Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 18

Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VERÐ á sjávarafurðum hækkaði mikið í júlímánuði, eða um 2,8% mælt í erlendri mynt (SDR). Afurðaverðið í erlendri mynt hefur ekki áður mælst jafn hátt og nú. Það er t.d. 10,7% hærra en það var í júlí í fyrra. Í íslenskum krónum hækkaði af- urðaverð í júlí um 2,4% frá mán- uðinum á undan, en hækkunin er minni en í SDR vegna styrkingar krónunnar. Afurðaverð í íslenskum krónum hefur hækkað um 28,9% síð- astliðið ár og hefur ekki verið hærra frá því í lok árs 2001. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Mjölverð í hæstu hæðum Morgunkorn Glitnis fjallaði um þessa hækkun í gær, en þar segir svo: „Af einstökum afurðaflokkum lækkaði verð á sjófrystum botnfisk- afurðum lítillega, eða um 0,4% í júlí mælt í erlendri mynt. Sjófrystar botnfiskafurðir eru þó 4% verðmeiri en í júlí í fyrra. Landfrystar botnfisk- afurðir hækkuðu í verði, eða um 1,2% í júlí og er verð þeirra 9,3% hærra en fyrir ári. Verð á mjöli er sögulega hátt og hækkaði í júlí um 18% í er- lendri mynt. Mjölverðið var í júlí rúmum 80% hærra en í júlí í fyrra. Framlegð batnar með hagstæðum ytri skilyrðum Hagur sjávarútvegsfyrir- tækjanna hefur vænkast verulega undanfarið með lækkun gengis krónunnar og hækkun á af- urðaverði. Þótt loðnuvertíðin í upp- hafi árs hafi verið mun styttri en síð- ustu ár stefnir í að aflaverðmæti frá íslenskum fiskiskipum gæti orðið hærra í ár m.v. fyrra ár vegna batn- andi ytri skilyrða. Ytri skilyrðin í rekstrinum eru nú mun hagstæðari en fyrir ári að frátöldu olíuverði sem er mjög hátt, en olíuverð hefur þó lækkað nokkuð undanfarið. Geng- isvísitalan var ríflega 124 stig í morgun en var að meðaltali 109 stig í fyrra, og er þar um töluverðan við- snúning að ræða. Ljóst má vera að framlegð í rekstri hjá fyrirtækjum í greininni mun batna á yfirstandandi ári.“ Verð sjávarafurða aldrei hærra            !    "  " #  : :F:: :G :< $ % &  '  (                )   $$*  :H legum grunni,“ sagði Iyambo. Hann kynnti síðan góðan árangur landsins í fiskeldi fyrir starfsbróður sínum, Einar K. Guðfinnssyni. Hann rakti einnig erfiðleika í sjávarútveginum síðustu tvö til þrjú árin vegna breyt- inga á gengi gjaldmiðla og olíuverðs í hæstu hæðum. Þetta hafi leitt til minnkandi atvinnu og haft mjög nei- kvæð áhrif á útflutning frá landinu. Einar K. Guðfinnsson hrósaði Namibíumönnum fyrir góðan árang- ur á sviði sjávarútvegs. Hann benti þeim á að líta ekki á sjávarútveginn sem hægvaxta atvinnugrein, heldur líta á hann sem uppsprettu vaxtar og auðs eins og staðreyndin væri á Ís- landi. „Menn ættu að stefna að því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta starfsaðstöðu sjávarútvegs- ins til að tryggja vöxt hans og áfram- haldandi þróun. Íslendingum hefur tekizt að þróast á síðustu öld frá því að vera fátæk lítilsmegnandi þjóð til þess að verða ein af auðugustu þjóð- um heims, fyrst og fremst vegna blómstrandi sjávarútvegs,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Namibíu segir að með hjálp Íslend- inga hafi landinu tekizt að taka upp skynsamlega stjórn í sjávarútvegi sínum. Íslendingar hafa tekið drjúg- an þátt í uppbyggingu sjávarútvegs í Namibíu á undanförnum árum að að- stoðað við uppbyggingu hafrann- sókna, menntunar og fiskveiðistjórn- unar. Í framhaldi þess hefur bæði verið um fjárhagslegan og tækni- legan stuðning að ræða. Þetta kom fram í viðræðum sjáv- arútvegsráðherra Namibíu og Ís- lands á ráðstefnu um sjávarútveg og fiskeldi í Suður-Afríku, sem nú er ný- lokið, en frá þeim var greint á frétta- vef NBC, namibísku útvarpsstöðv- arinnar. Abraham Iyambo, sjávarútvegs- ráðherra Namibíu, segir að landið hafi nú öðlazt getu og þekkingu til að stunda sínar eigin hafrannsóknir og lagaramminn og stefnumótunin sé fyrir hendi. „Við getum nú sagt af ör- yggi að við getum stundað eigin rannsóknir og byggt ákvörðun um heildarafla á ábyggilegum vísinda- Þakka Íslendingum góðan árangur ÚR VERINU   " #$ %   #$ &% '                    !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5     !"  &#   6 *  7 *   894  :;## #/ 2 !2   <   !2   #$"%&" ' ( 03=# 02*  ')*+," 7>?@ 0A2   2 2                    ; # 3 ;  2 2 1 1 1  1 1 1 1 1 1 1  1 B CD B CD B 1CD B  CD 1 B  CD B CD B CD B  CD 1 B CD 1 B  CD B  CD B CD 1 B CD 1 1 1 1 B CDD 6 * 2   *#  : $2 A  *# E ( 0                   1       1  1 1 1 1                       1                      1  < 2   A )%   :6 F #  &4!*  2         1   1 1 1 1 1  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll íslands í gær. Úrvals- vísitalan var 6004,35 stig við lok dagsins og hækkaði um 1,67% í töluverðum viðskiptum, en velta á hlutabréfamarkaði nam 15,5 millj- örðum króna. Velta á skuldabréfa- markaði nam 5.187 milljónum króna. Mest hækkuðu bréf FL Group eða um 3,39%. Bréf Glitnis hækkuðu um 2,59% og bréf Landsbankans um 2,48%. Mest lækkuðu bréf Marels eða um 1,25%. Bréf Avion lækkuðu um 0,59% en bréf annarra fyrirtækja lækkuðu ekki í viðskiptunum. Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig ● ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta skipulagi Glitnis. Er því ætlað að auka skilvirkni við stjórn bankans, samhæfingu verkefna, efla frum- kvæði og renna þannig styrkari stoð- um undir arðsaman vöxt til framtíðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Ætlunin er að efla rekstur Glitnis á sviði markaðsviðskipta og bæta samþættingu innan stoðdeilda sam- stæðunnar. Nýtt svið, rekstrarsvið, hefur verið stofnað um miðlæga þjónustuþætti, þ.e. upplýs- ingatækni, viðskiptaver, rekstr- ardeild og launadeild. Finnur Reyr Stefánsson verður framkvæmda- stjóri þessa sviðs. Annað svið, markaðsviðskipti Glitnis, hefur einnig verið stofnað um markaðsviðskipti bankans í Reykja- vík, Osló og Stokkhólmi. Fram- kvæmdastjóri þess verður Frank Ove Reite. Breytt skipulag Glitnis ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir að ef farið yrði að tillögu samkeppniseftirlitsins um að leggja niður stimpilgjald vegna útlána bank- anna myndi tímabil mikillar húsnæð- isverðbólgu nokkuð örugglega fram- lengjast. Huga þurfi því að fleiri þáttum í þessum sambandi. „Ef við hefðum lagt stimpilgjaldið af á síðastliðnum tveimru til þremur árum er ég nokkuð viss um að það hefði aukið umtalsvert húsnæðisverð- bólguna sem við höfum búið við. Ég hef sagt það áður að stimpilgjaldið er einn af þeim sköttum sem ég vildi gjarnan sjá hverfa, en það þarf að huga vel að því við hvaða aðstæður það er gert,“ segir Árni. Skýrslan verður skoðuð Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra segir að ekki liggi fyr- ir hvort einhverjar ákvarðanir verði teknar af hálfu viðskiptaráðuneytisins í tilefni af könnun samkeppnisyfir- valda á Norðurlöndunum um nor- rænu viðskiptabankamarkaðina. Þar kom fram að Samkeppniseftirlitið tel- ur nauðsynlegt að gripið verði til að- gerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina íslensku bankanna. Jón segir að allt það sem hann hafi heyrt um skýrslunni og tillögur Sam- keppniseftirlitsins í því sambandi, hafi verið í umræðunni í langan tíma. „En í aðalatriðum er þetta viðfangsefni sem menn eru að fást við í mörgum lönd- um, samanber að þetta er samnorræn skýrsla og lýsir svipuðum horfum á Norðurlöndunum öllum,“ segir Jón. Afnám stimpilgjalds framlengir verðbólgu Jón Sigurðsson Árni M. Mathiesen Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is NYHEDSAVISEN, fríblað Dags- brúnar í Danmörku, hefur göngu sína föstudaginn 6. október. Blaðið mun koma út sex sinnum í viku og upplagið verður 500 þúsund eintök en um eitt hundrað blaðamenn munu starfa á Nyhedsavisen. Stjórn- endur blaðsins lofa auglýsendum einni milljón lesenda á dag út árið en gangi það ekki eftir fá þeir það bætt upp með aukabirtingum og 33% afslætti. Þetta kom fram á ráð- stefnu sem Nyhedsavisen hélt í Kaupmannahöfn í gær um svipt- ingar á danska blaðamarkaðinum. Óttast ekki Dato og 24timer Raunar á samkeppnisstofnunin í Danmörku enn eftir að leggja bless- un sína yfir samstarf Nyhedsavisen við Post Danmark, sem í sameiningu hafa stofnað fyrirtæki um dreifingu blaðsins. Niðurstöðu stofnunarinnar er að vænta á miðvikudaginn í næstu viku. Hin fríblöðin tvö, Dato, sem Det Berlingske Officin gefur út og 24timer frá JP/Politikens Hus, hafa því um eins og hálfs mánaðar forskot á Nyhedsavisen. Morten Nis- sen Nielsen , framkvæmdastjóri Ny- hedsavisen, hefur þó ekki miklar áhyggjur enda lítur hann svo á að Dato og 24timer séu ekki skæðustu keppinautarnir. Og Nissen skortir ekki trú á ágæti eigin blaðs: „Þegar Nyhedsavisen kemur út verður blað- ið það gott að Danir geta áhyggju- laust sagt upp 3.500 króna [danskra] áskrift sinni að dagblöðunum. Við ætlum að gefa út dagblað, sem frá fyrsta degi getur leyst af hendi áskriftarmorgunblöðin,“ sagði Niel- sen við Børsen. Ljósmynd/Hari Hvergi banginn Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhedsavisen, segist ekki óttast samkeppnina við Data og 24timer. Nyhedsavisen kemur út í byrjun október Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is »Jón Sigurðsson: „Það hefurmargsinnis verið bent á það áð- ur að stimpilgjöldin séu sérstakur kostnaður sem til dæmis leggist á þegar menn vilji skuldbreyta.“ »Árni M. Mathiesen: „Ég hef sagtþað áður að stimpilgjaldið er einn af þeim sköttum sem ég vildi gjarnan sjá hverfa.“ Í HNOTSKURN 8 *G 0H-        C C &:0? " I   C C > >  J,I 0K/    C C J,I (! 8      C C 7>?I "L M       C C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.