir líf kaþ- ólskra. Með henni glitrar þeirra regn- Guðsmóðirin „Það er vegna dauða sonarins sem við skiljum hana öll og eig- um hlutdeild í henni,“ seg- ir Elisabeth Meyer-Topsøe um Maríu mey. Morgunblaðið/Jim Smart Staðurstund Tíu fræðimenn munu flytja er- indi um tengsl galdurs og samfélags dagana 1.-3. sept- ember á Ströndum. » 63 þjóðfræði Búbbarnir eru mættir og ætla að skemmta landanum með kjánaskap og gríni eins og leik- brúðum er einum lagið. » 58 sjónvarp Tíu lög keppa um titilinn Ljósa- lagið 2006 um þessar mundir, og verða úrslitin tilkynnt næsta þriðjudag. » 61 tónlist Sjöfn Ólafsdóttir, kynningarstjóri Skjás Eins, segir að svo virðist sem keppendurnir sem eftir eru séu allir mjög vinsælir og eigi nú dygga aðdáendur erlendis. Því sé atkvæða- greiðslan sífellt að verða jafnari og skipti hvert atkvæði máli. „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum okkar að utan vantaði aðeins örfá atkvæði upp á það að Magni hefði ekki verið á meðal þriggja neðstu keppendanna að þessu sinni. Það er rosa mikil þátttaka og keppend- urnir eru mjög jafnir. Hvert einasta atkvæði skiptir máli.“ Sjöfn segir að hugsanlega hafi fólk undanfarið haldið að Magni væri nokkuð öruggur vegna frábærrar frammistöðu í þátt- unum og því ekki haft fyrir því að kjósa í Hann Magni okkar Ásgeirsson varaðra vikuna í röð á meðal þeirraþriggja keppenda sem fæst at-kvæði fengu í Rock Star: Super- nova. Í þættinum í fyrrakvöld var tilkynnt að Magni, Patrice Pike og Toby Rand hefðu feng- ið færri atkvæði en hinir keppendurnir fjórir og þurftu þau því öll að syngja aukalag. Magni söng lag Jimi Hendrix „Fire“ en kvöldið áður spreytti hann sig á Nirvana slagaranum klass- íska „Smells Like Teen Spirit“. Supernova ákvað að gefa Magna annað tækifæri og fékk Pike að taka pokann sinn. Magni er því nú kominn í hóp sex söngvara sem eftir eru í keppninni um að verða söngvari Supernova. hverri viku. „Hann hefur eiginlega bara fengið jákvæð viðbrögð frá hljómsveitinni og ég held að fólk hafi kannski aðeins slakað á í kosning- unni. Nú verðum við að spýta í lófana öll sam- an og kjósa. Fólk getur kosið eins oft og það vill með því að fara inn á rockstar.msn.com og svo er líka hægt að kjósa með því að senda sms.“ „Hvert einasta atkvæði skiptir máli“ Ljósmynd/Danny Moloshok Fjölskyldumaður Magni ásamt syni sínum Marínó en hann heimsótti pabba sinn á dögunum. Einungis sex kepp- endur eru nú eftir í Rock Star: Super- nova og er Magni einn af þeim. Meistaranámskeið Frá sunnudegi til fimmtudags kl. 10–13 verður Elisabeth Meyer- Topsøe með masterklassa á vegum Söngskólans í Reykjavík í sal skólans. Þar leiðbeinir hún íslenskum söngnemum um söngtækni og túlkun. Námskeiðið er opið þeim sem vilja koma og fylgjast með. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir staka daga, en 5.000 krónur fyrir alla dagana fimm. |föstudagur|25. 8. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.